Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 27

Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 ✝ Haukur Lyng-dal Brynjólfs- son fæddist í Hafn- arfirði 17. desem- ber 1935. Hann lést á Sólvangi hinn 10. febrúar 2017. For- eldrar hans voru Rósa Árnadóttir, f. 10.10. 1902, d. 16.1. 1994; og Brynjólfur Sveinsson, f. 28.8. 1891, d. 28.1. 1952. Systkini Hauks voru: Sesselja, f. 11.12. 1924, d. 13.5. 1938; Karl, f. 28.3. 1926, d. 11.12. 2011, Sól- ey, f. 21.7. 1927, d. 4.2. 2003, 5.1. 1993. b) Hildur f. 3.4. 1967. Sambýlismaður hennar er And- rew Diegbe og sonur þeirra er Nuvie Haukur, f. 23.2. 2009. c) Helga Björk, f. 16.8. 1974. Dæt- ur hennar eru Laufey Lyngdal, f. 31.3. 2004, Júlía Lyngdal, f. 19.4. 2006, Rósa Lyngdal, f. 21.4. 2009. Haukur ólst upp í Hafnarfirði. Hann fór ungur í Stýrimannaskólann og útskrif- aðist þaðan árið 1961. Haukur starfaði sem skipstjóri í mörg ár, lengst af með Sæbjörgina frá Vestmannaeyjum. Árið 1991 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni sitt eigið fyrirtæki, Nýju fatahreinsunina, í Hafnarfirði og starfaði þar þangað til hann lét af störfum rúmlega sjötug- ur. Útför hans fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 16. febr- úar 2017, klukkan 15. Bragi, f. 7.7. 1946. Haukur giftist 20.10. 1962 Ásgerði Sveindísi Hjörleifs- dóttur, f. í Hafnar- firði 13.6. 1942. Foreldrar hennar voru Guðmunda Guðbjartsdóttir, f. 27.3. 1920, d. 22.5. 2010, og Hjörleifur Elíasson, f. 22.2. 1922, d. 18.11. 1988. Ásgerður og Haukur eignuðust þrjár dætur; a) Hel- ena, f. 7.12. 1964. Dóttir hennar er Ásgerður Alma Lyngdal, f. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku pabbi. Þú varst mér svo endalaust góður og hjálpsamur að ég verð endalaust þakklát fyrir það. Ég veit að þér hefði þótt afar gaman að því hefði ég verið strákur eftir að hafa eign- ast tvær stúlkur, en þú gerðir mig að því sem ég er í dag; sterk og hugrökk kona sem lítur á björtu hliðarnar. Ég tek þig ávallt til fyrirmyndar og þess vegna reyni ég oft að grípa í grínið ef erfiðleikar steðja að. Þú tókst þig aldrei of alvarlega, heldur gerðir þú þitt besta dag frá degi og fórst sáttur að sofa, sem er mikill eiginleiki. Ég sé bros þitt hvert sem ég fer og hvar sem ég er sem segir þér hversu gott þú skilur eftir þig. Við systur munum hugsa vel um mömmu og við þökkum fyrir þig á hverjum degi. Við finnum fyrir þér núna hvar sem þú ert og laus við veikindin þú brosir til okkar á hverjum degi. Takk, elsku pabbi minn, ég mun alltaf elska þig af öllu hjarta. Þín Helga Björk. Okkar yndislegi faðir hefur kvatt okkur. Það er svo erfitt að sjá á eftir þér, elsku pabbi minn. Þú varst svo einstaklega góður og ljúfur pabbi með hjarta úr gulli og alltaf með bros á vör. Elsku pabbi minn, ég hef alltaf litið á þig sem hetju. Þú varst svo mikill dugnaðarforkur, skip- stjóri í 30 ár og í fatahreinsun í 20 ár, þú stoppaðir aldrei og aldrei heyrði maður þig kvarta. Þú gerðir allt fyrir okkur syst- urnar, maður þurfti ekki annað en að spyrja og það var gert með bros á vör eins og þér var einum lagið. Þú hélst utan um fjölskyldu þína eins og klettur. Þú lagðir svo mikið á þig svo þú gætir veitt okkur gott líf og er ég þér ævinlega þakklát fyrir það, elsku pabbi minn, þú hefur alltaf verið okkar stoð og stytta í gegnum árin. Þú varst alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Það var svo gott að setjast niður með þér og rabba um hlutina með þér. Eftir að ég flutti til London hef ég saknað þessara stunda með þér og mömmu svo mikið og geri enn, bara að geta talað við þig gaf mér styrk.