Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Kaupmáttaraukning og lífskjara-
bati síðustu ára og áratuga hefur
náð til flestra landsmanna, en sér-
staka athygli vekur að ungt fólk
hefur setið eftir,“ segir Konráð
Guðjónsson, sérfræðingur hjá
Greiningardeild Arion banka, í sam-
tali við Morgunblaðið. Bankinn
sendi í vikunni frá sér greiningu á
málinu í Markaðspunktum undir yf-
irskriftinni „Hvert fór kaupmáttur-
inn?“
„Ef maður skyggnist aðeins
dýpra þá sér maður hvað húsnæð-
iskostnaðurinn vegur sífellt þyngra
hjá fólki, því hann hefur hækkað
miklu meira en aðrir liðir í vísitölu
neysluverðs. Hann vegur þar af
leiðandi meira en hann gerði í byrj-
un þessarar aldar. Þannig að hjá
fólki þar sem húsnæðiskostnaður
vegur hvað þyngst hefur kaupmátt-
urinn aukist minna.“
Neyslukarfa námsmanns
aukist 11% meira
Í Markaðspunktunum er tekið
dæmi til frekari útskýringar um
annars vegar námsmann í leiguhús-
næði og hins vegar miðaldra hjón í
skuldlitlu húsnæði. „Námsmaðurinn
eyðir líklega stórum hluta ráðstöf-
unartekna sinna í leigu og við mið-
um hér við 30%, á meðan hjónin
borga enga leigu en verja 5% af
tekjum sínum í afborgarnir af hús-
næðisláni. Þá ver námsmaðurinn
hlutfallslega meiri peningum í mat,
en hjónin meiru í ferðalög, fatnað,
veitingar o.fl. […] Miðað við ofan-
greindar forsendur hefði neyslu-
karfa námsmannsins hækkað um
næstum 11% meira en neyslukarfa
hjónanna frá aldamótum,“ segir í
greiningu Arion banka. Konráð seg-
ir að þetta sýni að sigurvegararnir í
efnahagsþróun síðustu ára séu með-
al annarra hjón á aldrinum 55-59
ára.
Konráð bætir við að í rauninni
verði það aldrei þannig að kaup-
máttur allra aukist jafnt, en kaup-
máttaraukningin hefur að vissu
marki dreifst þvert yfir þjóðfélags-
hópa. Hann segir að vegna hinnar
miklu hækkunar húsnæðisliðarins,
þá hafi vægi annarra liða í vísitöl-
unni minnkað. „Það sem hefur hald-
ist eða aukist auk húsnæðisliðarins
eru póstur og sími. Fólk kaupir
kannski dýrari síma og greiðir
meira fyrir fjarskiptaþjónustu.
Vægi áfengis og tóbaks hefur sömu-
leiðis haldið sér, sem helgast af
verðhækkunum á þeim vörum.“
Í dag þarf meiri menntun
En er þetta vandamál? „Já, þetta
er vandamál af þeirri einföldu
ástæðu að þetta eru neytendur og
fjárfestar framtíðarinnar, og ef
þeim gengur illa að fóta sig, þá gæti
verið að þeim gangi verr þegar
fram í sækir, eða þau freisti gæf-
unnar annars staðar,“ segir Konráð.
„Þetta virðist vera partur af alþjóð-
legri þróun og breyttri samfélags-
gerð. Þú þarft í dag meiri menntun
og meiri starfsreynslu til að komast
í hærra borguð störf.“
Ungt fólk hefur setið eftir
í kaupmáttaraukningunni
Þróun
» Vísitala kaupmáttar launa
hefur hækkað um 34% á sjö
árum og 42% frá aldamótum.
» Frá 1997 virðist eignadreif-
ingin almennt hafa orðið held-
ur ójafnari, sem birtist í því að
meðaltal eignaverðs hefur auk-
ist meira en miðgildi.
» Tekjujöfnuður virðist frekar
hafa aukist ef eitthvað er enda
er hann meiri en í öllum ríkjum
OECD skv. nýjustu tölum.
Sigurvegarar efnahagsþróunar síðustu ára og áratuga eru 55-59 ára gamalt fólk
Meðaltal eigna eftir hópum
Milljónir króna á föstu verðlagi
60
50
40
30
20
10
0
1997 2007 2017
55–59 ára
meðaltal
25–29 ára
einstætt foreldri
Morgunblaðið/Eggert
Laun Kaupmáttur eykst ekki jafnt.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk | Sími 551 5979 | lebistro.is
Fiskur
með frönskum
og bjór
alla miðvikudaga
2.990 kr.
17. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.01 103.51 103.26
Sterlingspund 133.17 133.81 133.49
Kanadadalur 75.57 76.01 75.79
Dönsk króna 15.174 15.262 15.218
Norsk króna 12.098 12.17 12.134
Sænsk króna 11.673 11.741 11.707
Svissn. franki 103.17 103.75 103.46
Japanskt jen 0.9072 0.9126 0.9099
SDR 141.05 141.89 141.47
Evra 112.9 113.54 113.22
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 143.2459
Hrávöruverð
Gull 1234.05 ($/únsa)
Ál 1899.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.89 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● HS Orka hyggst
undirbúa mögu-
lega sölu á 30%
hlut sínum í Bláa
lóninu. Samkvæmt
tilkynningu hefur
HS Orka ákveðið
að kanna sölu á
eignarhlutnum í
heild eða að hluta í
kjölfarið á sýndum
áhuga á hlutnum.
Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni,
forstjóra HS Orku, að þrátt fyrir að um
einstaka eign sé að ræða þá falli starf-
semi Bláa lónsins ekki að kjarna-
starfsemi fyrirtækisins, sem er fram-
leiðsla og sala endurnýjanlegrar orku.
Því hafi verið ákveðið að hefja þetta
ferli. „HS Orka hefur verið hluthafi í
Bláa lóninu frá upphafi og hefur stolt
stutt við vöxt þess,“ segir Ásgeir.
Stöplar Advisory mun ræða við hugs-
anlega fjárfesta fyrir hönd HS Orku og
stýra ferlinu.
Kannar sölu þriðjungs-
hlutar í Bláa lóninu
Blá lónið Áhugi á
30% hlut HS Orku.
STUTT
Hagnaður Reita fasteignafélags nam
1.475 milljónum króna á fyrsta fjórð-
ungi ársins, en hann var 919 millj-
ónir á sama tímabili í fyrra. Leigu-
tekjur námu liðlega 2,6 milljörðum
króna og jukust um 17,6% frá árinu á
undan.
Rekstrarhagnaður fyrir mats-
breytingu (NOI) var 1,8 milljarðar
króna og jókst um 16,1% á milli ára.
Matshækkun fjárfestingareigna
nam 900 milljónum króna, en til sam-
anburðar var hún 417 milljónir á
fyrsta ársfjórðungi í fyrra.
Leigutekjur námu 2,6 milljörðum
króna og jukst um 17,6% milli ára.
Stærsti hluti tekjuvaxtar er til kom-
inn vegna breytinga í eignasafninu,
segir í afkomutilkynningu til Kaup-
hallar, en fjórðungurinn er sá síðasti
þar sem eignir keyptar af sjóðum í
rekstri Stefnis skýra stærstan hluta
breytinga á milli ára. Nýtingarhlut-
fall var 96,7%.
Heildareignir Reita námu 135,5
milljörðum króna í lok mars. Eigið fé
nam 46,6 milljörðum og var eigin-
fjárhlutfall 34,4%.
Hagnaður Reita
1,5 milljarðar
Icelandair hefur
gengið frá fjár-
mögnun á fjórum
Boeing 737 MAX
flugvélum. Félag-
ið hefur gert
samning við BO-
COMM Leasing,
dótturfélag Bank
of Communica-
tions í Kína, um
sölu og endur-
leigu á einni vél til afhendingar á
fyrsta ársfjórðungi 2018 og þremur
á fyrsta ársfjórðungi 2019. Tvær
vélanna eru Boeing 737 MAX8 og
tvær Boeing 737 MAX9. Icelandair
hefur jafnframt einhliða rétt á að
bæta tveimur vélum við samn-
ingana.
Bogi Nils Bogason, framkvæmda-
stjóri fjármála Icelandair Group,
segir í tilkynningu til Kauphallar að
ánægjulegt sé að fjármögnun 737
MAX vélanna gangi samkvæmt
áætlun. „Vinna við fjármögnun ann-
arra véla sem afhentar verða 2018
og 2019 stendur yfir og gengur vel.“
Icelandair semur um
fjármögnun á flugvélum
Icelandair Fjár-
magna þotur.