Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 26

Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 ✝ IngeborgLinda Mogen- sen fæddist í Reykjavík 22. apr- íl 1955. Hún lést á líknardeild Lands- spítalans 7. febr- úar 2017. Foreldrar henn- ar voru Marsibil Magnea Ólafsdótt- ir Mogensen, f. 11. mars 1929, d. 3. mars 2015, og Peter Mogen- sen, f. 29. nóvember 1926, d. 8. júlí 1979. Systkini Lindu eru Peter Lassen Mogensen, f. 12. desember 1949, Ólafur Mogensen, f. 24. maí 1951, d. 20. janúar 2008, Matthías Mogensen, f. 10. júlí 1953, Er- ik Júlíus Mogensen, f. 18. des- ember 1956, Inga Kolbrún Mogensen, f. 30. október 1960, og Birgir Mogensen, f. 27. apríl 1962. Börn Lindu eru Pan Thorarensen, f. 12. janúar 1981, sambýliskona Guðrún Lárus- dóttir, þeirra son- ur er Mikael Thorarensen. Rúna Thoraren- sen, f. 11. febrúar 1983, sam- býlismaður Helgi Egilsson. Þeirra börn eru Edda, Júlía og Ólafur Daðason, sonur Rúnu úr fyrra sambandi. Sambýlismaður Lindu var Örn Á. Sigurðsson. Útför Lindu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 16. febrúar 2017, klukkan 13. Örlögin höguðu því þannig að ég mætti þessari konu á götu og þegar ég leit hana augum gerðist ljómi og ég held að það hafi verið gagnkvæmt, hún hafði á orði að það hefði alla- vega verið tíra. Í rigningunni í Reykjavík, og rökkrið lá á sænum, ung var nóttin eingu lík ein í vesturbænum. Á gangstéttinni hún og hann hittust rétt hjá Nausti og hvort um sig fegurð fann sem falin var í trausti. Þannig byrjaði drápa sem æskuvinur hennar Kristján Hreinsson lífsreynir og skáld orti eftir lýsingu Lindu um okk- ar fyrsta fund, og hún færði mér í afmælisgjöf. Linda var stórbrotinn per- sónuleiki mikil kjarnorkukona, ákveðin og fylgin sér, næm á þennan heim og annan. Ung að árum kynntist hún í gegnum Ólaf bróður sinn fræðum Para- mahansa Yogananda sem mót- aði líf hennar og í framhaldi lagði ung að árum í mikið ferða- lag til Indlands, ævintýr sem hún komst í gegnum naumlega og auðvelt var að hlusta á þá frásögn hennar aftur og aftur. Alla tíð lagði hún áherslu á að bæta við þekkingu sína í andlegum málum, sótti nám- skeið hér og erlendis, hafði skyggnigáfu frá unga aldri og leiddi meðal annars „Fjallið“ í hugleiðsluhópum. Linda var gefandi persónu- leiki, eldhugi umkringd stórum vinahópi og umhyggjusamri fjölskyldu sem virkilega á reyndi. Á móti gaf hún mörgum einstaklingum sem til hennar leituðu styrk. Hugur minn er hjá fjölskyld- unni, elskulegu vinum mínum börnunum hennar Pan og Rúnu, mökum þeirra Guðrúnu og Helga og barnabörnunum Mikael, Óla, Eddu og Júlíu. Takk fyrir samveruna, Linda mín, ég elska þig og þín er sárt saknað. Guð blessi þig og friður sé með mönnum. Drápan Kristjáns endaði hann svo fallega: Þau eiga núna indælt líf við ylinn ljúfa, heita udir þeirri einu hlíf sem ástin fær að njóta. Örn Ármann Sigurðsson. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Pan Thorarensen. Hún Linda systir er fallin frá. Seinustu tvö árin hennar Lindu eru eftirminnileg öllum þeim sem umgengust hana og bera vott um úr hverju Linda var í raun búin til og gerð. Hún sýndi allar sínu bestu hliðar. Hún var hughraust og ákveðinn í að taka ábyrgð á eigin örlög- um – hún var samkvæm sjálfri sér og nýtti sér alla þá visku, vissu og þekkingu sem hún bjó yfir. Hún leitaði á óhefðbundin mið ásamt því að hreyfa sig mikið og stunda útiveru. Allt til að bæta vellíðan sína og byggja upp jákvætt hugarfar. Innsæi hennar og trú á æðri máttaröfl var henni alltaf efst í huga. Hún notaði tímann vel