Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
HARÐPARKET
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Nú standa yfir framkvæmdir á lóð
Stjórnarráðshússins við Lækjartorg.
Verið er að endurnýja rafmagns-
lagnir sem voru úr sér gengnar og í
sumum tilvikum ónýtar. Flóðlýsing
við hús og styttur var orðin gömul og
mörg ljósanna voru hætt að virka.
Að framkvæmdum loknum má
segja að húsið sjálft og stytturnar
tvær sem þar standa muni sjást í nýju
ljósi. Þeir Kristján IX. Danakon-
ungur, sem færði okkur fyrstu stjórn-
arskrána 1874, og Hannes Hafstein,
fyrsti ráðherra Íslands, verða fram-
vegis baðaðir í LED-ljósi af fullkomn-
ustu gerð. Hin nýja tækni mun einnig
bjóða upp á lýsingu í lit og stýring
ljósanna verður auðveldari.
Stjórnarráðsbyggingin var tekin í
notkun veturinn 1770-71 og var í
fyrstu helsta tukthús landsins. Tukt-
húsið var lagt niður árið 1816. Árið
1904 tók fyrsta íslenska ráðuneytið til
starfa í húsinu, og síðar stjórnar-
ráðið, sem húsið heitir eftir, 1918.
Nú er forsætisráðuneytið þar til
húsa. Við Stjórnarráðshúsið var ís-
lenskur þjóðfáni dreginn fyrst að
húni. „Við vonum að þetta verði til að
fegra aðkomuna að húsinu, sér-
staklega í skammdeginu,“ segir Sig-
urður Már Jónsson, upplýsinga-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
sisi@mbl.is
Kristján IX.
og Hannes í
LED-ljósi
Morgunblaðið/Golli
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Kristján Þór Júlíusson menntamála-
ráðherra segir að framhaldsskóla-
nemum á Íslandi sé að fækka stórum
og muni halda áfram að fækka fram
til ársins 2020. Bara á höfuðborgar-
svæðinu fækki framhaldsskólanem-
um á milli skólaáranna 2017 og 2018
um 620.
Hörð gagnrýni kom fram hjá
stjórnarandstöðunni á Alþingi í gær,
þegar til umræðu var frétt RÚV frá
því í gærmorgun, þar sem fjallað var
um áform menntamálaráðherra um
að sameina Tækniskólann og Fjöl-
brautaskólann við Ármúla (FÁ).
„Þetta er skandall,“ sagði Oddný
Harðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, á þingi. „Jú, það á að fara
í einkavæðingu með því að sameina
Fjölbrautaskólann í Ármúla Tækni-
skólanum, sem er vissulega einka-
rekinn, án allrar umræðu við þingið,
án þess að nokkur stefnumótandi
umræða hafi verið tekin á vettvangi
þingsins,“ sagði Katrín Jakobsdótt-
ir, formaður VG.
Einnig var Fé-
lag framhalds-
skólakennara
gagnrýnið í um-
sögn sinni um
áformin.
Menntamála-
ráðherra var er-
lendis, þegar
Morgunblaðið
náði tali af honum
síðdegis í gær.
Aðspurður hvað hann segði um
harða gagnrýni á sameiningaráform-
in og uppnámið sem varð á Alþingi
eftir hádegi í gær, sagði Kristján
Þór: „Við erum að skoða það í ráðu-
neytinu, með hvaða hætti við mætum
fyrirsjáanlegri fækkun nemenda í
framhaldsskólum fram til ársins
2020. Bara á höfuðborgarsvæðinu er
áætluð fækkun nemenda 620 á milli
skólaáranna 2017 og 2018. Eitt af því
sem við höfum verið að skoða er
möguleg sameining Tækniskólans
og Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Málið er enn í skoðun ásamt ýmsu
öðru.“
Kristján Þór sagðist enga skýr-
ingu kunna á hörðum viðbrögðum
stjórnarandstöðuþingmanna á Al-
þingi í gær við þessum hugsanlegu
sameiningaráformum.
Áhyggjur af rekstrarformi
„Það virðist vera mjög viðkvæmt
þegar framkvæmdavaldið er að leita
leiða til þess að mæta þeim áskor-
unum sem þarf að glíma við. Ein-
hverjir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar virðast hafa miklar áhyggjur
af rekstrarformi. Í þeim efnum
finnst mér þingmenn líta algjörlega
framhjá innihaldinu í því sem verið
er að gera og snýst fyrst og fremst
um með hvaða hætti við ætlum að
bjóða námsmönnum sem fjölbreytt-
ast nám og af sem mestum gæðum,“
sagði Kristján Þór jafnframt.
Menntamálaráðherra mun í dag
mæta á fund allsherjar- og mennta-
málanefndar Alþingis og skýra
áform ráðuneytisins. Frá því greindi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, for-
maður allsherjar- og menntamála-
nefndar, á Alþingi í gær og að ráð-
herrann myndi koma aftur á fund
nefndarinnar á þriðjudag.
Fækkar um 620
Ráðuneytið leiti leiða til að mæta fyrirsjáanlegri fækkun
nema Verið að skoða sameiningu Tækniskólans og FÁ
Kristján Þór
Júlíusson.
Borgarráð samþykkti í gær að lækka
leikskólagjöld í Reykjavík um 200
milljónir króna á ársgrundvelli.
