Morgunblaðið - 16.02.2017, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
✝ Högna Sigurð-ardóttir fæddist
6. júlí 1929 í Birt-
ingaholti í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést í Reykjavík 10.
febrúar 2017.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Frið-
riksson, f. 22. ágúst
1898 á Ytri-
Sólheimum, Dyr-
hólahreppi, V-
Skaftafellssýslu, d. 7. maí 1980,
útgerðarmaður í Vestmanna-
eyjum, og Ísleif Elísabet Hall-
grímsdóttir, f. 4. apríl 1905 á Felli
í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, hús-
móðir, d. 30. mars 2004. Systir
Högnu er Móeiður húsmóðir, f.
20. apríl 1944 í Vestmannaeyjum.
Hálfbróðir samfeðra er Sigurður
forstjóri, f. 28. apríl 1926 í
Reykjavík, d. 31. janúar 2003.
Högna ólst upp í Eyjum en fór
tólf ára gömul til náms í Reykja-
vík, fyrst í Ingimarsskóla og síð-
an við Menntaskólann í Reykja-
vík. Högna lauk stúdentsprófi úr
máladeild Menntaskólans í
Reykjavík 1948 og úr stærð-
fræðideild sama skóla 1949. Hún
stundaði nám í við École Nation-
ale Superieure des Beaux Arts í
ingarsögu fyrir framsækna hönn-
un og óvenjulega efnisnotkun. Ár-
ið 2000 var eitt þessara húsa,
Bakkaflöt 1 í Garðabæ, valið ein
af eitt hundrað merkustu bygg-
ingum 20. aldar í norður- og mið-
hluta Evrópu, í tengslum við út-
gáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um
byggingarlist 20. aldar. Árið 1992
tók Högna Sigurðardóttir sæti í
akademíu franskra arkitekta.
Högna hlaut heiðursorðu Sjón-
listar árið 2007 fyrir einstakt
framlag sitt til íslenskrar nútíma-
byggingarlistar og var kjörin
heiðursfélagi Arkitektafélags Ís-
lands árið 2008. Högna giftist árið
1953 Gerald Anspach listaverka-
sala, f. 10. nóvember 1922 í Berl-
ín. Þau skildu. Dætur þeirra eru:
1) Sólveig Anspach, f. 8. desem-
ber 1960, í Vestmannaeyjum, d. 7.
ágúst 2015, kvikmyndaleikstjóri í
Frakklandi. Dóttir Sólveigar og
Stephan Lemaire er Clara Ljúfa,
f. 1996. 2) Þórunn Edda Anspach,
f. 6. ágúst 1964 í Vestmanna-
eyjum, verslunareigandi, búsett í
New York. Eiginmaður hennar er
Olivier Brémond. Börn þeirra eru
Alma, Leo og Dóra.
Útför Högnu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 16. febrúar
2017, klukkan 15.
París, Frakklandi, á
árunum 1949-1960.
Högna lauk loka-
prófi í arkitektúr
1960 og hlaut sér-
staka viðurkenningu
fyrir fyrir bestu
prófteikninguna,
svonefnd Guadet-
verðlaun, ásamt
heiðursverðlaunum
Félags franskra
arkitekta. Verðlaun
arkitektafélagsins veittu henni
starfsréttindi í Frakklandi. Um
líkt leyti lauk hún við teikningar
af fyrsta verki sínu, íbúðarhúsi í
Vestmannaeyjum. Með því varð
hún fyrsta konan í stétt arkitekta
til að teikna hús hér á landi.
Högna var lengstum búsett í Par-
ís og starfaði þar sem arkitekt en
vann einnig að verkefnum hér á
landi. Hún rak eigin teiknistofu í
París frá 1961 fram til 1972, er
stofan var rekin sameiginlega
með arkitektunum Andre Crespel
og Jean Pierre Humbaire. Frá
1988 bættist Bernard Ropa, arki-
tekt, í félag um rekstur stofunnar.
Á 7. áratug 20. aldar teiknaði
Högna fjögur íbúðarhús í Reykja-
vík, Kópavogi og Garðabæ sem
sættu tíðindum í íslenskri bygg-
Veiztu ef þú vin átt
Þann er þú vel trúir
Og vilt þú af honum gott geta
Geði skaltu við þann blanda
Og gjöfum skipta
Fara að finna oft.
(Úr Hávamálum).
Mín ljúfasta vina er nú horfin
mér og langar mig að minnast
hennar:
Við sitjum saman að vori, í
byrjun sjötta áratugarins, á bekk
í Cimetière Montparnasse og
syngjum „Nú andar suðrið …“
með tár í augum, ættjarðarástina
í hjörtum okkar og vináttu sem
fæðist og endist ævilangt.
