Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 38

Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Ármúla 24 585 2800 - rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 Ljós á mynd: BELLISSIMO frá By Rydéns Óþekka barnið nefnist sýning sem Snorri Ásmundsson myndlist- armaður opnar í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project / Regus í Ármúla 4-6 í dag, mið- vikudag, milli kl. 17 og 19. „Snorri hefur oft verið kall- aður óþekka barnið í íslenskri myndlist og hefur hreyft við sam- félaginu til nokkurra ára með fjölbreyttum og eftirtekt- arverðum sýningum, þar sem hann vinnur með samfélagsleg „tabú“ eins og pólitík og trúar- brögð. Hann hefur fyrst og fremst reynt að ögra félagslegum gildum með gjörningum sínum. Hann leitar sterkra viðbragða og skoðar takmörk náungans og sín eigin,“ segir í tilkynningu frá sýningarhaldara. Að sögn Snorra hefur mál- verkið alltaf átt stóran sess í sköpun hans, en fyrsta opinbera myndlistarsýningin hans sem opnuð var um mitt ár 1996 var málverkasýning. „Þótt ég sé kunnastur fyrir gjörninga mína er það málverkið sem er ódauð- legt og það brauðfæðir mig og það er æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi og í hópi fimm bestu málara í heiminum í dag,“ er haft eftir listamanninum. Snorri, sem er einn af stofn- endum Kling & Bang gallerís, hefur haldið á þriðja tug einka- sýninga, bæði hér á landi og erlendis. Sköpun Málverkið hefur alltaf átt stóran sess í sköpun Snorra. Snorri sýnir Óþekka barnið Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nýr sýningarsalur Nýlistasafnsins á annarri hæð Marshall-hússins við Reykjavíkurhöfn, Grandagarði 20, verður tekinn í notkun um helgina þegar opnuð verður sýningin Rolling Line með verkum og listheimildum myndlistarmannsins Ólafs Lár- ussonar (1951-2014). „Með þessari breytingu er Ný- listasafnið fyrst og fremst að fá tæki- færi til að breiða út vængina í rými sem veldur hugsjónum og krafti stjórnarinnar. Það opnar á svo fjöl- marga möguleika,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Ný- listasafnsins, þegar gengið er með henni um nýja sýningasalinn á ann- arri hæð Marshall-hússins, hinni nýju og spennandi miðstöð myndlistar í Reykjavík. Salurinn er um 220 fer- metrar, opinn og bjartur; með mikilli lofthæð, allt upp í átta metra í innsta hlutanum. Gluggar eru á lang- veggjum, horft yfir höfnina að vestan, og í skrifstofurými hefur merku heimildasafni Nýló verið raðað í hillur sem ná til lofts. „Breytingarnar eru verulegar en Nýlistasafnið heldur áfram að vera Nýló,“ segir hún. „Eitt af því sem okkur finnst svo fallegt við þetta rými er að það ber keim af öllu fyrrverandi húsnæði safnsins! Við sjáum Vatns- stíginn birtast hér en líka vissa eig- inleika frá aðstöðu okkar við Skúla- götu, Grettisgötu og í Núllinu í Bankastræti! Svo er Breiðholtið svo- lítið sér á parti.“ Sýna framsækna myndlist Nýlistasafnið hefur verið starfrækt í nær fjóra áratugi. Það var lengi við Vatnsstíg en hefur nú í allmörg und- anfarin ár skipt nokkuð ört um að- stöðu. Síðustu misseri hefur safnið verið í Efra-Breiðholti – auk þess að setja um tíma upp sýningar í Núllinu. Í Breiðholti verður áfram aðstaða safneignarinnar auk sýningarsalar sem tengist inn í rannsóknir á safn- eigninni. Nýlistasafnið og Reykjavík- urborg „handlönguðu efri salinn í Völvufellinu til Listaháskólans“, segir Þorgerður, og þar munu nemendur myndlistardeildarinnar setja upp nemendagallerí fyrir BA- og MA- deildir skólans. „Þetta rými hér við höfnina er ein- staklega opið og tært, og hálfpartinn tímalaust. Andrýmið er svo mikið,“ segir Þorgerður um salinn í Marsh- all-húsinu. „Í þessari sýningu á verk- um Ólafs Lárussonar vildum við und- irstrika rýmið og reyna að virkja það á alla vegu, án þess að byggja upp hvíta veggi og hólfa það af. Þetta er hrátt iðnaðarrými eins og við höfum áður verið í – nema með hvítara móti. Við höfum til dæmis verið í fyrrverandi kexverksmiðju, smíðaverkstæði, bakaríi og kaffi- brennslu, auk neðanjarðarsalernis. Við munum halda áfram að setja upp að minnsta kosti fimm sýningar á ári og stefnum á að hafa mjög lifandi dagskrá samhliða sýningunum, alls kyns viðburði, gjörningakvöld og aðr- ar uppákomur svo sem fyrirlestra og málþing. Við verðum hvorki meira „kommersíal“ eða meiri stofnun en áður. Nýlistasafnið er bæði listasafn og vettvangur grasrótarinnar. Okkar hlutverk er bara að sýna framsækna myndlist og alla anga hennar; allt frá nýútskrifuðum listamönnum til heim- þekktra listamanna. Inntakið í starf- seminni breytist ekki.“ Alvara lífsins blasir við Ganga má að því sem vísu að Ný- listsafnið verði sýnilegra og betur sótt en áður, í áhugaverðu sambýli við Kling & Bang og verk eftir Ólaf Elí- asson á vegum i8 gallerís, og með veitingastað Leifs Kolbeinssonar í húsinu. En kallar rekstur í þessu stóra rými ekki á aukið fjármagn? „Jú, alvara lífsins blasir við og það verður ekki gerlegt að reka Ný- listasafnið fyrir 20 milljónir á ári eins og við höfum reynt að gera,“ svarar Þorgerður. „Samhliða auknu umfangi safnsins eru reksturinn dýrari. Við forgangsröðum okkar fjármagni allt- af þannig að hver einasta króna nýtist sem best en vissulega er aukin áskor- un að reka starfsemi á tveimur stöð- um. Okkar besti eiginleiki er kannski að vera úrræðagóð og hversu heppin við erum með samstarfsaðila. Við munum halda áfram að finna skap- andi leiðir til að auka eigið fjármagn.“ Þorgerður segir að breytingarnar þýði að minnsta kosti tvöföldun rekstrarkostnaðar. Nú verði til að mynda nauðsynlegt að ráða starfs- mann í fullt starf í yfirsetu, þann fyrsta í hundrað prósenta starf í sögu Nýlistasafnsins. Svakalegir vaxtakippir „Við þurfum að bæta við mannskap og nauðsyn þess að hafa góða og virka stjórn er mikilvæg nú sem aldr- ei fyrr,“ segir hún. „Síðan ljóst var að við kæmum hér inn höfum við verið að móta nýjan strúktúr að rekstr- arformi og við erum bjartsýn á að hann gangi. Við þurfum bara að halda áfram að vera dugleg að sækja um styrki. Þá hefur oft verið nefnt við okkur af hálfu ríkis og sveitarfélaga að kominn sé tími til að Nýlistasafnið fari að rukka aðgangseyri en ég held að það sé einlægur vilji stjórnar að rukka ekki inn á safnið, þannig að all- ir geti notið myndlistar sér að kostn- aðarlausu. Raunveruleikin er þó sá að öll söfn á Íslandi hafa þurft að selja inn eða hækka aðgangseyrinn. Til að þetta gangi upp hjá okkur hér þarf safnið að geta skapað sértekjur en styrkir til myndlistar á Íslandi eru af afar skornum skammti.“ Þorgerður segir að Nýlistasafnið sé að verða miðaldra, fertugt á næsta ári. „En ætli vaxtarkippurinn núna sé ekki eins og árið eftir að maður ferm- ist. Þá eru vaxtarkippirnir svo svaka- legir að öll föt hætta að passa, en það eru líka spennandi tímar.“ Nýir tímar í Nýlistasafninu  Nýlistasafnið breiðir út vængina í björtum og rúmgóðum sýningarsal Morgunblaðið/Einar Falur Sýningarstjórarnir Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forstythe með verk eftir Ólaf Lárusson í sýningarsalnum. Myndlist í Marshall-húsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.