í að undirbúa sig fyrir hið óhjákvæmilega og yfirgaf okkur öll eins sátt og nokkur manneskja getur verið miðað við aðstæður. En við söknum hennar samt voða, voða mikið og söknuður- inn er stór og við þurfum að takast á við hann af bestu getu, hvert fyrir sig. Örn minn ég votta þér samúð mína og þakkir fyrir hlýjar móttökur eins og ykkar Lindu var ávallt von og vísa. Ég votta elskulegum börn- um Lindu þeim Pan og Rúnu samúð mína, ásamt mökum og barnabörnum þeim Ólafi, Mika- el, Kormáki, Snædís, Eddu og Júlíu. Þið munið halda minn- ingu móður og ömmu lifandi um ókomna tíð. Á svona tímamótum er ekki hægt annað en að hugsa aðeins um tilveruna og þá galdra og töfra sem í henni felast. Við vit- um vel að það er eitthvað meira en þetta hversdagslega sem kallar á okkur. Það eru svo margar spurningar sem ekki fást svör við. Mér finnst oft gott að hugsa um lífið sem hringrás – við göngum í gegn- um röð tímabila og á leiðinni getum við lært og tileinkað okkur jákvæða hluti. Linda systir gaf margt fal- legt af sér í gegnum lífið og tók við mörgum fallegum gjöfum. Þannig mun ég minnast systur minnar, þannig mun hún eiga griðastað djúpt í hjartanu. Guð blessi elskulega systur okkar, móður og ömmu og okk- ur öll hin sem hér eru sam- ankomin. Friður sé með okkur. Erik Júlíus Mogensen. … Múmínsnáðinn virti fyrir sér nöt- urlegt landslagið og hugsaði um hvað jörðin hlyti að vera óttaslegin þegar hún horfði á lýsandi eldhnött- inn nálgast. Hann hugsaði um hvað hann elskaði þetta allt saman heitt, skóginn og hafið, rigninguna og vind- inn, sólskinið og grasið og mosann, og hvað það væri óhugsandi að lifa án alls þessa. (Halastjarnan, Tove Jansson.) Hugsanir okkar eru hjá þér og Erni, og krökkunum þínum elskulegu, Pan og Rúnu, Guð- rúnu, Helga, Óla, Mikael, Eddu, Júlíu litlu, Kormáki og Snæ- fríði, sem þú elskaðir og dáðir. Við hugsum um þig berfætta í sólinni, laus við sársauka, sorg og trega. – Fljúgðu hátt í Sum- arlandinu, elsku systir, og blessuð sé minning Ingeborgar Lindu Mogensen. Kolbrún og Sveinbjörn. Vorið 2015 vorum við hjónin stödd á Keflavíkurflugvelli á leið til Agadír í Marokkó þegar vindur sér að okkur hressileg kona með manni sínum og spyr hvort við séum ekki Helga og Geiri? Ég hafði í gegnum fjölmörg ár heyrt talað um Lindu, vin- konu og samstarfskonu Möggu Jóns hjá Orkuveitunni, en Magga er kær æskuvinkona mín. Þær Magga voru ekki bara samstarfskonur heldur góðar vinkonur sem brölluðu ýmislegt saman í gegnum árin, áttu sam- an dekurdaga, veltu fyrir sér andlegum málum, fóru saman í sumarbústaðaferðir og ræktuðu þannig saman sína vináttu. Magga hafði oft talað um að við þyrftum endilega að hitta Lindu og lét mig vita að nú væri tækifærið komið. Ég svaraði Lindu því auðvit- að játandi og sá um leið að ætt- arsvipurinn leyndi sér ekki enda bræður hennar gamlir vinir okkar og feður okkar góð- ir kunningjar – en þarna lágu leiðir okkar loksins saman. Frá fyrsta augnabliki smull- um við öll fjögur vel saman og aldrei skorti okkur umræðuefni enda bakpokinn fullur af sam- eiginlegum vinum og áhugamál- um. Linda sagði okkur frá al- varlegum veikindum sínum og færði um leið þá gleðifregn að nú væri hún laus við meinið þannig að nú ætluðu þau Örn að njóta lífsins í botn. Við sam- glöddumst þeim af einlægni og nutum öll hverrar stundar í þessu fallega landi. Fórum saman til Marrakech og villtumst vísvitandi um rang- hala hins ævaforna markaðar. Þar sá Linda afar fallega eyrnalokka sem hún setti upp og spurði: Á ég að hrökkva eða stökkva? Já, Linda, þessir