Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 33
einhver klassi yfir honum sem ég hafði ekki séð í manneskju áður. Enda lærði ég mikið af honum, og þeim hjónum, sérstaklega þegar kom að matargerð og ferðalögum. Hjá þeim lærði ég að drekka sóda- vatn og borða ólívur, ég kynntist ítalskri og spænskri matargerð sem hefur fylgt okkur hjónum æ síðan. Helgi sló ekki slöku við í lífinu. Þegar hann talaði þá gekk hann um gólf með hendur í vösum og hristi klinkið, og var alltaf eitthvað að pæla. Viðskipti, og þá helst ferðabransinn, voru mjög ofarlega í huga hans enda átti hann farsæl- an feril í ferðaskrifstofubransan- um. Það eru ekki margir Íslend- ingar sem ekki hafa ferðast með honum Helga. Við fórum ekki saman í ferðalög nema hann væri að skoða hótel eða aðra staði til að bjóða Íslendingum upp á, hver ferð var nýtt til hins ýtrasta. Markmiðið hjá honum var að allir gætu ferðast til útlanda á sem hagstæðastan máta og það tókst honum svo sannarlega. Fjölskyldan var honum allt og átti hann einstaklega fallegt sam- band við syni sína. Hann var bæði einstaklega góður vinur þeirra og frábær leiðbeinandi og fyrirmynd. Afahlutverkið tók hann alveg með trompi, þar fékk litli kennarinn í honum Helga að njóta sín. Hann var alltaf að kenna þeim eitthvað, fótbolta, golfsveifluna eða al- mennt um lífið. Hann var óþreyt- andi að mæta á fótboltaæfingar og leiki svo að eftir var tekið. Heim- ilið hans var hans griðastaður og áttu þau hjónin fallegt heimili. Þar voru bornar fram dásamlegar máltíðir, þau umkringd góðum vinum og fjölskyldu og mikið skrafað og hlegið. Það má margt af honum Helga læra og þá sérstaklega að hann leit aldrei á vandamál eða fyrir- stöður sem ógn, heldur verkefni eða áskorun sem þyrfti að leysa og henti sér í það á fullum krafti með jákvæðnina að leiðarljósi en þetta viðhorf hans kom glöggt fram í veikindum seinustu ára. Helgi bar virðingu fyrir öllu mannfólkinu, vildi allt fyrir alla gera og var allt- af til staðar fyrir fólkið sitt. Með þessum orðum kveð ég yndislega tengdapabba minn. Hans verður sárt saknað. Mín síð- ustu orð til hans var loforð um að ég mundi hugsa vel um Hjördísi hans. Stelpan þín, Kristrún. örugglega alla tíð innra með hon- um. Tæpast hefur þessum kar- akterum alltaf lynt fullkomlega í hugarsambýlinu – en þó furðan- lega. Hugsanagangur hans var skemmtilega óhefðbundinn, bæði gat hann virkað seinn til svars, en sagði alltaf eitthvað, er hann tal- aði. Hann átti til mjög óvænt inn- skot, í senn eða ýmist djúp og tor- skilin í fyrstu eða gamansöm. Hann fór ekki út fyrir efnið, en var í raun að kippa því í sinn rétta farveg, dýpka hann og víkka. Ein- faldar lausnir blöstu skjótt við á flestum þeim stórmálum sem kerfið spólar hvað lengst í. Aðra gerð stórmála fannst Jóni ekki síður brýnt að minna á, sitthvað „smálegt“, nógu „stórt“ þó til að skipta sköpum í mannlegum sam- skiptum, menningu og þroska- stigi heilla samfélaga. Húmor hans fólst í næmu skyni á hið kímilega í hversdagsleikanum – húmorinn lá í stemningunni sjálfri, svo loftið gat mettast ærslafenginni skapandi kátínu. Alvörumál er tilgangslaust að glíma við nema gamansemin sé skammt undan. Kynnin af Jóni benda til þess að einhver djúp og sterk eðlislæg tengsl leynist milli þessara þátta í lífi og athöfnun mannanna, sem e.t.v. mætti styrkja. Þakklátur er ég vináttu Jóns, og votta konu hans og vanda- mönnum einlæga hluttekningu nú, er komið er að kveðjustund. Magnús Skúlason. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Sími 553 8200 www.heimaerbezt.net Þjónusta ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD              Uppl. í s: 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is Múrum og smíðum ehf Byggingavörur Lóð undir smáhýsi Lítil (100m2+) lóð óskast fyrir 30 fer- metra smáhýsi. Mosfellsbær, Reykja- vík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og fleiri staðir koma til greina. Uppl. sendist: magnus@vidur.is eða gsm. 660 0230, Magnús Ýmislegt LAGERHREINSUN !!! herraskór á kr. 4.900,- ATH stakar stærðir Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, opið 10–14 laugardaga. Sendum um allt land Erum á Facebook. Íslenskar handsmíðaðar barnaskeiðar Silfur táknar velsæld og góða heilsu enda er silfur verðmætt og sótt- hreinsandi efni. Silfurborðbúnaður, skart og fl. ERNA, Skipholti 3, sími 552 0775, www.erna.