Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 8

Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Laugavegi 178, sími 540 8400. Viltu bæta tungumálakunnáttuna Enska v Danska v Norska v Sænska v Þýska v Franska v Spænska Við bjóðum upp á staðnám eða fjarnámi í tungumálum, þar sem nemendur fá vandað les- og hlustunarefni þar sem nemendur geta æft sig daglega. Þú hlustar, lest og talar og orðaforðinn í talmáli þínu eykst um allt að 75% meira en í hefðbundnu námi. Hún var athyglisverð könnuninsem Samtök iðnaðarins gerðu á dögunum um viðhorf aðild- arfélaganna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og krónunnar.    Einungis 8%félaga í SI eru mjög hlynnt aðild að ESB og samtals eru 25% hlynnt aðild.    Á móti eru37% mjög andvíg aðild og sam- tals eru 57% félaga SI andvíg aðild að ESB.    Þetta eru sláandi tölur sem sýnaað andstaðan heldur áfram að vaxa.    Ekki er síður athyglisvert aðmun fleiri telja krónuna henta vel sem gjaldmiðil en þeir sem telja hana henta illa.    Af félögum SI telja 38% að krón-an henti vel og að auki telja 32% að hún henti hvorki vel né illa.    Einungis 28% telja krónunahenta illa og það þrátt fyrir umræður í þjóðfélaginu um að krónan sé orðin of sterk fyrir út- flutningsgreinarnar.    Þessi mikli stuðningur við krón-una sýnir að stjórnendur fyr- irtækja innan Samtaka iðnaðarins átta sig á kostum þess að hafa sjálf- stæðan gjaldmiðil sem tekur mið af efnahagsþróun hér á landi en ekki erlendis.    Í þessu felast mikilvæg skilaboðtil þeirra sem árum saman hafa reynt að grafa undan gjaldmiðl- inum. Félagar í SI segja krónuna henta vel STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.3., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -9 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 7 súld Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 14 heiðskírt Brussel 11 skýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 14 alskýjað París 14 skýjað Amsterdam 10 þoka Hamborg 12 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 5 léttskýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 14 skýjað Winnipeg -10 heiðskírt Montreal -9 snjókoma New York -1 þoka Chicago -5 snjókoma Orlando 13 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:45 19:29 ÍSAFJÖRÐUR 7:51 19:33 SIGLUFJÖRÐUR 7:34 19:16 DJÚPIVOGUR 7:15 18:58 Athugasemdir hafa verið gerðar við það að sums staðar í skólum, leikskólum og frístundaheim- ilum Reykjavík- urborgar eru efnavörur til ræstinga geymd- ar á salernum eða ræsti- geymslur ólæstar. Hafa börn því óhindraðan aðgang að þeim og getur það skapað hættu þar sem þeim er ekki alltaf ljóst að efnin geta verið varasöm fyrir húð þeirra eða til neyslu. Málið var rætt á fundi heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur í síðustu viku eftir að nefndinni barst úttekt Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur á stöð- unni. Sabine Leskopf, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði sam- þykkt að krefjast tafarlausra úrbóta í þessu efni. Hún sagði að málið yrði kynnt viðkomandi skólastjórum, skóla- og frístundasviði og skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja hjá borginni. gudmundur@mbl.is. Ræstiefni á glámbekk í skólum  Heilbrigðisnefnd vill úrbætur strax Heilsa Ræstiefni geta verið hættuleg. Forsvarsmenn sveitarfélaganna þriggja í Rang- árvallasýslu hafa hist til að ræða hugsanlega sam- einingu þeirra í eitt. Ákveðið hefur verið að sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að láta fara fram greiningu á kostum og göllum samein- ingar. Vinnan fór af stað í kjölfar þess að sveitarfélögin Árnessýslumegin við Þjórsá drógu sig út úr við- ræðum um sameiningu sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að þá hafi verið farið að ræða hvort ekki væri eðlilegt að sameina sveit- arfélögin í Rangárvallasýslu. Oddvitar og sveit- arstjórar Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps hafa rætt málin. Ísólfur Gylfi segir að staðan verði tekin þegar það liggur fyrir hvað undirbúningsvinnan kostar. Myndi einfalda ýmislegt „Mér finnst sjálfsagt að ræða þetta,“ segir Ísólfur Gylfi spurður um álit á hugmyndinni. „Í framtíðinni munu sveitarfélög í landinu stækka. Sveitarfélögin hér vinna mörg mál saman. Það myndi einfalda ým- islegt ef þau væru eitt,“ segir hann. helgi@mbl.is Rætt um að sameina Rangárvallasýslu  Sveitarfélögin þrjú sækja um styrk til að kanna kosti og galla sameiningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Rangárvallasýsla Hvolsvöllur þykir fagur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.