Borgarráð segir lækkunina í sam-
ræmi við samstarfsyfirlýsingu meiri-
hluta borgarstjórnar í ljósi niður-
stöðu ársreiknings borgarinnar fyrir
árið 2016.
Lækkunin var samþykkt með fjór-
um atkvæðum borgarráðsfulltrúa
Samfylkingarinnar, Bjartrar fram-
tíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn
tveimur atkvæðum borgarráðsfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins.
Lögðust gegn lækkuninni
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar
og flugvallarvina sat hjá við af-
greiðslu málsins en lagði fram bókun
þess efnis að meirihlutanum í borg-
inni væri ekki stætt á því að koma
fram með tillögu um lækkun leik-
skólagjalda án þess að tryggt væri
að fæðisgjald hækkaði ekki á móti.
„Síðast þegar þetta var reynt, til að
uppfylla samstarfssáttmála meiri-
hlutans, þá var fæðisgjald hækkað
um þá fjárhæð sem lækkunin nam og
því um málamyndalækkun að ræða,“
segir í bókun fulltrúa Framsóknar
og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði gegn
lækkuninni og lögðu fram bókun
þess efnis að full þörf væri á um-
ræddum fjármunum til að bæta fjár-
svelta leikskóla borgarinnar.
„Nefna má að viðhaldi fjölmargra
leikskóla og leikskólalóða er ábóta-
vant, aðstæður starfsmanna eru víða
ófullnægjandi og fjárveitingar til
fæðiskaupa skornar við nögl,“ segir í
bókun sjálfstæðismanna. Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir í samtali við
Morgunblaðið að ekki sé búið nægi-
lega vel að leikskólum í borginni og
þá skorti peninga. Hann bætir jafn-
framt við að ennþá vanti stöðugildi
leikskólakennara hjá borginni en
ekki sé komin varanleg lausn á þeim
málum. „Neysluhlé var afnumið, sem
var greiðsla sem leikskólakennarar
fengu fyrir að vinna í matartíma sín-
um. Nú stendur til að fjölga leik-
skólarýmum og leikskólakennarar
hafa bent okkur á að það sé gott að
fjölga rýmum, en það þarf að manna
stöðurnar,“ segir Kjartan.
mhj@mbl.is
Lækka leikskólagjöld
Meirihlutinn í Reykjavík lækkaði leikskólagjöld um 200
milljónir á ársgrundvelli Sjálfstæðismenn bókuðu andmæli
Kærunefnd jafnréttismála komst að
þeirri niðurstöðu að fjármála- og
efnahagsráðuneytið hefði brotið gegn
jafnréttislögum við ráðningu í emb-
ætti skrifstofustjóra skrifstofu op-
inberra fjármála sem það hafði aug-
lýst laust til umsóknar 2. júní 2016.
Kærandinn í málinu sem er Helga
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB,
taldi að brotið hefði verið gegn
jafnréttislögum þegar Björn Þór Her-
mannsson var skipaður í embættið.
Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins var kærð 27. janúar 2017.
Málið var tekið fyrir á fundi kæru-
nefndar í gær og komst hún að þeirri
niðurstöðu að Helga hefði verið í það
minnsta jafn hæf og Björn Þór. Í
niðurstöðu nefndarinnar segir að
leiddar hafi verið líkur að því að ráðu-
neytið hafi mismunað kæranda á
grundvelli kynferðis og þykir ráðu-
neytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar
ástæður hafi legið þar til grundvallar.
Helga sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hún hefði ekki tekið
ákvörðun um með hvaða hætti hún
myndi bregðast við úrskurðinum.
mhj@mbl.is
Braut jafn-
réttislög
Byrjað er að vaxa í ám og lækjum
um allt norðan- og austanvert land-
ið vegna hlýinda. Næstu daga verð-
ur hlýtt á öllu landinu svo Veð-
urstofan telur í viðvörun að gera
megi ráð fyrir leysingum um mest-
allt land.
Hækkað hefur í Héraðsvötnum í
Skagafirði og flæða þau yfir bakka
sína, á tún og að bæjum sem standa
lægst.
„Mér fannst vötnin vaxa rólega í
gær og fyrradag, þegar hitinn var
meiri. Nú sér maður úti á Skaga-
firði að sjórinn er tvílitur. Vötnin
eru greinilega að skila miklu fram,“
sagði Eiríkur Loftsson á Sauðár-
króki, jarðræktarráðunautur hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í
samtali í gær.
Vatnavextirnir gerðust hratt
Oft eru vatnavextir í Héraðsvötn-
um á vorin og flýtur þá vatn upp úr
skurðum og yfir tún og að húsum.
Það var reyndin á einhverjum bæj-
um sem standa lágt við vötnin. Ekki
þó meira en oft er, samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins.
Jörð hefur tekið stakkaskiptum í
hlýindunum undanfarna daga. Ei-
ríkur segir að jörð sé klakalaus og
því fljót að hitna og grasið hafi tek-
ið strax við sér.
Bændur eru að plægja og sá í
kornakra og eru byrjaðir að bera
tilbúinn áburð á tún. „Þetta gerðist
svo hratt að menn voru varla við-
búnir,“ segir Eiríkur.
helgi@mbl.is
Varar við flóðum
um land allt
Ár flæða upp á tún og að húsum
Morgunblaðið/Eggert
Vatnavextir Oft eru vatnavextir í
Héraðsvötnum í Skagfirði á vorin.