Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is
Fasteignasalinn þinn
fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda
Sirrý
lögg. fasteignasali
Erna Vals
lögg. fasteignasali
Íris Hall
lögg. fasteignasali
Morgunblaðið/Golli
Á tískupallinum Útskriftarsýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Tískusýning útskriftarnemavið hönnunar- og arki-tektadeild ListaháskólaÍslands í Hörpu í fyrra-
kvöld var ekki hefðbundin í þeim
skilningi að kynna splunkunýja
tískustrauma. Hún gæti þó verið
vísir að því sem koma skal. Í aug-
um margra óinnmúraðra var við-
burðurinn frekar listsýning með
gangandi listaverkum. Og sem slík
býsna margslungin og verkin mörg
hver bæði frumleg og furðuleg.
Sköpurum þeirra virtist liggja heil-
mikið á hjarta.
Tíska eða list? Hver er munur-
inn? Förum ekki út í þá sálma.
Katrín María Káradóttir, fagstjóri
fatahönnunardeildar, er meira en
tvævetur í starfi og hefur fylgt
nokkrum hópum gegnum BA-
námið. Hvað segir hún um nem-
endur sína og verk þeirra?
„Þeir eru tíu talsins að þessu
sinni, sjö stelpur og þrír strákar,
og fengu algjörlega listrænt frelsi.
Þeim var einungis uppálagt að
vinna og tefla fram sex til tíu al-
klæðnuðum. Þótt við kennararnir
leiðbeinum þeim í náminu er kons-
eptið nemendanna sjálfra. Við
reynum ekki að beina þeim á aðrar
brautir, heldur viljum við að þeir
skapi sín eigin verk og standi heils-
hugar með þeim. Öfugt við hópinn
sem útskrifaðist í fyrra og var
meira á ljóðrænu nótunum eru
flestir í útskriftarhópnum núna
með „attitjúd“ ef svo má að orði
komast. Þeir hafa miklar skoðanir
og eru gagnrýnir á ýmislegt í sam-
félaginu, jafnvel hápólitískir,“ segir
Katrín María og örlar á stolti í
röddinni.
Stemmning og tíðarandi
Henni finnst áhugavert hvern-
ig hóparnir tjá sig með mismun-
andi hætti frá ári til árs, rétt eins
og þeir fylgi ákveðnum þemum,
sem þó er hvergi kveðið á um.
„Hugsanlega skapast hópstemmn-
ing hjá nemendum sem eru búnir
að vinna gríðarlega mikið og lengi
saman. Tíðarandinn hefur líka mik-
ið að segja, enda margt sem brenn-
ur á ungu fólki nú um stundir.“
Til að geta hampað BA-
gráðunum sínum með sóma og
sann dugði nemendum ekki að
hanna bara eitthvað út í bláinn.
Þeir þurftu að skila inn stuttri
greinargerð þar sem þeir lýsa
kveikjunni að hugmyndinni sem og
hugmyndafræðinni að baki fatalín-
um sínum. „Margir skrifuðu af-
skaplega beinskeytta og harða
pólitíska texta,“ segir Katrín
María.
Hún viðurkennir að sér hafi
komið svolítið á óvart hversu ein-
arðir margir voru í afstöðu sinni til
einstakra mála, t.d. í því að nota
ekki dýraafurðir eða ný efni í
hönnun sinni. „Endurnýting var
leiðarstefið hjá sumum, einn nem-
andinn upphóf femínisma, aðrir
deildu á meinta karlmennskuímynd
eða græðgina í samfélaginu. Og
húsmóðirin fékk ekki einu sinni að
vera í friði,“ segir Katrín María
brosandi og útskýrir síðastnefnda
fyrirbærið aðeins nánar: „Nemand-
inn túlkar í hönnun sinni hversu
honum finnst hugmyndin um að
konur hafi þurft að velja á milli
starfsframa og fjölskyldu fjarlæg
og framandi.“
Þrátt fyrir eiturharðar skoð-
anir útskriftarnemanna tekur
Katrín María sérstaklega fram að
þeir séu upp til hópa voða ljúft og
geðþekkt fólk.