biðu eftir þér og við lifum aðeins einu sinni. Hún brosti til mín sínu fallega brosi, rétti fram greiðsluna og gekk hnarreist úr úr búðinni. Við Geiri, eða Mustafa eins og hann var kallaður þar, höfð- um farið áður til Marokkó, heillast af staðnum Essouira norðan við Agadír svo við vipp- uðum okkur inn á ferðaskrif- stofu Barbera og komumst að því að við gætum farið þangað með einkabílstjóra, ef við vær- um fjögur. Í okkar huga var það aldrei spurning um hverjir yrðu okkar ferðafélagar. Spurningin var bara að finna þessa yndislegu sígaunavini okkar sem flögruðu um á ströndinni, sannfærð um að þau væru til í ævintýraferð. Ferðin stóð undir nafni, sannkallaður ævintýradagur. Nutum þess að bakka aftur í tímann í þessari fallegu borg sem státar af fjölbreyttu tón- listarlífi, menningarsögu og einstakri fegurð. Já, öll geisl- andi glöð og áhyggjulaus og Linda bjartsýnust okkar á framtíðina. Þegar við kvödd- umst að góðri ferð lokinni viss- um við að á milli okkar hafði myndast einlæg vinátta sem hefur haldist og alltaf var stefnt að fleiri samverustundum. Það varð okkur öllum mikið áfall að frétta að veikindi Lindu hefðu tekið sig upp aftur – en enn var hún full bjartsýni og baráttuþreki. Við vinirnir smit- uðumst auðveldlega af þeirri bjartsýni, vitandi af dugnaði hennar og ákveðni. Það má því segja að okkur hafi fundist tjaldið allt of fljótt dregið fyrir þegar einlæg vinátta fyllti sal- inn. Við Geiri og Magga send- um ástvinum hugheilar samúð- arkveðjur, við ráðum ekki meiru. Helga, Ásgeir og Margrét Katrín. Í dag verður Linda, sam- býliskona pabba, borin til graf- ar. Við fjölskyldan munum sakna sumarbústaðaferða, spilakvölda og líflegra samveru- stunda í Íslandsheimsóknum okkar. Linda var alltaf vakandi fyrir að koma á óvart með pínu Íslandsdekri eins og rabarbara- graut á gamla mátann, alís- lensku skyri með nýtíndum blá- berjum, heimabökuðu heilsu- brauði eða sérpöntuðum harð- fiski að vestan til að gera vel við okkur. Við sendum börnum, barna- börnum og fjölskyldu Lindu innilegar samúðarkveðjur, Jónína (Nína), Jacob (Kóbý), Daníel og Keren Lilja. Ingeborg Linda Mogensen ✝ Sigvaldi ElfarEggertsson fæddist á Hólum í Hvammssveit, Dala- sýslu, 10. nóvember 1961. Hann lést á sjúkrahúsinu í Tønsberg í Noregi 4. febrúar 2017. Móðir hans var Sigurveig Ebba- dóttir, f. á Hólum í Hvammssveit, Dala- sýslu, 29. desember 1940, d. 20. maí 2013. Stjúpfaðir hans er Haraldur Hansson, f. 15. mars 1940 í Fivelsdal í Noregi. Sam- mæðra systkini Sigvalda eru Helgi Björgvin, f. 12. desember 1970, Hanna Lovísa, f. 2. október 1975 og Ástþór Atli, f. 25. desem- ber 1977. Sigvaldi giftist 14. maí 1988 Guðmundu S. Þórisdóttur, f. 28. júlí 1962 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Þórir Rúnar Jónsson, f. 27. janúar 1941 og Kristín Sæ- unn Pjetursdóttir, f. 25. maí 1943. Sonur Sigvalda og Guð- mundu er Þórir Helgi, f. 20. apríl 1990, sambýliskona hans er Hild- ur Hilmarsdóttir, f. 1. júlí 1991. Fyrir átti Guðmunda dótturina Signýju Magnúsdóttur, f. 29. september 1981. Dóttir hennar er Írena Katrín Sig- urðardóttir, f. 21. mars 2010, og búa þær í Noregi. Sig- valdi ólst upp í Kópavogi og lauk þar menntaskóla. Hann stundaði nám við sagnfræðideild Háskóla Íslands og lærði síðar flugum- ferðarstjórn í Kanada. Lengst af starfaði Sigvaldi sem sölumaður, síðustu 20 árin fyrir Íslenska lög- regluforlagið. Fyrstu árin bjuggu Sigvaldi og Guðmunda í Kópavogi en fluttust árið 2001 í Voga á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar til í ágúst 