Þú varst svo fróður maður og hafðir svör við öllu. Elsku pabbi minn, þú ert hetjan mín og betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Eftir að þú veiktist var ekki auðvelt að vera svona langt í burtu frá þér, ég vildi óska þess að ég hefði getað eytt meiri tíma með þér, elsku pabbi minn. Ég veit að hún mamma hugsaði svo vel um þig og þú varst í góðum höndum á Sólvangi. Ég fæ svo mikinn verk í hjartað að hafa ekki getað verið hjá þér og knúsað þig þegar þú kvaddir okkur, elsku pabbi minn, ég trúi því varla enn að þú sért ekki lengur hjá okkur. Ég veit að þér líður betur núna og ert um- kringdur ástvinum þinum sem hafa kvatt þennan heim. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki lengur þegar ég kem heim og opna dyrnar og þú situr í sóf- anum í stofunni umkringdur dagblöðum, lesandi fréttir og á sama tíma hlustandi á fréttir í litla útvarpinu við hliðina á þér. Við munum hittast aftur á fal- legum stað. Elsku pabbi, ég elska þig svo mikið og sakna þin sárt. Ó, pabbi minn, ég kveð þig kært með klökkva í hug og sál. Og þér með hjarta dóttur sært ég sendi þakkarmál. Ég horfði ei fram á hinsta sinn, ég hélt í von og trú. Og bað svo heitt um bata þinn sem brugðist hefur nú. Því horfinn er við harmsins blæ þér heimur augum frá. Ég tæplega því trúað fæ og tárin streyma af brá. Því söknuðinn ég sáran finn í sál og hjartastað. Þín hlýja fyllti heiminn minn, ég hlaut að finna það. Það allt var hreint og heilt í þér sem hollast reyndist mér. Sá finnur Guð sem góður er og geymir ljós í sér. Og þannig varstu, þannig man ég þig með trausta mund. Þinn fjársjóður var fjölskyldan, það fann ég hverja stund. Ég lít því árin liðnu í þrá, við ljúfa bernskusýn. Því þar ég áfram þig mun sjá og það er huggun mín. Svo farðu pabbi, farðu vel í friði heim á leið. Þú finnur Drottins fagrahvel, þér förin verður greið. Þín ástkær dóttir, Hildur. Ég var nú alveg viss um að pabbi myndi rífa þessa flensu af sér, þessi dugnaðarforkur sem hann var, hafði alltaf verið með þeim hressari. Eftir því sem á leið dvínaði þó vonin og dauðinn var nálægur. Auðvitað hafði Alz- heimersjúkdómurinn sett sitt mark á pabba og það var óend- anlega sárt að sjá á eftir honum hverfa inn í heim sem ég skildi stundum ekki alveg. Sárast af öllu hefur þetta þó verið fyrir elsku pabba, að finna vanmátt sinn gagnvart lífinu. Hann var ekki lengur pabbinn sem var, pabbinn sem reddaði öllu. Það var nóg að spyrja pabba, hann vissi, hann gat, hann fann lausn- ina. Pabbi var alltaf jákvæðnin, gleðin, bjartsýnin og uppörvunin sem verður að vera. Stundum þegar kvennastóðið sem var í kringum hann var farið að dra- matísera hlutina um of hristi hann iðulega hausinn og kom okkur jafnóðum niður á jörðina aftur. Hann var jarðtengingin og kletturinn okkar. Það skipti engu máli þótt pabbi hefði verið langt úti í Norðursjó þegar ég fæddist og mikið að heiman alla mína bernsku. Hann var samt besti pabbi sem hægt var að hugsa sér. Hann var hlýjan, kærleik- urinn og væntumþykjan. Hann var líka pabbinn sem var alltaf vaknaður fyrir allar aldir, búinn að kveikja á útvarp- inu og bauð brosandi góðan dag- inn þegar maður kom fram með stírurnar í augunum. Oftast kryddaði hann svo stemninguna með lykt af egg og beikoni. Hann var líka pabbinn sem var búinn