Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 35

Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Sumarið 2000 var mér boðið starf framkvæmdastjóra hjá Skýrr (Advania). Ég var þar framkvæmda- stjóri fjármála og innri upplýsinga- kerfa í fimm og hálft ár en þá langaði mig að breyta til og fara í alþjóðlegt fyrirtæki. Ég réð mig til Alfesca og var að vinna með fyrirtækjum þeirra út um allan heim en mest í Frakk- landi. Þegar starfsemin fluttist til Frakklands ákvað ég að breyta til og stofnaði fyrirtækið mitt, Gagna- vörsluna, þegar ég varð 40 ára. Þeg- ar við byrjuðum að undirbúa sölu á erlenda markaði breyttum við nafn- inu í AZAZO hf. en eigum samt dótt- urfyrirtæki í dag sem heitir Gagna- varslan ehf. Ég hef stýrt því fyrir- tæki síðan þá og er því að upplifa drauminn minn.“ AZAZO hf. býður upp á heildar- lausnir í upplýsingastjórnun. Meg- inverkefnin eru að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að einfalda og raf- væða ferla sína til að ná meiri hag- kvæmni og skilvirkni í rekstri. Hjá fyrirtækinu starfa 50 manns í 6 lönd- um. Félagsmál „Ég hef alltaf verið virk í félags- starfi. Mig minnir að ég hafi verið um 11 ára þegar ég var komin í stjórn Ungmennafélags Bessa- staðahrepps. Stofnaði fyrsta fót- boltafélagið um svipað leyti. Ég hef í gegnum árin setið í fjölda stjórna fyrirtækja og félagasamtaka. Er núna t.d. í stjórn góðgerðarfélagsins Samferða sem ég er stolt af að taka þátt í. Þá er elsti sonur minn að spila með Val og var ég að fara í stjórn þar núna. Ég er félagsmaður í ýms- um öðrum skemmtilegum félögum. Ég er ofvirk í áhugamálum en vinn mjög mikið og hef því lítinn tíma til að sinna þeim. Það er spurn- ing um að eiga réttu græjurnar og svo kemur hitt seinna. Ég er því í golfi, hlaupum, fjallaskíðum, göngu- skíðum og svigskíðum og á „racer“ og fjallahjól ásamt veiðigræjum. Ég elska að vera úti í náttúrunni og fer alltaf reglulega í gönguferðir á fjöll eða á önnur falleg svæði. Ég hef gaman af flestum íþróttum og ég hef ekki tölu á fjölda fótbolta- leikja sem ég hef farið á í gegnum tíðina. En ég spilaði sjálf fótbolta á sínum tíma og á fjögur börn í fót- bolta. Mér finnst líka mjög gaman að fara á fótboltaleiki erlendis.“ Fjölskylda Börn Brynju með Lýð Skarphéð- inssyni, f. 1965, framkvæmdastjóra Eins og fætur toga, 1) Guðjón Pétur Lýðsson, f. 28.12. 1987, knattspyrnu- maður og athafnamaður, bús. í Hafnarfirði. Maki: Kristín Ösp Sig- urðardóttir, nemi í þroskaþjálfa- fræði, sonur þeirra er Sigurður Brynjar Guðjónsson, f. 2016; 2) Kristján Lýðsson, f. 21.11. 1989, gjaldkeri, bús. í Kópavogi. Maki: Heiðrún Ómarsdóttir, tannlækna- nemi. Börn Brynju með Halldóri Kristmannssyni, f. 1974, upplýsinga- fulltrúa Alvogen, eru 3) Svanhvít Anna Halldórsdóttir, f. 4.7. 2003, og 4) Stefán Smári Halldórsson, f. 18.3. 2005. Alsystir Brynju er Elín Anna Guðmundsdóttir, f. 1965, þjónustu- ráðgjafi á Akureyri; Hálfsystkini Brynju samfeðra eru Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1972, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík, Eyvindur Ívar Guðmundsson, f. 1975, ráðgjafi í Reykjavík; Eyrún Ýr Guðmunds- dóttir, f. 1977, tölvunarfræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Brynju sammæðra eru Jóhann Pétur Her- bertsson, f. 1971, ráðgjafi , bús. á Seltjarnarnesi; Guðrún Elín Her- bertsdóttir, f. 1978, viðskiptafræð- ingur, bús. í Garðabæ. Stjúpsystir Brynju er Pálína R. Sigurðardóttir, f. 1965, hárgreiðslukona í Reykjavík. Foreldrar Brynju: Svanhvít Jóns- dóttir, f. 15.10. 