2016 er þau fluttust til Tønsberg í Noregi. Í sama mánuði greindist Sigvaldi með krabbamein og var sú bar- átta hörð en stutt. Útför Sigvalda fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 16. febr- úar 2017, klukkan 13. Elsku pabbi, á augabragði ert þú horfinn frá okkur og þín er svo sárt saknað. Það er ótrúlegt að þurfa að kveðja þig svona fljótt en við huggum okkur við minningar af öllum okkur góðu stundum. Við gátum alltaf treyst á þig og þökkum fyrir að þú varst svo sannanlega alltaf til staðar fyrir okkur. Við gleymum þér aldrei, elsku pabbi okkar. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr.) Þórir Helgi og Signý. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir stutta en hetju- lega baráttu við veikindi sem bar skjótt að. Tilhugsunin að hafa Sigvalda ekki með okkur er óraunveruleg og erfitt verður að aðlagast því að hafa ekki þennan trausta og yndislega viskubrunn okkur við hlið. Söknuðurinn er mikill en huggun harmi gegn eru allar góðu minningarnar sem eru frá samverustundum okkar. Takk fyrir allt, elsku Sigvaldi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þín tengdadóttir, Hildur. Sigvaldi hóf störf hjá Íslenska lögregluforlaginu í mars 2007 sem sölumaður. Hann hafði starfað sem sölumaður í mörg ár þegar hann kom til starfa hjá okkur. Hann var margra manna maki í sölumennsku. Allar áætl- anir sem hann setti upp í upp- hafi árs stóðust hjá honum. Síð- astliðið sumar tilkynnti hann okkur að hann ætlaði að flytja með fjölskyldu sína til Noregs en hefði áhuga á að starfa áfram hjá fyrirtækinu. Öll sölumennsk- an færi fram í gegnum síma eða tölvupósta og það gilti einu hvort hann sinnti starfinu hér á landi eða í Noregi. Það varð að samkomulagi að reyna þetta fyr- irkomulag. Á sama tíma og hann gekk frá búslóð sinni til flutn- ings var hann mjög slappur og leitaði læknis. Þá kom í ljós að hann var með illkynja sjúkdóm. Sigvaldi hélt sínu striki og á sama hátt og hann gæti sinnt vinnu sinnu í Noregi þá gæti hann tekist á við sjúkdóm sinn þar. Í desember sl. kom Sigvaldi til Íslands og átti fund með okk- ur um gang mála. Á þessum fundi sagði hann okkur að lækn- ismeðferð hefði gert illt verra og að allri meðferð væri hætt og hann ætti fáar vikur eftir ólif- aðar. Hann ætlaði hins vegar að klára þau tvö verkefni sem voru í vinnslu í desember og skila af sér í framhaldi af því. Æðruleysi það sem Sigvaldi sýndi í þessu samtali okkar var með þeim hætti að maður gat ekki annað en tárast. Þarna sáum við Sig- valda í síðasta sinn en við heyrð- um í honum nokkrum sinnum. Það gekk eftir sem hann hafði sagt, hann kláraði verkefnin og skilaði af sér því sem hann ætl- aði. Allt stóð eins og stafur á bók hjá honum eins og áður. Við vilj- um fyrir hönd Íslenska lögreglu- forlagsins þakka Sigvalda fyrir samstarfið og viðkynninguna. Skarð hans verður vandfyllt. Við vottum fjölskyldu og ástvinum Sigvalda dýpstu samúð. Óskar Bjartmarz og Guðmundur St. Sigmundsson. Sigvaldi Elfar Eggertsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Elsku Sigga, takk fyrir allar samverustundir sem við höfum átt saman. Það var svo gott að kíkja í heimsókn til þín, alltaf hægt að tala við þig. Þú varst einstök og hlý. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, Sigríður Sigurjónsdóttir ✝ Sigríður Sig-urjónsdóttir fæddist 1. febrúar 1930. Hún lést 3. febrúar 2017. Útför Sigríðar fór fram 10. febr- úar 2017. þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Þín frænka Tanja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.