Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 53

Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Gróðursett Blóm sett niður á grasbletti við bekkinn hans Tómasar Guðmundssonar nálægt Reykjavíkurtjörn en skáldið ástsæla lætur það ekki raska ró sinni og situr kyrrt, djúpt hugsi. Golli Í 7. gr. skipulags- reglna Sjálfstæð- isflokksins segir að landsfundur hafi æðsta vald í málefnum flokksins og marki heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur markaði stefnu flokksins í mál- efnum ferðaþjónust- unnar m.a. með þess- um orðum: „Mikilvægt er að hið opinbera leggi ekki stein í götu ferðaþjónustunnar með aukinni skattlagningu.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sagði m.a. um ferðamál: „Á næstu árum verður lögð áhersla á verkefni [...] sem stuðla að aukinni arðsemi greinarinnar, dreifingu ferðamanna um land allt og skyn- samlegri gjaldtöku, t.d. með bíla- stæðagjöldum.“ Það voru ekki liðn- ir þrír mánuðir frá þessum fögru fyrirheitum þegar þau voru svikin með tillögum um tvö- földun virðisauka- skatts á ferðaþjónustu og þreföldun gistinátt- agjalds. Þessar til- lögur munu minnka arðsemi greinarinnar, hamla gegn dreifingu ferðamanna um land allt og fela í sér mjög óskynsamlega gjald- töku. Þetta hlýtur að komast nálægt því að vera Íslandsmet í við- snúningi. Hörð samkeppni Þessar fyrirætlanir lýsa miklu skilningsleysi á því alþjóðlega sam- keppnisumhverfi sem ferðaþjón- ustan býr við. Lág flugfargjöld og miklir tengimöguleikar gera það að verkum að hægt er að komast nán- ast hvert sem er í heiminum með litlum tilkostnaði. Ferðamenn hafa því úr nær óþrjótandi möguleikum að velja sem þýðir að við þurfum að vera á tánum og tryggja að ferða- mönnum finnist að þeir séu að greiða sanngjarnt verð fyrir það sem þeir fá og vilji koma hingað. Meira en 11% hækkun á verði, ofan á miklar verðhækkanir vegna styrkingar krónunnar, án þess að gæði aukist í réttu hlutfalli mun augljóslega leiða til minni tekna af ferðamönnum en ella, fyrir atvinnu- greinina, ríkissjóð og sveitarfélögin. Kaldar kveðjur Formaður Sjálfstæðisflokksins sendi svo ferðaþjónustunni kaldar kveðjur í viðtali við RÚV hinn 24. apríl sl. Hann sagði að það síðasta sem hann hefði áhyggjur af væri samkeppnisstaða ferðaþjónust- unnar og vísaði þar til fjölgunar ferðamanna. Að nota ferða- mannafjölda sem mælikvarða er jafngáfulegt og að nota fjölda veiddra þorska sem mælikvarða í sjávarútvegi. Það er afkoman sem skiptir öllu máli og afkoma grein- arinnar var ekki góð á síðasta ári og hún stefnir í að verða enn verri á þessu ári vegna hækkunar krón- unnar. Þar koma minni fyrirtæki, sem hafa ekki kost á að baktryggja sig fyrir hækkun krónunnar, verst út. Ríkissjóður þarf hins vegar ekki að kvarta yfir því að fá ekki nægj- anlega stóra sneið, enda er áætlað að tekjur hans af ferðaþjónustu verði um 85 milljarðar á þessu ári á sama tíma og nauðsynlegar fjár- festingar, í innviðum hins opinbera vegna ferðaþjónustunnar, eru minna en 10 milljarðar. Slæm afkoma Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fyrrnefndu viðtali að fjölgun ferðamanna væri á mörkum þess sem við gætum ráðið við. Það er auðvitað tóm þvæla. Það er vel hægt að taka við fleiri ferðamönn- um utan háannatíma og utan vin- sælustu ferðamannastaðanna á Suðvestur- og Suðurlandi. Þessar skattahækkanir eru einmitt líklegar til að koma harðar niður á lands- byggðinni og vetrarferðamennsku og minnka þannig hagkvæmari dreifingu ferðamanna yfir árið og landið. Ég hef stutt Sjálfstæðisflokkinn síðan ég komst til vits og ára, fyrst og fremst vegna þess að hann seg- ist standa fyrir lágum sköttum og góðu rekstrarumhverfi fyrir at- vinnulífið. Það er því