Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 38

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er hollt fyrir alla höfunda að kljást við einhvern miklu stærri höf- und en þeir eru sjálfir,“ segir Hall- grímur Helgason sem í gær hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2017 fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir William Shakespeare sem Vaka- Helgafell gefur út. Bandalag þýð- enda og túlka standa fyrir verðlaun- unum sem veitt hafa verið frá árinu 2005. Aðspurður segir Hallgrímur við- urkenninguna koma sér í opna skjöldu, enda hafi hann verið í góð- um hópi tilnefndra eins og lesa mátti um í Morgunblaðinu í gær. „Ég er ánægður fyrir hönd formsins, þ.e. leikbókmenntanna, sem hafa t.d. aldrei verið tilnefndar til Bók- menntaverðlauna Íslands. Þetta er afskipt grein, sem er í raun fárán- legt, því það má færa rök fyrir því að þetta sé aðalgreinin,“ segir Hall- grímur og bendir á að meðan lýríkin sé einvítt form og epíkin tvívítt sé dramatíkin þrívítt form þar sem tvö ljóð tala saman. „Þess vegna kalla sumir fræðimenn dramatíkina drottningu bókmenntaformanna.“ Lenti á þremur veggjum á dag Nú er ekki hlaupið að því þýða Shakespeare. Hvernig tekst maður á við slíka áskorun? Lentir þú aldrei á vegg í ferlinu? „Jú, maður lenti á þremur veggj- um á dag,“ segir Hallgrímur hlæj- andi og bætir við: „En maður þurfti bara einhvern veginn að klifra yfir þá og þá er ágætt að hafa tíma- pressu í formi frumsýningardags,“ segir Hallgrímur og tekur fram að þýðingarvinnan hafi tekið um hálft ár þar sem hann sat við átta klukku- stundir á dag. „Á tímabili var ég orðinn langeygur eftir tíma fyrir sjálfan mig og skáldsöguna mína. Þá reyndi ég að líta á björtu hliðarnar og sjá þýðingarvinnuna sem endurmenntunarnámskeið, sem væri í þokkabót launað,“ segir Hall- grímur og tekur fram að það að þýða Shakespeare sé eins og að fara í „boot camp“ eða æfingabúðir. „Eft- ir þýðinguna er leikur einn að skrifa skáldsögu, því það verður allt svo auðvelt. Fyrstu vikurnar eftir að ég kláraði þýðinguna var ég víraður og það lék allt í höndunum á mér. Sá tími er því miður liðinn – ég þarf að koma mér aftur í form!“ Að sögn Hallgríms kynnti hann sér vel þýðingu Matthíasar Joch- umssonar á Óþelló, sem kom út á vegum Hins íslenzka bókmennta- félags 1882, og hafði The Oxford Shakespeare ávallt við höndina. „Ég varð mér úti um margar ólíkar út- gáfur af leikritinu, en komst að því að Oxford-útgáfan var best, því þar má finna allar neðanmálsskýringar sem komið hafa fram á sl. 400 ár- um,“ segir Hallgrímur og tekur fram að hann hafi einnig horft á sen- ur úr ólíkum sjónvarps- og kvik- myndaaðlögunum á leikritinu, þeirra á meðal Othello frá 1995 með Laurence Fishburne í titilhlutverk- inu. Leyfilegt að breyta bókstafnum þjóni það anda verksins „Það hjálpar mér sem þýðanda að sjá hvernig leikarinn skilur senuna. Stundum eru fræðimenn ekki á einu máli um hvað tiltekin lína þýðir. Þá eru stundum gefnir upp þrír mögu- leikar í Oxford-útgáfunni og þá þarf að velja einn þeirra. Maður sér hvað Matthías valdi og hvað Helgi Hálf- danarson valdi og svo hvað einhver leikstjóri valdi. Svo velur maður þann kost sem manni finnst fýsileg- astur. Einstaka sinnum verður mað- ur svo að taka sér skáldaleyfi – ég viðurkenni það. Stundum er í lagi að breyta orðinu í eitthvað allt annað ef andinn er réttur. Ef það þjónar anda verksins er leyfilegt að breyta bók- stafnum.“ Milli jóla og nýárs stakkst þú nið- ur penna í Stundinni vegna þeirrar gagnrýni sem uppfærsla Þjóðleik- hússins og Vesturports á Óþelló hafði hlotið. Þar gerðir þú m.a. þýð- inguna að umtalsefni og taldir ljóst að fæstir rýnar hefðu haft fyrir því að skoða þýðingu þína á prenti held- ur aðeins stuðst við orðin á sviðinu. Finnst þér þýðingin þín hafa hlotið ómaklega gagnrýni? „Markmið greinarinnar var að- allega að leiðrétta þau skrif gagn- rýnanda Kvennablaðsins að ég hefði sveigt frá frumtextanum. Þó að ég hafi beitt annarri aðferð en Helgi var ég einmitt að reyna að vera trúr frumtextanum, sem er eftir Shake- speare en ekki Helga!