Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
1.395
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
585
Strákústar
á tannbursta
verði
Garðkló Garðskófla
595
1.995
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 1.995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
4.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
999
Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Sláttuorf
3.999
manni, orkumiklum og blátt áfram.
Sumir segja að hann hafi komið líkt
og ferskur andblær inn í konungs-
fjölskylduna. Hann hefur brotið á
bak aftur ýmsar gamlar hefðir við
hina konunglegu hirð, til dæmis vill
hann bera sínar töskur sjálfur og
hann neitar að hringja bjöllu til að
panta mat. Sagt er að Filippus hafi
vonast til að lifa nokkuð áhyggju-
lausu lífi fyrstu árin eftir brúðkaup
þeirra hjóna og skapa sér glæstan
feril í sjóhernum, en óvænt andlát
tengdaföður hans árið 1952, aðeins
fimm árum eftir brúðkaupið, gerði
þær vonir að engu. Þegar kona hans,
Elísabet, var krýnd drottning, tóku
við skyldur hans sem drottningar-
manns, og líf hans og staða ger-
breyttist. Fram að því hafði hann
verið höfuð fjölskyldunnar. Hann var
aðeins 31 árs við þessi vatnaskil, og
það ku í hans tilfelli hafa verið allt of
snemmt fyrir svo orkumikinn ungan
mann að þurfa frá þeim degi að
ganga í vissri fjarlægð aftan við
konu sína á hverjum opinbera við-
burðinum á fætur öðrum.
Filippus er sérlega áhugasamur
um vísindi, iðnað og verkfræði. Um-
hverfismál og náttúruvernd eru hon-
um einnig afar hugleikin, og hann
eignaðist sinn fyrsta rafmagnsbíl
1960. Hann er ákafur íþróttamaður
og nýtur þess að leika póló og sigla.
Einnig er hann hæfileikaríkur flug-
maður og var fyrsti meðlimur kon-
ungsfjölskyldunnar til að fljúga í
þyrlu frá garðinum í Buckingham-
höll.
AFP
Reffilegur Í fullum skrúða á níræð-
isafmæli sínu fyrir fimm árum.
AFP
Ung Elísabet og Filippus fyrir 70 ár-
um á brúðkaupsdeginum.
„Fatalínan mín snýst um
spurninguna hvað sé dýr-
mætt og hvað geri hlutina
verðmæta,“ segir Kristín
Karlsdóttir, en viðurkennir
að hún hafi svarið ekki alveg
á takteinum. „Pælingin er að
hlutur sé dýrmætur ef ein-
hver hefur lagt ást og hugs-
un í gerð hans, þótt hann sé
ekki úr dýrum efnum. Ég hef
svolítið verið að vinna með
efni í fatnað þannig að hann
virki verðmætur úr fjar-
lægð,“ útskýrir hún og nefn-
ir krókódílaleður – eða
kannski frekar krókódílaleð-
urlíki – úr byggingarsílíkoni.
„Það lítur „fjarska“ vel út,
en svo þegar nær er komið
sést að ekki er allt sem sýn-
ist. Og það er einmitt það
sem ég vildi sagt hafa.“
Útskriftarverkefni Krist-
ínar eru sjö alklæðnaðir og
alls konar fylgihlutir. „Mjög
hlaðið,“ segir hún. „Ég er
með kórónur úr skrúfum og
nota mikið byggingarefni og
annað sem tengist verka-
lýðnum í flíkur að hætti
ríkra aristókrata. Í rauninni
er línan mín satíra um allt-
umlykjandi mannlega
græðgina í heiminum. Of-
neyslan er yfirþyrmandi, við
viljum alltaf meira og meira
og allt strax. Öfugt við hugs-
unarleysið núna, þótti mikill
viðburður í gamla daga að
eignast flík.“
Hún segir ádeiluna einnig
að vissu leyti felast í að flík-
urnar séu úr gervifeldum,
plasti, sílíkoni og öðrum
óumhverfisvænum efnum.
