Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Börnin streymdu til Katrínar Norð- mann, móður Jór- unnar Viðar, frá hinum ýmsu heimilum bæjarins, prúðbúin, með vandlega burstaðar neglur, í stroknum kjólum og í pressuðum buxum til að læra að leika á píanó. „Nú, þetta var þá kannski leiðin að píanóinu hjá mömmu,“ spyr Jór- unn sig, þá þriggja ára gömul. Sjálfstæðið var þegar komið í ljós, sjálfstæði sem síðar átti eftir að einkenna persónuna hinnar ungu stúlku í listsköpun sinni. Hún klæddist síðkjól, fór í jólaskóna, greiddi ljósa fallega hárið og stillti sér upp á ganginum fyrir framan dyrnar sem mynduðu skilrúm tveggja heima – hins daglega og hins listræna; dyrnar að herberg- inu þar sem móðir hennar kenndi á píanó. „Nú á ég að koma,“ sagði hún við móður sína – þannig hófst píanónámið. Engir fastir tímar, heldur mátti hún koma þegar ein- hver boðaði afföll. Brautin var lögð á breiðvang listarinnar. „Það hefur aldrei verið um neitt annað að ræða fyrir mig. Það er bara mín lífsins braut. Ég geng bara eins og mér er eðlilegt,“ sagði Jórunn eitt sinn í útvarpsviðtali. Yfir heimilinu og fjölskyldunni allri, mann fram af manni, sveif listgyðjan og þar var líka fólk með skoðanir – söngvarar, dansara, rithöfundar, málarar, brúarsmiðir og þjóðfrelsishetjur svo eitthvað sé nefnt. Í því umhverfi mótaðist göngulagið. Þegar Jórunn var orðin átta ára, þá búin að vera eins konar „skiptinemi“ hjá móður sinni frá þriggja ára aldri, var komið að því að fá annan kennara. Páll Ísólfs- son dómorganisti fékk hlutverkið að leiðbeina næstu tvö árin – stop- ul kennsla vegna anna Páls. Það var ekki fyrr en hún hóf nám hjá Árna Kristjánssyni að umskiptin urðu fyrir alvöru. Síðar tók við framhaldsnám í Þýskalandi og Bandaríkjunum. En listin er ekki aðeins bundin við tónskáldskap og píanóleik – Jórunn var flinkur málari, hún lærði dans, lék á fiðlu og gítar. Hið bókmenntalega kom ekki síst frá afa – Indriða Einarssyni sem bauð börnunum með sér í Iðnó til að kynnast leiklistinni. Hún samdi sönglög, útsetti þjóðlög, til urðu kammer- og hljómsveitarverk auk kvikmyndatónlistar. Jórunn Viðar var um 20 ára skeið eina kventón- skáldið sem var meðlimur Tón- skáldafélagsins. Það segir ákveðna sögu. Fyrir mér er sú tónlist sem Jór- unn skilur eftir sig fögur málverk, máluð í tónum. Sönglögin hennar eru ekki hljómsettar laglínur heldur órofa heild innihalds ljóðs- Jórunn Viðar ✝ Jórunn Viðarvar fædd í Reykjavík 7. des- ember 1918. Hún lést 27. febrúar 2017. Útför Jórunnar fór fram 13. mars 2017. ins og tónlistarinnar. Í „Júnímorgun“ drýpur úðinn í gegn- um allt lagið, bæði í textanum og tónlist- inni. Í „Unglingur- inn í skóginum“ eys unglingurinn vatni í lófa sér og þeytir því upp í loft og segir: Eyjavatn, Eyjaperl- ur. Í undirleiknum streymir vatnið yfir hljómborðið, hríslast um allt hljóðfærið. Svona mætti tala um fleiri verk eftir Jórunni Viðar. Við áttum nokkrar stundir saman. Ræddum lífshlaupið, tón- smíðarnar, tónlistina, hið daglega líf, hlustuðum á tónlist. „Mikið assgoti er þetta gott,“ sagði hún stundum og hló – við hlógum bæði. Ég votta aðstandendum inni- legustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Bjarki Sveinbjörnsson. Elsku Jórunn mín er látin. Hún var píanókennarinn minn. Hún kenndi mér á þeim árum þegar ég var viðkvæmur, tilfinningaríkur og feiminn unglingur. Undir leið- sögn hennar leyfði ég tónlistinni að opna