Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Fyrir skömmu kom
fram hjá Borgþóri Arn-
grímssyni, í pistli frá
Danmörku, að þarlend
stjórnvöld væru búin
að heimila verslunar-
eigendum með kvöld-
og nætursölu að hafna
því að taka við pen-
ingum á tímabilinu frá
kl. 10 að kvöldi til kl. 6
að morgni. Þetta er
gert til þess að draga
úr líkunum á því að
viðkomandi verslanir séu rændar til
þess að hirða peningana úr kass-
anum, þ.e. eftir engu að slægjast.
Í Kastljósinu fyrir skemmstu þar
sem fjallað var um aflandsfélög og
Panamaskjöl kom fram hjá fjár-
mála- og efnahagsmálaráðherra,
Benedikt Jóhannessyni, að pen-
ingamagn í umferð um þessar
mundir svaraði til þess að hvert
mannsbarn væri með undir kodd-
anum um 180 þús. kr. í reiðufé. Hér
er um ótrúlega háa fjárhæð að
ræða og spyrja má hvaðan allir
þessir peningar komi á sama tíma
og kortanotkun almennings vex frá
ári til árs, sem ætti nú að minnka
peningamagn í umferð.
Minnka peninga í umferð
Til þess að draga úr peninga-
magni í umferð nefndi hann að
hann hefði í hyggju að setja lög
sem bönnuðu vinnuveitendum að
greiða út laun í reiðufé og til þess
að draga úr möguleikunum til þess
að koma svörtum peningum í um-
ferð mætti hugsa sér að bannað
yrði að greiða fyrir stærri hluti með
reiðufé. Hann tók sem dæmi að
hann hefði heyrt dæmi þess að
menn væru farnir að greiða dýra
bíla með reiðufé. Sjálfur heyrði ég
fyrir nokkru að íbúðarkaupandi
hefði komið með 10 milljónir í
10.000 kr. seðlum í plastpoka á fast-
eignasölu til þess að greiða hluta í
íbúð sem hann hafði fest sér.
Að mínu mati kemur mikið af
þessum peningum frá blessuðum
ferðamönnunum sem heimsækja
okkur sífellt fleiri og fleiri. Þeirra
fyrsta verk þegar þeir koma til
landsins er trúlega
það sama og þegar við
förum til útlanda, þ.e.
að fara í hraðbanka
og taka út peninga í
viðkomandi mynt.
Einhverra hluta
vegna erum við mörg
þeirrar gerðar að nota
kortið sem minnst er-
lendis og alls ekki í
þetta dagsdaglega,
þ.e. veitingar, leigu-
bíla og smærri inn-
kaup.
Til þess að draga úr peningum í
umferð má hugsa sér að gera ferða-
þjónustuaðilum, a.m.k. þeim sem
selja veitingar og gistingu, skylt að
öll sala þeirra á þjónustu fari um
greiðslukort. Það er einfalt þar sem
þessi þjónusta er leyfisskyld hvað
ég best veit og því einfalt að setja
það sem skilyrði fyrir leyfinu.
Eftirlitinu yrði þannig háttað að
skýrt kæmi fram á áberandi stað að
greiðsla með reiðufé væri óheimil
og ef út af brygði væri heimilt að
beita viðurlögum.
Ábyrgðin er beggja
Ábyrgðin á því að rétt væri haft
við væri beggja, þ.e. kaupanda og
seljanda. Þetta þyrfti síðan að
kynna skilmerkilega fyrir erlendum
ferðamönnum við komuna til lands-
ins. Sannfærður er ég um að er-
lendir ferðamenn mundu hlíta
þessu og ekki vera tilbúnir til þess
að taka þá áhættu sem fylgja
mundi greiðslu með reiðufé.
Að mínu mati á að banna við-
skipti með reiðufé, en þar til það
kemst á er hægt að ná verulegum
árangri með því að taka úr umferð
bæði 10 og 5 þúsund kr. seðla og
jafnvel líka þúsundkallinn en halda
í umferð verðminni myntunum sem
ætti að nægja þeim sem ekki vilja
greiða lágar fjárhæðir með korti,
svo sem í stöðumæla o.s.frv.
Sé ekki fyrir mér að vinnuveit-
endur yrðu viljugir að greiða mörg-
um út laun í reiðufé, einhver hundr-
uð þúsund pr. mann í 500 kr.
seðlum eða að bílar upp á milljónir
og aðrir dýrir hlutir á mælikvarða
hins svokallaða venjulega manns
yrðu þannig greiddir. Jafnvel þótt
þúsundkallinn yrði áfram í umferð.
