Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
Bindi og pökkunarlausnir
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
fyrir allan iðnað
STÁLBORÐA Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða.
Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar
einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.
HÁLFSJÁLFVIRK
BINDIVÉL
SJÁLFVIRK
BINDIVÉL
R
HANDBINDIVÉLAR
BRETTAVAFNINGSVÉLAR
POLYESTER OG
PLAST BORÐAR
Guðrún Erlingsdóttir
gue332@hi.is
Kjartan Mogensen lands-lagsarkitekt er súrefnis-þegi. Hann var í fullustarfi þegar hann greind-
ist með lungnaþembu fyrir fimm ár-
um.
„Það þýddi ekkert að vera í af-
neitun lengur. Ég var með lungna-
þembu og þurfti á súrefni að halda.
Ég gat ekki lengur reynt á mig eða
gengið upp í móti og mengun og
vindur fór illa í mig. Fyrir tveimur
árum var ég í meðferð á Reykjalundi
í sex vikur og var strax settur í súr-
efni. Ég fékk þá súrefniskút sem ég
þurfti að trilla á undan mér,“ segir
Kjartan.
Vítahringur
Eftir sex vikur á Reykjalundi
keypti Kjartan sér kort í líkams-
ræktarsalinn og fer þangað allt að
fjórum sinnum í viku til þess að halda
sér við. Auk þess fer hann í sund-
leikfimi tvisvar í viku. „Þar get ég
tengt mig við súrefni. Ég veit ekki til
þess að það sé hægt í öðrum sund-
laugum. Það er nauðsynlegt að
hreyfa sig. Ég hreyfi mig töluvert. Ef
þú situr á rassinum heima fer af stað
vítahringur. Vöðvarnir slappast og
rýrna og súrefnið nýtist verr. Ef þú
hins vegar hreyfir þig styrkjast vöðv-
arnir og nýta betur súrefnið. Þetta er
spurning um að velja sér jákvæða
hringrás eða neikvæða. Það er sorg-
legt þegar fólk situr heima og vill
ekki láta sjá sig með súrefniskút
meðal fólks.“
Breytingin var mikil þegar
Kjartan fékk ferðasíu. Hana fékk
hann hjá Sjúkratryggingum Íslands
þegar hann fór til útlanda. Kjartan
átti að skila síunni að ferðalaginu
loknu en hann lét strax í það skína að
það myndi hann ekki gera.
„Ég var með súrefniskút í sex
Hægt að auka lífs-
gæði súrefnisþega
Staða súrefnisþega á Íslandi er umræðuefni málþings Fagdeildar hjúkrunarfræð-
inga í samvinnu við Félag íslenskra lungnalækna og Samtaka lungnasjúklinga
sem fagna 20 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan verður á Grand hótel í dag, mið-
vikudag. Súrefnisþegar á Íslandi eru yfir fimm hundruð. Betri hjálpartæki og létt-
ari búnaður auka lífsgæði súrefnisþega en fjármagn skortir til tækjakaupa.
Ferðasía Hún rýfur einangrun súrefnisþega og gerir þeim kleift að ferðast.
Stærðarmunur Gamli súrefniskúturinn og nýja ferðasían hlið við hlið.
Tilvera, samtök um ófrjósemi, stend-
ur fyrir vitundarvakningu um ófrjó-
semi í þessari viku sem nefnist 1 af 6
en áætlað er að einn af hverjum sex
glími við sjúkdóminn hverju sinni.
Talið er að 1⁄3 skýringarinnar sé að
finna hjá körlum, 1⁄3 hjá konum og 1⁄3
er óútskýrð ófrjósemi.
Markmiðið vitundarvakningarinnar
er að vekja athygli á ófrjósemi og
þeim sorgum og sigrum sem fólk
gengur í gegnum þegar það þarf að
nýta sér aðstoð tækninnar til að eign-
ast barn og nauðsyn þess að allir hafi
jafnan aðgang að meðferðum.