fyrir rásir, þannig að lífið varð mér litríkara og yndislegra, ég fann útrás fyrir tilfinningar mínar og varð öruggari mann- eskja. Það er erfitt að benda á einn eiginleika sem gerði hana að góðum kennara, því ég held ein- mitt að það hafi verið hennar fjöl- breyttu eiginleikar sem gerðu hana að þeim góða kennara sem hún var mér og höfðu svo mikil áhrif á mig. Fyrst er að nefna húmorinn. Jórunn var mikill húm- oristi í bestu merkingu þess orðs. Húmor sem alltaf gladdi en líka styrkti mann og lyfti óörugga unglingnum á annað plan. Hún kunni einnig svo vel listina að örva. Það gerði hún með skemmti- legum verkefnum, erfiðum verk- efnum, léttum verkefnum, falleg- um verkefnum og ögrandi verkefnum allt sem við átti á hverjum tíma, því það var eins og hún læsi mig eins og opna bók. Og mér fór svo fram, sjálfstraustið jókst, þökk sé henni. Hún örvaði einnig með orðum, með hrósi og gagnrýni. Gagnrýni hennar var ómetanleg, því það sem hún sagði, fann ég að var sagt í þeim eina til- gangi að gera mig betri, að styrkja mig. Því gat ég alltaf treyst. Og það gerði ég. Þó ég ætti síðar eftir að fara til annarra kennara, fyrir hennar atbeina, þá var gagnrýni hennar mér alltaf mikilvæg. Ég fór því við og við til hennar til að heyra hennar álit. Svo var það frelsið. Að geta fundið persónu- leika mínum leið inn í tónlistina, varð mér æ mikilvægara. Jórunn mín fann það og hjálpaði mér með sínum góðu útskýringum, nær- gætni, ákefð og húmor, að opna fyrir persónulega túlkun, en um leið hjálpaði hún mér að finna stíl- tilfinningu verksins, þ.e. að bera líka virðingu fyrir tónskáldinu. Allt eru þetta eiginleikar sem auðga mann og gera mann að betri manneskju á lífsins braut. Hún var og er mér enn líka mikil og góð fyrirmynd í mínu starfi sem píanókennari. Ég á Jórunni svo mikið að þakka. Blessuð sé minning hennar. Brynja Guttormsdóttir. Jórunn Viðar hefur verið uppá- haldstónskáld mitt frá því að ég hóf söngnám. Frá fyrstu kynnum heilluðu söngljóð hennar mig – þau skarta kímnigáfu og fegurð auk þess sem Jórunn bjó yfir eindæma hæfi- leika til að túlka ljóð í tónum. Seinna kynntist ég öðrum verkum Jórunnar og er Slátta það allra fallegasta verk sem ég get hugsað mér. Eins og vill verða með persónur sem maður lítur upp til, og setur nánast í guða tölu, fannst mér Jór- unn lengi vera ósnertanleg. Síð- ustu árin hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga yndisleg samskipti við Lovísu, dóttur Jór- unnar, varðandi flutning á söng- ljóðum hennar og fékk svo loks þann langþráða draum uppfylltan að flytja lög Jórunnar fyrir hana sjálfa þegar við Eva Þyri Hilm- arsdóttir fluttum dagskrá ein- göngu með lögum Jórunnar á tón- leikum í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2015. Það var yndisleg upplifun að hitta þessa undraverðu konu og syngja fyrir hana. Ég verð ævinlega þakklát fyrir Jórunni Viðar og verkin sem hún skilur eftir sig eru ómetanleg gull. Erla Dóra Vogler. Reykjavík, árið er 1976. Í stof- unni á Laufásvegi 35 hjá tónskáld- inu og píanóleikaranum Jórunni Viðar stíg ég fyrstu skref mín á tónlistarbrautinni. Minningarnar eru sveipaðar hlýju hennar og góðri nærveru, glettni, djúpstæðri virðingu fyrir tónlistinni, flyglinum auðvitað og tónbókmenntunum sem þöktu veggina. Fyrir mig sex ára gamla var þetta farvegur sem harmóneraði vel við þann farveg sem ég kom úr heiman frá mér og var mér ein- stakt veganesti. Þessar