Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Menningarkvöld Kvennakórs
Garðabæjar, sem að þessu sinni
ber yfirskriftina Þorravaka, verður
í kvöld, fimmtudag, í Kirkjuhvoli,
safnaðarheimili Vídalínskirkju og
hefst kl. 20. Þar stíga á stokk lista-
menn úr Garðabæ, auk Kvenna-
kórsins, og bjóða upp á fjölbreytta
dagskrá í tali og tónum.
Andrea Magnúsdóttir, fatahönn-
uður og bæjarlistamaður Garða-
bæjar, mun kynna sig og verk sín
en í tilkynningu segir að umsvif og
hróður Andreu hafi aukist hratt
samhliða eftirspurn eftir hönnun
hennar og fatnaði. Nemendur úr
Tónlistarskóla Garðabæjar stíga á
svið og leika af fingrum fram fal-
lega tónlist. Þá mun rithöfundurinn
og sagnamaðurinn Guðmundur
Andri Thorsson slá á létta strengi
og segja frá og Kvennakór Garða-
bæjar syngur fyrir gesti, bæði í
upphafi dagskrár og í lokin en
Ingibjörg Guðjónsdóttir er stjórn-
andi hans.
Þetta er í sextánda árið sem
Kvennakór Garðabæjar og menn-
ingar- og safnanefnd Garðabæjar
standa að menningarkvöldi.
Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Glaðhlakkalegar Kvennakór Garðabæjar kemur fram og syngur.
Menningarkvöld í
Kirkjuhvoli í Garðabæ
Bandaríski sýningarstjórinn Mar-
got Norton flytur erindi í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi, í kvöld,
fimmtudag klukkan 20. Erindið er
liður í fyrirlestraröðinni „Umræðu-
þræðir“.
Norton mun segja frá sýningum
sem hún hefur skipulagt í samtíma-
listasafninu New Museum í New
York og veitir innsýn í ferli og
vinnu sýningarstjórans. Hún segir
einnig frá nokkrum af þeim hug-
myndum og listaverkum sem móta
dagskrá myndlistarhátíðarinnar
Sequences VIII sem sett verður í
Reykjavík haustið 2017 en hún
verður sýningarstjóri hátíðarinnar.
Margot Norton er aðstoðarsýn-
ingarstjóri við New Museum. Þar
hefur hún stýrt einkasýningum
með listamönnum á borð við Judith
Bernstein, Sarah Charlesworth,
Tacita Dean, Erika Vogt og Ragnar
Kjartansson. Norton hefur unnið
víðar og meðal annars sett upp sýn-
ingu í Hammer Museum í Los Ang-
eles og var aðstoðarsýningarstjóri
á Whitney-tvíæringnum árið 2010.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
og er opinn öllum.
Sýningarstjóri New Museum segir frá
Reynd Margot Newton segir frá sýn-
ingum sem hún hefur unnið að.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu
í dag og meðal þeirra sem troða upp
í kvöld er tónlistarkonan Sigrún
Jónsdóttir, sem gengur undir lista-
mannsnafninu SiGRÚN en hún
kemur fram í Kaldalóni kl. 21.30.
Sigrún gaf í ágúst í fyrra út
fyrstu sólóplötuna sína, fjögurra
laga plötuna Hringsjá og í desember
kom svo önnur fjögurra laga út,
platan Tog. En þó sólóferillinn sé
stutt á veg kominn hefur Sigrún
verið nokkuð lengi að í tónlist, hefur
m.a. leikið með Björk, Florence &
the Machines og Sigur Rós á tón-
leikaferðum.
„Ég er búin að vera hljóðfæra-
leikari bara frá því ég man eftir mér
og hef þess vegna verið að spila úti
um allt. Það er svolítið bara „eitt
leiddi af öðru“ hvernig það þróaðist
en síðan langaði mig að gera verk-
efni þar sem ég fengi að ráða, fengi
að gera það sem mig langaði að gera
þannig að ég byrjaði bara á fullu í
því undir lok síðasta sumars,“ segir
Sigrún.
Hún segist hafa lært á klarínett
þegar hún var á barnsaldri og einn-
ig á básúnu. Á tónleikaferðum hafi
hún þó oftar leikið á básúnu en klar-
ínett.
Spurð að því hvort hún hafi lengi
stundað tónsmíðar segir Sigrún að
hún hafi farið í tónsmíðanám í
Listaháskóla Íslands árið 2011 og
þurft að taka sér hlé í eitt ár frá
námi vegna tónleikaferðar sem hún
fór í með Sigur Rós. „Svo rétt náði
ég að klára námið áður en túrinn
með Florence and the Machines
byrjaði vorið 2015,“ segir Sigrún.
Leikur sér með mannsröddina
– Þú gengur undir listamanns-
nafninu SiGRÚN. Hvers vegna er i-
ið lítið en hinir stafirnir hástafir?
Sigrún hlær. „Ég veit það ekki,
þetta er bara eitthvert grín, engin
sérstök ástæða fyrir því.“
– Geturðu lýst tónlistinni þinni?
„Það er svolítið sterkt kór-
element í henni, ég er mjög mikið að
leika mér með röddina, blanda rödd-
um og svo myndi ég segja svolítið
dramatísk partítónlist. Klassísk tón-
list mætir klúbbatónlist, eitthvað
svoleiðis. Það er erfitt að lýsa tón-
listinni en ég held að þetta sé nærri
lagi,“ segir Sigrún.
– Hafði það ekki mikil áhrif á þig
að vinna með Björk, Florence and
the Machines og Sigur Rós?
„Jú, alveg heilmikil. Maður lærir
ótrúlega mikið af því, bæði vinnuað-
ferðir og þetta er mikill skóli í
mannlegum samskiptum. Maður er
tekinn úr sínu vanalega umhverfi og
þarf að eiga að heima í ferðatösku í
langan tíma, allir þurfa að geta unn-
ið saman og spilað saman“
– Þú ert að fara að halda tónleika
í Kaldalóni, verða það fyrstu tón-
leikar þínir í Hörpu?
„Já, þetta er í fyrsta sinn,“ segir
Sigrún og bætir við að þrír vinir
hennar verði með henni á sviðinu.
Hilma Kristín Sveinsdóttir syngur
með henni og Kjartan Dagur Hólm
og Andri Freyr Þorgeirsson leika á
trommupad og slagverk.
– Hlakkarðu til tónleikanna?
„Já, ég er mjög spennt. Við héld-
um tónleika í síðustu viku, vorum að
hita upp fyrir Tanyu Tagaq sem er
barkasöngkona frá Kanada, þannig
að við erum í gírnum og til í meira.“
Hlusta má á lög Sigrúnar á
soundcloud.com/beinteins89.
Klassík mætir
klúbbatónlist
SiGRÚN heldur tónleika á Sónar í Hörpu í kvöld
Spennt SiGRÚN hlakkar til tónleikanna sem hún heldur í Kaldalóni í kvöld
kl. 21.30 með þremur vinum sínum, á tónlistarhátíðinni Sónar.
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 8
SÝND KL. 5.30, 8, 10.30
SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 5.40
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 5.40