Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég var í pönkhljómsveit í skóla en hætti að búa til tónlist í um tíu ár til að geta einbeitt mér að námi og starfi sem grafískur hönnuður. Þeg- ar mér var sagt upp störfum fór ég að gera tilraunir í fartölvu með hljóð og setti tónlist á netið til að sjá hvort einhver hefði áhuga á henni. Þetta var s.s. allt frekar tilviljanakennt,“ segir enski tónlistarmaðurinn Matt- hew Barnes, sem gengur undir lista- mannsnafninu Forest Swords, þegar hann er spurður að því hverjar ræt- ur hans séu í tónlist og hvað hafi valdið því að hann gerðist tónlistar- maður. Barnes heldur tónleika á Sónar tónlistarhátíðinni í Hörpu annað kvöld kl. 21.20, í Norðurljósasal. Barnes vakti fyrst athygli árið 2009 með sex laga skífu, Dagger Paths, sem náði yfir svo vítt svið, skv. lýs- ingu á vef Sónar, að tengja mátti við tónlist Ennio Morricone og tónlist Massive Attack á upphafsárum þeirrar sveitar, en var samt sem áð- ur algjörlega einstök. Platan hlaut prýðilegar viðtökur og ekki voru við- tökurnar síðri við fyrstu breiðskíf- unni, Engravings, sem kom út árið 2013 og var valin ein af bestu plötum ársins af tónlistartímaritinu Clash og hlaut þar í gagnrýni einkunnina 9 af 10 mögulegum. Mátti þar greina hljóm frá heimabyggð Barnes á skaganum Wirral og vakti hún m.a. athygli fyrir að vera hljóðblönduð undir berum himni þar í sveit, á Thurstaston-hæð. Tilkomumikið landslag Barnes er beðinn um að lýsa tón- list sinni og segir hann hana án efa raftónlist í grunninn sem með að- dráttarafli sínu dragi til sín alls kon- ar hljóð og hljómáferðir. Hann er í kjölfarið spurður að því hvort nátt- úran sé stærsti áhrifavaldurinn, í ljósi þess að hann kaus að hljóð- blanda plötuna á fyrrnefndri hæð. „Landslagið á æskuslóðum mín- um er mjög tilkomumikið – sterkir vindar, rauður sandsteinn, háir klettar og sandstrendur. Slík svæði geta haft áhugaverð áhrif á þau hljóð sem ég kýs að hafa með eða geta haft áhrif á þá áferð sem ég vel tónlistinni. En almennt séð er nátt- úran hvíldarstaður fyrir mér frekar en stöðug uppspretta innblásturs. Ég ver það stórum hluta lífs míns innandyra að það er léttir að komast út og minna sig á að lífið snýst ekki um að svara tölvupóstum eða hlusta á bassatrommur allan daginn,“ segir Barnes. Lag á lag ofan – En hvaðan kemur þetta nafn, Forest Swords, og til hvers vísar það? „Mér fannst það passa vel við fyrstu lögin sem ég gerði, þann hljóðheim sem ég var að skapa og myndefnið sem honum fylgdi. Ég kunni vel við þessi tvö orð, hvernig þau hljómuðu og litu út. Þetta small mjög vel við það sem ég var að gera,“ svarar Barnes. – Í verkum þínum blandarðu sam- an margs konar tónlist og hljóðum, t.d. döbb- og drone-tónlist, tali og gítarleik en þú hlýtur að vinna út frá einföldum grunni. Geturðu lýst sköpunarferlinu, hvernig þróast lög- in? Ertu með ákveðið markmið í huga? „Ég hleð upp mörgum lögum, melódíum og töktum, búta heildina svo niður og set saman í eitt lag. Síð- an eyði ég út mörgum bútum. Ég nýt þess að eyða þeim því maður átt- ar sig fljótlega á því hvað er gott og hvað ekki. Þetta hefur kennt mér að þykja ekki of vænt um verkin mín,“ segir Barnes. Lögin verði að vekja með honum tilfinningar, andlegar og líkamlegar og ef þau geri það hafi þau vonandi sömu áhrif á hlust- endur. „Ef þú reynir ekki að gera tónlist sem kallar fram sterkar til- finningar eða vekur spurningar get- urðu alveg eins sleppt því,“ bætir Barnes við. Röddin sem akkeri – Mannsröddin er meira áberandi á Engravings en í eldri lögunum þín- um. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að leggja meiri áherslu á hana? „Ég hlusta mikið á tónlist þar sem lögin eru borin uppi af söng, allt frá meginstraumspoppi til gospeltón- listar frá sjöunda áratugnum. Ég hef lítinn áhuga á texta, vil heldur hafa mannsröddina nálæga sem einhvers konar akkeri sem rís og hnígur. Fólk tengir við raddir, þær eru kunnug- legar og maður getur leikið sér með væntingarnar sem gerðar eru til þeirra. Í mörgum þeim bútum sem ég nota er búið að bjaga raddirnar svo mikið að þær verða aldurs- og kynlausar og orðin verða óskiljan- leg. Þú getur því túlkað það sem þú heyrir eins og þér sýnist.