Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR
FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG
BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.
ILMANDI
HLUTI AF DEGINUM
Íslenskt fjölskyldufyrirtæki
og framleiðsla síðan 1984
Loftpressur - stórar sem smáar
Price heilbrigðisráðherra og Mick
Mulvaney, forstöðumaður fjárlaga-
skrifstofu Hvíta hússins, sögðu að
þeir væru ósammála mati hagfræð-
inga fjárlagaskrifstofu þingsins.
„Þetta er bara ekki trúverðugt,“ hef-
ur The Wall Street Journal eftir
Price sem er fyrrverandi bæklunar-
skurðlæknir. Hann sagði að hag-
fræðingarnir tækju ekki tillit til að-
gerða sem heilbrigðisráðuneytið
hygðist grípa til eða annarra frum-
varpa sem lögð yrðu fram til að
minnka kostnaðinn af sjúkratrygg-
ingum.
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar-
innar, lagði hins vegar áherslu á þá
niðurstöðu fjárlagaskrifstofu þings-
ins að tillögurnar myndu minnka
fjárlagahallann. Hann sagði niður-
stöðuna „framar vonum“. „Þetta
snýst um að veita fólki meira val og
betri aðgang að sjúkratryggingum
sem það vill og hefur efni á. Þegar
fólk hefur meira val minnkar kostn-
aðurinn. Það sýnir skýrslan.“
Hagfræðingar fjárlagaskrifstofu
þingsins telja að nýju tillögurnar
verði til þess að iðgjöld vegna
sjúkratrygginga hækki að meðaltali
um 15-20% til ársins 2020 en byrji þá
að lækka. Meðaliðgjöldin verði um
10% lægri árið 2026 en nú.
Koma verst niður
á eldri borgurum
Iðgjöldin hækka eða lækka mis-
mikið eftir aldri og tekjum trygg-
ingataka og frumvarpið kemur verst
niður á eldri borgurum, að sögn fjár-
lagaskrifstofunnar.
Nái tillögurnar fram að ganga
lækka iðgjöld 21 árs manns með
68.200 dollara (7,6 milljóna króna)
árstekjur úr 5.100 dollurum í 1.450
dollara (úr 572.000 í 162.000 kr.). Ið-
gjöld 64 ára manns með sömu árs-
tekjur myndu haldast óbreytt. Ið-
gjöld 64 ára manns með 26.500
dollara (þriggja milljóna króna) árs-
tekjur myndu hins vegar hækka
stórlega, eða úr 1.700 dollurum í
14.600 (úr 190.000 í 1,4 milljónir
króna).
AFP
Hægara ort en gert Útlit er fyrir að erfitt verði fyrir Donald Trump, for-
seta Bandaríkjanna, að efna kosningaloforðin í heilbrigðismálum.
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta
hússins, hefur dregið til baka full-
yrðingar Donalds Trumps á Twitter
um að Barack Obama hafi látið
hlera síma hans fyrir kosningarnar
í nóvember. Spicer sagði að ekki
ætti að taka fullyrðingar Trumps
um símahleranir bókstaflega.
Trump tísti á Twitter fyrr í mán-
uðinum að hann hefði komist að
því að Obama hefði fyrirskipað
símahleranirnar skömmu fyrir
kosningarnar og lét m.a. þau orð
falla að forsetinn fyrrverandi væri
„sjúkur maður“. Tístið olli miklu
fjaðrafoki í Bandaríkjunum en
Spicer segir að fjölmiðlar eigi ekki
að hafa hátt um þetta vegna þess
að Trump hafi haft orðið „síma-
hleranir“ innan gæsalappa.
Fjölmiðlafulltrúinn segir að for-
setinn hafi átt við „eftirlit og aðra
starfsemi“ gegn Trump í kosninga-
baráttunni. Ásökunin hafi ekki
beinst að Barack Obama sér-
staklega.
Áður hafði leyniþjónustunefnd
fulltrúadeildar þingsins samþykkt
beiðni Trumps um að rannsaka
„símahleranirnar“ og óskað eftir
upplýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu um ásakanirnar.
Meinti tístið ekki bókstaflega
MEINTAR NJÓSNIR UM DONALD TRUMP
Þúsundum flugferða var aflýst og
mörgum skólum lokað vegna stór-
hríðarinnar Stellu á norðaustur-
strönd Bandaríkjanna í gær. Varað
var við óveðri á svæðum í Connecti-
cut, Massachusetts og upphéruðum
New York-ríkis en í New York-
borg, þar sem myndin var tekin,
var hríðin ekki eins mikil og óttast
hafði verið. Stella varð m.a. til þess
að fresta þurfti fundi Donalds
Trump forseta og Angelu Merkel,
sem átti að fara fram í gær, til
föstudagsins kemur.
Stella
olli usla
AFP
Francois Fillon, forsetaefni Lýð-
veldisflokksins, var ákærður form-
lega í gær fyrir að hafa misfarið
með almannafé, aðeins sex vikum
fyrir fyrri umferð forsetakosninga
í Frakklandi.
Fillon var lengi talinn sigur-
stranglegastur í kosningunum en
hefur átt undir högg að sækja síð-
ustu vikur vegna ásakana um að
eiginkona hans hafi fengið laun
sem aðstoðarmaður hans án þess
að hafa í raun starfað fyrir hann.
Hermt er að eiginkonan hafi feng-
ið hálfa milljón evra (62 milljónir
króna) á árunum 1998 til 2012 þeg-
ar hún var aðstoðarmaður hans.
Tvö börn þeirra fengu einnig sam-
tals 84.000 evrur fyrir aðstoð við
hann sem þingmann. Franskir
þingmenn mega ráða eiginkonu
sína og börn sem aðstoðarmenn en
kona Fillons er
sökuð um að
hafa fengið féð
án þess að hafa
starfað fyrir
hann. Eiginkon-
an er einnig
sögð hafa fengið
laun sem ráð-
gjafi bókmennta-
tímarits í eigu
auðugs vinar Fil-
lons án þess að hafa starfað fyrir
það.
Vandræði Fillons hafa orðið til
þess að fylgi miðjumannsins Emm-
anuels Macrons hefur aukist. Talið
er að Macron og Marine Le Pen,
forsetaefni þjóðernissinna, fái
mest fylgi í fyrri umferðinni 23.
apríl og kosið verði á milli þeirra
tveggja í síðari umferðinni 7. maí.
Ákæra á hendur
Francois Fillon
Vandi franska forsetaefnisins eykst
Francois
Fillon