Með aðgerðum af þessu tagi yrðu
tæpast öll skattsvik úr sögunni og
það eru örugglega fleiri en erlendir
ferðamenn sem koma reiðufé í um-
ferð þótt þeir séu trúlega nokkuð
mikilvirkir á því sviði.
Einföld aðgerð
Hér er um frekar einfaldar að-
gerðir að ræða sem ekki ættu að
kalla á skipun margmennrar nefnd-
ar sérfræðinga sem mundi skila
sverum innbundnum skýrslum með
fjöldanum öllum af rándýrum
stimpluðum sérálitum „svokallaðra
sérfræðinga“ eftir missera stíf
fundahöld. Hér er það fyrst og
fremst spurningin hvort aðgerðir af
þessu tagi rúmist innan gildandi
laga sem ætti nú ekki að flækjast
fyrir öllum lögmönnunum sem
starfa hjá hinu opinbera.
Síðan er það hinn hópurinn sem
orðinn er þróaðri á þessu sviði, bú-
inn að stofna aflandsfélög til þess
að halda utan um ljósfælna peninga
sem gnægð virðist af. Í mínum
huga skiptir ekki máli hvort eig-
endur þessara félaga hafi sagst
hafa greitt öll tilskilin gjöld af pen-
ingum eða að það hafi engin starf-
semi farið fram í nafni þeirra. Það
eitt að stofna þau segir allt sem
segja þarf því tæpast hafa þrautp-
índir íslenskir athafnamenn leitað
til ráðgjafa á þessum útskerjum um
stofnun félags bara að „gamni sínu“
af engu tilefni, nei slíkt gengur
a.m.k. ekki í mig.
Nei, athafnamenn í okkar ágæta
samfélagi leggja tæpast upp í slíka
för nema af einu tilefni: Að hafa af
því ávinning.
Eftir Helga Laxdal
»Munu ekki greiða
mörgum laun í
reiðufé, einhver hundr-
uð þúsund pr. mann í
1.000 kr. seðlum, eða
annað uppá milljónir
yrði þannig greitt.
Helgi Laxdal
Höfundur er vélfræðingur
og fyrrverandi yfirvélstjóri.
Af ljósfælnum peningum
Það er margt í
skýrslu vistheimila-
nefndar um vistun
barna á Kópavogshæli
1952-1993 sem fær
mann til að hugsa – líka
til framtíðar. Tíðarand-
inn er nefnilega lúmsk-
ur andskoti en hann er
skilgreindur sem al-
menn eða ríkjandi við-
horf á tilteknu tíma-
skeiði.
Í umræðunni um
skýrslu vistheimila-
nefndar um vistun fatl-
aðra barna og reyndar
fullorðinna líka á Kópa-
vogshælinu hafa sumir
tekið sér þetta orð í
munn. Tíðarandi. Töl-
um aðeins meira um
tíðarandann, hann get-
ur falið í sér gæfu og
gleði fyrir suma en
harmleiki og hörm-
ungar fyrir aðra. Um leið og ég
votta börnum og fullorðnum sem
þurftu að upplifa þennan tíðaranda
samúð mína sem og aðstandendum,
vil ég að við hugsum um tíðarand-
ann bæði í dag og hvers konar tíð-
aranda við stefnum á framtíðinni.
Öryrkjar eru hópur af mann-
eskjum sem á undir högg að sækja í
samfélaginu, margir þeirra eru fatl-
aðir eða búa við það mikinn heilsu-
brest að þeir geta ekki stundað fulla
vinnu. Það er læknisfræðilegt mat.
Öryrkjar eru hins vegar ekki sam-
kvæmishæfir í samfélaginu eins og
það er í dag, hvað þá samkeppnis-
hæfir og geta margir illilega lifað
sjálfstæðu lífi. Og hvers vegna? Jú,
vegna þess að þeir eiga ekki pen-
inga. Almannatryggingakerfið hefur
og er að bregðast þeim. Öryrkjar er
sá hópur í samfélaginu sem er við-
kvæmastur fyrir afstæðri eða al-
gildri fátækt. Og fordómarnir
klingja sem og fáfræðin – alveg eins
og flestir voru voðalega hissa á illri
meðferð fatlaðra á Kópavogshælinu
eða vissu af henni en svo virðist sem
enginn hafi haft vald til að sporna
við því sem fram fór.