Síðar höguðu örlögin því þann-
ig til, að við áttum báðar eftir að
eyða mestum hluta ævi okkar
fjarri fósturjörðinni – Högna í
Frakklandi – ég í Mexíkó. Aldrei
rofnaði þó vináttan og okkar góða
samband.
Hún eignaðist dætur sínar
tvær, Sólveigu og Þórunni Eddu
og helgaði sig þeim og ævistarf
sitt, húsagerðarlistinni. Arkítekt-
úrinn átti hug hennar og hjarta og
árangurinn eftir því, enda var það
sem hún tók sér fyrir hendur alltaf
fullkomið.
Ég var líka upptekin með börn-
in mín fjögur, en átti mann sem
elskaði að ferðast. Því var það svo
að þegar ég hringdi í Högnu, sagði
hún alltaf: „Ertu að koma?“ Það
voru ófá skiptin, sem við náðum að
hittast í París og þá var alltaf jafn-
gaman að vera saman í þessari
fögru borg. Við nutum arkítektúrs
og listasýninga, tónleika í hinum
fornu kirkjum, eða fórum í bíó í
einhverju hinna óteljandi bíóhúsa
Parísarborgar. Hún var auðvitað
Parísardaman „par excellence“
sem ég dáði og fannst ég alltaf
læra eitthvað nýtt af.
Högna var líka gædd ein-
stökum persónutöfrun og útgeisl-
un sem allir löðuðust að og elsk-
uðu. Mín gæfa var að börnin mín
fjögur og báðir eiginmenn urðu
einnig vinir hennar, enda var hún
manneskja sem alltaf var sjálf-
sagt að hafa með og taka tillit til.
Hún kom aðeins einu sinni til
Mexíkó, í brúðkaup dóttur okkar
árið 1990.
Þetta voru gleðitímar og vin-
kona mín fór á kostum. Alfonso
Ara syni mínum, 25 ára gömlum
þá, fannst hún svo skemmtileg að
hann hafði á orði að hann gæti
bara orðið skotinn í henni sex-
tugri konunni!
Hún hreifst af landinu og við
ferðuðumst víða, heimsóttum
nýlendubæi Mið-Mexíkó og
Mexíkóborg. Við, ásamt Ernu
Steinu frænku minni, keyrðum
um allan Yucatan-skaga að skoða
fornar rústir Maya og auðvitað
sungum við þá líka fullum hálsi ís-
lenzka ættjarðarsöngva!
Við vinkonur snerum aftur til
heimalandsins, bjuggum um tíma
báðar í Þingholtunum og áttum
falleg og sólrík sumur saman með
fjölskyldum og vinum á fyrri
hluta þessarar aldar.
Síðustu árin tók það mig sárt
að sjá hana glíma við erfiðan sjúk-
dóm og verða síðan fyrir því
mikla áfalli að missa Sólveigu,
dóttur sína, en það er huggun
harmi gegn að Sólveig átti ynd-
islega dóttur og Þórunn fallega
fjölskyldu og þannig lifir Högna
áfram með okkur.
Ég á minninguna um mína
yndislegu og hæfileikaríku vin-
konu og vona að kapellan hennar
verði reist í Vestmannaeyjum.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr,
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Ég votta Þórunni, barnabörn-
unum, fjölskyldu og vinum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Erna Geirdal.
Íslendingar eiga Högnu Sig-
urðardóttur arkitekt að þakka
stuttan en dýrmætan kafla í sögu
byggingarlistar sinnar. Þó að hús
Högnu hér á landi séu hvorki
mörg né stór í fermetrum talið
mælast þau þeim mun stærri í
listrænum víddum. Högna varð
fyrst Íslendinga til að ljúka námi
frá listaakademíunni í París, ein-
um virtasta arkitektaskóla heims.
Frábær árangur hennar á loka-
prófi árið 1960 tyggði henni rétt-
indi til að starfa sem arkitekt í
Frakklandi. Um líkt leyti lauk
hún við teikningar af fyrsta verki
sínu, íbúðarhúsi í Vestmannaeyj-
um. Með því varð hún fyrsta kon-
an í stétt arkitekta til að teikna
hús hér á landi. Högna var lengst-
um búsett í París og starfaði þar
sem arkitekt en vann einnig að
verkefnum hér á landi.
