Morgunblaðið - 16.02.2017, Side 35
ár til 2005: „Söngurinn lét snemma
á sér kræla og eftir að ég flutti í
Kópavoginn byrjaði ég strax í
Skólakór Kársness. Það var svo eft-
irminnilegur, spennandi og
skemmtilegur tími er ég var valinn
til að syngja hlutverk Olivers Twist
í Þjóðleikhúsinu árið 1989. Þar fór
boltinn að rúlla og ég smitaðist af
leikhúsbakteríunni.
Tveimur árum eftir Oliver tók ég
svo þátt í Sound of Music í upp-
færslu Þjóðleikhússins. Leikhúsið
átti hug minn allan og ég ætlaði að
læra leiklist við fyrsta mögulega
tækifæri. Ég fór í inntökupróf í
Leiklistarskóla Íslands og komst í
gegnum tvær síur þar en datt þá
út. Þá var ég 19 ára og ákvað að
klára stúdentsprófið og reyna svo
aftur. Í millitíðinni ákvað ég að skrá
mig í Söngskólann í Reykjavík til
að læra að beita röddinni vel. Til að
gera langa sögu stutta fór ég ekki í
leiklistarskólann heldur söngnám.“
Gissur hefur komið fram í upp-
færslum og á tónleikum víða í Evr-
ópu og í Japan. Hann hefur komið
fram með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, í Eurovision-keppni, söng í
óperunum Ástrardrykknum, La Bo-
hème og í Rakaranum frá Sevilla
hjá Íslensku óperunni. Þá hefur
hann sungið á fjölda tónleika og á
ýmiss konar skemmtunum vítt um
landið. Hann hefur gefið út þrjá
geisladiska sem eru Fegursta rósin
– jóladiskur ásamt Nýja kvart-
ettinum; Ideale og loks Aria, diskur
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Fjölskylda
Eiginkona Gissurar er Sigrún
Daníelsdóttur Flóvenz, f. 18.3. 1977,
alþjóðastjórnmálafræðingur og
stundakennari við HÍ. Foreldrar
hennar eru Brynhildur Gunnars-
dóttir Flóvenz, f. 12. 3. 1954, lög-
fræðingur, og Daníel Gísli Friðriks-
sonar, f. 27.4. 1952,
skipatæknifræðingur. Þau búa í
Kópavogi: „Ég kynntist Sigrúnu í
gagnfræðaskóla og við fylgdumst að
sem bestu vinir þar til að við felld-
um hugi saman um tvítugsaldurinn
og giftum okkur svo 2002.“
Dætur Gissurar og Sigrúnar eru
Hildur Gissurardóttir Flóvenz, f.
19.10. 2006, og Hulda Gissurar-
dóttir Flóvenz, f. 2.9. 2010.
Bræður Gissurar, sammæðra,
eru Gunnar Þorvarðarson, f. 24.10.
1982, löggiltur endurskoðandi, bú-
settur í Kópavogi; Ragnar Þorvarð-
arson, f. 2.11. 1984, viðskipta- og
Asíufræðingur hjá utanríkisráðu-
neytinu, búsettur í Reykjavík, og
Jóhann Þorvarðarson, f. 8.2. 1991,
lögfræðingur í Amsterdam. Fóst-
urbróðir Gissurar er Garðar Þor-
varðarson, f. 1.7. 1975, bygginga-
tæknifræðingur í Danmörku.
Systkini Gissurar, samfeðra, eru
Guðbjörg Gissurardóttir, f. 27.5.
1968, grafískur hönnuður og blaða-
útgefandi í Reykjavík; Jón Grétar
Gissurarson, f. 9.11. 1981, kvik-
myndagerðarmaður og klippari hjá
365 miðlum, búsettur í Reykjavík;
Hrafnhildur Gissurardóttir, f. 4.5.
1983, myndlistarkona í Evrópu.
Foreldrar Gissurar eru Þórlaug
Ragnarsdóttir, f. 20.12. 1953, kjóla-
meistari í Kópavogi, og Gissur Sig-
urðsson, f. 7.12. 1947, fréttamaður í
Reykjavík.
Stjúpfaðir Gissurar er Þorvarður
Gunnarsson, f. 14.5. 1954, löggiltur
endurskoðandi og fyrrv. forstjóri
Deloitte, búsettur í Kópavogi.
