Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 15

Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Nýr hvalaskoðunarbátur í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Am- bassador kom til hafnar á Akureyri seint í fyrrakvöld. „Við vorum rétt tæpa tvo sólarhringa á 910 sjómílna leið okkar frá Bergen í Noregi sem verður að teljast býsna gott,“ sagði Magnús Guðjónsson, skipstjóri og einn eigenda fyrirtækisins. Magnús á von á að báturinn, sem ber nafnið Konsúll, verði tekinn í notkun á næstu tveimur vikum en þetta er fjórði báturinn sem sinnir hvalaskoðun hjá Ambassador. Báturinn tekur um 70 manns í sæti. Hann er töluvert minni en aðr- ir hvalaskoðunarbátar fyrirtækis- ins, sem taka á bilinu 100-150 manns í sæti. Ganghraði bátsins er um 25 mílur í góðu veðri og er hann sérútbúinn til farþegaflutninga. Mikill vöxtur er í hvalaskoðunar- ferðum og fara tugþúsundir ferða- manna í bátsferðir á hverju ári á vegum Ambassador. aronthordur@mbl.is Fá fjórða bátinn í hvalaskoðun  Vaxandi áhugi á hvalaskoðun Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hvalaskoðun Nýi báturinn Konsúll við komu til Akureyrar í vikunni. Sjómannadagurinn í ár verður haldinn viku seinna en venjulega, eða sunnudaginn 11. júní næstkom- andi. Sjómannadaginn skal halda fyrsta sunnudaginn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá næsta sunnudag þar á eftir. Þannig háttar einmitt til í ár því hvítasunnudag ber upp á 4. júní. Undirbúningur fyrir hátíðahöld dagsins eru hafin um land allt. Há- tíð hafsins, fjölmennasta hátíðin, verður að venju haldin við Reykja- víkurhöfn um sjómannadagshelg- ina. Hún verður óvenju vegleg í ár því þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því hafnargerðinni miklu lauk. Höfnin var byggð á ár- unum 1913 til 1917. Elsti hluti hennar, Ingólfsgarður, var reistur frá 1913 til 1915 og lok- ið var við gerð Örfiriseyjargarðs 1917. Það er einmitt á Grandanum þar sem aðalhátíðahöldin fara fram hverju sinni. Sjómannadagurinn er hátíðis- dagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísa- firði. Í alfræðiriti Netsins segir að frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfir- leitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrett- ánda. Árið 1987 var dagurinn lögskip- aður frídagur sjómanna. Sam- kvæmt lögunum eiga öll fiskiskip að vera í höfn þennan dag. sisi@mbl.is Viku seinna en venjulega Morgunblaðið/Golli Hátíð hafsins Mikill mannfjöldi sækir jafnan viðburði sjómannadagsins.  Sjómannadagurinn frestast vegna Hvítasunnunar Lögreglan á Suð- urnesjum hand- tók um síðast- liðna helgi nokkra ökumenn í umdæminu vegna gruns um að þeir ækju und- ir áhrifum áfeng- is og/eða fíkni- efna. Tveir þeirra voru sviptir öku- réttindum á staðnum en sá þriðji hafði aldrei öðlast slík réttindi. Fíkniefni fundust sömuleiðis í fórum eins þeirra þriggja sem handteknir voru. Einn ökumannanna, sem handtekinn var vegna gruns um ölv- unarakstur, var aðeins 17 ára gamall og var því brot hans tilkynnt til barnaverndarnefndar. Þá slasaðist karlmaður þegar hann féll af reiðhjóli á Krísuvíkur- vegi með þeim afleiðingum að hann rotaðist og var hann fluttur á Land- spítalann til aðhlynningar en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Tveir undir áhrifum og sá þriðji próflaus Lögreglan Mikið um ölvunarakstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.