Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Erlendum ríkisborgurum á vinnu-
markaði fjölgar jafnt og þétt og
áætlar Vinnumálastofnun að fjöld-
inn sé nú nálægt 21.500 á fyrstu
mánuðum ársins, eða um 10,8% af
vinnuaflinu. Þetta er fjölgun frá í
fyrra en þá voru þeir yfir 20 þúsund
að jafnaði á vinnumarkaðinum.
Vinnumálastofnun hefur gefið út
312 atvinnuleyfi það sem af er árinu
og hafa útlendingar frá 47 löndum
fengið atvinnuleyfi frá áramótum.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýju yfirliti Vinnumálastofnunar um
atvinnuástandið. Þar segir að
áframhaldandi vöxtur í ferðaþjón-
ustu og byggingariðnaði bendi til að
erlendum ríkisborgurum á vinnu-
markaði muni fjölga með svipuðum
hraða á þessu ári og í fyrra.
Fram kemur að fjöldi starfs-
manna á vegum erlendra þjónustu-
fyrirtækja og starfsmannaleigna
hefur margfaldast á milli ára og er-
lendu fyrirtækjunum sem hér eru
með starfsemi hefur einnig fjölgað.
Í febrúar voru samtals 40 erlend
fyrirtæki starfandi samkvæmt
skráningu til Vinnumálastofnunar
en þau voru níu í febrúar á síðasta
ári.
Fækkar hratt eftir
lok verkfalls
„Fjöldi starfsmanna á vegum
þessara fyrirtækja var samtals 411.
Þá voru starfsmenn starfsmanna-
leigna, innlendra sem erlendra,
samtals 974 í mánuðinum á vegum
26 starfsmannaleigna,“ segir í
skýrslu Vinnumálastofnunar. Til
samanburðar voru starfsmenn á
vegum starfsmannaleigna 178 í febr-
úar í fyrra. Starfsmannaleigunum
hefur fjölgað frá febrúar í fyrra úr
13 í 26.
Atvinnulausum á vinnumarkaði
fækkaði hratt í lok febrúar eftir að
sjómannaverkfallinu lauk og fisk-
vinnslufólk sem var á atvinnuleys-
isskrá var endurráðið. Skráð at-
vinnuleysi á landinu var 2,9% í
nýliðnum mánuði. Um seinustu mán-
aðamót voru 4.587 einstaklingar á
atvinnuleysisskrá. Um 1.760 manns
fóru af skrá og í vinnu í febrúar.
Sérfræðingar Vinnumálastofnunar
gera nú ráð fyrir að atvinnuleysi
verði á bilinu 2,1% til 2,4% í mars.
Reiknað er með að störfum fjölgi á
þessu ári í svipuðum mæli og í fyrra
þegar hátt í 7.000 störf bættust við á
vinnumarkaði. Atvinnuleysið mun
því minnka áfram fram á sumar og
má gera ráð fyrir að það fari niður
undir 1,7% yfir sumarmánuðina.
Morgunblaðið/Golli
Við vinnu Störfum fjölgar og áfram dregur úr atvinnuleysi. Í fyrra bættust 7.000 störf við á vinnumarkaði.
21.500 útlendingar
á vinnumarkaðinum
Spáð er mikilli fjölgun starfa Mun fleiri erlend fyrirtæki
Starfsmenn erlendra fyrirtækja og starfsmannaleiga
Heimild: Vinnumálastofnun
1.200
1.000
800
600
400
200
0
212
411
178
974
Á vegum erlendra
þjónustufyrirtækja
Febrúar 2016
Febrúar 2017
Á vegum
starfsmannaleiga
Í lok síðasta árs voru 550 manns á
boðunarlista Fangelsismálstofnunar
eftir því að hefja afplánun fangelsis-
dóma. Það er fjölgun frá 2015, þegar
þeir voru 225.
„Fangelsið á Hólmsheiði mun
hafa jákvæð áhrif á boðunarlistann,
en fangarýmum fjölgar um 30 þrátt
fyrir lokun Hegningarhúss og
Kvennafangelsisins,“ segir Páll
Winkel fangelsismálastjóri í samtali
við Morgunblaðið. Hann segir að alls
verði unnt að vista 56 fanga í nýja
fangelsinu. Það muni hins vegar
taka einhvern tíma að vinna á boð-
unarlistanum, en lagabreytingar þar
sem vægi samfélagsþjónustu og raf-
ræns eftirlits var aukið muni einnig
hafa jákvæð áhrif til lengri tíma.
„Það er þolinmæðisverk að vinda
ofan af boðunarlista sem hefur verið
að myndast síðasta áratug,“ segir
Páll. Hann segir að á síðasta ári hafi
34 dómar fyrnst þar sem ekki tókst
að útvega viðkomandi pláss til af-
plánunar.
