Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 ✝ Sesselja Engil-ráð Guðnadótt- ir Barðdal fæddist að Enni á Höfð- aströnd 2. mars 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. apríl 2017. Foreldrar hennar voru Jóhanna Ragn- heiður Jónasdóttir, f. 11.07. 1889, d. 20.10. 1965, og Kristinn Guðni Þórarinsson, f. 01.08. 1888, d. 25.09. 1967, þau voru lengst af búsett í Nýjabæ á Hofsósi. Systkini Sesselju voru Ingibjörg, f. 22.06. 1912, d. 24.05. 2001, Guðmundur Helgi, f. 09.09. 1918, d. 17.12. 1979, Guðlaug Anna, f. 09.12. 1921, d. 23.11. 2011, Guðbjörg, f. 03.03. 1924, d. 18.10. 2012, Stefanía Guðrún, f. 17.10. 1926, d. 25.05. 2015 og Björn Finnbogi, f. 27.04. 1929, d. 11.05. 1992. Sesselja Engilráð giftist 22.02. 1943 Óla Sigurjóni Barðdal, sjó- manni, seglasaumara og síðar kaupmanni og eiganda Segla- gerðarinnar Ægis, f. 05.06. 1917, d. 22.02. 1983. Móðir hans var Þóra Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 09.08. 1896, d. 22.07. 1978. Sesselja og Óli kynntust í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Sesselja var fyrst heima við með börn þeirra en þegar þau stálpuðust hóf hún störf í Seglagerðinni Ægi, við hlið manns síns og vann þar langt stjúpsonur Harðar er a) Þórður Vilberg Oddsson, f. 1966, maki Marta Elísabet Guðmundsdóttir. Eiga þau tvö börn. Dætur Harðar og fyrri konu hans, Bergþóru Sigurbjörnsdóttur, f. 16.04. 1949, eru b) Jóhanna Ingileif Barðdal, f. 1969, gift Hans Heinrich Marx- en. Á hún einn son. c) Sesselja Engilráð Barðdal, f. 1970, unn- usti hennar er Gunnar Bjarni Ragnarsson. Á hún þrjár dætur. d) Bergþóra Fanney Barðdal, f. 1971, unnusti hennar er Ari Sig- urðsson. Á hún þrjár dætur og einn dótturson. 4) Reynir Barð- dal, minkabússtjóri á Sauð- árkróki, f. 21.06. 1949, kvæntur Helenu J. Svavarsdóttur, f. 20.07. 1948. Dóttir Reynis er a) Þórdís, f. 1968, gift Rafni Svanbergssyni. Eiga þau tvo syni og þrjú barna- börn. Sonur Helenu og stjúpson- ur Reynis er b) Svavar Sigurðs- son, f. 1969, kvæntur Evu Jóhönnu Óskarsdóttur. Eiga þau þrjú börn. Börn Reynis og Helenu eru: c) Selma Barðdal, f. 1974, gift Róberti Óttarssyni. Eiga þau fjögur börn. d) Óli Sigurjón Barð- dal, f. 1977, kvæntur Pernille Sabroe. Eiga þau tvær dætur. e) Sesselja Ingibjörg Barðdal, f. 1983, gift Einari Erni Aðal- steinssyni. Eiga þau tvær dætur. f) Magnús Barðdal, f. 1985, kvæntur Önnu Hlín Jónsdóttur. Eiga þau fjögur börn. 5) Óli Sig- urjón Barðdal, f. 10.12. 1955, d. 26.06. 1961. 6) Þórir Barðdal, myndhöggvari í Garðabæ, f. 31.10. 1958, kvæntur Sigrúnu Ol- sen, f. 04.05. 1954. Dóttir Þóris er Sara Barðdal, f. 1988, unnusti hennar er Hákon Víðir Haralds- son. Eiga þau tvo syni. Sesselja Engilráð verður jarð- sungin í dag, 5. maí 2017, frá Seljakirkju, klukkan 15. fram yfir eftirlauna- aldur. Dóttir Sesselju er 1) Kristín Ragnheið- ur Erlendsdóttir, húsfreyja á Sauð- árkróki, f. 05.02. 1939, gift Pétri Bolla Björnssyni, f. 26.03. 1940, d. 01.04. 