Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 37

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nýtur þess að láta þig dreyma um einhvern á rómantískan hátt í dag. Kannski þarf hann að hætta að telja sér trú um að bara þeir vinnusömu eigi skilið að vera elskaðir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur unun af fallegum hlutum en ættir þó að bíða með að kaupa nokkuð. Tíma- bundið starf gætið orðið að fastráðningu og al- vara gæti færst í rómantískt samband. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er vitanlega betra að vera frjáls en bundinn væntingum einhvers annars. Störf þín standa fyrir sínu og þú þarft ekki að rétt- læta þig með leikaraskap. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur hugsanlega til aukinnar ábyrgðar vegna barna í dag. Láttu vita að þú takir því sem að höndum ber. Nýtt og spenn- andi tækifæri gerir vart við sig í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leggur grunninn að vinskap núna og hann reynist traustur. Gefðu þér því góðan tíma svo þú komist hjá mistökum, sem kunna að verða þér alltof dýr. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér lítist ekkert á að fá aðstoð við ákveðið verkefni skaltu hugsa málið. Viltu njóta þeirra eða vita sannleikann? Allt kemur í ljós ef þú leita beint í uppsprettuna – og ekkert ann- að. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Kannski að þú lánir eitthvað sem annar neitar að skila. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ykkur finnst að ykkur sótt úr öll- um áttum. Hugur þinn flýgur hátt og sér frá- bær tækifæri. Vertu bara sátt/ur við sjálfan þig og undirbúðu þig vel og vandlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn hentar vel til að koma hlutunum á hreint við maka og nána vini. Næstu vikurnar er tilvalið að sækja um lán eða styrki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Systkini, ættingjar eða nágrannar koma þér á óvart með einhverjum hætti í dag. Hertu upp hugann því nú hefurðu allt að vinna og engu að tapa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er alltaf ánægjulegt þegar góð- ir vinir reka inn nefið. Samræður geta orðið áreynslulausar og gefandi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir staðið frammi fyrir erfiðum málum á vinnustað en þú hefur alla burði til að takast á við þau. Stattu af þér storminn og þá munt þú standa uppi sem sigurvegari. Það var fjörugt á Leirnum ogbyrjaði með því að Ármann Þorgrímsson skrifaði „Síðasta ferð- in …“ og síðan: Er ég flyt í annan heim andans kaunum sleginn finnst mér best að fylgja þeim sem fara breiða veginn. Gústi Mar svaraði: Vegferð þína vel ég styð en víst er efakliður. Hann liggi öruggt uppávið? Eða lóðbeint niður? Ingólfur Ómar bætti við: Vinur er þú fellur frá fá því margir kviðið. Góða vísu gerðu þá er gengur þú um hliðið Nú var Ármann orðinn „Bjart- sýnn á framtíðina …“: Ein er gröfin öðrum lík upp mun rísa glaður Ég held að Jón frá Húsavík sé harður vinstri maður. Fía á Sandi blandaði sér í málið: Æfina við þumbumst þreytt þolinmóð og iðin. Á endanum bíður ekki neitt okkar tími liðinn. Ingólfur Ómar sér björtu hlið- arnar á vegferðinni: Þegar endar ævistund ósköp verð ég feginn. Fæ ég eflaust friðarblund og frelsi hinumegin. Og nú fór Fía í heimspekilegar hugleiðingar: Hvernig vildir þú hafa í himnaríki? Ég held það sé mál sem bara er gaman að ræða. Einhverjir veldu, efalaust pöbba og Ríki aðrir sólarhrings púl til að hamstra og græða. Ósjálfrátt kom „Sjötta ferð Sind- baðs“ eftir Einar H. Kvaran upp í hugann: Yggldan skolaðist Sindbað um sjá, unz síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er af tók að draga þróttinn; þar drjúptu gljúfrin svo dauðans þröng og dimm eins og svartasta nóttin. Þá förlaðist kraftur og féll á hann dá í ferlegum dauðans helli. – En hinumegin var himin að sjá og hlæjandi blómskrýdda velli. – Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra-veginn. – Við förum þar loksins allir inn. – En er nokkuð hinumegin? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn En er nokkuð hinum megin? Í klípu „SORRÍ, EN ÉG VERÐ AÐ TAKA ÞETTA SÍMTAL. ÞETTA ER EIGANDINN MINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU VISS UM AÐ ÞETTA SÉ NAUTAKJÖT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skipuleggja saman rómantíska skemmtiferð. VERTU BLESSAÐUR! EIGÐU FRÁBÆRAN DAG! PÍTSU-GAURINN FÆR BETRI KVEÐJUR EN ÉG ÉG MUN SAKNA ÞÍN! ÞÚ FÆRIR MÉR EKKI PEPPERÓNI ÉG ER MEÐ BRENGLAÐA SJÓN! ÞVÍ MIÐUR GETUR LÆKNIRINN EKKI SÉÐ ÞIG Í DAG ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA SMITANDI! Víkverji og frú brugðu sér í kvik-myndahús á dögunum, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Áð- ur en myndin hins vegar var sýnd þurftu Víkverjahjónin að sitja undir aragrúa auglýsinga og hélt Víkverji að sýningartími þeirra yrði lengri en myndin. x x x Víkverji verður að segja að fæstarauglýsinganna virtust sniðnar að sama markhópi og bíómyndin sjálf. Eða hver veit, kannski eru unnendur hasarmynda mikið að spá í tryggingarnar sínar, eða það hvar best sé að kaupa steinsteypu fyrir húsbyggingar, milli þess sem þeir skella sér í spa í World Class. x x x Ein auglýsingin vakti þó sérstakaathygli Víkverjahjóna. Þar var eitt súkkulaðistykki auglýst, sem átti að vera svo „brakandi ferskt“, og svo „krispí“ og „kröntsjí“. Vík- verji og frú leituðu í Orðabók Menn- ingarsjóðs að því hver merking orðanna „krispí“ og „kröntsjí“ væri, en fann ekki. Og kom svo sem ekki á óvart, þar sem þarna var búið að hnupla tveimur enskum orðum, sem merkja „stökkt“ og „brakandi“. Þess má geta í framhjáhlaupi að Víkverja hefur sjaldnast liðið jafn-miðaldra og þegar hann skrifaði þessar línur. x x x Annað sem Víkverji vill kvarta yfirvegna bíósýningarinnar var það að eftir þetta auglýsingaflóð voru sýndar tvær stiklur úr væntanlegum myndum. Tvær heilar stiklur. Í þá gömlu góðu daga, þegar Víkverji hafði meira hár, voru stiklurnar stundum jafnskemmtilegar og sjálf bíómyndin, þar sem djúpraddaður karlmaður lét áhorfendur vita, hvað myndin snerist um. Nú var engin djúp rödd. Að öllu gamni slepptu, þá hefði verið skemmtilegra að fá ögn meira að sjá af þeim myndum sem eru á leiðinni í bíó, og ögn minna af hinum auglýsingunum. x x x Víkverji ætlar að skunda út núna,og fara að hrópa á ský um það hvað allt var betra í gamla daga. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð (Sálm. 100:3) bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.