En það er margt í mörgu og
fötunum líka.
Samfélagsrýni í spjörunum
Fatahönnuðum framtíðarinnar liggur mikið á hjarta eins og varla fór framhjá gestum á útskriftarsýningu þeirra í
Hörpu í fyrrakvöld. Katrín María Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, segir flest verkanna spegla „attitjúd“
skapara þeirra, enda nemendurnir tíu með miklar skoðanir. Tveir þeirra, Darren og Kristín, liggja ekkert á sínum.
Morgunblaðið/Ómar
Fagstjórinn Katrín M. Káradóttir.
Verkefni fatahönnunarnemanna
verða sýnd á útskriftarhátíð LHÍ,
sem opnuð verður 13. maí í
Hafnarhúsinu.
Grasagarður Reykjavíkur, fræðslu-
átakið Reykjavík iðandi af lífi og
Fuglavernd bjóða gestum og gang-
andi í lífveruleit í Grasagarði
Reykjavíkur í Laugardal kl. 11 á
morgun, laugardag 6. maí. Gestir og
sérfræðingar garðsins leita uppi
plöntur, skordýr, fugla, fiska, mosa
og fléttur til greiningar. Starfsfólk
garðsins þekkir hinar 5.000 teg-
undir plantna sem hefur verið plant-
að skipulega í garðinn en þar
leynist einnig mikið af öðrum
plöntum og lífverum sem bíða upp-
götvunar. Gestir eru hvattir til að
taka með sér flórubækur, stækkun-
argler, kíkja og myndavélar.
Í lífveruleit er lögð áhersla á að
finna og greina eins margar teg-
undir og mögulegt er á ákveðnum
afmörkuðum stað yfir ákveðinn
stuttan tíma.
Grasagarðurinn í Laugardal
Tækifæri Lífveruleit er tækifæri til að
fræðast um fjölbreytni náttúrunnar.
Leitað að
plöntum og
pöddum
Hljómsveitin Kiriyama Family hefur
gefið út sína aðra plötu, Waiting
For …, og fagnar henni með útgáfu-
tónleikum á Hard Rock Café frá
klukkan tíu til miðnættis í kvöld,
föstudaginn 5. maí.
Endilega …
… fagnið
með Kiriyama
Jú, hann er orðin þreyttur hann Fil-
ippus drottningarmaður í Englandi,
og skal engan undra, maðurinn er 95
ára. Hann ætlar að hætta að sinna
konunglegum skyldum sínum síðar á
þessu ári. Þetta var formlega til-
kynnt í gær á fundi við Buck-
inghamhöll. Filippus, hertoginn af
Edinborg, fæddist á grísku eyjunni
Korfu 10. júní árið 1921, og var
einkasonur Andrews Grikklandsprins
en móðir hans var Alice, prinsessan
af Battenberg. Filippus prins gekk
ungur að árum til liðs við konung-
lega herinn og tók meðal annars þátt
í bardögum á hafi úti í síðari heims-
styrjöldinni.
Elísabet II. og Filippus hafa verið
lengi samstiga í lífinu, þau fagna 70
ára brúðkaupsafmæli í nóvember á
þessu ári. Þau hittust í fyrsta sinn
þegar Elísabet var aðeins 13 ára en
hann 18 ára. Þau trúlofuðust átta ár-
um síðar opinberlega árið 1947, þeg-
ar hann var 26 ára en hún 21 árs.
Fjórum mánuðum síðar fór brúðkaup
þeirra fram í Westminster Abbey.
Þau hjónakornin hafa eignast fjögur
börn saman, Karl fæddist árið 1948
og systir hans Anna kom í heiminn
tveimur árum síðar. Andrés bættist í
hópinn árið 1960 og Edvard sá
yngsti fjórum árum síðar.
Filippusi er lýst sem viljasterkum
Filippus drottningarmaður er viljasterkur og blátt áfram
Vill bera sínar töskur sjálfur
AFP
Í gegnum súrt og sætt Filippus í skotapilsi árið 2014 með Elísabetu sinni.