1996. Börn þeirra eru: a) Hanna Krist- ín, f. 1960. Á hún einn son. b) Óli Sigurjón, f. 1962, kvæntur Þórhildi Jakobsdóttur. Þau eiga tvær dætur og einn dótturson. c) Unnar Már, f. 1965, kvæntur Fríðu Björk Gylfadótt- ur. Þau eiga einn son. Börn Sesselju og Óla eru fimm talsins: 2) Jón Arnar Barðdal, seglasaumari í Reykjavík, f. 18.05. 1943, kvæntur Björk Björgvinsdóttur, f. 08.05. 1945. Þeirra börn eru a) Óli Þór Barð- dal, f. 1964, kona hans er Margrét Agnes Jónsdóttir. Eiga þau tvær dætur. b) Björgvin Jóhann Barð- dal, f. 1968, sambýliskona hans er Sigurbjörg Benediktsdóttir. Á hann þrjú börn. c) Sesselja Björk Barðdal, f. 1969, unnusti hennar er Gunnar Sæþórsson. Á hún tvö börn. d) Arnar Barðdal, f. 1972, sambýliskona hans er Harpa Hjartardóttir. Á hann tvo syni og tvö stjúpbörn. 3) Hörður Barðdal, endurskoðandi í Reykjavík, f. 22.05. 1946, d. 04.08. 2009, kvæntur Soffíu Kristínu Hjart- ardóttur, f. 09.05. 1946, d. 02.11. 2007. Sonur Soffíu Kristínar og Mig langar til þess að minn- ast kærrar tengdamóður minn- ar, sem horfin er á braut, með nokkrum orðum. Á stundu sem þessari eru ýmsar minningar sem streyma í gegnum hugann þar sem hún var alltaf stór hluti af lífi fjölskyldu okkar. Fjöl- skyldan var það sem skipti tengdamóður mína mestu máli, hún vildi fylgjast með okkur og börnunum, fylgjast með íþrótt- unum sem þau stunduðu og skólagöngu þeirra alla tíð. Áhugi hennar var einlægur og rímaði vel við orð hennar að barnalán væri það besta í lífinu. Tengdamóðir mín var þannig gerð að hún var alltaf boðin og búin til þess að aðstoða fólk í kringum sig. Það voru ófáar ferðir sem við fjölskyldan fórum til Reykjavíkur og heimili henn- ar stóð okkur alltaf opið, hvort sem við fjölskyldan vorum á ferðinni eða börnin í keppnis- ferðum, jafnvel með félagana með sér, alltaf tók hún á móti okkur opnum örmum og fylgdi börnunum eftir í einu og öllu. Lella var sérlega glaðmild og lífsglöð manneskja. Hún var vin- sæl og vinamörg og naut þess að vera innan um annað fólk, ætt- ingja og ástvini. Þegar fjölskyld- an kom saman var hún drif- kraftur gleði og glaðværðar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Lellu og eiga með henni samleið í tæp 45 ár. Það var vel tekið á móti mér er ég kom fyrst í heimsókn til til- vonandi tengdaforeldra minna, ég fann strax að ég var velkom- in og sú tilfinning hefur fylgt mér síðan ásamt því að böndin hafa styrkst jafnt og þétt í gegnum lífið. Tengdamóðir mín var afar glæsileg kona, með mikla út- geislun og góða nærveru. Hún var smekkvís og bar heimili þeirra hjóna þess merki. Lella hugsaði alltaf um að líta vel út, vera vel klædd og vel snyrt þótt tilefnið væri ekki mikið. Hún var líka listræn og mikil hann- yrðakona og við erum svo lán- söm að eiga eftir hana mörg fal- leg verk. En líf hennar var ekki alltaf auðvelt og hefur hún tekist á við ýmsa erfiðleika í gegnum ævina. Hún greindist með berkla er hún fæddi fjórða barnið og var send á Vífilsstaði þar sem hún lá inni í heilt ár. Systir hennar Ingibjörg tók þá að sér umönn- un nýfædda barnsins, sem er maðurinn minn í dag, ásamt því að aðstoða við stórt heimili. Lella missti svo sex ára gamlan son sinn í veikindum og svo ann- an son sinn úr krabbameini 62 ára að