Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Sigmundur Stefánsson viðskiptafræðingur á 70 ára afmæli í dag.Hann vann lengi hjá ríkisskattstjóra og hefur starfað að mál-efnum fatlaðra og var enn fremur framkvæmdastjóri Bandalags
háskólamanna. Sigmundur hefur unnið mikið með Glímusambandi Ís-
lands og fékk m.a. gullmerki ÍSÍ 2012 vegna mikils og góðs starfs í þágu
íþróttahreyfingarinnar. Sigmundur er einnig mikill bridsspilari og tók
m.a. þátt í Bridgehátíð sem var haldin í lok janúar síðastliðins. „Það
gekk allvel, við lentum í 27. sæti af 122 pörum í tvímenningi og ég var
ánægður með það en það gekk ekki eins vel í sveitakeppninni.“
Sigmundur fer mikið í gönguferðir og gengur nánast daglega á Úlf-
arsfell. Hann hefur einnig verið duglegur að sækja námskeið í íslensku
fornsögunum bæði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Félagi eldri
borgara. „Ég hef gaman af ýmsum pælingum um fornsögurnar og land-
námið. Núna er ég að lesa Grettissögu uppi í Háskóla og Austfirðinga
sögur hjá Félagi eldri borgara.
Í tilefni afmælisins bjóðum við fjölskyldunni og nánu venslafólki heim
til okkar á laugardagskvöld. Á afmælisdaginn sjálfan reikna ég með því
að spila hjá Bridgefélagi Kópavogs um kvöldið og geng á Úlfarsfell eins
og aðra daga.“
Eiginkona Sigmundar er Hafdís Sigurgeirsdóttir sérkennari. Börn
þeirra eru Þröstur Freyr sem vinnur á Tryggingamiðstöðinni en hann
er sonur Hafdísar af fyrra hjónabandi, Lára Inga viðskiptafræðingur
og fjármálastjóri hjá Arctica, og Sigurgeir Atli sem vinnur á vinnustof-
unni Ási. Sigmundur og Hafdís eiga þrjú barnabörn.
Á Úlfarsfelli Sigmundur gengur nánast daglega upp á Úlfarsfell.
Grúskar í fornsög-
unum og spilar brids
Sigmundur Stefánsson er sjötugur í dag
G
issur Páll Gissurarson
fæddist í Reykjavík
16.2. 1977 og ólst upp á
höfuðborgarsvæðinu
fyrstu árin: „Foreldrar
mínir skildu þegar ég var á þriðja
árinu og nýr pabbi kom til sög-
unnar þegar ég var fjögurra ára.
Það er Þorvarður Gunnarsson, lög-
giltur endurskoðandi, sonur Gunn-
ars Þorvarðarsonar skipstjóra og
Helgu Jónsdóttur húsfreyju.
Við fluttum til Vestmannaeyja
1983 og áttum þar heima til 1987.
Þá fluttum við í Vesturbæ Kópa-
vogs og þaðan hleypti ég heimdrag-
anum. Fyrsta heimili mitt utan for-
eldrahúsa var í Siena á Ítalíu en
þar bjuggum við Sigrún, eiginkona
mín, í hálft ár. Við vorum síðan í
Parma á Ítalíu til 2007. Þá lá leiðin
til Íslands með viðkomu í Heidel-
berg í Þýskalandi og eftir heim-
komuna hefur fjölskyldan búið í
Hlíðunum.“
Gissur var í Hamarsskóla í Vest-
mannaeyjum, síðan í Kársnesskóla
og Þinghólsskóla. Eftir grunnskóla
var hann í MK og að loknu stúd-
entsprófi fór Gissur í háfs árs nám
við Università per stranieri di Siena
þar sem hann lærði ítölsku. Eftir
ítölskunámið lá svo leiðin í Conser-
vatorio G.B. Martini di Bologna þar
sem hann lærði óperusöng í fimm
Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari – 40 ára
Fjölskyldan Gissur með Sigrúnu, eiginkonu sinni og æskuástinni, ásamt dætrum þeirra, Hildi og Huldu.
Féll fyrir leiklist, eigin-
konunni og söngnum
Tenórarnir þrír Gissur, Garðar Thór og Kristján, ásamt Jónasi Þóri píanó-
leikara. Þeir hafa oft sungið saman, t.d. sem Óperudraugarnir í Hörpu.
Reyðarfjörður Daníel Máni Sigurðsson Mittelstein fæddist 16. febrúar 2016 kl.
6.38. Hann vó 4.352 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Poula Rós Mittel-
stein og Sigurður Svavar Svavarsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16