Mega öryrkjar ekki
lifa mannsæmandi lífi?
Við megum ekki gleyma því að
stundum og reyndar oft verður
læknisfræðilegt vandamál að félags-
legum vanda, í þeirri lífsbaráttu
sem heilsuvana manneskjur þurfa
að takast á við. Þess vegna skiptir
svo miklu máli að öryrkjar fái
stuðning til að lifa sjálfstæðu lífi,
ekki eins og hálfdrættingar upp á
aðra komnir. Í könnun sem Ör-
yrkjabandalag Íslands lét gera um
fatlað fólk og öryrkja í sveitar-
félögum árið 2013 kom í ljós að því
betri sem fjárhagsstaða fatlaðra og
öryrkja var því hamingjusamari
voru þeir. Skiptir hamingjan ör-
yrkja ekki líka máli? Það er því ekk-
ert undarlegt að í undanfara Mann-
réttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna árið 1948 voru talin upp á
meðal annarra réttindi af efnahags-
legum toga.
Fatlað fólk og ör-
yrkjar eru stolt fólk
sem býr yfir marg-
víslegri reynslu, getu
og hæfileikum sem
það vill nýta sér og
öðrum til handa. En
tíðarandinn er bara
oftast ekki sammála
því. „Við skulum setja
öryrkjana í sérstakt
hólf, viljum sem
minnst af þeim vita.
Þeir eru hvort sem er
alltaf að kvarta, vilja
meiri pening og munu
setja bæði ríkissjóð
og lífeyrissjóðina í
þrot og heimta alltaf
meiri og meiri þjón-
ustu, fyrir utan nú
það að þeir fjölga sér
eins og rottur.“
Hvenær verður
tíðarandinn
öryrkjum í hag?
Samtök atvinnulífs-
ins virðast t.d. senda
árlega frá sér fréttatilkynningu um
meinta fjölgun öryrkja og hversu
slæmt þetta er fyrir ofangreinda
aðila og vinnumarkaðinn í heild. Ég
hef hins vegar ekki séð neinar til-
lögur frá þeim um hvernig sveigja
mætti vinnumarkaðinn betur að
þörfum öryrkja og bjóða upp á fleiri
hlutastörf, því oftast fer fólk á ör-
orku þar sem það getur ekki unnið
fullt starf. Tilkynningar samtak-
anna lykta af fordómum, vanþekk-
ingu á aðstæðum öryrkja og hags-
munagæslu. En samkvæmt
yfirlýsingum þeirra hljóta fjölmörg
fyrirtæki innan þeirra vébanda að
vilja öryrkja í vinnu – eða hvað?
Nýlega vísaði Hæstiréttur Ís-
lands fjárkröfu öryrkja frá dómi en
krafa hans var grundvölluð á þeim
forsendum að örorkubætur dygðu
ekki til að lifa mannsæmandi lífi
(bara það að þetta skuli nefnt bæt-
ur segir sitt um upphæðirnar). Ör-
yrkinn fór því fram á mismuninn
sem væri á örorkubótum hans og
þess framfærsluviðmiðs sem Vel-
ferðarráðuneytið setur, sem í tilfelli
öryrkjans var 2,1 milljón kr. á árinu
2012. Hæstiréttur taldi hins vegar
að það væri ekki dómstóla að taka
ákvörðun um málefni sem heyri
undir handhafa löggjafarvaldsins.
Bætur eru langt undir velferðarvið-
miði en það virðist bara sem öllum
sé sama! Svona er þetta bara,
óheppin/n þú.
Já, þeir voru sannarlega óheppn-
ir sem þurftu að vistast á Kópa-
vogshælinu. Tíðarandinn var ekki
þeim í hag. En nú skulum við horfa
til ársins 2040 eða 2050. Þurfa
stjórnvöld þess tíma að biðja ör-
yrkja afsökunar og greiða þeim
sanngirnisbætur vegna ónógrar
framfærslu? Vegna þess að tíðar-
andinn árið 2017 var bara svoleiðis?
Hvað haldið þið frændur, Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra og
Benedikt Jóhannesson, fjármála-
ráðherra? Þið hafið valdið. Ég bíð
eftir svari.
Tíðarandinn
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
» Tölum að-
eins meira
um tíðarandann,
hann getur falið
í sér gæfu og
gleði fyrir suma
en harmleiki
og hörmungar
fyrir aðra.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður
og diploma í fötlunarfræði.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.