aldri. Eftir að börnin voru farin að heiman fór Lella út á vinnu- markaðinn og starfaði í fyrir- tæki þeirra hjóna, Seglagerðinni Ægi, í mörg ár. Lella missti svo eiginmann sinn á besta aldri fyr- ir 34 árum. Hann var hennar stoð og stytta í lífinu og þau voru ætíð afar samrýmd hjón. Lella tókst á við lífið með miklu æðruleysi, ég hef alltaf dáðst að því hvernig henni tókst að brosa í gegnum tárin. Erfitt verður að fylla upp í það tómarúm sem hún skilur eftir sig. Við biðjum guð að blessa minningu hennar og munum ávallt minnast hennar með gleði og þakklæti. Helena J. Svavarsdóttir. Elsku amma. Þakka þér fyrir allar góður stundirnar, hjartað mitt er yf- irfullt af þakkæti og sorg á sama tíma. Mér finnst þú vera alveg frábær amma, það sem þú nenntir að stússast með mig og Rakel þegar við vorum litlar. Þú sýndir mér mikla hlýju og kær- leik og við gerðum svo mikið saman. Á hverjum jólum voru alltaf bakaðar piparkökur og föndraðar jólagjafir fyrir alla fjölskylduna og þú varst alltaf tilbúin með nýjar og skemmti- legar hugmyndir. Við Rakel gistum reglulega hjá þér og við fengum alltaf að velja hvað væri í matinn, iðulega varð slátur og rófustappa fyrir valinu. Ég á svo margar góðar minningar úr Depluhólunum og þegar ég horfi til baka dáist ég að því hvað þú varst dugleg, mér fannst þetta sjálfsagt á þeim tíma þar sem ég þekkti ekkert annað, en í dag veit ég að það eru ekki allar ömmur svona og ég er heppin að hafa átt þig að. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og ég veit að þú elskaðir fólkið þitt afskaplega mikið, ég gleymi því aldrei þegar ég spurði þig hvað væri mikilvægast í lífinu, því ég var forvitin af heyra hvað kona með tæplega 100 ára reynslu hefði að segja, og þú svaraðir án þess að hugsa þig um að „börnin væru mesta gæf- an“ og bættir síðan við að ef ég hefði tök á skyldi ég eignast sem flest, því ekki væri víst að þau yrðu öll fullorðin. Ég gat ekki annað en glott út í annað, því þú sagðir þetta eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Einn af mörgum eiginleikum sem ég dá- ist líka að, þú sagði bara það sem þú hugsaðir og varst ekkert að skafa af hlutunum, eitthvað sem ekki endilega allir gera. Elsku amma, takk fyrir allt saman, ég mun geyma góðu minningarnar í hjartanu að ei- lífu. Hvíldu í friði og við sjáumst seinna Sara Barðdal Þórisdóttir. Okkur systkinin langar til þess að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Það er með sorg og söknuði í hjarta sem við kveðjum en jafnframt miklu þakklæti og gleði yfir því að hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt hana að öll þessi ár. Amma okkar var einstök kona. Það sem gerði hana ein- staka var svo margt og meðal Sesselja Engilráð Guðnadóttir Barðdal ✝ Einar GrétarÞórðarsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1933. Hann lést á bráða- deild Landspít- alans í Fossvogi 30. apríl 2017. Foreldrar hans voru Sigríður Jóns- dóttir saumakona, f. 25.7. 1909 í Varmadal Mosfell- sveit, d. 1995, og Þórður Björnsson prentari, f. 19.11. 