að skafa af bílnum, setja í gang og hita fyrir mann áður en farið var út í vetrarkuldann. Hann var líka pabbinn sem bauð upp á skemmtilega sunnudagsbíltúra. Eftir að búið var að kaupa ís var oft farið nið- ur á bryggju, spáð og spekúler- að í bátunum, hverjir væru með fullfermi og hverjir hefðu verið að landa. Pabbi var alltaf húm- orinn, hressleikinn og skemmti- legheitin. Söfnunaráráttuna hafði hann þó fyrir sig. Bílskúrinn var hans uppáhaldsstaður þar sem hann var búinn að sanka að sér alls konar dóti sem hann hafði fund- ið hér og þar. Hann var snillingur í að búa til eitthvað úr engu. Pabbi var nefnilega nýtnin, sparsemin og hugmyndabankinn. Það er skrýtið að skrifa minn- ingagrein um pabba sinn og skiptir þá engu máli hve gamall hann er. Söknuðurinn er óend- anlega sár. Pabbi manns tilheyr- ir bæði fortíð og framtíð. Hann er sagan mín og sálin. Ég óska elsku pabba góðrar ferðar og veit að það verður vel tekið á móti honum, trúi ekki öðru en að hann fái uppskorið eins og hann sáði í þessu lífi. Umfram allt er ég þó þakklát fyrir hvað hann var góður afi og óendanlega þakklát fyrir líf mitt með pabba. Helena Hauksdóttir. Elsku besti vinur minn. Mikið er ég þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eiga með þér og þakklát fyrir að fá að búa hjá þér síðan ég man eftir mér. Ég veit að síðustu árin voru erf- ið fyrir þig en nú ertu kominn á betri stað, segjandi brandara og eldandi kjötsúpu. Ég man vel þá tíð þegar enginn var vakandi í húsinu nema ég og þú og þá gát- um við talað um allt á milli him- ins og jarðar, eða þegar ég mætti þér á leiðinni heim úr skólanum þegar þú varst í göngutúrunum þínum og við gengum saman heim, þú hélst á skólatöskunni minni á meðan ég sagði þér frá deginum. Það voru góðar minningar sem munu lifa í hjarta mínu. Þú varst yndislegur og ég gat alltaf leitað til þín, þú varst með svör við öllu. Ég minnist þín með bros á vör því góða skapið geislaði af þér og alltaf var stutt í brandarana hjá þér. Elsku besti vinur, þín verður sárt saknað og við sjáumst síðar. Þín afastelpa, Ásgerður Alma. Í minningunni um Hauk okk- ar kemur fram hlýja og glað- værð. En meðal fjölskyldu og vina varstu alltaf kallaður Bói. Haukur var alltaf hress og hafði skemmtilega og góða nærveru. Hann ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla ævi. Hann stundaði ýmis störf, var skipstjóri til margra ára með góðum árangri og þótti mönnum gott að vera með honum til sjós. Þegar Haukur hætti á sjónum stofnuðu þau hjónin efnalaug sem þau ráku af myndarbrag í mörg ár, alltaf var Haukur til í að spjalla um daginn og veginn, aldrei fór maður út frá honum nema með bros á vör. Haukur sigldi oft um öldur hafsins og voru þær misháar og -grimmar en svo kom stóra aldan, þú veiktist og það var sárt að sjá þig hverfa smátt og smátt frá þínum ást- vinum. Elsku Haukur, það er sárt að sjá á eftir þér og við kveðjum góðan dreng með þessu kvæði: Um vorkvöldin síðla ég sigli einn um sundin blá. Til hvíldar er heimurinn genginn og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá. Um sofanda varir fer viðkvæmt bros meðan vornóttin gengur hjá. (Tómas Guðmundsson) Góða ferð, kæri vinur. Í guðs friði, Guðmundur og Jenný. Haukur Lyngdal Brynjólfsson ✝ Guðlaugur ÞórThorarensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1946. Hann lést á heimili sínu í Sandnes í Noregi 14. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Grímur E. Thorarensen, f. 6. júní 1920, d. 3. ágúst 1991, og Bryndís G. Thorarensen, f. 22. september 1918, d. 12. október 2008. Systkini hans eru: Kristín, f. 1942, Guðríður Margrét, f. 1943, Grímur Þorsteinn, f. 1943, d. 1975, Egill, f. 1944, d. 2013, Bergljót, f. 1950, d. 1967, Daníel, f. 1955, og Sigurður, f. 1958. Guðlaugur stundaði nám við aðist hann tvær dætur: Sif Gunn- arsdóttur, móðir hennar er Silja Aðalsteinsdóttir og dóttir Sifjar er Aurora og Sigfríði, móðir hennar er Inga Björt Vilhjálms- dóttir, börn Sigfríðar eru Hrafn- kell og Karolina. Guðlaugur sinnti ýmsum störfum áður en hann flutti alfarinn til Noregs árið 1971. Hann vann hjá Tu- borg í Kaupmannahöfn, var á síldarbát og vann í Reykveri í Hafnarfirði. Að loknu náminu í Stavanger, árið 1973, hóf hann svo störf hjá bandaríska fyrir- tækinu BJ Hughes, seinna BJ services, þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun. Fyr- irtæki þetta sérhæfir sig í þjón- ustu við olíuborpalla og vann Guðlaugur bæði úti á pöllunum en mest þó í landi og gegndi ábyrgðarstöðum, m.a. í Stavang- er, Aberdeen, Amsterdam og Bergen. Einnig vann hann um hríð í Angola fyrir BJ. Útför Guðlaugs fór fram 14. febrúar frá Höyland-kirkju í Sandnes í Noregi. Hermetik fagskole í Stavanger árin 1971-1972 og kynntist þar fyrri konu sinni Lailu. Börn þeirra eru: 1) Tanja, maður henn- ar er Svein og börn þeirra eru: Krist- ina, Kaja, Sander og Sara. 2) Linda, maður hennar er Terje og börn þeirra eru: Joakim, Liah og Co- hen. 3) Eldar og 4) Jonar. Guð- laugur og Laila skildu. Seinni kona Guðlaugs er Gloria Tete. Börn Gloriu eru: Lourdes og Richard, kona hans er Helge. Barnabörn Gloriu eru: Kenzo, Kendra og Cedric. Áður en Guð- laugur fluttist til Noregs eign- Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Gloria. Mágur minn, Guðlaugur Þór Thorarensen, lifði fjölskrúðugu lífi í þau 70 ár sem honum voru gefin. Frá því að vera ungur ærslabelgur á Selfossi og töff- ari með einkaflugmannspróf í Reykjavík til þess að vera ráð- settur eiginmaður, faðir og afi í Noregi. Gulli, eins og allir kölluðu hann alltaf, flutti til Noregs ár- ið 1971, 25 ára gamall, til náms í niðursuðu matvæla, en árið 1973 hóf hann störf hjá banda- rísku fyrirtæki, sem sérhæfði sig í þjónustu við olíuborpalla og þar sinnti hann sífellt ábyrgðarmeiri störfum þar til hann lét af af störfum og settist í helgan stein. Áður en Gulli flutti til Nor- egs eignaðist hann tvær dætur á Íslandi, en eftir að þangað kom kynntist hann og giftist Lailu, og eignuðust þau fjögur börn í sínum hjúskap, tvær stúlkur og tvo drengi. Búa þau öll í grennd við síðasta heimili Gulla í Sandnes. Síðar giftist Gulli eftirlifandi konu sinni, Gloriu Tete, sem ættuð er frá Mósambík. Þau áttu ekki börn saman en Gloria á son, sem býr í Noregi, og dóttur, sem býr í Hollandi. Gulli hélt alltaf nánu og kær- leiksríku sambandi við öll sín börn, maka þeirra og barna- börnin. Öll hafa þau komið til Íslands. Gulli ræktaði fjölskyldu sína hér ekki síður en stórfjölskyld- una í Noregi. Má segja að hann hafi komið til Íslands nánast á hverju ári eftir að hann flutti af landi brott fyrir 50 árum síðan. Og 70 ára afmælinu fagnaði Gulli hér heima á eftirminnileg- an hátt með börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum, Gloriu og hennar börnum og barnabörnum, ásamt systkinum sínum og þeirra fjölskyldum, íslenskum og norskum vinum. Gulli var gleðigjafi, enda erf- itt að finna