Nýútskrifuð skipaði Högna sér
í framvarðarsveit arkitekta með
ný og róttæk viðhorf. Alla tíð síð-
an hefur nafn hennar verið tengt
framsækinni byggingarlist.
Snemma á 7. áratugnum teiknaði
hún íbúðarhús í Reykjavík, Kópa-
vogi og Garðabæ sem þóttu og
þykja enn tíðindum sæta. Þar
fléttast saman í heilsteyptu verki
nýjasta hugsun þess tíma í arki-
tektúr og næm tilfinning höfund-
arins fyrir félagslegum þörfum,
staðháttum og veðurfari, birtu og
formi, efni og áferð. Borð, bekkir
og rúm eru hluti af sjálfu húsinu
líkt og rúmstæðin í gömlu bað-
stofunum. Garðar á þaki og gróð-
urreitir innan dyra árétta tengsl
hússins við land og náttúru. Hrá,
ómáluð steypa er notuð til að
draga fram fágun annarra bygg-
ingarefna. Sjálf notaði Högna
orðið hreiður til að lýsa sínu
kunnasta verki, húsinu við
Bakkaflöt 1 í Garðabæ, sem
byggt er inn í landið en opnar um
leið faðm sinn á móti rísandi sól.
Persónuleg túlkun Högnu á
fornri byggingarhefð landsins
gerir Bakkaflöt 1 að einu mikil-
vægasta verki íslenskrar bygg-
ingarlistar á 20. öld.
Með áræðni sinni og listræn-
um metnaði varð Högna snemma
mikilvæg fyrirmynd yngra fólks í
arkitektafaginu, ekki síst fyrir
þær konur sem kusu að hasla sér
völl í rótgróinni karlastétt.
Fyrstu kynni af verkum Högnu
urðu mér og mörgum fleiri list-
ræn opinberun sem seint gleym-
ist. Með list sinni auðgaði hún líf
okkar og styrkti okkur í trúnni á
arkitektúr sem mikilvægt um-
bótaafl. Við sem urðum svo lán-
söm að kynnast Högnu í eigin
persónu eigum dýrmæta minn-
ingu um yndislega manneskju
sem var sönn og heil í orði og
verki, stór í hugsun og næm á allt
sem máli skipti. Hún hafði lifandi
áhuga á öllu nýju, hugur hennar
var opinn fyrir skapandi hugsun á
öllum sviðum. Einmitt þess vegna
gat verið erfitt að fá Högnu til að
tala um fortíð og fyrri verk.
Hún vildi miklu heldur ræða
nýjustu bygginguna eftir þennan
eða hinn arkitektinn, bókina, sýn-
inguna, geisladiskinn eða kvik-
myndina sem hún var nýbúin að
sjá.
Á kveðjustund á ég enga betri
ósk en að hugmynd Högnu um lif-
andi samband náttúru og bygg-
ingarlistar sem hún lýsti svo vel í
orðum sínum og byggingum fái
að vaxa og dafna í verkum kom-
andi kynslóða. Fjölskyldu hennar
votta ég innilega samúð.
Pétur H. Ármannsson.
Það var á mildum haustdegi ár-
ið 2010 að Högna kom gangandi
utan af Seltjarnarnesi til okkar á
teiknistofuna. Hún hafði hringt á
undan sér og átti við okkur erindi.
Hún óskaði eftir aðstoð við að
koma hugmyndum sínum um út-
færslu Ofanleitiskapellu í Vest-
mannaeyjum á blað. Tillögu að
kapellunni gerði Högna árið 1981
til minningar um horfna sjómenn.
Þessi fundur okkar í Vesturbæn-
um var upphafið af stórkostlegu
ferðalagi þar sem við í sameiningu
skrásettum alla listræna ákvarð-
anatöku hennar varðandi kapell-
una. Sama haust sigldum við frá
Landeyjahöfn til Heimaeyjar.
Leiðin lá í átt að Stórhöfða. Það
var blíðskaparveður og fagurt út-
sýni þegar við skoðuðum aðstæð-
ur að Ofanleiti, þar sem til forna
stóð prestssetur og kapella. Við
vorum komin á staðinn þar sem
Högna sá fyrir sé að kapellan yrði
byggð. Tillaga Högnu gerir ráð
fyrir að skáhallandi grasi vaxnar
manir umlyki útveggi og upp úr
sléttum þökum rísi þrír ljósturnar
sem kallast á við smáeyjarnar
Hana, Hænu og Hrauney. Eyj-
arnar þrjár og skerið Grasleysa
mynda altarismynd útikapellu.
