Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 7
Stofnað 1913 63. tölublað 105. árgangur
www.lyfja.is
Dekurtjútt
Frábær tilboðá
dekurvörum
ÚRSLITALEIKUR
Í ÍSHOKKÍ Á
FIMMTUDAG
NÝLISTASAFNIÐ
Á NÝJUM
STAÐ
EYJAPEYI FLYTUR
INN ÍTALSKAR
TRUFFLUR
MENNING 38-39 DAGLEGT LÍF 12-13ÍÞRÓTTIR
Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur
verða samanlagt þriðji stærsti hlut-
hafinn í Fjarskiptum hf. (Vodafone)
eftir kaup Fjarskipta á öllum eignum
365 miðla hf. nema Fréttablaðinu. Fé-
lögin Moon Capital S.á.r.l. og ML 102
ehf., sem áttu 74% hlut í 365 miðlum,
munu eftir hlutafjáraukningu eiga
8,1% hlut í Vodafone ef miðað er við
útistandandi hluti í félaginu. Kaup
Fjarskipta hf. voru m.a. greidd með
hlutum í Fjarskiptum að andvirði 1,7
milljarðar króna.
Gildi lífeyrissjóður verður áfram
stærsti hluthafinn með rúmlega
12,2% hlut og Lífeyrissjóður
verslunarmanna verður áfram annar
stærsti hluthafinn með 10,9% hlut.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
A-deild, lækkar í fjórða sæti yfir hlut-
hafa og mun eiga 6,5% eftir hlutafjár-
aukningu. Ursus ehf., félag í eigu
Heiðars Guðjónssonar, lækkar niður í
6. sæti á hluthafalistanum og verður
eftir aukningu með 5,9% hlut í félag-
inu. »16
Ingibjörg
verður
3. stærst í
Vodafone Fjárfesting Arwen
» Jarðirnar Markholt, Eini-
holtsás og Kistutjarnir keyptar
» Samtals 76 hektarar og búið
að skipuleggja 8.000 fermetra
byggð
„Við höfum fest kaup á þremur sam-
liggjandi jörðum sem eru í sjónlínu
við Geysi og með útsýni yfir Lang-
jökul í allar áttir,“ segir Birgir Örn
Arnarson, stjórnarformaður fast-
eignaþróunarfélagsins Arwen.
Félagið hyggst byggja þúsund
manna ferðaþjónustuþorp á jörðun-
um á næstu fjórum til fimm árum.
Birgir Örn segir þjónustumiðstöðina
henta ferðamönnum sem fari Gullna
hringinn. Notast verður við nýjar
byggingaraðferðir svo þorpið muni
rísa á sem skemmstum tíma.
Mörg járn í eldi Arwen
Fasteignaþróunarfélagið Arwen
hefur í nægu að snúast um þessar
mundir. Félagið er að ljúka við ný-
byggingu undir bjórspa og veitinga-
stað fyrir Bruggsmiðju Kalda á Ár-
skógssandi þar sem gestir njóta
meðal annars útsýnis yfir Eyjafjörð,
Hrísey og Kaldbak. Félagið er einn-
ig að byggja 1.450 fermetra hús við
Seljaveg í Reykjavík undir íbúðir og
þjónustu. Birgir Örn segir eftir-
spurnina eftir nýjum íbúðum í mið-
borginni slíka að selja mætti hverja
íbúð á Seljaveginum þrisvar til fjór-
um sinnum til að mæta eftirspurn.
Ferðaþjónustuþorp við Geysi
Fjárfestar ætla að reisa þúsund manna ferðaþjónustuþorp á Íslandi Verk-
efnið tímamót í íslenskri ferðaþjónustu Nýjar byggingaraðferðir verða notaðar
MÁforma þúsund manna þorp »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggt Spáð er frekari fjölgun
starfa í byggingariðnaði.
Fjöldi starfsmanna sem eru á ís-
lenskum vinnumarkaði á vegum er-
lendra þjónustufyrirtækja og
starfsmannaleigna hefur margfald-
ast á milli ára. Þetta kemur fram í
skýrslu Vinnumálastofnunar um
ástandið á vinnumarkaði. Í seinasta
mánuði voru 40 erlend þjónustu-
fyrirtæki starfandi hér á landi en
þau voru níu talsins í sama mánuði
í fyrra. Alls voru 411 starfsmenn á
vegum þessara fyrirtækja í febrúar,
nálega tvöfalt fleiri en í sama mán-
uði í fyrra.
Þá voru starfsmenn starfsmanna-
leigna, innlendra sem erlendra,
samtals 974 í seinasta mánuði á
vegum 26 starfsmannaleigna á
vinnumarkaðinum og hafði þeim
fjölgað úr 178 á einu ári.
Úttekt Vinnumálastofnunar sýnir
að alls voru yfir 20.000 erlendir
ríkisborgarar að jafnaði á íslensk-
um vinnumarkaði á seinasta ári.
„Erlendum ríkisborgurum á vinnu-
markaði fjölgar jafnt og þétt og má
ætla að fjöldinn sé nálægt 21.500 nú
á fyrstu mánuðum ársins 2017, eða
um 10,8% af vinnuaflinu,“ segir í
skýrslunni. omfr@mbl.is »4
Fjöldinn margfaldast milli ára
40 erlend þjónustufyrirtæki og 26 starfsmannaleigur
„Við gerum þetta stöku sinnum og förum út hjá
Gróttu þegar það er brim,“ segir Eymundur
Ingimundarson í Kayakklúbbi Reykjavíkur.
Óreyndir nemendur úr kajakskóla á vegum Gísla
Friðgeirssonar voru með í för í gær. Eymundur
segir Gísla hafa beðið sig og aðra vana menn um
að aðstoða nemendur skólans í briminu, en eins
og myndin sýnir var nóg um öldur og gekk nem-
endum því misvel. mhj@mbl.is
Kaldir kappar léku sér í brimrótinu við Gróttu
Morgunblaðið/Eggert
Samkvæmt tölum frá embætti
landlæknis hafa heilsugæslu-
stöðvar og bráðamóttökur fengið
til sín vikulega frá áramótum yfir
100 tilfelli um niðurgang.
Þegar nánar er rýnt í skráning-
una á ársgrundvelli kemur glöggt í
ljós hve tíðni niðurgangs eykst um
jól og áramót og aftur að vori eða í
byrjun sumars þegar grillvertíðin
hefst af krafti. „Við höfum velt fyr-
ir okkur hvernig á þessu stendur
með niðurgangspestar. Sumir hafa
nefnt jólahlaðborðin í nóvember og
desember. Það er svolítið sláandi
hvað þetta er svipuð þróun frá ári
til árs,“ segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir. »11
Jóla- og grillmatur
eykur niðurganginn
„Það er þolinmæðisverk að vinda
ofan af boðunarlista sem hefur ver-
ið að myndast síðasta áratug,“
segir Páll Winkel fangelsismála-
stjóri í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þess að í
lok síðasta árs voru 550 manns á
boðunarlista Fangelsismálastofn-
unar eftir því að hefja afplánun
fangelsisdóma. Er það fjölgun frá
2015, þegar þeir voru 225.
Erlendum föngum í afplánun hér
á landi hefur fækkað töluvert á
milli ára, en flestir eru þeir frá Pól-
landi, Hollandi, Albaníu, Þýska-
landi og Íran. »4
Föngum á boðunar-
lista fjölgað milli ára