Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 29

Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 öðrum í fjölskyldunni samúðar- kveðjur mínar og Ágústu. Anton Örn Kærnested. Góður vinur og félagi, Dengsi, er fallinn frá. Þegar við nokkrir eldri fé- lagar í Víkingi kvöddum Dengsa daginn fyrir aðgerðina sem hafði verið áætluð um nokkurt skeið datt okkur ekki í hug að þetta væri síðasta kveðjan. Höfðum samt grun um að Dengsa væri ekki rótt, þó að hann væri að venju manna hressastur í hópn- um. Fyrstu kynni mín af Dengsa voru í stjórn knattspyrnudeildar Víkings. Þá kynntist ég fyrst smitandi áhuga og drifkrafti manns sem átti ekki í sínum huga neitt sem heitir uppgjöf eða vorkunn gagnvart sjálfum sér þrátt fyrir handleggsmissi á unga aldri. Þessir eiginleikar sýndu sig í þátttöku hans og góðum árangri í fjölda íþrótta- greina, sem ekki eru almennt taldar henta einhentum manni, eins og handbolti og golf. Að starfa með Dengsa að framgangi mála var í senn afar gefandi og skemmtilegt. Um leið og hann var á fullu að framkvæma verk- efnin kvað hann svo að orði: „Þetta verður að vera skemmti- legt.“ Af fjölmörgum málum sem Dengsi vann að fyrir Víking vil ég nefna forgöngu hans og atorku við að koma á fót Youri- sjóðnum sem skilað hefur félag- inu miklu. Öll framganga Dengsa hvort sem var í starfi eða leik var með þeim hætti að ég hef vaxandi skilning á ákvörð- un dómarans sem dæmdi hendi á Dengsa í knattspyrnuleik. Dengsa vantaði aldrei hönd. Ég þakka samstarfið og vin- áttuna í gegnum árin, hvíl í friði, kæri vinur. Þér, Magga, og fjölskyldunni sendi ég innilega kveðjur. Þór Símon Ragnarsson. á barnaheimili. Það gerði hún með því að þvinga forstöðukonuna til að taka við pabba. Þá, eins og nú voru langir biðlistar og fáar fjöl- skyldur sem komu börnum sínum að. Helst voru það fínu fjölskyld- urnar sem fengu pláss. Hún hafði frétt af því að góð vinkona forstöðukonunnar hefði komist framhjá biðlistanum. Amma lét forstöðukonuna vita af þessum upplýsingum sínum og lét það fylgja með að ef drengurinn fengi ekki pláss þá færi hún um- svifalaust með málið lengra. Pabbi fékk pláss og byrjaði daginn eftir. Þó amma hafi verið gallhörð var hún líka glysgjörn og glæsi- leg. Ein minning er greypt í huga minn. Það var þegar við sóttum ömmu til Keflavíkur eftir eina af Kanaríeyjaferðum hennar. Þá var hægt að horfa gegn um gler og sjá farþegana svífa niður rúllustig- ann. Í hópi af sólbrenndum og ferðaþreyttum miðaldra Íslend- ingum, kom amma eins og kvik- myndastjarna í skærbleikri leður- múnderingu, jakka og pilsi í stíl, brún og sælleg. Þegar hún birtist í rúllustiganum var líkt og það félli skuggi á aðra komugesti eins og þeir væru aukaleikarar í þessari sviðsmynd sem amma naut sín einstaklega vel í. Mínar allra bestu minningar eru frá heimsóknum í bústaðinn upp að Meðalfellsvatni. Þar var oftast fjöldi barna, Nóa ömmu- systir sem huggaði þegar þurfti og amma Rósa sem fór með mann út á bát og kenndi mér að veiða á maðk. Ég fékk líka að fara með í húsbílnum þar sem við heimsótt- um ótrúlegustu staði og skemmti- legt fólk. Rósa systir mín og ég vorum hjá ömmu þegar hún dó. Hún var með fullri meðvitund til síðustu stundar og tók við kveðjum frá allri stórfjölskyldunni. Takk fyrir mig, elsku amma, það var heiður að fá að kynnast þér. Þinn sonarsonur Búi Bjarmar. ✝ Jósef RafnGunnarsson, fæddur Csillag József, fæddist í Veröce í Ung- verjalandi 2. júní 1934. Hann lést á Landakotsspítala 23. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Csillag Jósz- ef og Németh Anna. Jósef var næstyngstur fjögurra systkina en þau voru: Marteinn, f. 1928, d. 1982, Georg, f. 1935, d. 1964, og María, f. 1938, sem nú er búsett í Bandaríkjunum. Eftirlifandi eiginkona Jósefs er Rósa Lárusdóttir, fædd Szatmári Rozalía, í ungverska hluta Rúmeníu. Foreldrar hennar voru Erdöz Rósa og Szatmári Lajoz. Jósef og Rósa gengu í hjónaband 11. janúar 1958. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Annabella, f. 1959, maki Ellert Csillag Sigurðs- son, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Sindri Ellertsson Csillag, f. 1983, maki Ásta Her- mannsdóttir, f. 1987. Þau eiga tvo syni: Auðun Ármann, f. 2013, og Bjarka Pál, f. 2016. var lærður málmsmiður, en iðnina lærði hann í Búdapest, og þar starfaði hann sem slík- ur árin fyrir uppreisnina og flóttann til Austurríkis. Fyrst eftir að Jósef kom til Íslands vann hann hjá Héðni vélsmiðju á Seljavegi í Reykjavík en fljótlega hóf hann störf í verk- smiðju Álafoss í Mosfellsbæ. Eftir að Jósef og Rósa giftu sig fluttu þau til Reykjavíkur frá Mosfellsbæ og hófu þar búskap. Jósef hóf þá aftur störf hjá Héðni. Í gegnum tíð- ina starfaði hann einnig hjá Landvélum og Fjöltækni. Síð- ustu starfsárin áður en hann fór á eftirlaun vann hann hjá Héðni í Garðabæ. Jósef hafði gleðina að leiðarljósi, honum þótti mjög gaman að spila á harmonikku. Jósef lagði ungur að árum stund á borðtennis og varð Norðurlandameistari með landsliði Íslands í þeirri grein. Þá stundaði hann jafnframt knattspyrnu og spilaði meðal annars með Þrótti í Reykjavík. Þrátt fyrir að Jósef hafi búið mestalla ævi sína á Íslandi bar hann ávallt sterkar taugar til heimalandsins og fylgdist vel með því sem þar gerðist. Hann heimsótti æskustöðvarnar reglulega og hélt sambandi við vini og fjölskyldu. Útför Jósefs fór fram í kyrrþey frá Dómkirkju Krists konungs í Landakoti 2. mars 2017. b) Sandra Ellerts- dóttir, f. 1986, maki Ólafur Jakob Þorgeirsson, f. 1983. 2) Elísabet Katrín, f. 1963, maki Rafn Þor- steinsson, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Rafn Þór Rafns- son, f. 1985, maki Jenny Eriksson, f. 1989. b) Stefanía Rafnsdóttir, f. 1990, maki Brynjar Gunnarsson, f. 1989. Sonur þeirra er Máni, f. 2012. 3) Rósa, f. 1969, maki Þór- oddur Sigfússon, f. 1973. Synir þeirra eru: Lárus Þóroddsson, f. 2000, og Daníel Þóroddsson, f. 2006. Árið 1956 urðu straumhvörf í lífi fjölskyldu Jósefs þegar hún ákvað að flýja land vegna uppreisnar- innar gegn Sovétstjórninni sem hófst 23. október það sama ár. Flúði fjölskyldan fyrst til Austurríkis en kom þaðan, ásamt hópi annarra flóttamanna, til Íslands með Rauða krossinum 23. desem- ber. Hópurinn taldi alls 52 og var þar á meðal eftirlifandi eiginkona Jósefs, Rósa. Jósef Elsku pabbi minn. Það er erfitt að koma í orð öllu því sem fer um huga minn nú þegar ég sest niður og skrifa þessar línur til að minn- ast þín. Þú varst svo stoltur af upp- runa þínum og hafðir ætíð svo gaman að því að heimsækja heimaland þitt og spila ung- verska tónlist á æskuheimili okkar systra. Stundum var harmonikkan eða hljómborðið tekið fram á fjölskyldusamkom- um og þú varst svo glaður og kátur að leyfa okkur að njóta tónlistarinnar. Á hverju ári fóruð þið mamma í sumarfrí til