1904 í Reykjavík, d. 1971. Systur Einars eru Elsa Þórð- ardóttir, f. 1936, búsett í Nor- egi, og Ásta Salvör Þórð- ardóttir, f. 1941. Samfeðra er Björn Þórðarson, f. 1927. Einar kvæntist 31. janúar 1958 Thelmu Jóhönnu Gríms- tæknifræðingur, f. 1962, kvænt- ur Heidrun Hoff, f. 1964. Dætur þeirra eru: a) Gréta Gríms- dóttir Hoff, f. 1991, og Freyja Grímsdóttir Hoff, f. 2000. Þau eru búsett í Þýskalandi. Einar stundaði nám í Austur- bæjarskóla og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík sem rafvirki 1954. Hann stundaði framhaldsnám í Vélstjóraskóla Íslands og lauk þaðan prófi sem raffræðingur 1956. Einar rak eigið fyrirtæki og var í um- fangsmiklum framkvæmdum sem rafverktaki framan af ævi. Árið 1976 söðlaði hann um og gerðist fyrsti starfsmaður AA- samtakanna á Íslandi ásamt því að gegna fjölmörgum trúnaðar- störfum innan samtakanna. Hann var félagi í Golfklúbbi Seltjarnarness frá upphafi og í Rotarýklúbbi Seltjarnarness þar sem hann var forseti um skeið. Útför Einars fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 5. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 17. dóttur úr Reykja- vík, þjónustustjóra í Landsbankanum, f. 25.5. 1936. For- eldrar hennar voru Grímur Bjarnason pípulagningameist- ari, f. 24.6. 1902, og Helga Ólafs- dóttir, verslunar- maður, f. 29.3. 1916. Börn Einars og Thelmu eru: 1) Jóhanna T. Einarsdóttir, dósent við HÍ, f. 8.6. 1958, gift Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi. Synir þeirra eru a) Bjarni Þór Gunnarsson, f. 1980, sambýlis- kona Marie Guilleray, f. 1978. Sonur þeirra er Evan, b) Einar Gunnarsson, f. 1986, og c) Jó- hann Helgi Gunnarsson, f. 1994. 2) Grímur Einarsson, rafmagns- Einar Þórðarson var einstakur maður og eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Í rúm 40 ár var hann fastur partur af tilveru minni – í senn kær tengdafaðir, vinur og ástríkur afi sona minna. Án hans er fjölskyldan önnur en hún var. Skömmu áður en leiðir okkar lágu fyrst saman hafði hann sagt skilið við áfengið og hélt upp frá því ævinlega upp á tvo afmælis- daga á ári, þennan venjulega og svo „edrúafmælið“. Kunningi minn sem kynntist honum í AA-samtökunum sagði mér að þeir félagarnir hefðu stundum kallað hann „hrjúfa dem- antinn“. Og þannig var hann, kannski ekki alltaf yfirmáta fág- aður í framkomu en skemmtilegur og kom til dyranna eins og hann var klæddur. „Ég hefði ekki pant- að mér þennan mat á veitinga- stað,“ sagði hann við mig að máltíð lokinni eitt sinn þegar við báðir vorum grasekklar og ég hafði boð- ið honum í mat. Skýrasta myndin af Einari sem ég á í huga mér er af honum í setu- stofunni á Miðbrautinni, heimili hans og Thelmu í ríflega hálfa öld. Sjónvarpið malar en hann situr með bók í hönd og les, gjóar aug- um öðru hverju á sjónvarpsskjá- inn. Hann las kynstrin öll, spennu- sögur og fræði, var stálgreindur og einstaklega fróðleiksfús, sann- ur fræðimaður í eðli sínu. „Gunni, þú ert sagnfræðingur,“ sagði hann stundum og ég fylltist léttum kvíða. Þá hafði hann verið að lesa sögurit og vildi fræðast nánar um tiltekna atburði á fyrri tíð. Af því spruttu oft skemmtilegar sam- ræður. Annað mál er hvort