Morgunblaðið - 05.05.2017, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Mótmælt var enn og aftur í Venesúela í gær, þegar há-
skólastúdentar í höfuðborginni Caracas skipulögðu
fjöldagöngu gegn Nicolás Maduro og fyrirætlun hans að
breyta stjórnarskrá landsins. Staðfest var að lög-
reglumaður hefði látist eftir að átök brutust út milli lög-
reglunnar og mótmælenda á miðvikudaginn, en táragas
og Molotov-kokkteilar gengu þá á víxl milli fylkinganna.
Alls hafa 33 látist í mótmælum síðustu vikna.
AFP
Táragas og Molotov-kokkteilar á víxl
Sættir náðust í gær milli Rússa og
Írana annars vegar og Tyrkja hins
vegar um að „öruggum svæðum“
yrði komið á í Sýrlandi, með það að
markmiði að ýta undir vopnahlé. Var
það helsta niðurstaða friðarvið-
ræðna sem haldnar voru í vikunni í
Astana, höfuðborg Kasakstans, að
undirlagi Rússa. Nokkrir af fulltrú-
um uppreisnarmanna yfirgáfu hins
vegar fundarsalinn með hrópum og
köllum við undirritun samkomulags-
ins. Beindist reiði þeirra einkum að
Írönum.
Samkvæmt skilmálum samkomu-
lagsins verða nokkur héruð Sýr-
lands skilgreind sem „örugg svæði“ í
hálft ár. Verður lögð áhersla á að
vopnaviðskiptum stríðandi fylkinga
á þessum svæðum verði hætt, þann-
ig að ráðrúm gefist til þess að að-
stoða flóttamenn og koma hjálpar-
gögnum til þeirra sem bágstaddir
eru.
Ná sáttum
um „örugg
svæði“
Friðarviðræðum
í Astana lokið
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkti í gær með 217 atkvæðum
gegn 213 umdeildar breytingar á
Obamacare-lögunum svonefndu eftir
að háttsettir repúblikanar í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings höfðu ýtt á
eftir því að gengið yrði til atkvæða
um það. Frumvarpið hafði áður kom-
ið til umræðu í mars, en var tekið af
dagskrá, þar sem ljóst þótti að ekki
myndi vera nægur stuðningur við
það í fulltrúadeildinni.
Eitt af því sem þá kom í veg fyrir
að frumvarpið næði fram að ganga
var að fyrirhugaðar breytingar
hefðu svipt fjölda fólks öllum sjúkra-
tryggingum sínum, auk þess sem
ekki var víst um fjármögnun frum-
varpsins.
Hófu forvígismenn repúblikana í
fulltrúadeildinni því að leita hófanna
með breytingar og umbætur á frum-
varpinu til þess að tryggja að það
myndi ná fram að ganga og virtist
sem það hefði loksins tekist í fyrra-
dag. „Þetta mun ganga í gegn. Þetta
er gott frumvarp,“ sagði Kevin
McCarthy, leiðtogi repúblikana í
deildinni, á miðvikudagskvöldið.
Tekist á um afleiðingarnar
Í umræðunum í gær bentu repú-
blikanar á að ákvæði Obamacare-
laganna hefði fækkað þeim aðilum
sem buðu upp á sjúkratryggingar og
þannig hækkað tryggingagjöld al-
mennings. Sögðu þeir brýnt að gera
markað með sjúkratryggingar aftur
samkeppnisfæran, þannig að trygg-
ingagjöldin yrðu lægri. Lögðu þeir
að auki áherslu á að afnema mismun-
un á milli aldurshópa, þar sem yngra
fólk yrði að greiða hærri tryggingar
til þess að halda niðri trygginga-
gjaldi þeirra sem eldri væru.
Demókratar sögðu hins vegar að
Obamacare hefði tryggt rúmlega 20
milljónum manna heilbrigðisþjón-
ustu sem annars hefðu enga fengið,
og tryggt fólki sjúkratryggingar,
sem annars hefði verið hafnað vegna
þess að það átti þegar við heilbrigð-
isvandamál að stríða. Töldu þeir víst
að báðir hópar myndu missa trygg-
ingar sínar, þrátt fyrir viðleitni repú-
blikana til annars.
Reynt til þrautar að fella lögin
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti breytingar á Obamacare í gær
AFP
Obamacare Skiptar skoðanir eru
um heilbrigðismál vestanhafs.
Bohuslav Sob-
otka, forsætis-
ráðherra Tékk-
lands, sem á
þriðjudag til-
kynnti að hann
ætlaði að segja
af sér, mun ekki
afhenda forseta
landsins afsögn
sína fyrr en síð-
ar í mánuðinum.
Búist var við að hann myndi af-
henda afsögnina síðdegis í gær, en
ákveðið var að fresta því þar til
Milos Zeman forseti snýr aftur úr
heimsókn til Kína, sem mun standa
yfir 11. til 18. maí.
Ástæðan fyrir afsögn Sobotka er
ágreiningur hans við Andrej Babis,
fjármálaráðherra í stjórn hans.
Babis er næstríkasti maður Tékk-
lands, leiðtogi miðflokksins ANO
og vinsælasti stjórnmálamaður
landsins. Sobotka, sem leiðir flokk
sósíaldemókrata, CSSD, er sjötti
vinsælastur. Hann sakar Babis um
spillingu. Fjármálaráðherra sem
berjist gegn skattsvikum eigi ekki
að misnota kerfið til að komast und-
an skatti. Með afsögninni tekur
Sobotka alla stjórnina með sér.
Tékkar ganga til þingkosninga í
október og forsetakosningar fara
fram þremur mánuðum síðar.
Forsætisráðherrann
tékkar sig út
TÉKKLAND
Bohuslav Sobotka
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs
Evrópusambandsins, varaði í gær
við því að þrætur og rifrildi gætu
haft í för með sér að „ógerningur“
yrði að ræða útgöngu Breta úr Evr-
ópusambandinu.
Tusk lét orð þessi falla eftir að
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, sakaði ráðamenn í
Brussel um afskipti af bresku kosn-
ingunum. Þung orð hafa fallið á
báða bóga undanfarna daga.
„Þessar samningaviðræður verða
nógu erfiðar eins og er,“ sagði
Tusk á blaðamannafundi í Brussel.
„Ef við byrjum að rífast áður en
þær hefjast verður ógerningur að
halda þær.“
Tusk óttast að þræt-
ur eitri andrúmsloft
BELGÍA
Margaret Chan, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sagði í gær
að eðli ebóla-veirunnar væri slíkt að engin leið væri að koma í veg fyrir að
annar faraldur brytist út á endanum. Hins vegar gerði nýtt bóluefni og nýj-
ar viðbragðsáætlanir það að verkum að betur myndi ganga að halda aftur
af honum en faraldrinum sem hófst í desember 2013.
Rúmlega 11.300 manns létust þá vegna ebóla-veirunnar, einkum í ríkj-
unum Gíneu, Síerra Leone og Líberíu, og fjöldi annarra býr enn við afleið-
ingar faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin var þá gagnrýnd fyrir slæ-
leg viðbrögð, sem leiddu til þess að faraldurinn dreifðist víðar en ella.
Annar ebóla-faraldur óumflýjanlegur
ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN
Trésagarblöð, álsagarblöð, járn-
sagarblöð, demantssagarblöð.
Allar stærðir, allar gerðir.
Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár
HJÓLSAGARBLÖÐ
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 8. maí
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem
vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir
og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og
lýsing ásamt mörgu öðru.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is