Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Uppsetning nýja stigans á milli þjónustumið- stöðvarinnar og neðra bílaplansins við Gullfoss þokast áfram. Þetta er mikið mannvirki og verður áberandi. Eftir er að setja upp handrið og bekki á útsýnispallana. Taka á stigann í notkun í lok næsta mánaðar. Þá verður gengið í að laga um- hverfið og græða upp sárin eftir jarðraskið og rífa gamla stigann, sem kominn er á síðasta snún- ing eftir að hafa þjónað ferðamönnum í aldar- fjórðung. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun vonar að mannvirkið verði minna áberandi þegar gengið hefur verið frá því og umhverfinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Galvaníseraður járnstigi settur upp við Gullfoss Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson var í gær kjörinn nýr formaður VR til næstu tveggja ára. Hann sigraði Ólafíu B. Rafnsdóttur í formannsbaráttu og fékk 62,98% greiddra atkvæða, en Ólafía fékk 37,02%. Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til formanns og stjórnar VR stóð frá 7. mars til hádegis í gær, en alls greiddu 5.706 atkvæði. Á kjörskrá voru 33.383 félagsmenn og var þátttaka því 17,09%. Ragnar Þór segir kjör sitt lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Ég fór fram með ákveðin bar- áttumál og var þessi kosning því auð- vitað vantraust á forseta ASÍ og stefnu þess,“ segir Ragnar Þór í samtali við Morgunblaðið. Hann seg- ir ekki stefnt að breytingum á innra starfi VR. „Skrifstofan og allt innra starf félagsins er mjög traust,“ segir hann. Ágreiningur um SALEK Aðspurður segir Ragnar Þór eng- an grundvöll vera hér á landi fyrir SALEK-samkomulaginu svonefnda, þ.e. rammasamkomulagi um launa- upplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga, en samkomulagið er byggt á umhverfi kjarasamninga í hinum Norðurlandaríkjunum. „Það eru engar forsendur eða traust í þjóðfélaginu fyrir þessu nor- ræna módeli eða SALEK-samkomu- laginu. Í því samhengi er hægt að nefna húsnæðisvandann, vaxtastigið, verðtrygginguna, stöðuna í heil- brigðismálum og grunnþjónustu. Við eigum svo langt í land með að ná ein- hverri sátt um velferð og kjör,“ segir Ragnar Þór enn fremur. Spurður út í afstöðu Ragnars Þórs gagnvart SALEK segir Gylfi marg- ar hindranir standa í vegi fyrir því að samkomulaginu verði breytt. „Það eru margir þröskuldar sem standa í vegi fyrir því að tekið verði upp nýtt og breytt samningslíkan. Við erum í deilu við stjórnvöld vegna kjararáðs- úrskurðar, stöðu velferðarmála og heilbrigðismála,“ segir Gylfi og held- ur áfram: „Í augnablikinu er ekki vinna í gangi við að breyta um samnings- líkan vegna ágreinings við stjórn- völd. Með hvaða hætti VR vill koma að því máli með nýrri forystu verður bara stjórn samninganefndar VR að fjalla um. Ég get hins vegar ekki tjáð mig um það,“ segir Gylfi. Mun ekki taka sæti í miðstjórn Ragnar Þór segist ekki ætla að sitja í miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands á meðan núverandi forseti sambandsins er enn í starfi, en venja hefur verið að bjóða formanni VR sæti í miðstjórn og hafa tveir síðustu formenn setið þar. „Það er bara uppi of mikill hug- myndafræðilegur ágreiningur og ég sé ekki hvernig í ósköpunum það á að ganga. Ég sagði það í kosningabar- áttunni að ég væri búinn að lýsa yfir vantrausti á forsetann og ég verð bara að praktísera það sem ég pred- ika – ég dreg ekkert úr því,“ segir Ragnar Þór. Gylfi bendir á að það sé valkvætt að taka sæti í miðstjórn sambands- ins. „Hann á ekki sjálfkrafa sæti í miðstjórn ASÍ, en við höfum haft það vinnulag að formaður svona stórs fé- lags á borð við VR eigi rétt á að sitja á fundunum. Ef hann vill það ekki þá er það bara hans mál.