sagn- fræðingurinn bjó alltaf yfir þeirri þekkingu sem rafvirkinn hafði gengið að sem vísri. Um sextugt byrjaði Einar að læra spænsku í frístundum sínum. Fátt veitti honum meiri gleði á efri árum en að spreyta sig á þessu hljómfagra tungumáli, ekki síst í fjölmörgum ferðum til Kanarí- eyja. Og dýrmæta minningu á ég sem tengist áhuga hans á spænskri menningu og sögu. Þetta var eftir erfiða aðgerð sem hann gekkst undir fyrir rúmu hálfu ári. Þá las ég fyrir hann á spítalanum nokkra kafla úr bók um sögu Spánar. Svo ræddum við efnið fram og til baka. Það voru ljúfar stundir. Veikindi Einars síðustu misser- in voru honum þungbær og mikið mæddi á Thelmu. En hann tók hlutskipti sínu af aðdáunarverðu æðruleysi. Oftast var stutt í húm- orinn sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Í heimsóknum til hans leist mér stundum ekki á blikuna enda var hann iðulega sárþjáður. En þá hrukku oft fyrirvaralaust upp úr honum spaugsyrði sem ósjaldan beindust að honum sjálf- um og bágri heilsu. Það eru ekki allir sem varðveita húmorinn til hinstu stundar eftir langvinn og þjáningarfull veikindi. Og hann kvaddi sáttur við Guð og menn. Það er gott að hafa átt sem tengdaföður slíkan mann sem Einar Þórðarson var. Gunnar Þór Bjarnason. Frá fimm ára aldri og langt fram eftir héldum við nafnarnir, einu sinni í viku svokallaða afa- daga. Þessir dagar voru alltaf mikið tilhlökkunarefni fyrir mig og ansi margt sem ég lærði í gegn- um tíðina, allt frá því að halda vinstri hendinni beinni þegar ég sveiflaði golfkylfu til þess hvernig ætti að meðhöndla skotvopn. Afi hafði alltaf gaman af því að segja sögur og við öll tilefni, frá fermingu til útskriftar í háskóla hélt hann fyrir mig ræðu. Þessar ræður voru fjölbreyttar en inni- héldu þó alltaf sömu tvær golfsög- urnar frá afadögunum okkar. Fyrri sagan sagði frá því þegar við vorum eins og oft áður saman í golfi á Seltjarnarnesinu. Braut 2 var þá frekar stutt og ég tiltölu- lega nýbyrjaður að spila golf. Upphafshöggið var meðfram jörð- inni, lenti í vængnum á gæs sem var á beit á miðri brautinni og það- an beint inn á flöt, mjög nálægt holunni. Þó tókst mér ekki að setja stutta púttið ofan í og ná þeim áfanga að fá fugl af fugli. Sú síðari gerðist 17. júní árið 2000 er við vorum saman að spila á Flúðum. Á 8. brautinni setti Einar eldri, eins og hann var oft kallað- ur, niður langt pútt og um leið og kúlan fór ofan í holuna varð jarð- skjálfti sem mældist 6,6 á Richter. Ég horfði þá skelfingu lostinn á afa og spurði: „Hvað gerðirðu núna, afi?“ Í þessari setningu kristallaðist álit mitt á honum, trú mín á því sem hann gat gert var óbilandi. Það er erfitt að kveðja mann sem hefur verið mér svo náinn alla ævi. Ég er svo sannarlega þakk- látur fyrir að hafa átt hann að og betri vinar gæti ég ekki óskað mér. Mig langar að enda þetta á síðustu orðunum sem hann sagði við mig, kvöldið fyrir andlátið, en þau lýsa honum alveg ótrúlega vel: Einar, þú ert yndislegur. Einar Gunnarsson. Það var sólbjartur morgunn í júní þegar afi kom og sótti mig, við vorum að fara að vinna saman, minn fyrsti alvöru