“ – Notarðu aðallega þína eigin rödd og þá hvernig? „Þetta er blanda mikið unninna hljóðbúta og stundum nota ég mína rödd. Mér finnst skemmtilegt að leika mér að því að hlustandinn veit ekki hvaðan röddin kemur.“ Andardráttur og líkamshljóð Barnes hefur komið víða við í list- sköpun, m.a. unnið hljóðverk fyrir listahátíðir, unnið með bandaríska rapparanum Haleek Maul og gefið út lög í samstarfi við þýska mynd- listarmanninn Otto Baerst. Eitt af forvitnilegri verkefnum hans er hins vegar tónlist sem hann samdi við dansverkið Shrine sem var frumsýnt í janúar í fyrra í Liver- pool. Í það notaði Barnes líkams- hljóð og má heyra útkomuna á Bandcamp-síðu hans, á slóðinni forestswords.bandcamp.com. Barnes er beðinn um að segja nánar frá þessu merkilega verkefni og líkamshljóðunum sem hann not- aði. „Mig hafði lengi langað að semja tónlist við samtímadansverk og hafði mikinn áhuga á því að búa til verk úr andardrætti og líkams- hljóðum. Ég safnaði hljóðum úr ýmsum áttum – frá vinum, úr kvik- myndum, af YouTube – og raðaði þeim upp í takta og melódíur í far- tölvunni minni. Okkur mönnunum finnst afskaplega óþægilegt þegar slík hljóð eru mögnuð upp af miklum krafti í hljóðkerfi, þau minna okkur kannski á eigin dauðleika. Þessi hljóð eru ógeðsleg og skrítin,“ segir Barnes og bætir við að hugsunin að baki verkinu hafi verið að þó svo þér líði illa í eigin líkama þá sé hann engu að síður kraftmikill og að fagna beri hinu flókna gangverki hans. Leikur lög af næstu plötu – Að lokum, hvað ætlarðu að spila fyrir gesti Sónar? „Ég ætla að frumflytja sér- staklega fyrir hátíðargesti nokkur ný lög af næstu plötu minni sem kemur út í vor og líka nokkur lög af Engravings. Ég hlakka til.“ Tilfinningar „Ef þú reynir ekki að gera tónlist sem kallar fram sterkar tilfinningar eða vekur spurningar geturðu alveg eins sleppt því,“ segir Matthew Barnes sem gengur undir listamannsnafninu Forest Swords. Náttúran hvíldarstað- ur frekar en innblástur  Forest Swords leikur fyrir gesti Sónar annað kvöld Allar upplýsingar um Sónar má finna á sonarreykjavik.com. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s Glimmerbomban heldur áfram! Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Lau 25/2 kl. 13:00 7. sýn Lau 4/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Sun 26/2 kl. 13:00 8. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Salka Valka (Stóra svið) Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar. Síðustu sýningar. Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Þri 21/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30 Lau 4/3 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 17/2 kl. 19:30 Sun 19/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30 Lau 18/2 kl. 19:30 Fim 23/2 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 16/2 kl. 19:30 Lau 25/2 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30 Fös 17/2 kl. 19:30 Fös 3/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Gott fólk (Kassinn) Fim 16/2 kl. 19:30 Lau 25/2 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 13:00 Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 16:00 Sun 5/3 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 16:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 18/2 kl. 17:00 Sun 19/2 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 16/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Lau 4/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 22:30 Lau 4/3 kl. 22:30 Fös 17/2 kl. 22:30 Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 9/3 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 22:30 Fös 10/3 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 22:30 Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30 Sun 19/2 kl. 21:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.