Páll Winkel segir að ekki sé hægt
að svara því með nákvæmum hætti
hve margir dómþolar sem ekki hafa
byrjað afplánun muni sinna sam-
félagsþjónustu í stað þess að sitja af
sér í fangelsi. „Í fyrra hófu 42%
dómþola á boðunarlista afplánun
með samfélagsþjónustu í stað af-
plánunar í fangelsi,“ segir hann.
Sigríður Andersen dómsmála-
ráðherra sagði við umræður um
stöðu fanga á Alþingi í síðustu viku
að fjárveiting til fangelsismála
undanfarin misseri hefði ekki staðið
umbótum í fangelsismálum fyrir
þrifum. Hafa yrði í huga að nú hefði
nýtt fangelsi verið tekið í gagnið og
hefði gríðarlega aukið fjármagn far-
ið í málaflokkinn m.a. vegna þess.
Væri það mikil réttarbót.
Þá upplýsti ráðherra að það hefði
verið sitt fyrsta formlega verk sem
ráðherra að gefa út nýja reglugerð
um þóknun til fanga. Í þeirri reglu-
gerð væri námi gert hærra undir
höfði en áður hefði verið. Nú væri
greitt jafn mikið til fanga fyrir nám
og vinnu. Verknám væri þar stór
hluti.
Samkvæmt nýrri samantekt
Fangelsismálastofnunar hefur er-
lendum föngum í afplánun á Íslandi
fækkað töluvert á milli ára; úr 79 ár-
ið 2015 í 64 árið 2016. Flestir fang-
anna eru frá Póllandi, Hollandi, Alb-
aníu, Þýskalandi og Íran. Fangar frá
32 þjóðlöndum afplánuðu á Íslandi
árið 2016. gudmundur@mbl.is
550 dómþolar
bíða eftir boðun
í fangelsi
Föngum á boðunarlista fjölgað frá
síðasta ári 34 dómar fyrndust í fyrra
Morgunblaðið/Ófeigur
Hólmsheiði Í nýja fangelsinu er
unnt að vista alls 56 fanga.
Dómþolar á boðunarlista til afplánunar
600
500
400
300
200
100
0
2010
300
360
446 455
486 498
525
550
2011 2012 2013 2014 2015 2016 14/3 ´17
Heimild: Fangelsismálastofnun
Alls greiddi Fæðingarorlofs-
sjóður rúmlega 787 milljónir
króna til 3.709 foreldra í febr-
úar samkvæmt yfirliti sem
Vinnumálastofnun hefur birt.
Fengu 2.741 konur og 968 karl-
ar greiðslur í fæðingarorlofi en
í ljós kom að körlum í fæðing-
arorlofi fækkaði um tæplega
300 milli mánaða. „Alla jafna
fækkar feðrum í fæðingarorlofi
milli janúar og febrúar en
fækkaði nú meira en búist var
við.“
300 færri
karlar í orlofi
FÆÐINGARORLOF
„New York er nánast lömuð þó svo að þetta sem
Bandaríkjamenn kalla snjókomu væri heima á Ís-
landi kallað föl,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags-
og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Morg-
unblaðið, en vetrarríki var á austurströnd Bandaríkj-
anna í gær þegar stormurinn Stella gekk þar yfir.
Spáð var allt að 60 cm snjókomu og vindhviðum upp í
27 m/sek. en svo vel blés þó aldrei.
Þorsteinn er staddur í New York ásamt fjölda Ís-
lendinga sem sækja kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Dagskrá hennar í gær var aflýst, rétt eins
og flestu því sem var á dagskrá í borginni. Lokað var
á opinberum stöðum og fólk hvatt til að vera heima
enda neyðarástandi lýst yfir. Alls var 6.800 flug-
ferðum aflýst og bæði Icelandair og WOW air blésu
af ferðir sínar til New York og Boston í gær.
„Auðvitað skilur maður vel að í stórborg, þar sem
fólk þarf oft að ferðast um langan veg til og frá, geti
snjókoma lamað samgöngur. Ferðir liggja niðri og
það er fátt á götunum þegar maður lítur út um
gluggann á hótelinu okkar hér á Manhattan,“ segir
Þorsteinn. Hann vonast þó til að dagskrá ráðstefn-
unnar komist í rétt ról í dag, áður en Íslendingarnir
þurfa að snúa aftur heim. sbs@mbl.is
Stórborgin nánast lömuð
Ljósmynd/Þorsteinn Víglundsson
Snjór Fáir voru á ferli við hótel ráðherrans í gærdag.