vinnudagur. Hann vildi að ég myndi aðstoða hann við að leggja rafmagn í kirkj- una úti á Nesi. Ég var ótrúlega forvitinn, stoltur, svolítið kvíðinn en fullur tilhlökkunar um hvað hann myndi sýna mér og kenna, hvað ég myndi læra og hvernig við gætum talað um það saman seinna. Þannig var það svo oft og margar sögur sem þannig byrja. Mér fannst alltaf eins og hann kynni svo margt en þó á sinn ein- staka hátt og fátt fannst mér skemmtilegra en að ræða við hann eða að gera eitthvað spennandi saman. Nýir og framandi heimar sem margir tengdust áhugamálum afa voru mér mjög mikilvægir á mín- um uppvaxtarárum. Hann kenndi mér svo margt sem mér var seinna einkar kært svo sem á tölv- ur og myndbandsupptökur en líka sumt sem var kannski hættulega heillandi fyrir litla gutta eins og rifflaskotæfingar í bílakirkjugörð- um (ég veit, ég lofaði að segja ekki frá). Sennilega hafði þó viðhorfið hans afa einna mest áhrif á mig. Hvernig honum tókst að sjá lífið, segja frá því og koma fólki til að hlæja. Hvernig fólki leið vel í kringum hann og hvernig hann deildi því með okkur hinum hvað honum fannst mikilvægt í lífinu. Afi kom því mjög sterkt til skila hve mikilvæg fjölskyldan var hon- um. Hann var ávallt til staðar og tilbúinn til hjálpar eða að tala um það sem maður var að fást við. Það gerði hann án fordóma og hló til dæmis bara dátt þegar í ljós kom að mála þurfti alla Miðbrautina eftir að ég hafði reynt að taka þar upp hryllingsmynd sem táningur og atað út alla veggi með tómat- sósu. Mér er einnig ofarlega í huga hvernig í seinni tíð hann afi minn kom fram við mína nánustu, Marie og Evan, og sú mikla ást og hlýja sem hann sýndi þeim. Þegar ég sit hér og hugsa til allra þeirra ógleymanlegu stunda sem ég hef fengið að upplifa með elsku afa mínum þá veit ég að þótt erfitt sé að kveðja, þá muni viðhorf hans og lífsgleði lifa áfram og hafa áhrif á okkur öll sem honum tengdust. Ég sakna hans og þakka honum fyrir allt það fallega sem hann hefur fært okkur. Bjarni Þór Gunnarsson. Ég á óteljandi minningar um afa, hvort sem það var við að prakkarast úti í sveit eða að taka níu holur á golfvelli Seltjarnar- ness. Ég er mjög þakklátur fyrir öll þau ævintýri sem við afi lentum í, sem ég annars hefði aldrei upp- lifað. Við áttum ófáar samræður á þessum stundum og alltaf vissi afi allt. Ég gat hlustað á hann útskýra hitt og þetta tímunum saman. Þegar afi talaði þá hlustaði maður. Afi kenndi mér ótrúlega margt á lífsleiðinni og fyrir það er ég þakklátur. Afi var mikill húmoristi og einn fyndnasti maður sem ég þekkti. Hann elskaði að segja sög- Einar Grétar Þórðarson HINSTA KVEÐJA Afi minn bjó að vísu á Ís- landi og ég í Þýskalandi. Við sáum hann ekki oft en samt var hann svo stór hluti af lífi mínu. Ég heyri enn hljóðið í útvarpinu þeg- ar hann kveikti á því á morgnana og vakti mig. Ég sé okkur líka fyrir mér þeg- ar við gáfum öndunum brauð og aldrei gleymi ég að það var alltaf hann sem ég sá fyrst eftir að við vor- um lent á Keflavíkurflug- velli í heimsóknum okkar til Íslands. Freyja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.