góðu minningar, nálgun hennar og yfirbragð allt, varða leið mína enn þann dag í dag. Berlín, árið er 2017. Ég hugsa til Jórunnar héðan frá Berlín þar sem ég er stödd í dag og þangað sem hún hélt ung til framhalds- náms í tónlist við Hochschule der Musik árið 1937. Jórunn Viðar varðaði svo sann- arlega leiðina fyrir komandi tón- listarkonur og var mikilvægur hlekkur í uppbyggingu tónlistar á Íslandi. Hún er fyrirmynd, hvatning og leiðarljós. Ég votta fjölskyldu hennar samúð mína. Sif Margrét Tulinius. ✝ Gunnar Magn-ús Jónsson fæddist 8. sept- ember 1938. Hann lést 12. janúar 2017. Magnús fæddist á Brekku í Hval- firði, þar sem faðir hans, Jón Magn- ússon, var fæddur. Magnús var sonur þeirra Jóns og Sig- ríðar Beinteinsdóttur frá Drag- hálsi, en yngri tvíburabróðir hans er Grétar, bóndi á Háv- arsstöðum. Jón og Sigríður eignuðust þrjá syni, yngstur er Georg Pétur, fæddur árið 1946, búsettur í Reykjavík. Tveggja ára gamall flutti Magnús frá Brekku ásamt fjölskyldu sinni og að Litla-Lambhaga í Skil- mannahreppi þar sem þau bjuggu í þrjú ár en því næst að Draghálsi, þar sem þau Jón og Sigríður önnuðust bú foreldra hennar um eins árs skeið. Magnús var því rétt um sex ára þegar hann árið 1944 fluttist að Hávarsstöðum, þar sem heimili fjölskyldunnar átti eftir að standa upp frá því. Það kom snemma fram hve bráðlaginn og útsjónarsamur Magnús var Österbro þann 26. apríl 1966 og í því hverfi stóð heimili þeirra lengst af. Þeim Magnúsi og Önnu Maríu varð tveggja barna auðið, Gísla, sem er fæddur árið 1972, og Ingibjarg- ar, sem er fædd árið 1973. Gísli hefur verið starfandi hér á Ís- landi undanfarin tvö og hálft ár sem lektor í dönsku við Há- skóla Íslands, en hann er dokt- or í þýskum bókmenntum og á hann soninn Jóhannes Birk- lund, sem er 12 ára. Ingibjörg er aftur á móti búsett í Dan- mörku, og er hún doktor í stærðfræðikennslu. Sonur hennar er Magnús Jarl, 16 ára. Magnús og Anna María skildu árið 1975. Um það leyti sem náminu í tæknifræðinni lauk, var hann ráðinn til tölvurisans UNIVAC og var þar í áratug. Eftir heimkomu starfaði hann í um þrjú ár sem vélstjóri á skip- um, en síðan tók við kennsla við Iðnskólann í Keflavík. Þá vann hann hjá RARIK um nokkurt skeið, þar sem hann sá um viðhald á rafbúnaði í virkj- unum og einnig starfaði hann við Háskóla Íslands, þar sem hann sá um viðhald á tækjum, auk þess að koma aðeins að kennslu. Síðustu ár starfs- ævinnar vann hann sem vél- stjóri hjá Þvottahúsi Ríkisspít- alanna. Gunnar var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 21. janúar 2017. þegar vélar og tæki voru annars vegar, en hann var fljótur að átta sig á eðli þeirra og hvað það var sem þurfti til að halda þeim gangandi. Lauk hann prófi í vél- virkjun á Akranesi. Að því búnu fór hann í Vélskólann á Akranesi og náði sér í vélstjórnarréttindi. Þá í nám í rafmagnsdeild vélskól- ans, þegar því lauk var hann kominn með full réttindi sem vélstjóri á öll skip, var hann m.a. til sjós á Hamrafellinu í kringum 1960, en Hamrafellið var þá stærsta skip íslenska flotans. Þegar námi lauk hér heima fór hann í framhaldsnám til útlanda, en 24 ára gamall hélt hann til náms í tæknifræði í Danmörku. Námið tók fjögur ár og þar kynntist hann eig- inkonu sinni til nærri 10 ára, Önnu Maríu Skjøldager, sem var honum 8 árum yngri, fædd 12. ágúst 1946. Foreldrar henn- ar voru Grethe Jensine og Ed- mund Borge Skjøldager. Þau