heima- landsins og upplifðuð allt sem Ungverjaland bauð upp á bæði í mat og drykk og til að hitta vini ykkar og skyldmenni. Oftast var komið með eitt- hvað gott ungverskt handa okkur systrum til að smakka á sem þið fluttuð með ykkur yfir hafið. Þú gast ekki beðið eftir að það færi að vora svo að þú gæt- ir farið að hlakka til næsta ferðalags til heimalandsins. Í fyrra haust voruð þið mamma líka búin að plana ferð- ina til Ungverjalands en svo veiktist þú skyndilega í október okkur öllum að óvörum og lam- aðist. Því miður var sú ferð blásin af sem þú hlakkaðir svo mikið til að fara í. Næstu fjóra mánuði barðist þú fyrir lífi þínu og við fjöl- skyldan bárum svo mikla von í hjarta okkar um að þú myndir ná þér og komast aftur heim til mömmu en að morgni 23. febr- úar síðastliðins kom svo kallið. Við systurnar og mamma ætluðum aldrei að geta kvatt þig. Jarðarför þín var svo falleg og einlæg með uppáhalds ung- versku lögunum þínum sem þér þótti svo vænt um. Eftir sitjum við öll með brostin hjörtu og stórt skarð er hoggið í fjölskylduna okkar eft- ir andlát þitt. Elsku mamma mín, missir þinn er mikill þótt öll séum við í sárum og syrgjum pabba en hann var eiginmaður þinn, vin- ur og félagi og þið voruð ótrú- lega samrýnd hjón í 60 ár. Ég bið góðan Guð að vaka yfir þér alla tíð. Bið til drottins að vaka yfir okkur öllum og styrkja okkur á þessum dimmu sorgardögum. Þó að söknuðurinn og sorgin sé sár munum við læra að lifa með að pabbi er farinn, þó að það verði erfitt fyrir okkur öll. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, það er sárt að hugsa til þess að ég geti aldrei aftur tek- ið utan um þig og kysst. Ég elska þig. Þín dóttir Katrín. Árið 1980, þegar ég hóf störf á saumastofunni Dúk við að pressa föt, kynntist ég mæðg- um sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt. Önnur var Annabella, dóttir þín og síðar eiginkona mín. Hin var móðir hennar, Rósa, eiginkona þín. Það tókst með okkur góður vin- skapur og gerðist ég tíður gest- ur á heimili ykkar. Þú tókst alltaf vel á móti mér og var ég ávallt velkominn. Þú varst ekki með bílpróf en notaðir strætó og svo keyrðum við þig líka oft, t.d. á borðtenn- isæfingar sem þú unnir mjög. Við fórum í margar ferðir sam- an, hér innanlands, í sumarbú- stað, til sólarlanda og svo margar ferðir til Ungverja- lands, heimalandsins sem þú elskaðir og dáðir. Fyrsta ferðin okkar saman til Veröce var ein- stök. Þar hvarfst þú til vina þinna og frændfólks. Þú elsk- aðir bæinn þinn og vini þína og ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim seinna meir. Vinir þínir sakna þín sárt. Þér þótti líka vænt um Ajka, heimabæ konu þinnar, enda er það líka uppáhaldsbærinn minn í dag. Það sem við höfðum það gaman í Ajka og svo að hafa verið í sumarhúsi við Balaton- vatn, þið tvö og við með börnin okkar. Borðtennis úti í garði á daginn, pool á kvöldin og „ís- lenskt cola“ og svo dansað við tónlist Betli Duo. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að keyra þig um sveitir Ungverja- lands og sjá með þér landið sem þú unnir. Þegar við kom- um í kaffi til ykkar á sunnudög- um leið ekki á löngu þar til þú spurðir: „Elli minn, má bjóða þér „íslenskt cola?“ Ekki neit- aði ég því og svo kom: „Elli minn, hvert eigum við að fara í sumar?