Frá útikapellunni er gengið inn í
rökkvað anddyrið og þaðan um
þröng göng að kapellurýminu þar
sem birta frá ljósturni flæðir niður
að altari og á krossinn sem stend-
ur „léttur og stjörnuskær“ til hlið-
ar við altarið – sannkallað ferðalag
úr myrkri að ljósi, frá missi til von-
ar.
Högna var fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum og Ofanleitiska-
pella er án efa persónulegasta
verk hennar. Hún hafði sterkar
rætur í náttúru og mannlífi í Eyj-
um og að þeim rótum snýr hún aft-
ur í kapellunni með allan sinn fag-
lega styrk og reynslu. Það eru
forréttindi að hafa fengið að vinna
með henni og læra af henni enda
hafði hún til að bera faglegt innsæi
og næmi allt fram á síðasta fund
okkar í byrjun aðventu. Það var
eins og hún vísaði ávallt leiðina að
kjarnanum og við snerum breytt-
ar, sterkari og dýpri frá hverjum
fundi. Högnu þökkum við ljúfa og
lærdómsríka samveru um leið og
við vottum fjölskyldu hennar og
vinum okkar dýpstu samúð.
Hólmfríður Ósmann
Jónsdóttir og Hrefna Björg
Þorsteinsdóttir.
Högna Sigurðardóttir
✝ Kristján Sig-fússon fædd-
ist á Arnarhóli
21. október 1926.
Hann lést 16. jan-
úar 2017.
Foreldrar hans
voru Sigurlína
Sigmundsdóttir,
fædd 21. mars
1904, d. 16. ágúst
1951, og Sigfús
Helgi Hallgríms-
son, fæddur 2. október 1898, d.
21. nóvember 1987.
Sigurlína og Sigfús eignuð-
ust sex börn. Elstur var Krist-
ján. Systkini Kristjáns eru
Hreiðar Kristinn, áður bóndi á
Ytra-Hóli II nú til heimilis að
Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri,
dórssyni. Kristján var einn af
stofnendum leikfélags Öngul-
staðahrepps og vann mikið fyr-
ir það. Hann söng í samkór
Öngulsstaðarhrepps, var um
tíma í hreppsnefndinni og sá
um sjúkrasamlag hreppsins. Þá
vann hann að efnissöfnun í
Byggðir Eyjafjarðar og var í
ritnefnd óútgefins verks í sex
bindum sem mun bera nafnið
Eyfirðingar framan Varðgjár
og Glerár. Hann lék bæði á
orgel og harmonikku, og á
yngri árum lék hann ásamt
Jóni Árnasyni frá Þverá fyrir
dansi í gamla þinghúsinu á
Þverá. Síðustu árin dvaldi
Kristján á dvalarheimili, fyrst í
Kjarnalundi og síðar í Lög-
mannshlíð. Kristján var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Kristjáns fór fram í
kyrrþey frá Höfðakapellu
Akureyri 27. janúar 2017.
Hreinn, d. 22. nóv-
ember 1970, Her-
mann, búsettur í
Þorlákshöfn, Mar-
grét, Þórustöðum 2,
Eyjafjarðarsveit og
Helgi búsettur á
Akureyri. Kristján
flutti með foreldrum
sínum að Ytra-Hóli í
Kaupvangssveit árið
1931 og var heim-
ilisfastur þar æ síð-
an. Tvo vetur sótti hann skóla
að Héraðsskólanum á Lauga-
vatni, og var um tíma í
Menntaskólanum á Akureyri.
Hann rak búskap á Ytra-Hóli
1956-1964. Mjólkurbílstjóri var
hann um árabil og vann víða
við smíðar ásamt Þórhalli Hall-
Kristjáni Sigfússyni var fjöl-
margt vel gefið, handlaginn og út-
sjónarsamur í vinnu. Hann var
bókhneigður og gaf sig snemma
að ættfræði. Er ekki ofsagt að
hann hafi með tímanum orðið með
fróðari mönnum á því sviði. Krist-
ján var meðal annars fenginn í rit-
nefnd Byggða Eyjafjarðar en
stærsta verkefni hans í ættfræði
var þó starf hans við ritið Eyfirð-
ingar – Framan Glerár og Varð-
gjár, sem Sögufélag Eyfirðinga
hyggst gefa út.