sérstaklega erfitt fyrir mann að horfa upp á flokkinn sinn standa fyrir stór- felldum skattahækkunum sem munu skerða verulega samkeppn- ishæfni mikilvægustu atvinnugrein- ar landsins og þannig leiða til þess að greinin muni skila minni skatt- tekjum en ella. Eftir Davíð Þorláksson » Þessar tillögur munu minnka arðsemi greinarinnar, hamla gegn dreifingu ferða- manna um land allt og fela í sér mjög óskyn- samlega gjaldtöku. Davíð Þorláksson Höfundur er fyrrverandi formaður SUS og starfar í ferðaþjónustu. david.thorlaksson@gmail.com Fögur fyrirheit, svikin loforð Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir 8 mánuðum, sem ég nefndi „Seðlabankinn tapar öllu sínu eigin fé og lætur sem ekkert sé“. Þar spáði ég því að um áramót yrði tap Seðlabanka Íslands af gjaldeyrisforða um 113 millljarðar króna. Seðlabankinn birti síðan ársreikning sinn 30. mars sl. og þá kom í ljós að tap bankans af gjaldeyr- isforðanum á árinu 2016 nam 114 milljörðum króna. Það eru auðvitað stórtíðindi, að ein helsta stoð íslensks fjármálakerfis rambi í raun á barmi gjaldþrots sam- kvæmt öllum venju- legum mælikvörðum um efnahag fyrir- tækja og stofnana. Af einhverjum ástæðum hefur hins vegar verið furðu hljótt um þessi afglöp bankans. For- sætisráðherra minnt- ist ekki einu orði á þessa alvarlegu stöðu á ársfundinum og seðlabankastjóri skautar yfir hana af léttúð. Seðlabankastjóri sagði að tap bankans af stöðu sinni í erlendum gjaldmiðlum skipti ekki máli, enda ætti hann jafn margar evrur hvað sem liði gengi íslensku krónunnar. Fólk getur velt því fyrir sér til sam- anburðar hvað því þætti ef fjárfestir sem keypti hlutabréf í Icelandair á genginu 38 á síðasta ári, segði nú þegar gengið er 13, að það skipti ekki máli, því hann ætti jafn mörg bréf í félaginu og áður. Mikið hefur verið fjallað í fjöl- miðlum um tap annars ríkisbanka, Landsbankans, á því að selja hluta- bréf í Borgun, en þar varð bankinn af um 4 milljarða verðmætum. Eins hefur lítillega verið fjallað um tap seðlabankans á því að selja kröfur í Kaupþingi á alltof lágu verði, með 6 milljarða tapi. En þegar seðlabank- inn tapar 114 milljörðum þegja fjöl- miðlarnir þunnu hljóði. Frá áramótum hefur gengi krón- unnar styrkst enn frekar gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum. Staða seðlabankans í erlendum gjaldeyri hefur því versnað auk þess sem há- vaxtastefna bankans býr til milljarðs tap í hverri viku ársins út af vaxta- mun. Þetta er ávinningur sem alþjóð- legir spákaupmenn fá á hverju ári, en íslenskur almenningur greiðir. Það blasir við að fjármálaráðuneytið þarf að leggja seðlabankanum til aukið eigið fé vegna taprekstrar núverandi hávaxtastefnu, það eru peningar sem teknir eru af almenningi. Tap- rekstur seðlabankans mun því sprengja fjármálaáætlun rík- isstjórnarinnar á fyrsta starfsári hennar. Lög um Seðlabanka Íslands frá 2001 kveða á um að hann skuli gæta að stöðugleika fjármálakerfisins. Hvernig getur banki sem tapar öllu sínu eigin fé sinnt því hlutverki? Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út rit sem fjalla um seðlabanka sem tapa öllu sínu eigin fé og hvernig slík óstjórn bitnar á trúverðugleika hag- kerfa og þar með almenningi. Hver er eiginlega stefna Seðla- banka Íslands að þessu leyti? Af hverju er þetta ekkert rætt? Er öll- um bara alveg sama? Eftir Heiðar Guðjónsson » Það eru auðvitað stórtíðindi, að ein helsta stoð íslensks fjár- málakerfis rambi í raun á barmi gjaldþrots sam- kvæmt öllum venjuleg- um mælikvörðum um efnahag fyrirtækja og stofnana. Heiðar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. Seðlabankinn er búinn með allt sitt eigið fé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.