„Ég sæki innblásturinn í ar-
istókratíu og alls konar tákn
með vísanir í kóngafólk,
gamla herforingja, Viktoríu-
tímabilið og þvíumlíkt. Í stað
þess að leita í eitt tímabil
nýti ég fáfræði mína og gef
mér frelsi til að blanda öllu
saman og skírskota til þess
sem gjarnan er kennt við
ríkidæmi, en er í raun inni-
haldslaus gerviheimur.“
Spurningunni hvort sjálf
myndi hún skrýðast flík-
unum úr útskriftarverkefni
sínu svarar hún játandi. „En
ég er líka alveg kolklikkuð,“
bætir hún við.
Kristín var í lögfræðinámi
í Háskóla Íslands í nokkur ár
áður en hún ákvað að snúa
sér að fatahönnun. „Maður
lifir bara einu sinni,“ segir
hún. Draumur hennar er að
komast í starfsnám hjá
flottum hönnuði í einhverri
stórborg Evrópu.
Morgunblaðið/Golli
Dýrmætt Kristín mátar kórónu úr skrúfum, sem fer henni vel.
Satíra um græðgina í heiminum
Kristín Karlsdóttir
Innblásturinn Kristín sækir innblásturinn í alls konar tákn
með vísanir í kóngafólk, Viktoríu-tímabilið og þvíumlíkt.
Eftir eitt ár á myndlist-
arbraut í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti ákvað
Darren Mark Donquiz Trini-
dad að hefja nám í fata-
hönnun í LHÍ. Og hann sér
ekki eftir þeirri ákvörðun.
„Ég var alltaf að pæla í föt-
unum á fígúrurnar sem ég
teiknaði,“ útskýrir hann og
bætir við að áhrif myndlist-
arinnar skíni í gegn í allri
hans hönnun.
Útskriftarverkefnið er
átta alklæðnaðir, jafn-
margir á hvort kynið. Raun-
ar vill hann ekki gera mik-
inn greinarmun á fatnaði
fyrir karla annars vegar og
konur hins vegar. Aðal-
atriðið sé að fólk sjái feg-
urðina í flíkinni. „Mér
finnst ekki skipta máli
hvort um karlmanns- eða
kvenmannsföt er að ræða
eða hvort kynið klæðist
þeim. Þótt ég skilgreini
fatalínu mína ekki sem uni-
sex, eru skilin í mínum
huga óljós á milli kynjanna
hvað klæðaburð varðar.
Stundum nota ég eitthvað
dæmigert fyrir kvenfatnað í
karlmannaflíkur og öfug.
Ég er fyrst og fremst að
fagna fjölbreytileikanum og
höfða til þeirra sem þora
að klæða sig áberandi og
öðruvísi en aðrir – tjá per-
sónuleika sinn og hugar-
ástand í gegnum klæðn-
aðinn. Það er alltaf einhver
ástæða fyrir því hvernig
fólk klæðir sig þegar það
fer út úr húsi.“
Darren saumaði fatn-
aðinn til jafns upp úr göml-
um fötum frá Rauða kross-
inum sem og nýjum efnum.
Hann beitti í bland hefð-
bundnum aðferðum við
vinnufatasaum og klæð-
skerasaum. Flíkurnar eru
aðallega úr gallaefnum, ull
og teygjanlegum prjónaefn-
um. Hann gerir ekki ráð
fyrir að Jón og Gunna
myndu ganga í fötunum
sem hann teflir fram á út-
skriftarsýningunni, enda
sérstaklega hannaðir fyrir
hana. En hann sjálfur? Já.
Eftir námið hyggst Dar-
ren sækja um vinnu hjá
fatahönnunarfyrirtæki í út-
löndum. Hann langar að
læra meira gegnum starf,
en telur þó ekki útilokað
að taka masterinn seinna
meir. „Maður veit aldrei
hvað kemur upp á og
hvaða leiðir opnast,“ segir
hann.
Darren Mark Donquiz Trinidad
Höfðar til þeirra sem þora
Morgunblaðið/Golli
Fegurð Darri segir aðalatriðið að fólk sjái fegurðina í flíkinni.
Fyrir konur og karla Darren notar oft efni og skraut sem er
dæmigert fyrir kvenfatnað í karlaflíkur og öfugt.