Magnús og Anna María giftu sig í kirkju Heilags Jakobs við Minningarorð þessi um góðan dreng eru sem sönnun á hend- ingu þjóðskáldsins: „Við lifum sem blaktandi strá“. Áreitið er alls staðar, gott og illt. En hver var þessi skólabróðir minn með spjald með nafni mínu og síma- númeri í vasanum? Stórslasaður og engin með- vitund eða skilríki, sagði lög- reglan og spurði hvort ég þekkti mann með nafn mitt í vasanum. Eina sem ég vissi var að sá átti fjölskyldu að Hávarðsstöðum. Svo lögreglan lagði til að þar sem við mörlandar hefðum sagt skilið við kónginn væri senni- lega komið sendiráð og þeirra væri að aðstoða íslenskar sálir í vanda. Er þangað kom sagði ég full- trúa að erindi mitt væri að fá sendiráðið til að ná sambandi við fjölskyldu að Hávarðsstöð- um og segja frá stöðu landa okkar eftir slys á grundvelli fyr- irliggjandi upplýsinga. Móttökurnar voru mikil von- brigði, beinlínis var sagt að ég skyldi skunda á símstöð og panta þar símtal við Háv- arðsstaði. Það braust út mikill hávaði með afneitun fulltrúans á að eftirgrennslan væri hlutverk sendiráðsins. Hávaðinn var magnaður og fyrrverandi for- sætisráðherra Íslands mætti í sal og ákvað að strax skyldi haft samband við símakerfi Íslands og Hávarðsstöðum greint frá málavöxtum, en ég yrði boðber- inn. Auðvitað var erfitt að verða boðberi slæmra frétta, en Jón bóndi virtist sterkur og fór þess á leit við mig að ég annaðist þarfir sonar síns Gunnars eins og ég teldi þörf á þar til vænt- anleg meðvitund hans væri tryggð og þar eftir fyndi ég best hvað gera skyldi. Allt fór á betri vegu og ég gerði það sem gera þurfti og kynntist Gunnari vel. Hann stóð upp af danskri sjúkrasæng, með báða fætur upp að nára í gifsi, eftir slys við að stytta sér leið yfir hraðbraut í austurbæ Kaupmannahafnar til að kaupa sér mjólk. Sveitaruppeldið og ákveðni bjargaði honum. Hann var há- menntaður ungur maður, meist- ari í vélsmíði, og með hæstu ein- kunn frá Vélskóla Íslands og hafði starfsreynslu sem vélstjóri á Hamrafelli, stærsta farmskipi Íslendinga. Nú var það raf- eindafræði og tölvutækni í Kö- ben þótt aðeins tvær tölvur væru aðgengilegar þar þá. Gunnar sá lengra inn í framtíð- ina en við hin. Hann starfaði eftir nám hjá SAS um árabil, síðan við vélstjórn á skipum og við að lagfæra og endurstilla rafeindabúnað í virkjunum. Við voru heppnir virkjanastjórar að fá að njóta hans miklu þekk- ingar í vél- og rafeindafræði. Hann kynntist yndislegum kennaranema, Önnu Maríu Skjöldager í Köben, og þau urðu þeirrar gleði aðnjótandi að eignast tvö börn, þau eru Gísli, fæddur 1972, og Ingibjörg Sif, sem er fædd 1973, bæði dokt- orsmenntaðir fræðimenn. Gísli er nú kennari við Háskóla Ís- lands en Sif doktor í stærðfræði við störf í Danmörku. Síðustu ár tókst Gunnar á við meinvarp andlegs myrkurs og á þeim tíma höfðum við lítil samskipti og nánar skoðað brást ég þá Gunn- ari vini mínum sem ég harma mjög mikið. Ég vissi ekki þá og veit ekki enn hvernig á því stóð. Samúðarkveðjur til þess góða fólks sem var honum nánast og barnabarna hans. Huggun mín er að drengur góður gaf mér margar innihaldsríkar samveru- stundir. Guð blessi minningu hans. Erling Garðar Jónasson, tæknifræðingur. Meira: mbl.is/minningar Gunnar Magnús Jónsson Elsku amma. Ég man ennþá eftir þegar ég kom til þín og afa á sumr- in. Ég man þegar ég var svo spenntur að sjá þig eftir bílferðina norður að ég skreið út um gluggann á bílnum