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Viðhalds- menn Tilboð/tímavinna s. 897 3006 vidhaldsmenn.is vidhaldsmenn@gmail.com Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hvammsgerði 12, 203-3656, Reykjavík, þingl. eig. Erlingur Þorsteins- son og Kristín Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalána- sjóður og Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild, mánudaginn 20. febrúar nk. kl. 10:00. Rangársel 6, Reykjavík, fnr. 205-5001, þingl. eig. Hljóðfæraverslun Pálmars Á ehf, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg ogTollstjóri, mánu- daginn 20. febrúar nk. kl. 14:00. Strandasel 8, Reykjavík, fnr. 205-4679, þingl. eig. Elfa Björk Ásmunds- dóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 20. febrúar nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 15. febrúar 2017 Til sölu Til sölu Þrotabú GMR Endurvinnslunnar ehf. á Grundar- tanga auglýsir til sölu stálbræðsluverksmiðju fyrirtækisins, nánar tiltekið fasteign og tækjabúnað. Þeir er kunna að hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan skiptastjóra þrotabúsins, í síma 516-4072 eða á netfangið marteinn@logvangur.is Marteinn Másson, hrl. skiptastjóri Lágmúla 7, Reykjavík Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.15, vatnsleik- fimi kl. 10.50, myndlist kl. 13, prjónakaffi kl. 13, bókmenntaklúbbur kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16, leikfimi með Maríu kl. 9-9.45, helgistund Seljakirkju kl. 10.30-11, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.30, spilað kanasta kl. 13-15, myndlist með Elsu kl. 14.15-18. Boðinn Botsía kl. 10.30, brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40, bókband kl. 13-16, bókabíllinn á staðnum frá kl. 14.30-15.30, opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin. Dalbraut 18-20 Bókabíllinn kl. 11.30. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl.10.30, prjónakaffi kl.14, Óli og Embla kl. 14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 9, upplestur kl.10.15, botsía kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Nánari upplýsingar í síma 411-2550. Verið öll velkomin. Félagsmiðstöðin Vitatorgi / Lindargata 59 Bókband kl. 9-13. Postulínsmálun kl. 9-12, upplestur framhaldssögu kl. 12.30-13. Handa- vinna með leiðsögn kl. 13.30-16, brids, frjálst kl. 13-16.30. Stólaleik- fimi kl. 13-13.30, prjónaklúbbur kl. 13.30-16, helgistund, prestar Hall- grímskirkju kl. 13.30-14, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Qi- gong í Sjálandsskóla kl. 9.10, karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13 og botsía kl. 13.45, stólajóga í Jónshúsi kl. 11, vatnsleikfimi kl. 15, handa- vinnuhorn í Jónshúsi kl. 13, málun í Kirkjuhvoli kl. 13, saumanám- skeið í Jónshúsi kl. 13, vöfflukaffi í Jónshúsi kl. 14, Garðakór, æfing í Vídalínskirkju kl. 16. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, leikfimi Maríu kl. 10-10.45, samverustund kl. 10.30-11.30, starf Félags heyrnarlausra kl. 12-16, perlusaumur kl. 13-16, bútasaumur kl. 13-16, myndlist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.15 tréskurður, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bókband, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 bingó, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 17.15, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, hjúkrunarfræðingur kl. 9- 10.30, opið hús í Árseli við Rofabæ 30, billiard, borðtennis og heitt kaffi á könnunni kl. 10.30–12, jóga kl. 10.10-11.10, hádegismatur kl. 11.30. Ármann Reynisson les Vinjettur kl. 13.30, kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá kl. 9, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Félagsmiðstöðin er öllum opin óháð aldri og búsetu og allir vel- komnir, nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720. Fótaað- gerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, leikfimi kl. 10, lífssögu- hópur kl. 10.50, prjónahópur kl. 13, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30 - 11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Leikfimi hjá Guðnýju kl. 9, kaffi, spjall og blöðin kl. 10, hádegismatur kl. 11.30, bíó kl. 13 og kaffi og meðlæti kl. 14.30. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug kl. 7.15, bókband Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut kl. 11, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Gaman saman í salnum í kvöld kl. 20. Allir mæti með höfuðfat eða skraut í hárinu, skráning 3.500 kr. Skráning og upplýsingar varðandi almenna dagskrá í síma 8939800. Sléttuvegi 11-13 Leikfimi kl. 9, kaffi, spjall og blöðin kl. 10, hádegis- matur kl. 11.30-12:30, botsía kl. 13, kaffi og meðlæti kl. 14.30-15.30. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið kl. 10.30, leiðbeinandiTanya. Ljóðahópur kl. 14, umsjón Jónína Guðmundsdóttir. Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag kl. 15.30, fundarstaður Ásgarður, Stangarhyl 4. Fundir/Mannfagnaðir Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Eru ferðamenn aðalvandamálið? Boðað er til almenns fundar með ráðherra iðnaðar, ferðamála og nýsköpunar. Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis og Vörður boða til almenns fundar laugarda- ginn 18. febrúar kl. 10:30 í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Mjódd. Frummælandi er: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar, ferðamála og nýsköpunar . Allir áhugamenn um þessi málefni velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.