Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 14

Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ef við fáum að vinna í friði þá spjörum við okkur,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, í gær, en á laugardag verður formlega tekið á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyr- irtækisins, Sól- bergi ÓF 1. Skip- ið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfest- ingin um fimm milljörðum króna. „Það eru viss tímamót fólgin í komu þessa glæsilega skips og við höfum miklar væntingar fyrir fyrirtækið, áhöfnina og samfélagið hérna,“ sagði Ólafur. Sjálfvirkni, bættur aðbúnaður og aukin verðmætasköpun Í brú og vélarrúmi er skipið búið fullkomnum tæknibúnaði og í vinnslunni leysir sjálfvirkni manns- höndina af á mörgum sviðum. Bætt- ur aðbúnaður um borð í löngum túr- um og aukin verðmætasköpun eru meðal lykilatriða sem nást með nýja skipinu. „Það er mikil sjálfvirkni um borð,“ segir Ólafur. „Bitaskurðar- eða vatnsskurðarvél frá Völku getur skorið flökin í bita og síðan er fisk- urinn blokkfrystur eða lausfrystur eftir þörfum í sjálfvirkum frystum. Róbótar í svokölluðu vöruhóteli taka síðan við vörunni og senda á brett- um niður í frystilest. Á þessari leið hefur erfiðum og vondum störfum verið útrýmt með tölvu- og róbóta- væðingu. Úrsláttur úr pönnum, all- ur kassaburður og fleira slíkt heyrir nú fortíðinni til. Fiskurinn fullnýttur til hagsbóta fyrir alla Próteinverksmiðja frá Héðni er um borð í Sólberginu og er þetta fyrsta verksmiðjan frá fyrirtækinu sem er sett upp í frystiskip eins og Sólbergið en hún hefur verið í þróun síðustu ár. Það sem ekki fer í fryst- ingu er unnið í prótein eða mjöl og lýsi og markmiðið er að fullnýta fiskinn til aukinna hagsbóta fyrir alla. Auk þess sem vinnslumöguleik- arnir um borð verða mun fjölbreytt- ari heldur en í gömlu flakafrystitog- urunum verður nýja skipið miklu afkastameira. Frystigetan er um 90 tonn af fiski á sólarhring og það er eins og stærstu frystihús fyrir bol- fisk. Nýtir aflaheimildir beggja gömlu frystiskipanna Við miðum við að aflaheimildir eldri skipanna beggja náist á nýja skipið og reiknum með að þessi nýi búnaður sem í því er gefi okkur möguleika til þess að auka verðmæt- ið um allt að fimmtung, jafnvel fjórð- ung frá því sem hefðbundið er,“ seg- ir Ólafur. Sólbergið leysir tvö eldri frysti- skip af hólmi, Mánabergið hefur ver- ið selt til Rússlands og Sigurbjörg ÓF verður gerð út fram að sjó- mannadegi 11. júní, en fer þá í form- legt söluferli. Á síðasta fiskveiðiári veiddi Mánabergið 7.536 tonn og Sigurbjörg veiddi 5.700 tonn eða samtals 13.236 tonn af bolfiski. Langmest af heimildum Ramma er í þorski, en einnig talsverðar heimild- ir í karfa, grálúðu, ýsu, ufsa og mak- ríl. Rúmlega 20% af þorskaflaheim- ildum Ramma eru í Barentshafi. Ólafur segir að gömlu skipin sem nú hverfa úr flotanum hafi „heldur betur skilað sínu“ og verið mjög far- sæl. Bæði eru þau komin til ára sinna, Mánabergið er tæplega 45 ára, upphaflega smíðað á Spáni 1972 og bar áður nöfnin Merkúr og Bjarni Benediktsson og Sigurbjörgin er 38 ára og var smíðuð á Akureyri. Óhætt er að segja að mikil þróun hafi orðið í útliti og búnaði skipa á síðustu fjór- um áratugum. Rammi starfrækir fiskiðjuver í Þorlákshöfn og rækjuvinnslu á Siglufirði. Auk Mánabergs og Sigur- bjargar gerir fyrirtækið nú út ísfisk- togarann Múlaberg SI, sem er ýmist á rækju eða bolfiski, og Jón á Hofi ÁR og Fróða ÁR, sem eru ýmist á humartrolli eða fiskitrolli. Miklar væntingar vegna Sólbergs  Frystiskipið Sólberg ÓF 1 til heimahafnar í Fjallabyggð fyrir helgi  Um fimm milljarða fjárfesting  Spjörum okkur ef við fáum að vinna í friði, segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma Ljósmynd/Tersan skipasmíðastöðin Sólberg ÓF 1 Skipið hélt heimleiðis frá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir tveimur vikum. Reiknað er með að skipið haldi til veiða fyrir mánaðamót. Ólafur Marteinsson Í áhöfn á nýja skipinu verða 34 manns hverju sinni, en tvær áhafnir verða á skipinu og verð- ur einn túr á sjó á móti einum í landi. Skipverjar á Mánabergi og Sigurbjörgu fá flestir pláss á nýja skipinu. Skipstjórar verða Sigþór Kjartansson og Trausti Kristinsson og yfirvélstjórar Þórður Þórðarson og Haukur Magnússon. Í gær sigldi Sólbergið upp með vesturströnd Írlands, en skipið hafði í fyrradag viðkomu í Cork. Þar var tekin olía, en skip- verjar notuðu tækifærið og keyptu einnig nýjan fisk í mat- inn þar sem þeir voru orðnir leiðir á að fá nautakjöt í flest mál! Skipið kemur líklega til lands- ins á föstudag en móttöku- athöfn verður á Siglufirði fyrir bæjarbúa og gesti klukkan 13.30 á laugardag. Þar mun Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, meðal annars flytja ávarp. Sólbergið er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og 3.720 brúttótonna frystitog- ari. Það er hannað af fyrirtæk- inu Skipsteknisk í Noregi og smíðað í Tersan-skipasmíða- stöðinni í Tyrklandi. Rými verð- ur fyrir allt að 1.200 tonn af af- urðum á brettum í 1.900 rúmmetra frystilest. Móttaka á laugardag á Siglufirði KEYPTU OLÍU OG FISK Í CORK Á ÍRLANDI FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is EITT ER VÍST: ALNO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.