til að kom- ast hjá barnalæsingunni á bílhurð- inni til að geta faðmað. Ég man þegar þú sýndir mér allar fallegu bækurnar þínar, um Goð, menn og meinvætti og sögurnar um Ara fróða, og ég sat í stólnum hans afa las þær þar til þú kallaðir í mig í Fjóla Björgvinsdóttir ✝ Fjóla Björg-vinsdóttir fæddist 15. febrúar 1937. Hún lést 6. mars 2017. Fjóla var jarð- sungin 11. mars 2017. kaffi. Ég man hvern- ig þú bannaðir mér að leggjast á sort í kökunum, og þurfti að fá mér smá af öll- um. Ég man þegar þú söngst fyrir mig, þegar þú kenndir mér Faðir vorið þó að það hafi nýst mér lítið. Ferðunum norður fækkaði eftir því sem ég varð eldri. Ég man hvernig þú vildir að mér gengi vel í skólanum, og ég varð hálfhræddur að koma til þín þegar ég flosnaði upp úr námi. Ég man að ég hugsaði þegar ég byrjaði aftur þessa önn að ég þyrfti að standa mig vel, og að mamma sagði mér hvað þú værir stolt af mér. Ég man hvernig ég gat ekki komið til þín vegna vinnu og verkefna þegar þér fór að hraka, ég man þegar ég hafði ekki tíma til að æfa lögin sem við sung- um í afmælinu þínu nógu vel, og hvernig þú varðst smá sár að ég mundi ekki allan textann við Yes- terday. Ég kom ekki helgina áður en þú lést út af verkefnum. Ég hélt að ég gæti alltaf bætt þetta upp síðar. Ég man þegar ég skildi allt í einu að það yrði ekkert næst. Ég man hvað ég var sár að geta ekki verið hjá þér þegar þú fórst – eins þegar afi fór. Ég man þegar afi fór, og ég sá hvað þú varst illa haldin þegar þú sast með mér hjá honum, og ég ætlaði að reyna að passa upp á þig og gleðja þig og koma hvert ein- asta sumar eftir það að hjálpa þér. Ég man að ég gerði það ekki. Bless, elsku amma mín, ég man alltaf hvað ég elska þig. Hjalti Hilmarsson. Það var fallegan vetrardag, núna í febrúar sem við komum saman í Ólafsfirði til að fagna stór- afmæli Fjólu frænku. Nokkrum dögum síðar komum við aftur sam- an í Ólafsfirði, núna til að kveðja Fjólu frænku. Fyrir um fimmtíu árum síðan fékk ég, þá ungur drengur, að fara árlega á sumrin til Fjólu frænku og Jóa frænda en þau voru þá bændur í Kálfsárkoti, Ólafsfirði. Þau gleymast aldrei, þessi sex sumur hjá Fjólu og Jóa og börn- um þeirra, frændsystkinum mínu í Kálfsárkoti, Jóhannesi, Önnu Rós og Hugrúnu. Það var Fjóla frænka sem sá um að halda aga á hópnum. Það var hlustað þegar Fjóla frænka tók til máls, og það var farið eftir því sem hún sagði, hún var við stjórn, traust og áreið- anleg og hafði reglu á hlutunum. Fjóla sá um heimilið og að allir fengu nægju sína að borða og ef ég man rétt þá var hún einnig við stjórn í fjósinu á mjaltatímum. Þó samverustundir okkar síð- astliðin ár og áratugi hafi ekki verði margar þá voru þær og eru verðmætar og munu endast. Jóhannes, Anna Rós og Hug- rún, takk fyrir að fá að hafa átt hluta í Fjólu og hlut í hennar hjarta. Jón Björgvin Guðnason. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR lögmaður, Klapparstíg 1, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík mánu- daginn 13. mars, verður jarðsungin föstudaginn 17. mars kl. 13.00 frá Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sérstakar þakkir frá aðstandendum til starfsfólks Hrafnistu fyrir einstaka umönnun. Helgi H. Sigurðsson Sigurður Helgason Rannveig G. Halldórsdóttir Erla Jónsdóttir Helgi Hafsteinn Helgason Fjóla Grétarsdóttir Edda Júlía Helgadóttir Sigrún Gréta Helgadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.