1946, húsmóðir á Álftanesi, og Guðmundur Þórður Einarsson, f. 6.11. 1945, d. 2.2. 2007, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Fósturfaðir Brynju er Herbert Her- bertsson, f. 1946, vélstjóri. Úr frændgarði Brynju Guðmundsdóttur Brynja Guðmundsdóttir Þórlaug Oddsdóttir húsfreyja á Brekku í Svarfaðardal Halldór Kristinn Jónsson dýralæknir í Svarfaðardal Elín Oddný Halldórsdóttir starfsmaður KEA Jón Pétur Hallgrímsson lyfjafræðingur á Akureyri Svanhvít Jónsdóttir húsfr. á Álftanesi Þórunn Valdimarsdóttir vann í fiskvinnslu á Akureyri Hallgrímur Pétursson bókbindari á Akureyri Sigurlaug Halldórsdóttir húsfr. á Brekku Einar Þórðarson vélstjóri í Reykjavík Sigríður Guðmundsdóttir verslunareigandi í Rvík Kristín Sigríður Klemenzdóttir húsfr. og ljósm. á Brekku Helga Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur í Mosfellsbæ Geir Gunnarsson forstjóri Bernhard Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskóla- meistari MA Ingibjörg Eyjólfsdóttir húsfr. á Neðri-Reykjum Einar Þórðarson bóndi á Neðri-Reykjum í Mosfellssveit Þórður Kjartan Einarsson smiður í Reykjavík Geirþrúður Anna Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Einar Þórðarson framkvæmdastjóri í Rvík Ingibjörg Jósefsdóttir vinnukona í Rvík og vökukona í Laugarnesi Gísli Gíslason vinnum. á Ytra-Hólmi á Akranesi, síðar verkam. í Rvík 90 ára Erlendur Erlendsson 85 ára Baldur Jónsson Halldór Sigurðsson Helgi Jakobsson Katrín G. Ólafsdóttir Ólafía Þórey Erlingsdóttir Unnur Berg Árnadóttir 80 ára Ólafur Valdimarsson Rósa Þórðardóttir Stefanía Friðbjörnsdóttir 75 ára Bragi Kristinn Guðmundss. Einar Egilsson Finnfríður Pétursdóttir Málhildur Traustadóttir Þórdís Gunnarsdóttir 70 ára Guðmundur Pétursson Ingibjörg Kristjánsdóttir Ingveldur Jóna Árnadóttir Margrét Kristjánsdóttir Soffía Guðrún Ágústsdóttir Vilberg Vilbergsson Þórhildur Óskarsdóttir 60 ára Aðalsteinn Óskarsson Arinbjörn Bernharðsson Bergur Garðarsson Bryndís Ottósdóttir Hallgrímur Leifur Hauksson Jóhanna Sigríður Gylfad. Jón Magnús Guðmundsson Kristján Rafn Lange Kristján Rudolf Larsen Magnhildur Björg Björnsd. Óskar Óskarsson Ryszard Fr. Tomaszczuk Sigurður H. Garðarsson Sólveig Guðlaugsdóttir Þorvarður Hjálmarsson 50 ára Aðalbjörg G. Gunnarsdóttir Anna Herborg Traustadóttir Baldur Trausti Hreinsson Brynja Guðmundsdóttir Einar Eiríksson Elísabet María Jónsdóttir Eyþór Björnsson Guðbrandur Einarsson Helga Sigríður Ævarsdóttir Hulda María Sigurðardóttir Ingvar Garðarsson Jóhannes Víðir Jóhanness. Jóna Guðrún Guðmundsd. Kristinn S. Hákonarson Kristín Valborg Sævarsd. Lucinda S. Möller Árnad. Lydia Fannberg Gunnarsd. Sigrún Ómarsdóttir Sigurjón R. Sigurjónsson Sæunn Þorsteinsdóttir 40 ára Ágústa Edda Björnsdóttir Dawid Czeslaw Janusz Guðmunda Ó. Guðmundsd. Guðrún Pálína Ólafsdóttir Hekla Ingunn Daðadóttir Henný Björg Hafsteinsd. Herborg Eiríksdóttir Hjalti Þór Stefánsson Kristín Stefánsdóttir Kristrún Þorgeirsdóttir Leon Einar Pétursson Oddný Kristinsdóttir Sigurður Jónsson Svavar Áslaugsson Thomas Bieler 30 ára Ásdís Elva Jónsdóttir Erla Thelma Theodórsdóttir Freyja P. Jónatansdóttir Gunnar R. Sigurþórsson Zeynep Sidal Snævarr Til hamingju með daginn 40 ára Svavar er Grund- firðingur og sjómaður á Helga SH hjá Guðmundi Runólfssyni. Maki: Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, f. 1984, stuðningsfulltrúi. Börn: Telma Fanný, f. 2007, Benidikt Viggó, f. 2011, og fósturdóttir er Birta Dögg, f. 2002. Foreldrar: Áslaugur Jer- emíasson, f. 1945, og Unnur Magnúsdóttir, f. 1946, bús. í Grundarfirði. Svavar Áslaugsson 40 ára Henný býr í Þor- lákshöfn og er fædd þar og uppalin. Maki: Gunnar Ingi Sveins- son, f. 1973, sjálfstætt starfandi rafvirki. Börn: Sveinn Hafsteinn, f. 1994, Adam Freyr, f. 2000, Matthías Geir, f. 2005, og Björgvin Ingi, f. 2007. Foreldrar: Hróðmar Haf- steinn Hafsteinsson, f. 1957, og Herdís Þórðar- dóttir, f. 1958. Henný Björg Hafsteinsdóttir 40 ára Ágústa býr í Garðabæ. Hún er verk- efnastj. hjá Félags- vísindastofnun HÍ og stundakennari hjá HR. Maki: Birnir Sær Björns- son, f. 1979, viðskiptafræð- ingur. Börn: Sindri Dagur, f. 2003, Björn Skúli, f. 2007 og Jökull Orri, f. 2011. Foreldrar: Björn Péturs- son, f. 1953, og Katrín Edda Magnúsdóttir, f. 1956, bús. á Seltjarnarnesi. Ágústa Edda Björnsdóttir Inga Huld Hákonardóttir fædd-ist í Reykjavík 15. mars 1936.Foreldrar hennar voru Hákon Guðmundsson, f. 1904, d. 1980, yfir- borgardómari, og k.h. Ólöf Dagmar Árnadóttir, f. 1909, d. 1993, fim- leikakennari og rithöfundur. Systur Ingu Huldar eru Hjördís fv. hæstaréttardómari og Hildur Hákonardóttir listamaður. Inga Huld lauk BA-prófi í sagn- fræði og ensku frá Háskóla Íslands 1969 og stundaði framhaldsnám í sagnfræði við Kaupmannahafnar- háskóla til 1984. Hún var blaðamað- ur á Tímanum, DV og Heimsmynd frá 1965 til 1988. Þá vann hún við rannsóknir og ritstörf á sviði kvennasögu frá árinu 1985. Inga Huld ritaði fjölda fræði- greina um sagnfræði og kvennasögu sem birtust í tímaritum og bókum auk viðtala. Hún skrifaði viðtalsbækurnar Hélstu að lífið væri svona? Viðtöl við verkakonur, Lífssaga bar- áttukonu – Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir og Ég og lífið – Guðrún Ás- mundsdóttir, og sagnfræðiverkið Fjarri hlýju hjónasængur – öðruvísi Íslandssaga. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992. Inga Huld ritstýrði bókinni Kon- ur og kristsmenn. Þættir úr kristni- sögu. Hún var ráðgjafi um kvenna- sjónarhorn við Kristnisögu I-IV og í ritstjórn afmælisritsins Kvennaslóð- ir, til heiðurs Sigríði Erlendsdóttur. Auk þess þýddi hún nokkrar bækur. Inga Huld var í stjórn Félags um 18. aldar fræði og í stjórn samtaka um Maríusetur. Fyrri maki Ingu Huldar var Leif- ur Þórarinsson, f. 1934, d. 1998, tón- skáld og eignuðust þau þrjú börn: Hákon, Öldu Lóu og Þórarin Böðvar. Seinni maki hennar er Kristján Árnason, f. 1934, bók- menntafræðingur og fyrrverandi háskólakennari. Inga Huld lést 27.5. 2014. Merkir Íslendingar Inga Huld Hákonardóttir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! VIAIR Loftdælur, Mikið úrval Tjakkur 2.25T Viðgerðar- kollur, hækkanlegur Mössunarvél Viðgerðarbretti Loftpressa 180L/24L kútur Multitoppur 9-21mm frá 7.495 frá 14.995 4.995 19.9952.485 17.995 7.495 Hleðslutæki í miklu úrvali 6/12/24V. Bílagorma- klemmur 6Amp 4.995 frá 4.995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.