Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
KONU
DAGUR
í Blómavali
Glæsilegir kaupaukar fylgja öllum
vöndum meðan birgðir endast
4.990kr
Konudags-
vöndur
IN CINEMAS FEBR2fyrir1Þessi miði gildir 2 fyrir 1 á kvik
Fifty Shades Darker. Miðinn gildir
Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Se
Sambíóin Egilshöll og Kringlun
Gildir aðeins Sunnudag
19. febrúar 20
í eftirfarandi k
UARY 10
í
myndinaí Smárabíó,lfossbíó,ni.
Með því að velja hráefnið
af kostgæfni, nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Kostur,
Iceland verslanir, Kvosin,
Melabúðin, Nettó, Samkaup,
Pure Food Hall flugstöðinni
Keflavík, Sunnubúðin.
Hvað þarf eldri borg-
ari mikið sér til fram-
færslu? Í dag hefur sá
sem þarf að treysta
eingöngu á almanna-
tryggingar 197 þúsund
krónur á mánuði eftir
skatt. (Þeir sem eru í
hjónabandi eða sam-
búð.) Þetta er ekki
prentvilla. Lífeyrir
þessa fólks nær ekki
200 þúsund krónum á
mánuði eftir skatt á sama tíma og
sagt er að góðæri sé á Íslandi og
meðaltekjur í þjóðfélaginu eru 620
þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.
Miklar launahækkanir sl. tvö ár
Undanfarin tvö ár hafa orðið
gífurlega miklar launahækkanir í
landinu. Launafólk, faglært og ófag-
lært, hefur fengið hækkanir á bilinu
14,5-55%. Alþingismenn fengu 55%
launahækkun á síðasta ári, ráð-
herrar fengu 44% hækkun og æðstu
embættismenn fengu allt að 48%
hækkun á síðasta ári, sem gilti aftur-
virkt í 18 mánuði. Á meðan þessar
miklu hækkanir áttu sér stað voru
aldraðir og öryrkjar skildir eftir.
Þeir fengu mjög litla hækkun á líf-
eyri sínum. Um áramótin fengu þeir
eldri borgarar, sem nú hafa 197 þús-
und krónur á mánuði, 12 þúsund
króna hækkun á mánuði. Það voru
öll ósköpin.
Lífeyrir dugar
ekki fyrir öllum
útgjöldum
Það er engin leið að
lifa sómasamlegu lífi af
197 þúsund krónum á
mánuði. Húsaleiga hef-
ur stórhækkað, svo og
allur húsnæðis-
kostnaður. Algeng
húsaleiga fyrir 2ja-3ja
herbergja íbúð er í dag
130-200 þúsund kr. á
mánuði. Þegar búið er
að borga húsaleigu, rafmagn og hita
er lítið eftir fyrir öllum öðrum út-
gjöldum, mat, fatnaði, hreinlætis-
vörum, síma, sjónvarpi og rekstri
tölvu. Erfitt eða ókleift er að reka bíl
af þessum lága lífeyri. Ef ekki er um
bíl að ræða þarf að borga í strætis-
vagnagjöld eða annan samgöngu-
kostnað. Lífeyrir er svo naumt
skammtaður til aldraðra að algengt
er að hann dugi ekki fyrir öllum
brýnustu útgjöldum. Læknishjálp
og lyf verða oftast út undan og
stundum matur. Slík meðferð á öldr-
Eftir Björgvin
Guðmundsson
» Lífeyrir er svo
naumt skammtaður
til aldraðra að algengt
er að hann dugi ekki
fyrir öllum brýnustu
útgjöldum.
Björgvin
Guðmundsson
Góðærið ekki
komið til aldraðra
Grínistinn Laddi
hefur skapað marga
ógleymanlega karakt-
era á litríkum ferli
sínum okkur flestum
til ánægjuauka. Það
er þó ekki víst. Ein
fígúran er Marteinn
Mosdal, sem er tákn-
mynd hins allsráð-
andi ríkis, og með
honum var skopast
að þeim hugmyndum
að ekkert mætti vera eða gera
nema undir alsjáandi ríkisforsjá.
Eitt dæmi Mosdals var sú fásinna
að einhver andskotans einkafyrir-
tæki úti í bæ væru eins og asnar
að framleiða í fullri samkeppni
margar tegundir af gosdrykkjum,
heldur ætti auðvitað að vera hér
eitt ríkislímonaði. En fyrir okkur
sem aðhyllumst frelsi fólksins til
orðs og æðis er ekki hægt að
hlæja að þeim aftur sívaxandi hug-
myndum um alræði ríkisins sem
koma nú fram svo víða í stóru sem
smáu.
Það er bannað
Nýjasta dæmið er sú hugmynd
nýs fjármálaráðherra að ríkið eigi
að skipta sér af og stýra því
hvernig almenningur notar pen-
ingana sína; að koma t.d. í veg fyr-
ir að reiðufé sé notað nema að því
marki sem ríkið setur. Skattaund-
anskot eiga sér stað en ekki líst
mér á þessa aðferð til þess að
vinna gegn slíku og gefið er í skyn
að Stóri bróðir ætli vakandi og
sofandi að fylgjast enn betur með
peningahreyfingum landsmanna en
nú þegar er gert. Fólk mun aug-
ljóslega bera kostnaðinn af milli-
færslunum og getur þá ekki valið
sér það að nota ekki greiðslukort
t.d. í sparnaðarskyni ef það vill
hafa það þannig, sem er ekki nógu
hagstætt fyrir fjármálafyrirtækin
sem ríkið vill alltaf hlaða sem mest
undir á kostnað almennings. Fólk
verður auðvitað að átta sig á því
að sjálfsval er auðvitað
af hinu illa.
