Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 94

Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Documenta 14 er stærsta listsýning í heimi. Hún hefur verið haldin annað hvert ár frá 1955 og hingað til alltaf í Kassel í Þýskalandi. Nú bættist Aþena við sem sýningarstaður og var sýningin opnuð hér 8. apríl. Eins og heitið Documenta 14 ber með sér er þetta í 14. skipti sem sýningin er sett upp en þessi gríski hluti hennar í Aþenu er opinn til 16. júlí. Hvað aðalsýninguna í Kassel varðar þá verður hún með svipuðu formi og áður og stendur frá 10. júní til 17. september. Báðir hlutar Docu- menta eru því opnir í eitt hundrað daga en sú er hefðin. Grikkir eru flestir mjög stoltir yfir því að hafa fengið hingað fyrstu Documenta-sýninguna sem sett er upp utan Þýskalands en heiti gríska hlutans er Að læra af Aþenu. Það var spænskur heimspekingur, Paul Preciado að nafni sem er náinn sam- starfsmaður stjórnanda Documenta, sem ákvað að taka boði um húsnæði að hafa miðstöð sýningarinnar í. Það stendur í Parco Elefteria, Frels- isgarðinum svonefnda, og er rétt fyrir aftan hina frægu tónlistarhöll Megaro Musikis. Preciado vildi fjalla um einræði og lýðræði og benda jafnframt á erfiða stöðu hin- segin fólks. Þegar hann birti skýrslu með hugmyndum sínum um sýning- arstaðinn og viðfangsefnin voru ýmsir allt annað en ánægðir og hneyksluðust þá einkum vegna vals- ins á aðslsýningarstaðnum, sem var miðstöð herforingjastjórnarinnar á einræðisárunum í Grikklandi. Dag- blöðin fylltust af skammargreinum, bæði menningarsíðurnar og hinn pólitíski hluti blaðanna. Nú í apríl er vorið komið í suður- hluta Grikklands, tré og runnar standa í blóma og veðrið er þægi- legt, engir vetrarstormar lengur, hitinn á daginn er 15 til 25 gráður og veitingahúsin hafa flest borð og stóla úti. Því er þetta góður tími til að hefja dagskrá Documenta. Hinn list- ræni þáttur hátíðarinnar felst að mestu leyti í performönsum eða gjörningum og oft undir berum himni, í görðum og á torgum borg- arinnar. Það passar ágætlega við heimspeki, sem er helsta viðvangs- efni Dokumenta 14 í Aþenu eins og innihald endurspeglast í sýning- arskránum tveimur sem gefnar eru út á þýsku, ensku og grísku og nefn- ast upp á ensku Reader og Daybook. „Lesbókin“ er 708 bls. en „Dag- bókin“ ótölusett en með fleiri mynd- um. Fyrir þá sem koma að sjá sýn- inguna er best að kaupa heftið Athens Map Booklett sem er viðbót við Daybook og inniheldur góð kort af sýningarstöðunum og kynnir auk þess allt listafólkið og verk þess. Pólskur sýningarstjóri Stjórnandi Documenta 14 er Adam Szymczyk sem fæddist 1970 í Póllandi og er enn unglegur að sjá, grannur og með innslegnar kinnar. Hann lærði myndlist og bókmenntir og rak fyrstu starfsárin gallerí í Pól- landi en á árunum 2003 til 2016 stýrði hann listasafninu í Basel í Sviss. Hann var síðan með góðum fyrirvara, árið 2013, valinn stjórn- andi Documenta 14 og hafði því góð- an tíma, fjögur ár, til að undirbúa sýninguna. Hann segist hafa þekkt alla samstarfsmenn sína þegar hann hóf undirbúninginn en þeim hefur síðan fjölgað verulega; þegar kynnt var að sýningin yrði í tveimur lönd- um voru starfsmennirnir orðnir yfir 200 talsins og Szymczyk hættur að þekkja alla persónulega. Langur undirbúningstíminn fyrir Szymczyk og allt hans fólk var nauðsynlegur því fyrirspurnir voru sendar út um löndin um viðfangsefnin en nú var starfsfólk Documenta samhliða myndlistinni að undirbúa sýningu um heimspeki í samtímanum. Sýn- ingarskrárnar bera vitni um þetta ferli og viðfangsefnin. En áherslan á samtímamyndlistina verður áfram í Kassel og talsverður munur á fram- setningunni á sýningarstöðunum tveimur. Til marks um áhugann á sýning- unum voru á blaðamannafundinum hér tveim dögum fyrir opnunina sæti fyrir 1.000 manns og á sviðinu sat allt samstarfsfólkið, 200 að tölu, listfræðingar, heimspekingar og aðrir sérfræðingar. Og flestir héldu stutta tölu, eina til tvær mínútur um heimsmálin. Fjármál að sumu leyti leynileg Skömmu eftir að einni Docu- menta-sýningu lýkur er vanalega nýr stjórnandi næstu sýningar val- inn af nefnd sem skipuð er fulltrúum þeirra sem borga brúsann og sú upphæð hleypur á milljónum. Ég Að læra af Aþenu Grímur Innsetning eftir kanadíska listamanninn Beau Dicks. Fortíð Verk eftir Pólverjann Piotr Uklanski og hina bandarísku McDermott & McGough. AFP Sýningarstjórarnir Stjórnandi Documenta 14, Adam Szymczyk, í fremstu röð á fjölsóttum blaðamannafundinum. Hin viðamikla myndlistarsýning Documenta er sett upp Kassel í Þýskalandi á fimm ára fresti og er ætlað að veita yfirsýn yfir mikilvæga strauma og stefnur í samtímyndlistinni. Documenta 14 verður opnuð í Kassel í júní en í fyrsta skipti hef- ur hluti sýningarinnar verið settur upp í annarri borg og öðru landi en sýningin hófst nú í Aþenu. Helgi Briem Sæmundsson skrifar frá Grikklandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.