Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Yfirheyrðu manninn í morgun 2. Eurovision í uppnámi vegna … 3. Áratuga gömul ráðgáta leyst? 4. Umdeild játning leiddi til … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Herbie Hancock, einn virtasti djasstónlistarmaður samtímans, heldur tónleika með Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Ter- race Martin í Eldborg í Hörpu 20. júlí nk. Hancock á yfir 50 ára feril að baki og hefur hlotið 14 Grammy-verðlaun, síðast fyrir hljómplötuna River: The Joni Letters. „Tónlist hans heldur áfram að heilla menn um heim allan og al- kunna er að ungir djasspíanóleikarar leita óspart í smiðju hans. Þeir eru ekki margir sem hafa haft viðlíka áhrif á djass og Herbie Hancock,“ segir m.a. á vef Hörpu um tónleikana, en Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur á ferli sínum. Hann kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 1986 og lék þá einn á órafmagnað píanó. „Það er heldur óvanaleg reynsla fyrir mig að halda tónleika sem þessa, ég hef aðeins gert það fimm sinnum áður. Ég er því mjög spenntur sjálfur að sjá hvernig þeir verða,“ sagði Hancock í samtali við Morgunblaðið fyrir þá tónleika. Herbie Hancock held- ur tónleika í Hörpu  Vísnasveitin Spottarnir heldur ár- lega vetrartónleika sína á Café Rosen- berg í kvöld kl. 21. Að venju verða ljóð og lög eftir Cornelis Vreeswijk mest áberandi á lagalistanum. Söngkonan Guðrún Gunnars- dóttir syngur með sveitinni, en hún sendi frá sér plötu með lög- um eftir Vrees- wijk fyrir nokkrum árum. Guðrún syngur með Spottunum Á föstudag Gengur í austan 8-15 með rigningu, fyrst sunnantil, en slyddu norðantil upp úr hádegi. Hiti yfirleitt 0 til 7 stig. Á laugardag Norðaustan 5-10 og él norðantil fyrripartinn, en þurrt að mestu fyrir sunnan. Hæglætisveður og víðast þurrt síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað og rigning með köflum, en úrkomulítið norðantil. Hiti 2 til 7 stig. VEÐUR Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir Ís- landsmeisturum Snæfells, 62:57, í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Snæfell komst þar með upp að hlið Skalla- gríms í efsta sæti deildar- innar. Valur vann óvæntan sigur á Skallagrími í Borgar- nesi auk þess sem Njarðvík og Stjarnan unnu sína leiki. »4 Meistarar Kefla- víkur töpuðu Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, missir að öllum líkindum af upphafi keppnistímabils- ins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Ásgerður fór í mjaðmaspeglun í gær og að sögn læknis verður hún frá keppni næstu 3-4 mánuðina af þeim sökum. Hún hefur þó ekki gefið upp vonina um að vera tilbúin þegar mótið hefst. »1 Án fyrirliðans í byrjun Íslandsmótsins? Valsmenn gerðu það gott í heimsókn sinni til Aftureldingar í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þeir unnu leikinn með fjög- urra marka mun, 29:25, og voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Valur er þar með aðeins stigi á eftir FH í fjórða sæti Olísdeildar karla í handknattleik. Afturelding er enn efst en hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum. »4 Valsmenn skelltu topp- liðinu að Varmá ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Flugið heillar á ýmsan hátt og Eirík- ur Jón Líndal, sálfræðingur og for- maður Myntsafnarafélags Íslands, tengist því sérstaklega í gegnum söfnun á íslenskum og skandinav- ískum flugmerkjum. „Ég byrjaði á þessari söfnun 1999 og á orðið hátt í 1.000 merki frá íslenskum og öðrum norrænum flugfélögum,“ segir hann. Flugfélög hafa komið og farið í gegnum tíðina, hvergi er til skrá yfir merki þeirra fyrir utan lítinn bækl- ing um flugmerki