Úr frændgarði Gissurar Páls Gissurarsonar
Gissur Páll
Gissurarson
Þórlaug Valdimarsdóttir
húsfreyja í Rvík
Ólafur Sigurjón
Dagfinnsson
iðnverkam. í Rvík
Unnur Ólafsdóttir
húsfreyja í Rvík
Ragnar Aðalsteinsson
kaupmaður í Rvík
Þórlaug Gyða
Ragnarsdóttir
Gyða Guðmundsdóttir
húsfreyja í Rvík
Aðalsteinn Guðmundsson
sjóm. og b. í Stakkadal og
trésmiður í Rvík
Sigurður Sigurðarson
víglsubiskup í Skálholti
Sigurður Sigurðsson
ráðun. og alþm. í Langholti
Elías Kristján Dagfinnsson
bryti í Rvík
Þorsteinn Sigurðsson
b. í Langholti í Flóa
Stefán Ingimar Dagfinnsson
skipstjóri í Rvík
Sigurður S. Haukdal
prófastur í Flatey á Breiða-
firði og á Bergþórshvoli
Alfreð Elíasson
framkvæmdastj. Loftleiða
Einar Þorsteinsson
framkv.stj.
Dagfinnur Stefánsson
flugstjóri
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sigrún Stefánsdóttir
Hafstein húsfr. í Rvík
Sigurður Haukdal
alþm. á Bergþórshvoli
Markús Á. Einarsson
veðurfræðingur
Jón Dalbú
Hróbjartsson
sóknarpr. í
Hallgrímskirkju
Stefán Jón Hafstein
fyrrv. fjölmiðlam.,
borgarfulltrúi og
umdæmisstjóri
Þróunarsamvinnu-
stofnunar í Malaví
Kristján Jóhann
Kristjánsson
forstjóri Kassa-
gerðarinnar
Ólafur Sigurðsson
fyrrv. fréttam.
Ingibjörg
Sigurðardóttir
húsfr. í Byggðarhorni
Gissur Gunnarsson
b. í Byggðarhorni í Flóa
Stefanía Gissurardóttir
húsfreyja á Selfossi
Sigurður Pálsson
víglsubiskup á Selfossi
Gissur Sigurðsson
fréttam. í Rvík
Jóhanna Guðríður
Björnsdóttir
húsfreyja í Haukatungu
Páll Sigurðsson
b. í Haukatungu í
Kolbeinsstaðahr., systur-
sonur Páls, langafa Péturs
Sigurgeirssonar biskups
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
90 ára
Guðlaug Sigurgeirsdóttir
Sigurlín Margrét
Gunnarsdóttir
85 ára
Stefán Már Ingólfsson
Valdimar Bjarnfreðsson
Þóra Guðmundsdóttir
80 ára
Guðrún Einarsdóttir
Gunnar Kolbeinsson
Gunnar Þorsteinsson
Jóhanna Kristbj.
Guðmundsdóttir
75 ára
Björn Möller
Brynjólfur H. Björnsson
Guðbergur Sigurðsson
Jens Evertsson
Pétur E. Lárusson
Reynir Björgvinsson
70 ára
Benoný Pétursson
Bergljót Helga Jós-
epsdóttir
Eyrún Kjartansdóttir
Herdís Jakobsdóttir
Kristín Brynjólfsdóttir
Leifur Gunnarsson
Sigmundur Stefánsson
Sigríður Jónsdóttir
Tamara Busarova
60 ára
Elvar Ólafsson
Finnbogi I. Hallgrímsson
Guðmundur Einarsson
Guðmundur Þ. Sigurð-
arson
Jóna Oddný Njálsdóttir
Lárus Pálmi Magnússon
Ólöf Minny
Guðmundsdóttir
Svandís Jónsdóttir
50 ára
Arnoddur Erlendsson
Ásta Snorradóttir
Emilía Sturludóttir
Erlendur Kristinsson
Guðný Ester
Aðalsteinsdóttir
Heimir Steinarsson
Ingólfur Garðarsson
Jolanta Kozlowska
Jóhannes M. Erlendsson
Sigurður Þormar
40 ára
Anna Guðrún Jensdóttir
Anný Gréta Þorgeirsdóttir
Björgvin Jónsson
Elzbieta Janina Mazur
Gissur Páll Gissurarson
Helgi Þór Þórsson
Kristján Guðbrandsson
Margrét Gunnhildur
Gunnarsdóttir
Maria Veronica Ganda
Ólöf Birna Magnúsdóttir
Róbert Sævar
Sigurþórsson
Ruby Gabríela
Sæmundsson
Sigurlilja Albertsdóttir
Zekira Crnac
30 ára
Andri Geir Elvarsson
Arna Guðlaugsdóttir
Ásta Kristín Guðrún-
ardóttir
Birgir Ólafur Guðlaugsson
Guðrún West Karlsdóttir
Nargessadat Emami
Pawel Soltysiak
Rebekka María
Jóhannesdóttir
Sam Alexander Barton
Til hamingju með daginn
30 ára Rebekka stundar
nám sem læknaritari við
FÁ og er húsmóðir.
Maki: Andrés S. Magn-
ússon, f. 1982, vélvirki.
Bræður og fóstursynir:
Örn Ísak, f. 2002, og
Arthur Lúkas, f. 2007.
Börn: Jóhannes Örn, f.
2009, og Magnús Smári,
f. 2012.