“ Því var auðsvarað: til Ungverjalands, því að ég elska það land eins og þú. Og strax var byrjað að plana hvað ætti að skoða og borða – þú elskaðir ungverskan mat. Ég er þakk- látur fyrir hvað þú varst góður afi og langafi barnanna minna og þau sakna þín sárt. Langafa- börnin munu fá að vita hver langafi þeirra var og hversu góður og yndislegur þú varst. Þú elskaðir konuna þína, dætur þínar og okkur öll, sem nú syrgja þig sárt, þið voruð svo samrýmd og dugleg, enda erfitt að byrja búskap í nýju landi. En þið stóðuð ykkur með mikl- um sóma og áttuð yndislegt heimili. Elsku tengdapabbi, þín er sárt saknað og mun ég geyma minningu um þig í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Ellert Csillag Sigurðsson. Fyrstu minningar mínar um afa minn eru lyktin góða en sérkennilega af fötunum þegar hann kom heim af járnsmíða- verkstæðinu, tópasið í úlpuvas- anum og hrafnsvart hárið greitt aftur. Afi hafði einstakt lag á að vekja hjá manni áhuga, einkum þó á náttúrunni og íþróttum en það var eiginlega sama hvaða viðfangsefni var um að ræða, sjaldan kom mað- ur að tómum kofunum hjá hon- um. Ég minnist nú með hlýju þessa glaðlynda og ástríka manns sem nú er sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum. Sindri Ellertsson Csillag. Elsku afi. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi 1981.) Við elskum þig, afi. Kveðja frá barnabörnum þín- um, Stefanía og Rafn Þór. Jósef Rafn Gunnarsson Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, INGVI RAFN FLOSASON rakari, Víðilundi 24, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. mars klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Karlína Ingvadóttir Marinó Marinósson Ingvi Þór, Sævar Óli, Eva María og aðrir aðstandendur Elskulegi faðir okkar, ÁRNI JÓN KONRÁÐSSON, lést á Hrafnistu Reykjavík 7. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 17. mars klukkan 13. Pálína Kristín Árnadóttir Guðbrandur Ingimundarson Sigríður Árnadóttir Kristmar Höskuldsson Ásta Árnadóttir Sigurjón Jónsson Valgerður Árnadóttir Baldvin Skúlason Konráð Árnason Svandís Þóra Ölversdóttir Hafliði Ingibergur Árnason Luvísa Sigurðardóttir Árni Árnason Lilja Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ARNÓRSDÓTTIR, lést 12. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju 17. mars klukkan 11. María Sólveig Hjartardóttir Jón Kristinn Marteinsson Arndís Kristjana Hjartardóttir Francisco Fernandez Bravo Eydís Ósk Hjartardóttir Viggó Jóhannsson Kristín Gyða Hjartardóttir Guðni Benjamínsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR, Abba, Skúlagötu 15, Borgarnesi, lést sunnudaginn 12. mars. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 24. mars klukkan 13. Trausti Jónsson Oddný Sólveig Jónsdóttir Guðmundur Hallgrímsson Júlíana Jónsdóttir Eiríkur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri ÁRNI VALDIMARSSON, Sigtúnum, Selfossi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar hlýhug og góðar kveðjur. Nína Björg Knútsdóttir Anna S. Árnadóttir Hörður E. Sverrisson Steinar Árnason Friðsemd E.S. Þórðardóttir Þröstur Árnason Elínborg Arna Árnadóttir Magnús V. Árnason Valdimar Árnason barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskulegi STEFÁN MÁR GUÐMUNDSSON kennari, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað, lést mánudaginn 13. mars. Útförin auglýst síðar. Vilborg Stefánsdóttir Ingunn Erla Stefánsdóttir fóstursynir og aðrir vandamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.