Allt til ríkisins
Fyrst ég er byrj-
aður og þessi stjórn-
málamaður er kominn
hér á blað þá get ég
ekki stillt mig um að
minna á að stefna
hans og flokks hans er
að koma Íslandi undir
ESB og afsala þar
með miklu af því sjálf-
stæði okkar sem eftir
er eftir aðildina að
EES. Það er auðvitað slæmt fyrir
íslensku ríkisforsjána að flokkur-
inn vilji m.a. afhenda frá okkur
sjávarauðlindina, en til betrumbóta
vill flokkurinn að þangað til að hún
verður komin undir yfirstjórn út-
lendra alríkiskontórista vill hann
setja allar veiðiheimildir á opinber
uppboð til þess að ná sem mestu
til ríkisins. Í skrumskælingu
popúlismans er þetta kallað að ná
markaðsverði til þess að fela til-
ganginn. Ekki hefur heyrst um
það að jafnhliða eigi að afnema eða
lækka sérsköttun á atvinnugrein-
ina og er ólíklegt að svo skelfilega
langt verði gengið. Með þessu fá
aðeins þeir sem best eru fjár-
magnaðir og veiðiheimildirnar fær-
ast á enn færri hendur. Ekki er
hirt um hvað verður þá um það
sem eftir verður í sjávarþorpunum
í kringum landið, en líklega verður
það tryggt að menn muni ekki
lengur vera svo vitlausir að hætta
sér og fjármunum sínum í fjárfest-
ingar í sjávarútvegi og helst ekki
einu eða neinu og þannig verði
komið í veg fyrir að arður skapist
nokkurs staðar og þar með arð-
greiðslur til einstaklinga, sem er
alls ólíðandi, jafnvel þótt skatt-
lagðar séu.
Veikindi eru einkamál ríkisins
Því miður er mjög góð reynsla
af einkarekstri á heilbrigðissviði
þar sem hann er leyfður af hinu
opinbera, en þúsundirnar hafa not-
ið aðgerða hjá slíkum, undirritaður
þar á meðal. Það tókst sem betur
fer að stoppa það að einhverjir
einstaklingar fengju að leigja
fullbúið sjúkrahús á Keflavíkur-
flugvelli sem varnarliðið skildi eft-
ir og stendur enn autt og ónotað,
en ætlunin var að nýta það til þess
að selja borgandi útlendingum
læknisþjónustu og hafa eitthvað
upp úr því og á sama tíma skapa
hvatningu til íslenskra lækna sem
starfandi erlendis að koma heim.
Það sama var um þær fyrirætlanir
að reisa stórt nýtt og nútíma-
sjúkrahús og endurhæfingarhótel í
Mosfellsbæ. Samkvæmt fréttum
átti víst að gera út á útlend trygg-
ingarfélög og vel borgandi sjúk-
linga erlendis frá með því að bjóða
upp á sérhæfðar aðgerðir og skapa
gjaldeyristekjur, þekkingu og auk-
in sambönd við sjúkrastofnanir
víða um lönd. Hættan var og er
alltaf talin sú að að einhver veikur
Íslendingur mundi vilja troða sér
inn á slíkt og tækist að fara fram
fyrir biðraðir og ríkislista á ís-
lenskum ríkisstofnunum og
læknast. Frjálsir valkostir væru
slæmir og betra að ríkir Íslend-
ingar færu til útlanda og fengju
sér borgið þar.
Erfitt mál
Nýr heilbrigðisráðherra, sam-
spyrðingur fjármálaráðherrans, er
sagður standa frammi fyrir mikl-
um vanda. Fyrirbærið Klíníkin í
Ármúla, sem ekki er ríkisfyrir-
tæki, hefur leyft sér að bjóða upp
á sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með
fimm daga legudeild, sem hún hef-
ur leyfi frá landlækni til að veita.
Sérhagsmunafélagið BSRB setur
Allt eins og það á að vera
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
Kjartan Örn
Kjartansson
» Auðvitað er ekki
minnst á aukaatriði
eins og velferð sjúkling-
anna heldur sé um all-
svakalega einkavæðingu
að ræða sem sé það
versta sem til er.
Gæfulega byrjar
ný ríkisstjórn. Við-
reisnarforinginn
ætlar að taka af
okkur almenningi
peningana til að
bankarnir geti
kortlagt okkur al-
gjörlega og grætt
enn meira. Þor-
steinn ætlar að láta
fyrirtækin borga
skitin fimm hundr-
uð þúsund til að
byrja með fyrir
jafnlaunavottun.
Forræðishyggjan í fyrirrúmi.
Þorgerður þyrfti kannski að læra
meira, eins og hún sagði í frægri
hrunbíómynd.
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að
hækka ekki skattana, þeir ætla bara
að búa til nýja skatta. Jón ætlar að
láta okkur borga fyrir að komast úr
höfuðborginni og ber það saman við
Hvalfjarðargöng sem voru fjár-
mögnuð af einkaaðilum. Ótrúlegt. Ég
verð að viðurkenna að ég kaus þenn-
an mann í síðustu kosningum. Ég
biðst innilegrar afsökunar á því og
lofa að gera það aldrei aftur.
Einar Pétursson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Afsökun
Reiðufé Mörgum þykir gott að eiga reiðufé.
Morgunblaðið/Kristinn