“ segir Hall- grímur og bendir á að textinn sem hljómi á leiksviðinu sé aðeins öðru- vísi en sá sem hann gekk frá til birt- ingar á prenti. Þannig er þéringum sleppt og verkið stytt um helming. Maður verður að sætta sig við slíkar breytingar,“ segir Hallgrímur og tekur fram að markmið greinar- innar hafi einnig verið að undir- strika að textaviðbætur hefðu líka verið nokkrar, að beiðni leikstjór- ans, Gísla Arnar Garðarssonar. „Ég var smá nervös með þetta þar sem mér fannst að maður mætti ekki vera að troða sér inn í verk eftir Shakespeare, en auðvitað er manni það frjálst þar sem leikrit hans eru löngu komin úr höfundarétti eins og Gísli Örn benti mér á.“ Síldartíminn næstur Óþelló er annað leikrit Shake- speare sem þú þýðir að beiðni Vest- urports, en 2002 þýddir þú Rómeó og Júlíu. Má búast við því að 14 ár líði þar til þú takist á við næsta leik- rit skáldsins? „Ætti ég ekki bara að þýða öll verkin í ellinni? Taka tíu ár eftir átt- rætt og vona að ég lifi nógu lengi. Ég viðurkenni það alveg að þegar maður er fullur af sínum eigin hug- myndum er mikið að fórna hálfu ári í þýðingu,“ segir Hallgrímur og tekur fram að það verði bið á því að hann taki næsta þýðingarverkefni að sér. En eru einhver verk sem þú brennur fyrir og langar að snara yf- ir á íslensku? „Já, mig myndi langa til að takast á við stóru systurverk Óþellós, þ.e. Ríkarð þriðja og Hamlet. Einnig gæti verið gaman að kíkja á sonnett- urnar og ljóðabálkinn The Rape of Lucrece.“ En hvað er framundan hjá þér? Hvað ert þú með í smíðum? „Ég er kominn langt inn í bók sem er söguleg skáldsaga sem teng- ist síldartímanum á Siglufirði. Það verður löng bók svo ég mun gefa mér góðan tíma,“ segir Hallgrímur og upplýsir að hugmyndin að bók- inni hafi kviknað á Síldarminjasafn- inu árið 2012. „Ég var í skíðaferð, en veðrið var svo vont að við vorum heilan dag á safninu meðan lyft- urnar voru lokaðar. Stundum er vont veður gott veður.“ Leggst bæði lágt og flýgur hátt Í ljósi þess sem þú nefndir áðan um dramatíkina sem drottningu bókmenntaformanna liggur beint við að spyrja hvort þú hyggist ekki spreyta þig frekar á því formi? „Þetta er nú ansi erfitt form. Ég hef ekki náð að gefa mig fyllilega að leikhúsforminu, en það kemur kannski að því. Vegna þess að mér finnst mjög gaman að vinna í leik- húsinu,“ segir Hallgrímur sem í gegnum tíðina hefur samið eintöl, leikritið Skáldanótt sem frumsýnt var 2000 og söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk sem frumsýndur var 2008 auk þess sem hann vann leikgerðina að skáldsögu sinni Kon- unni við 1000° árið 2014 í náinni samvinnu við leikhópinn, Símon Birgisson og Unu Þorleifsdóttur leikstjóra. „Sú vinna og vinnan með Vesturporti mun, að ég held, hafa áhrif á næstu skref. Það er alltaf svolítill leikrænn undirtónn í mínum verkum. Textinn er alltaf reglulega brotinn upp af samtölum og ég reyni ávallt að huga mikið að persónu- sköpun, að þetta séu lífvænlegir kar- akterar. Þannig er ég alltaf undir áhrifum leikhússins. Ég segi líka stundum að mér finnist ég sitja á sviði þegar ég skrifa og fyrir aftan mig sé fullur salur af fólki sem bíður eftir næstu setningu. Og hér getur Shakespeare kennt manni mikið, því hann er svo innblásinn og alhliða – leggst bæði lágt og flýgur hátt.“ „Alltaf undir áhrifum leikhússins“  Hallgrímur Helgason hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin 2017 fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir William Shakespeare  Hallgrímur segir hollt fyrir alla höfunda að kljást við miklu stærri höfunda Morgunblaðið/Eggert Stoltur Hallgrímur Helgason tók við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar í Hannesarholti. Í umsögn dómnefndar segir: „textinn leikur í höndum Hallgríms, bæði prósi og bundið mál […] Í ljóðmáli þýðingarinnar nýtir Hallgrímur sér hina íslensku hefð stuðla- setningarinnar og fylgir í meginatriðum hinum jambíska pentameter eða stakhendu frumtextans en lætur þó hvorugt formið binda sig eða hefta. Hrynj- andin er leikandi létt og orðgnóttin mögnuð, og Hallgrímur sveiflar sér frá ljóðrænni rómantík yfir í karlmannlega hörku og bregður svo í klámfengið orðbragð og jafnvel stöku slettur, allt eftir því sem við á hverju sinni. Merk- ing textans er hvarvetna augljós og skýr og fjöl- skrúðugt sælgæti fyrir leikara, áhorfendur og lesendur.“ „Fjölskrúðugt sælgæti“ UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM ÞÝÐINGU HALLGRÍMS TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.