Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2017 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinnmiðvikudaginn 7. júní 2017 og hefst hann kl. 09:00 áHilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2016/17. 4. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um kr. 91.831.651 að nafnvirði með eftirfarandi viðbót við gr. 2.1 í samÞykktum félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um kr. 91.831.651 að nafnvirði. Forgangsréttur hluthafa skv. gr. 2.3 í samÞykktum félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni til greiðslu fyrir hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. í samræmi við kaupsamning Þar að lútandi á genginu 47,5 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Hlutafé félagsins eftir hækkun verður kr. 1.263.333.841. Framangreind heimild stjórnar Haga hf. rennur út á aðalfundi félagsins árið 2018 sem áætlaður er Þann 6. júní. Heimild Þessi skal felld úr samÞykktum Þegar hún hefur verið nýtt.“ 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 8. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti varði hendur sínar í gær og sagðist hafa verið í fullum rétti þegar hann deildi „staðreyndum“ með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og Sergey Kislyak, sendiherra Rúss- lands, í Washintgon á fundi þeirra í síðustu viku. Frétt Washington Post um að Trump hefði deilt háleynilegum rík- isleyndarmálum með Rússunum tveimur olli miklum höggbylgjum í höfuðborginni, og kölluðu að minnsta kosti tveir þingmanna Demókrataflokksins eftir því að neðri deild þingsins höfðaði mál á hendur Trump til embættismissis. Heimildarmenn settir í hættu? Samkvæmt fréttinni deildi Trump upplýsingum með Lavrov og Kis- lyak, sem meira að segja nánustu bandamenn Bandaríkjanna hafa ekki fengið í sínar hendur, en upp- lýsingarnar munu hafa snúið að Ríki íslams og ráðagerðum þess um að reyna að útbúa sprengjur í fartölv- um og reyna að granda þannig far- þegaflugvélum á leið til Bandaríkj- anna. Það sem heimildarmönnum blaðs- ins þótti einkum gagnrýnivert var að talið var að upplýsingarnar gætu hafa sett heimildarmann Banda- ríkjastjórnar í hættu, auk þess sem að trúnaður við hann hefði verið rof- inn. Trump neitaði hins vegar öllum slíkum ásökunum og tók fram að lagalega séð mætti hann greina frá því sem hann vissi eftir sinni eigin dómgreind. Telst leynd þar með sjálfkrafa aflétt af þeim gögnum. Þá mótmælti H.R. McMaster þjóðaröyggisráðgjafi því að Trump hefði ljóstrað neinu því upp sem hefði stefnt heimildarmanni Banda- ríkjanna í hættu. Sagði hann frétt Washington Post einfaldlega ranga, án þess þó að taka nánar fram hvaða atriði væru röng. Sagði Trump að hann hefði stjórn- ast af „mannúðarástæðum“, auk þess sem hann hefði viljað fá aukinn stuðning Rússa við baráttuna gegn Ríki íslams og hryðjuverkum al- mennt. Dimitri Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði fregnirnar vera „kjaftæði“ sem ekki væri þess virði að svara. Pelosi hafnar ákærukröfum Fregnin olli engu að síður tals- verðum skaða fyrir Trump, ekki síst meðal samflokksmanna hans á Bandaríkjaþingi, sem sagðir eru vera orðnir þreyttir á sífelldum hneykslismálum sem virðast ætla að umlykja forsetatíð Trumps. Var Paul Ryan, forseti neðri deildar þingsins, sagður hafa krafist þess að fá „fullar útskýringar“ á málinu. John McCain, öldungadeildar- þingmaður repúblikana, sem hingað til hefur ekki talist til bandamanna forsetans, gagnrýndi Trump hins vegar og sagði að fregnirnar væru grafalvarleg tíðindi. Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, neitaði hins vegar að taka undir kröfur þess efnis að deildin hæfi þegar í stað ákæru- ferli til embættismissis Trumps, líkt og að minnsta kosti tveir samflokks- manna hennar höfðu krafist. Sagði Pelosi að staðreyndir málsins bentu ekki til þess að forsetinn hefði gerst brotlegur við stjórnarskrána. Í slíku ferli yrði meirihluti neðri deildarinn- ar að samþykkja ákærur og öldunga- deildin myndi síðan rétta yfir forset- anum. Tveir þriðju hlutar deildarinnar yrðu síðan að finna for- setann sekan á grundvelli ákæranna. Vilja að Trump verði ákærður  Nancy Pelosi hafnar kröfum samflokksmanna sinna um að þingið hefji ákæruferli til embættismissis Trumps  Meintar „uppljóstranir“ Trumps á leyndarmálum til Rússa valda höggbylgjum í Washington AFP Uppnám Trump fundaði í gær með Erdogan Tyrklandsforseta þrátt fyrir uppnámið sem frétt Washington Post olli. Bandaríkjaþing hefur einungis höfðað mál til embættismissis á hendur tveimur Bandaríkja- forsetum, þeim Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Johnson var ákærður af neðri deild þingsins í ellefu lið- um, og munaði einungis einu at- kvæði í öldungadeildinni að hann yrði sakfelldur og hrakinn úr embætti. Að auki sagði Richard Nixon af sér embætti árið 1974, áður en þingið gat hafið ákæru- ferlið, en talið var nær öruggt að það myndi ná fram að ganga. Tvisvar reynt, aldrei tekist EMBÆTTISMISSIR Blaðamenn í Mexíkó stóðu í gær fyrir mótmælum í Mexíkóborg, en landið er hið þriðja hættulegasta í heimi fyrir fulltrúa pressunnar á eftir hinum stríðshrjáðu löndum Sýrlandi og Afganistan. Að minnsta kosti 16 blaða- menn voru myrtir á síðasta ári í Mexíkó. Blaðamannamorð algeng í Mexíkó AFP Fórnarlambanna minnst Íraskar hersveitir hafa náð aftur á sitt vald um 90% af vesturhluta Mó- sul-borgar úr höndum Ríkis íslams. Eru vígamenn hryðjuverkasamtak- anna sagðir vera á „barmi algjörs ósigurs“, samkvæmt upplýsingum talsmanns Írakshers. Bardagar hafa nú staðið um borg- ina í nærri því sjö mánuði, en austur- hluti hennar var frelsaður fyrr á þessu ári. Eru endalokin nú sögð í augsýn fyrir samtökin í Írak, en Mó- sul er stærsta borgin sem þau náðu að taka á sitt vald í sókn sinni árið 2015. „Þeir hafa tvo kosti: að deyja og fara til helvítis eða að gefast upp. Það er enginn millivegur,“ sagði Ab- dulwahab al-Saadi, undirhershöfð- ingi í Íraksher, við AFP-fréttastof- una í höfuðstöðvum sínum í Mósul í gær. Talið er að um hálf milljón manna hafi neyðst til þess að flýja heimili sín vegna orrustunnar og um 250.000 óbreyttir borgarar eru enn sagðir fastir á áhrifasvæði Ríkis íslams. Ósigur Ríkis íslams sagður í nánd  90% af Mósul aftur í höndum Íraka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.