“ Lýsir vantrausti á forseta ASÍ  Nýkjörinn formaður VR segir kosninganiðurstöðuna vantraust á forseta Alþýðusambands Íslands og segist ekki ætla að taka sæti í miðstjórn  Það er bara hans mál, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson Gylfi Arnbjörnsson Þó að losun koltvísýrings á Íslandi sé aðeins að litlu rakin til einkabíla þarf bílgreinin að vera meðvituð og bregðast hratt við þróun um- hverfismála. Því þarf að yngja bílaflotann og auka hlutdeild umhverfisvænna ökutækja, svo sem rafbíla, enda er það líklegra til ávinnings en efling almenningssamgangna, segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Öskju og formaður Bílgreina- sambandsins, sem á fundi Við- reisnar í gær ræddi um orkuskipti íslenska bílaflotans. „Það er mikilvægt að Ísland dragi úr losun CO2 og auki hlut- deild umhverfisvænni ökutækja. Neytendur virðast tilbúnir í orku- skiptin,“ segir Jón Trausti. Í síðustu könnun Gallup á áform- um neytenda kom fram að neyt- endur segjast líklegri en áður til að kaupa rafmagns- en bensínbíla. Þeir sem telja ólíklegt að þeir kaupi rafbíl hafa þar ýmsar viðbárur, svo sem að þeir séu dýrir, hleðslu- stöðvar fáar og hver hleðsla á bíl dragi skammt. Á móti kemur, segir Jón Trausti, að ýmsar nýjungar eru að koma fram sem gera rafbíla betri kost en nú er. sbs@mbl.is Neytendur eru til- búnir í orkuskipti íslenska bílaflotans Jón Trausti Ólafsson Ísland er í 40. sæti á lista hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Bloom Consulting yfir þau 243 lönd og svæði sem fólk aflar sér upplýsinga um á netinu. Þegar kemur að ferðamálum er Ís- land í 26. sæti, en 49% þeirra sem afla sér upplýsinga um Ísland á net- inu skoða landið sem hugsanlegan áfangastað. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðu- maður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að niðurstöðurnar sýni áhuga á Íslandi en skoða þurfi mun ýtarlegri upplýs- ingar til þess að sjá hvort leitin skili sér í kaupum á ferð. Íslandsstofa starfi með Google til að finna svo- kallaða áfangastaðavísitölu (e. Dest- ination Index) og sé fylgst með því hvort fólk leiti að flugi, hótelum og afþreyingu. Hún leggur áherslu á að áhugi á Íslandi í leitarvélum hafi aukist undanfarin ár, í samræmi við aðrar mælingar sem þau hafi séð. Nýlega hafi viðhorfskannanir ver- ið gerðar fyrir tilstuðlan Íslands- stofu á fjórum helstu mörkuðunum, í Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, og þá hafi verið mælt viðhorf til Íslands sem áfangastaðar á viðkomandi markaði. Þar komi fram að áhugi á Íslandi hafi aukist stöðugt og fólk hafi mikinn áhuga á því að koma til landsins. „Áhuginn er því gríðarlegur en verkefnið okkar er að vekja áhuga markhóps okkar og fá hann í lokin til að heimsækja landið,“ segir hún. Efst Norðurlandaríkja Fyrir ofan Ísland á listanum eru Spánn í 1. sæti, Ítalía, Frakkland, Bretland, Japan, Taíland, Þýska- land, Ástralía, Mexíkó, Tyrkland, Singapúr, Kína, Grikkland, Kanada, Bandaríkin, Írland, Indland, Kosta- ríka, Portúgal, Hong Kong, Nýja- Sjáland, Króatía, Víetnam, Kúba og Brasilía í 25. sæti. Inga Hlín bendir á að Ísland standi ágætlega gagn- vart hinum Norðurlandaríkjunum, en Noregur er í 44. sæti, Svíþjóð 45. sæti, Danmörk 52. sæti og Finnland í 64. sæti. steinthor@mbl.is Mikill áhugi erlendis á Íslandi á netinu  Ísland er í 40. sæti á lista hjá ráðgjafarfyrirtækinu Bloom Consulting yfir þau 243 lönd og svæði sem fólk aflar sér upplýsinga um á netinu  Í 26. sæti sem hugsanlegur áfangastaður, efst Norðurlandaríkja Morgunblaðið/RAX Jökulsárlón Ferðamenn sækja í náttúruperlur allt árið um kring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.