Foreldrar: Jóhannes Örn
Guðmundsson, f. 1966, d.
2007, og Soffía M. Arn-
ardóttir, f. 1969, d. 2009.
Rebekka María
Jóhannesdóttir
30 ára Andri ólst upp í
Borgarfirði eystra, býr í
Reykjavík og er flug-
umferðarstjóri hjá Isavia.
Maki: Anna Ragnhildur
Karlsdóttir, f. 1991, nemi
við Listaháskólann.
Dóttir: Eva Sigríður, f.
2016.
Foreldrar: Ásta Stein-
gerður Geirsdóttir, f.
1953, húsfreyja í Reykja-
vík, og Elvar Hjaltason, f.
1946, sjómaður á Egils-
stöðum.
Andri Geir
Elvarsson
40 ára Margrét ólst upp
á Vopnafirði, býr á Ak-
ureyri, lauk BA-prófi í
þroskaþjálfun og BEd-
prófi frá KHÍ og kennir við
Oddeyrarskóla á Akureyri.
Börn: Jóna Guðný Páls-
dóttir, f. 2000, og Tryggvi
Gunnar Rolfsson, f. 2009.
Foreldrar: Gunnar Smári
Guðmundsson, f. 1954,
starfar hjá AFLI, og Jóna
Kristín Halldórsdóttir, f.
1955, húsfreyja og handa-
vinnukona.
Margrét Gunnh.
Gunnarsdóttir
Valborg Guðmundsdóttir hefur var-
ið doktorsritgerð sína í kerfislíffræði
við Tækniháskólann í Danmörku. Rit-
gerðin ber heitið „Multi-omics net-
work biology of type 2 diabetes“. Leið-
beinandi var prófessor Søren Brunak
og andmælendur við doktorsvörnina
voru dr. Eleftheria Zeggini, dr. Thomas
Skøt Jensen og prófessor Anders
Gorm Pedersen.
Markmið doktorsverkefnisins var að
þróa nýjar lífupplýsingafræðilegar
nálganir til að gefa heildstæða mynd
af þeim ferlum sem geta leitt til sykur-
sýki 2. Hluti verkefnisins sneri að því
að skoða saman mismunandi tegundir
líffræðilegra gagna til að geta for-
gangsraðað genum sem gætu tengst
sykursýki 2 betur en með hverri teg-
und gagna einni og sér. Því næst var
kannað hvernig þessi gen tengjast í
vefjasértækum prótein-tengslanetum
sem þróuð voru í rannsókninni, en nið-
urstöðurnar varpa nýju ljósi á þá
flóknu ferla sem undirliggja sjúkdóms-
myndun sykursýki 2 í mismunandi
vefjum. Betafrumu-sértækt prótein-
tengslanet var einnig notað til að
ákvarða mikilvægi erfðabreytileika og
frumuferla fyrir
svörun ein-
staklinga við
hormóninu GLP-1,
en GLP-1 hlið-
stæður og GLP-1
viðtaka örvar eru
notaðir við með-
höndlun á syk-
ursýki 2.
Í öðrum hluta verkefnisins var sam-
band bakteríuflóru í görn við hvarf- og
myndefni efnaskiptaferla (e. metaboli-
tes) í blóði kannað og jafnframt hvern-
ig þessir þættir tengjast insúlínnæmi í
mönnum. Niðurstöðurnar sýndu að
ójafnvægi milli framleiðslu og upptöku
baktería (þá sérstaklega Prevotella
copri) á ákveðnum amínósýrum í görn-
inni tengdist auknu magni þeirra í
blóði og verra insúlínnæmi. Niður-
stöður þessa verkefnis voru birtar í
tímaritinu Nature í júlí 2016.
Valborg hlaut verðlaunin „Young
Researcher Award“ við doktorsút-
skriftarathöfn háskólans árið 2016
sem veitt eru þeim ungu vísinda-
mönnum sem þykja hafa skarað fram
úr.
Valborg Guðmundsdóttir
Valborg Guðmundsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
árið 2006, BS prófi í lífefnafræði frá Raunvísindadeild HÍ (2010) og MS prófi í líf-
og læknavísindum frá Heilbrigðisvísindadeild HÍ (2012). Valborg starfar nú sem
nýdoktor við Tækniháskólann í Danmörku. Sambýlismaður Valborgar er Jón Otti
Sigurðsson og eiga þau dæturnar Iðunni Brynju og Signýju Öldu. Foreldrar Val-
borgar eru dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson og dr. Brynja Ingadóttir (sjá
doktorstilkynningu á morgun).
Doktor
NÝ OG GLÆSILEG
BLÖNDUNARTÆKJALÍNA
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Sturtutæki með
stút niður
31.500 kr.
FMM SILJAN
Eldhúsblöndunar-
tæki hásveifla
27.895 kr.
FMM SILJAN