Í tengslum við vitundarvakninguna
hefur kvikmyndafyrirtækið Bergsól
ehf. framleitt sex myndbönd sem
nefnast 1 af 6 en þar segir fólk frá
glímunni við sjúkdóminn. Mynd-
böndin verða sýnd á RÚV alla þessa
viku eða til föstudagins 19. maí.
Fundur og gjörningur
Kl. 09.30 í dag, miðvikudag 17.
maí, fundar stjórn Tilveru með heil-
brigðisráðherra í heilbrigðisráðu-
neytinu, þar sem m.a. verður vakin
athygli á því að Ísland er eina landið í
heiminum sem tekur þátt í niður-
greiðslu á frjósemismeðferðum en
fyrsta meðferðin er hinsvegar ekki
styrkt. Helsta baráttumál Tilveru er
að þessu verði breytt og hafið verði
að nýju að niðurgreiða fyrstu glasa-/
smásjárfrjóvgunina.
Tilvera stendur einnig fyrir gjörn-
ingi í dag kl. 18 til að vekja athygli á
málefninu, en þá mun fólk ganga með
tóma barnavagna í kringum Reykja-
víkurtjörn. Tómur barnavagn táknar
þann sársauka sem fólk sem glímir
við ófrjósemi ber oft innra með sér.
Lyklakippa til stuðnings
málefninu
Til að vekja athygli á málstaðnum
hefur Tilvera fengið til liðs við sig
Hlín Reykdal skartgripahönnuð til að
hanna lyklakippu sem táknar 1 af 6.
Ágóði sölunnar fer í að styrkja félags-
menn sem eiga ekki rétt á niður-
greiddri meðferð frá Sjúkratrygg-
ingum Íslands.
Um 15-20% para á barneignaraldri
eiga við ófrjósemi að stríða og veru-
leikinn sem við þeim blasir er oft
þrautaganga vonar og vonbrigða. Auk
þess fer fæðingartíðni lækkandi en
árið 2016 voru lifandi fædd börn á
hverja konu 1,745. Gera má ráð fyrir
að um 150 börn fæðist á hverju ári
eftir glasa-/smásjármeðferðir og eru
þar börn fædd eftir tæknisæðingar
eða önnur inngrip ekki meðtalin.
Vefsíðan www.tilvera.is
Átakið Fjöldi fólks tekur þátt í átaki Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Um 15-20 % para á barneignar-
aldri eiga við ófrjósemi að stríða
Rithöfundarnir Ewa Marcinek (Pól-
land/Ísland), Elías Knörr (Galisía/
Ísland), Mazen Maarouf (Líbanon/
Ísland) og Roxana Crisologo (Perú/
Finnland) koma saman kl. 17 í dag,
miðvikudag 17. maí, í Kaffislipp á
Hotel Reykjavík Marina þar sem þau
munu lesa úr verkum sínum og
spjalla við gesti. Öll eiga þau það
sameiginlegt að skrifa á öðru máli en
því sem er ríkjandi í landinu sem þau
búa í, eða á fleiri málum en einu.
Dagskráin er skipulögð af Reykja-
vík Bókmenntaborg UNESCO og No-
litchX-verkefninu (Nordic Literatures
in Change and Exchange), sem miðar
að því að vekja athygli á og skapa
umræðu um bókmenntir innflytjenda
á Norðurlöndum. Allir velkomnir.
Kl. 17-18 á morgun, fimmtudaginn
18. maí, taka rithöfundarnir fjórir síð-
an þátt í pallborðsumræðum í Borg-
arbókasafninu Grófinni um stöðu
innflytjendabókmennta á Norður-
löndum og sína persónulegu reynslu.
Petronella Zetterlund frá NolitchX-
samtökunum stýrir umræðunum sem
fara fram á ensku.
Staða innflytjendabókmennta á Norðurlöndum
Fjórir rithöfundar lesa úr verk-
um sínum og spjalla við gesti
Upplesarar F.v. Roxana Crisologo, ljóðskáld og aktívisti, Elías Knörr, rithöfund-
ur, þýðandi og málvísindamaður, Ewa Marcinek rithöfundur og Mazen Maarouf,
rithöfundur, þýðandi og gagnrýnandi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.