lífsglaðari mann. Hann naut þess að borða góðan mat með góðu víni og oftar en ekki varð fiskur fyrir valinu, sem hann eldaði gjarnan sjálfur af kunnáttusemi. Gulli hafði mjög gaman af því að ferðast og var víðförull. Þau Gloria áttu um nokkurra ára skeið fal- legt hús nálægt Cape Town í Suður-Afríku, þar sem þau dvöldu oft í fríum sínum. Á 60 ára afmæli Gulla vorum við Systa mín, ásamt fleiri systk- inum Gulla og mökum þeirra, þar hjá þeim Gloriu í eftir- minnilegar tvær vikur. Og þegar fjölskylda Gulla á Íslandi kom saman af einhverju tilefni, sem reyndi á fjölskyldu- böndin, þá var Gulli ævinlega mættur frá Noregi til að sam- gleðjast eða samhryggjast með sínu fólki. Þannig var Gulli. Um leið og hann lagði sig allan fram við að halda utan um stór- fjölskyldu sína, sem honum þótti svo vænt um, þá notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að viðhalda og styrkja þræð- ina til systkina sinna og vina á Íslandi. Þær voru ófáar stund- irnar sem Systa mín og Gulli sátu hvort á sínu heimili með Atlantshafið á milli og spjölluðu saman á „skypinu“. Síðasta samtal þeirra var einungis tveimur dögum áður en Gulli varð bráðkvaddur. Lék hann þá á als oddi, nýkominn úr aðgerð á spítala, sem þótti hafa tekist mjög vel. Var hann þá mjög bjartsýnn á framtíðina, en skjótt skipast veður í lofti og nú er mikill harmur upp kveð- inn báðum megin Atlantsála. Blessuð sé minning Guðlaugs Thorarensen. Þórður Ásgeirsson. Með söknuði kveðjum við Gulla föðurbróður og þökkum á sama tíma fyrir góðar samveru- stundir. Þrátt fyrir að hafa öll sín fullorðinsár búið í sitt hvoru landinu héldu bræðurnir alltaf góðu sambandi. Gulli var dug- legur að hringja, segja sögur af fólkinu sínu og spyrja fregna frá Íslandi. Það var eins og pabbi vissi alltaf hvenær sím- tals væri að vænta. „Hringir Gulli“ var hann vanur að segja og á eftir að sakna þessara samtala mikið. Minningar okkar um Gulla eru fyrst og fremst tengdar fjölskyldusamkomum og ferða- lögum. Ein af fyrstu utanlands- ferðum okkar krakkanna var heimsókn til Gulla í Bergen og þá er einnig minnisstætt þegar Gulli mætti óvænt í fertugs- afmæli pabba í ítölsku Ölpun- um. Gulli kom líka oft til Ís- lands, kíkti þá nær alltaf í mat og fékk stundum að gista. Í öll- um tilfellum kom hann drekk- hlaðinn fríhafnarsælgæti og snyrtivörum handa okkur krökkunum. Gulli var fróður og sagði oft skemmtilegar sögur frá því hvernig hlutirnir væru gerðir í Noregi, hafði gaman af því að spjalla og sýndi okkur áhuga. Hann var líka gjarn á að hrósa fólki og var alltaf jafn furðu lostinn yfir því hvað mamma eldar góðan mat. Gulli elskaði fisk og fiskur var alltaf á boð- stólum þegar hann kom í heim- sókn. Hvar sem Gulli kom var hann hrókur alls fagnaðar og talaði ýmist norsku, íslensku, bæði í bland eða hvorugt. Fólk átti misauðvelt með að skilja hann en maður gat alltaf verið viss um að hann var að segja eitthvað áhugavert eða skemmtilegt. Við munum eftir Gulla sem skemmtilegum og glaðlyndum manni sem lét okkur líða vel og okkur þykir vænt um að eiga síðustu minninguna um hann í sjötugsafmæli hans, umvafinn fólkinu sínu, í gulum diskógalla. Kveðjukoss, á báðar kinnarnar auðvitað. Hugur okkar er hjá Gloriu, öllum börnunum og fjölskyld- um þeirra. Gulli er vafalítið á góðum stað, sólbrúnn og sæl- legur að segja af ykkur sögur. Anna Bergljót, Benedikt og Ella Dís. Guðlaugur Thorarensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.