í Skandinavíu og umfangið því ekki vitað. Eiríkur segist því einkum hafa leitað fanga hjá eldri flugmönnum, flugfreyjum og öðrum starfsmönnum flugfélaga um merki og að sér hafi verið mjög vel tekið í gegnum árin. Eftir árás- ina á Bandaríkin 2001 hafi hins veg- ar orðið ákveðin vatnaskil varðandi merki frá flugfélögum í Skandi- navíu. „Þá urðu talsmenn flugfélaga mun varkárari í öllum samskiptum og tregari að láta hluti frá sér,“ seg- ir hann. „Tortryggnin jókst og menn voru á varðbergi gagnvart því að þessir hlutir yrðu misnotaðir í hönd- um annarra.“ Hann segir samt að eftir því sem safnið hafi stækkað hafi verið auðveldara að fá hluti á ný. Hann kveðst vera í góðu sam- bandi við innlend flugfélög og eigi einnig í góðu samstarfi við mörg flugfélög á Norðurlöndunum og þá sérstaklega SAS. Nær 20 ára áhugamál Eiríkur segir að fyrir tæplega 20 árum hafi hann byrjað að velta fyrir sér flugsögunni. Hann hafi kynnst manni sem hafi átt í flug- félaginu Íscargo. Það hafi verið nokkuð umsvifamikið en síðan horfið af sjónarsviðinu. „Þá velti ég því fyr- ir mér hvort það væri hreinlega að gleymast og spurði hann hvort hann ætti eitthvað til minningar um félag- ið. Þá lét hann mig hafa bréfsefni fé- lagsins og lítið starfsmannaspjald. Það var það eina sem hann átti frá félaginu.“ Í kjölfarið hafi hann leitt hugann að öðrum flugfélögum, sem hafi hætt starfsemi, og byrjað að safna merkjum þeirra sem og ann- arra sem voru í rekstri, í þeim til- gangi að þessir hlutir glötuðust ekki. „Fljótlega vatt þetta upp á sig og ég byrjaði líka að eignast aðra hluti sem voru merktir þessum félögum.“ Samfara söfnuninni hefur Ei- ríkur kynnt sér flugsöguna vel, safn- að bókum um flugfélög og einstak- linga tengda þeim og orðið sér úti um annan fróðleik til þess að reyna að átta sig sem best á stöðunni. „Þannig hef ég fengið nánari upplýs- ingar en þær eru langt því frá tæm- andi,“ segir hann. Vantar elstu merkin Sem fyrr er erfiðast að nálgast elstu taumerki Flugfélags Íslands, sem voru í ýmsum stærðum og út- færslum, og svo sérmerki Loftleiða sem voru á ermum búninga. Eiríkur segir að þau hafi oft verið tekin af búningunum, þegar þeir hafi verið settir í hreinsun, og gömlum merkj- um hent þegar ný hafi verið tekin í notkun. „Mikill og ánægjulegur tími hefur farið í að eltast við merki og muni frá flugfélögum fyrri tíða og hef ég á þeirri leið kynnst mörgum mjög áhugaverðum einstaklingum sem hafa aðstoðað mig með einum eða öðrum hætti við söfnunina. Er ég þeim öllum afar þakklátur.“ Hann vonar að safnið muni með tímanum geta sýnt yfirlit yfir þau flugfélög sem hafa verið til á landinu í gegnum árin, í gegnum merkin sem þau notuðu, og það sama eigi við um félögin frá hinum Norður- landaríkjunum. Safnið er mjög vel skipulagt og skráð í Excel. Eiríkur segir hvert einstakt merki eiga sína sögu og skrásetur hann vandlega það sem hann veit um sögu þess og eiganda. Öll merkin eru aðgengileg og uppröðuð á púðum í skápum en aðrir og stærri munir eru í möppum og kössum. „Áhugi minn á merkjunum leiddi mig í Myntsafnarafélag Ís- lands, þar sem mikill áhugi er á mynt-, seðla- og merkjasöfnun,“ segir hann. Eiríkur hefur sýnt hluta safns- ins á sérstökum sýningum en hefur ekki ákveðið hvað hann geri að lok- um við það. „Ég er ekki enn kominn á þann aldur að ég sé farinn að hugsa um að láta þetta frá mér,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Safnari Eiríkur Líndal sálfræðingur heldur nákvæma skrá um safnið. Öll flugmerkin eru aðgengileg og uppröðuð á púðum í skápum. Á hátt í 1.000 flugmerki  Eiríkur Líndal á sérstakt safn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.