Í Eyfirðingum er í ítarlegu
máli (á þriðja þúsund síðum)
fjallað um ábúendur í hinum
gömlu hreppum Eyjafjarðar-
sveitar, frá fyrstu heimildum til
ársloka 2000. Aðalhöfundur þess
rits lést áður en verkinu var lokið
og var þá eftir að fjalla um hluta
svæðisins og koma því nær nútím-
anum. Var það sérstakt verkefni
Kristjáns að bæta þar í eyður, auk
þess sem hann starfaði í ritnefnd
við frekari frágang. Rit þetta er
enn ekki komið út en er um þess-
ar mundir verið að búa til prent-
unar sem er ekki síst Kristjáni að
þakka en aðalstarf hans, síðustu
árin sem hann dvaldi á Ytra-Hóli,
snerist um þetta mikla ritverk
sem Eyfirðingar – Framan Gler-
ár og Varðgjár er.
Með þessum fátæklegu orðum
þakkar stjórn Sögufélags Eyfirð-
inga Kristjáni af heilum hug sam-
starfið. Við minnumst góðs
drengs.
Stjórn Sögufélags Eyfirðinga,
Jón Hjaltason.
Nú hefur Kristján Sigfússon
lokið sinni jarðnesku tilveru, og
eftir verður aðeins endurminn-
ingin um samstarf okkar og sam-
veru um áratuga skeið, sem verð-
ur okkur hugstæð, og fær okkur
til að kveðja hann með nokkrum
orðum og þakka honum öll okkar
nánu samskipti á liðnum árum.
Kristján hafði mörg áhugamál,
og stundaði margskonar starf-
semi um sína daga, án þess þó að
hafa stundað sérnám á ákveðnu
sviði. Hann ólst upp á Ytra-Hóli,
með foreldrum sínum og systkin-
um, og átti þar heimili meðan
heilsan leyfði. Hann tók þar þátt í
búrekstri um skeið, en fór þó
fljótlega að sinna ýmsum störf-
um, sem hentuðu áhugamálum
hans. Hann var mjög laginn við
ýmiskonar handverk, eins og
hann átti ættir til, og var mikið til
hans leitað um allskonar bygging-
arvinnu, ekki síst um viðhald og
viðgerðir á húsum. Þá var hann
um tíma í hlutastarfi sem mjólk-
urbílstjóri.
Um skeið starfaði hann tals-
vert í félagsmálum, var í hrepps-
nefnd, var einn af stofnendum
Leikfélags Öngulsstaðahrepps,
og var í Samkór Öngulsstaða-
hrepps.
Aðaláhugamál hans voru þó
líklega frekar á andlega sviðinu.
Hann kom sér upp miklu bóka-
safni og var sífellt að bæta við
það. Ekki síst beindist áhugi hans
að ritum um ættfræði, og varð
hann með tímanum með fróðari
mönnum á því sviði. Starfaði hann
á þeim vettvangi alllengi á vegum
Sögufélags Eyfirðinga. Var þetta
aðalstarf hans síðustu árin sem
hann dvaldi á Ytra-Hóli. Hafði
hann þá náið samband við aðra
ættfræðinga.
Fyrir allmörgum árum fórum
við félagar að hittast á fárra vikna
fresti hver hjá öðrum, til að ræða
um bækur og skoða bókaeign
hinna í hópnum. Það vorum við
tveir er þessar línur rita, og Hörð-
ur heitinn frá Garðsá, og svo síð-
ast en ekki síst Kristján, sem við
erum nú að kveðja.
Við fórum saman í skoðunar-
ferðir í fornbókaverslanir og aðra
áhugaverða staði fyrir bókasafn-
ara. Varð þetta samstarf okkur
öllum til mikillar ánægju.
Eftir að Kristján varð að flytja
frá Ytra-Hóli vegna erfiðleika
með heilsufarið, var hann um
tíma á á Kjarna, en síðar í Lög-
mannshlíð, þar sem honum fannst
gott að vera. Síðust árin hafa þó
orðið honum erfið, þar sem hann
gat ekki lengur farið úr húsi, og
hefur alfarið orðið að nota hjóla-
stólinn til að færa sig til innan-
húss. Þrátt fyrir þetta hélt hann
sínu rólega skaplyndi og hafði
gaman af að fá heimsóknir vina og
kunningja og ræddi við þá um
heima og geima og þá sérstaklega
ættfræði og bókmenntir
Engu að síður var þetta orðið
erfitt líf hjá honum, ekki síst að
vera svo mikið þurfandi fyrir að-
stoð annarra. Ef til vill hefur hann
þá velt fyrir sér eftirfarandi vísu:
Nú er ég aldin að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál
að ganga,
– sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga, –
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson)
Með þessum orðum kveðjum
við kæran vin okkar, Kristján
Sigfússon.
Birgir Þórðarson og
Karl Gunnlaugsson.
Kristján Sigfússon
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar