Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 48

Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Emmanuel Macron segist miðjumaður og Evrópusinni en afar athyglisverður pólitískur ferill hans, óhefðbundið hjónaband og loforð um að nútímavæða Frakkland gera það að verkum að hann er talinn standa mun betur að vígi en Marine Le Pen fyrir seinni umferð forsetakosninganna 7. maí. Fari hinn 39 ára gamli fyrrverandi banka- maður með sigur af hólmi verður hann yngsti leiðtogi Frakka í síðari tíma sögu og bindur enda á þá hefð að kosinn sé reyndur og öflugur stjórnmálamaður sem forseti. Þetta er í raun í fyrsta sinn sem Macron tekur þátt í einhvers konar kosningum. Varð hann hlutskarpastur í fyrri umferðinni sunnudaginn 23. apríl og fékk sem mótherja leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, sem varð í öðru sæti. Er það í annað sinn á 10 árum sem kona kemst í seinni umferðina, en Segolene Royal beið lægri hlut fyrir Nicolas Sarkozy 2007. Þau voru fulltrúar gömlu flokkanna sem drottnað hafa yfir frönsku stjórnmálalífi í áratugi en guldu af- hroð sl. sunnudag. „Við höfum brotið blað í stjórnmálasögu Frakklands,“ sagði Macron í sigurvímu eftir að fyrstu tölur um úrslit birtust. Nýjustu fylgismælingar síðustu daga sýna að hann muni fá kringum 60% atkvæða í seinni um- ferðinni og Le Pen um 40%. Ruglaði fræðingana í ríminu Sigurinn í fyrri umferðinni þykir réttlæta að fullu þá ákvörðun hans að segja skilið við ríkisstjórn Francois Hollande forseta í ágúst í fyrra til að einbeita sér að því að byggja upp nýja stjórnmálahreyfingu á stjórnmála- miðjunni, „En Marche“ eða Áfram gakk. „Við getum ekki mætt til leiks með sama fólkið og sömu hugmyndirnar,“ sagði Macron er hann tilkynnti framboð sitt til forseta í nóvember, á ráðningarstofu í úthverfi Par- ísar. Upp frá því hefur hann nær stöðugt verið á síðum blaða og í fréttum útvarps- og sjón- varpsstöðva. Óhætt er að segja að hann hafi ruglað gagnrýnendur sína í ríminu sem héldu því fram, að hann myndi aðeins höfða til þröngs hóps ungra sérmenntaðra stórborg- arbúa. „Í ykkar nafni verð ég … rödd von- arinnar fyrir land okkar og Evrópu,“ sagði Macron er hann ávarpaði stuðningsmenn eft- ir fyrstu umferð kosninganna. „Ég vil verða forseti þjóðrækinna gegn ógninni af þjóðern- issinnum,“ bætti hann við. Franskur almenn- ingur hefur verið afar vonsvikinn með stjórn- málastéttina og þess naut framboð Macrons, sem tappaði af vaxandi óánægju fólks sem þráð hefur umbætur í stórum stíl. Kraumandi óánægja með stjórnvöld undanfarin misseri og óskin um allsherj- arbreytingar er einkennandi fyrir stuðnings- menn Le Pen og fleytti henni í seinni um- ferðina. „Ég er hérna vegna þess að hann er ungur og kraftmikill. Þetta er eins og nýr súrefnisskammtur,“ sagði 23 ára versl- unarkona, Marine Gonidou, við AFP- fréttastofuna á baráttufundi á Bretaníuskaga í janúar. Macron gekk á sínum tíma sama mennta- veg og flestir úr stjórnmálaelítunni frönsku. Hann nam til dæmis við stjórnmála- og leiðtogaháskólann ENA. Þaðan lá leiðin í há- launað starf hjá Rothschild-fjárfesting- arbankanum. Hann gerðist efnahagsráðgjafi Francois Hollande forseta eftir kosningarnar 2012 og tveimur árum síðar var hann skip- aður efnahagsráðherra hans. Þrátt fyrir að keppinautar hans hafi velt honum upp úr hinum nánu tengslum við óvinsælasta forseta í samanlagðri sögu Frakklands virðist sem það hafi ekki bitið á almenning, segir Dom- inique Reynie hjá hugveitunni La fondation pour l’innovation politique de Paris. Óskýr og óræður Ásamt því að tala fyrir umbótum í starfs- umhverfi atvinnulífsins lagði Macron ríka áherslu á að bæta þyrfti menntun í fátækra- hverfum á og svæðum sem orðið hafa út- undan. Ennfremur hefur hann talað gegn því að múslimum í Frakklandi verði ógnað með stífum reglum gegn trúarlegri innrætingu. Það hefur ýtt undir ímynd Macrons sem um- bótamanns að hann hefur verið ötull tals- maður nýsköpunarfyrirtækja og „Uber- íseringar“ efnahagslífsins með vaxandi þátt- töku sjálfstætt starfandi fólks í stað launþega. „Ég vil að það verði auðveldara að stofna fyrirtæki, til að auðvelda nýsköpun,“ er ein af helstu kennisetningum hans, sem Macron útskýrir í þaula í bókinni „Revolution“ sem hann gaf út í vetur. Andstæðingar Macrons sitja enn við þann keip að hann sé viljandi óskýr og óræður í málflutningi sínum. Kristallast það í þeim kinnhesti sem Marine Le Pen veitti mótherja sínum í sjónvarpskappræðum í mars fyrir að vaða elginn. „Herra Macron, kostir yðar eru undursamlegir. Þér hafið haldið sjö mínútna ræðu og mér er ómögulegt að draga saman hvað þér eruð að fara. Þér sögðuð ekki neitt!“ Féll fyrir kennslukonunni Emmanuel Macron hefur ekki aðeins rofið franskar stjórnmálahefðir heldur líka hefðir í einkalífinu. Leikhússunnandinn úr millistétt- arfjölskyldu í norðausturhluta Frakklands féll nefnilega fyrir leikbókmenntakennara sínum í menntaskóla, Brigitte Trogneux. Ást- arsaga þeirra hefur heillað franska fjölmiðla. Trogneux er þriggja barna móðir og 25 árum eldri en Macron. Sótti hún um skilnað frá eiginmanni sínum til að geta gifst hinum unga hæfileikamanni árið 2007. „Þegar Emmanuel var 17 ára sagði hann við mig: „Hvað svo sem þú gerir þá ætla ég að kvænast þér“,“ sagði Trogneux í viðtali við vikuritið Paris Match í fyrra. Mörgum er til efs að sambandið sé eins raunverulegt og það kann að virðast í slúðurtímaritum. Sá kvittur hefur verið á ferðinni að hann væri hommi, en því hefur Macron neyðst til þess oftar en einu sinni að vísa á bug. Macron sýnist afslappaður og hrífandi þeg- ar hann fer út á meðal kjósenda. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að hafa talað niður til fólks, til dæmis með því að segja sláturhúsafólk „ólæst og óskrifandi“, tala um atvinnuleysingja sem „alkóhólista“ og kalla þá „snauða“ sem hafa ekki efni á að ferðast öðruvísi en með áætlunarrútum. Frægt er rifrildi hans við mótmælanda á stuttermabol á baráttufundi í maí í fyrra þar sem Macron missti stjórn á sér og sagði: „Besta leiðin fyrir þig til að eignast jakkaföt er að fara að vinna.“ agas@mbl.is „Rödd vonarinnar fyrir landið og Evrópu“ AFP Kosið Emmanuel Macron og Brigitte Trogneux eiginkona hans greiða atkvæði á kjörstað í Le Touquet í norðurhluta Frakklands. Macron fékk flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tveir ólíkir pólar takast á í seinni umferð frönsku forsetakosninganna, 7. maí næstkomandi. Ekki frambjóð- endur hinna hefðbundnu flokka hægri og vinstri sem drottnað hafa yfir franskri pólitík áratugum sam- an, heldur fulltrúar óháðs framboðs ættjarðarsinna og miðjumanna og svo hinnar þjóðernissinnuðu Þjóð- fylkingar. Ekki skortir ágreininginn og þverstæður í helstu stefnumálum þeirra Emmanuels Macron og Mar- ine Le Pen. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylk- ingarinnar sem faðir hennar stofnaði á sínum tíma, hefur löngum hvatt til þess að Frakkar segi skilið við evr- una og taki frankann aftur í notkun. Sömuleiðis vill hún hætta Schengen- samstarfinu. Hún hefur spáð „dauða“ Evrópusambandsins (ESB) og heitir því að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu, „Frexit“, að hætti Breta um aðild Frakka að ESB. Þá vill hún uppræta ESB-tilskipun er heimilar fyrirtækjum í einu landi sambandsins að senda starfsmenn sína til annars sambandslands og loks er hún mótfallin viðskiptasamn- ingi ESB og Kanada (CETA). Í Evrópumálum eru áherslur fyrr- verandi bankamannsins og efna- hagsráðherrans Macrons allt aðrar. Hann er harður Evrópusinni og vill styrkja evrusvæðið með því að setja löndunum 19 sem brúka evruna sér- leg fjárlög. Hann leggur einnig til að evrusvæðið fái sitt eigið löggjafar- þing og sérstakan fjármálaráðherra. Macron vill einnig að ESB styrki ytri landamæri sín með því að setja á fót sérstakar varnarsveitir til að gæta þeirra og að hersveitir land- anna auki samstarf sitt. Þá vill hann að ESB hækki tolla til að vernda evrópskan iðnað fyrir ósanngjarnri samkeppni, sér í lagi frá Kína. Al- mennt er Macron hlynntur alþjóð- legum viðskiptasamningum og ólíkt Le Pen styður hann samninginn við Kanada. Líta ólíkt á innflytjendamálin Le Pen hefur heitið því að stemma stigu við komu innflytjenda niður í 10.000 á ári að nettótölu, að innflytj- endur verði ekki meira en tíu þús- und fleiri en brottflytjendur. Þá hef- ur hún heitið að stöðva ótímabundið löglega búferlaflutninga til Frakk- lands. Hún myndi einnig þrengja möguleika fólks á að fá hæli í landinu og skerða heimildir innflytjenda til að fá ættingja sína til Frakklands. Ennfremur ætlar hún að gera það með öllu ókleift fyrir ólöglega inn- flytjendur að fá heimilisfesti í Frakklandi. Útlendingum sem dæmdir hafa verið fyrir hryðju- verkastarfsemi eða aðra glæpi heitir Le Pen að vísa sjálfkrafa úr landi. Þá ætlar hún að afnema lög sem ella veita börnum innflytjenda sem fæð- ast í Frakklandi franskan þegnrétt. Loks myndi Le Pen banna áberandi trúarmerki á borð við höfuðblæju og hjúpklæði múslímakvenna, en hún hefur löngum og ítrekað varað við „dauðahættunni“ sem íslamskur strangtrúnaður væri. Macron segist aftur á móti ekki myndu freista þess að banna höfuð- blæjur og hefur heitið því að hraða málsmeðferð hælisleitenda svo hún taki að hámarki ekki lengri tíma en sex mánuði, að meðtalinni hugs- anlegri áfrýjun úrskurða. Hann hef- ur hrósað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir örláta stefnu í málefnum flóttamanna sem leitt hef- ur til þess að til Þýskalands hefur komið rúmlega milljón flóttamanna frá árinu 2015. Opinberir starfsmenn og lífeyrismál Hvorugur frambjóðandinn segist ætla að hrófla við 35 stunda vinnu- vikunni sem ríkisstjórn Sósíalista- flokksins tók upp árið 2000. Macron segist þó munu draga bitið úr lög- gjöfinni með því að heimila fyrir- tækjum að semja hverju fyrir sig við starfsmenn um nýja skipan vinnu- vikunnar. Le Pen vill lækka lífeyrisaldurinn úr 62 árum í 60. Macron vill ekki breyta gildandi aldursviðmiðun en aftur á móti hyggst hann samræma flóknar reglur um lífeyrisaldur opin- berra starfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja í eina löggjöf sem Áberandi andstæður  Málefnin skapa djúpar og breiðar gjár milli Marine Le Pen og Emmanuels Macron fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fer 7. maí. AFP Á verði Franskir hermenn á verði á Mannréttindatorginu framan við Eiffel- turninn í París þegar fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fór fram. Forsetakosningar í Frakklandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.