Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 18

Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sýklalyfjumfylgdi á sín-um tíma bylting í heilbrigð- ismálum. Allt í einu urðu sjúk- dómar, sem áður höfðu dregið fjölda manns til dauða, viðráðanlegir og hættu að vera áhyggjuefni. Nú er svo komið að óhófleg notkun sýkla- lyfja hefur leitt til þess að fram eru komnar bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, og hafa þær verið kallaðar ofur- bakteríur. Talið er að um þess- ar mundir láti 700 þúsund manns á ári lífið af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og talan gæti að óbreyttu verið komin upp í 10 milljónir um miðja öldina. Starfshópur velferðarráðu- neytisins um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería á Íslandi kynnti í fyrradag niðurstöður sínar. Þar segir að auka þurfi eftirlit með sýklalyfjanotkun fólks, sem hér á landi sé ein sú mesta sem þekkist, skima reglulega fyrir bakteríum í matvælum og bæta hreinlæt- isaðstöðu á ferðamannastöð- um. Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að Ís- lendingar séu á eftir nágranna- löndunum í að prófa bakteríur fyrir sýklalyfja- ónæmi. Sennilega megi rekja að áhyggjur af sýkla- lyfjaónæmi séu minni hér en víðast hvar annars staðar til þess að á Íslandi sé mun minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði. Engu að síður þurfi að skrá notkunina þannig að til staðar séu upplýsingar um heildar- magn og notkun eftir dýrateg- undum. Þá standi til að efla sýnatöku úr matvælum. Ekki þurfi aðeins að taka sýni úr kjöti, heldur einnig grænmeti. Ónæmar bakteríur berist einn- ig með grænmeti og því fylgi jafnvel meiri hætta því yfirleitt sé það borðað hrátt. Nýr vinkill á umræðu um salernisaðstöðu fyrir ferða- menn kom fram í máli Sig- urborgar er hún benti á að þeg- ar þeir gengju örna sinna utandyra dreifðist saur í um- hverfinu, færi í hringrás nátt- úrunnar og gæti að lokum end- að í okkur í stað þess að fara í skólplagnir. Hér er brýnt mál á ferð og erfitt viðfangs, en gott að nú eigi að taka það fastari tökum. Þetta þýðir aukið eftirlit og að- gát í innflutningi á matvælum. Ella gæti vá, sem talið var að væri úr sögunni, breiðst út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru sagðar ein helsta heilbrigð- isógn okkar tíma} Gegn ofurbakteríum Eins og Morg-unblaðið hef- ur greint frá hefur ekki verið veitt leyfi fyrir lokun neyðarbrautar- innar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta leyfi þyrfti Samgöngu- stofa að gefa ætti að loka brautinni, en hefur ekki gert. Framkvæmdastjóri flug- vallasviðs Isavia, sem rekur innanlandsflugvellina hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að í kjölfar hæstaréttardóms hefði ríkið ákveðið að loka neyðarbraut- inni. Framkvæmdastjórinn sagði að flugbraut teldist þó ekki formlega lokuð fyrr en Samgöngustofa hefði gefið út leyfi til lokunar. Svo sagði hann: „Þetta er því að mestu formsatriði því brautin er lok- uð og er ekki í neinni notkun. Samgöngustofa hefur verið að senda Isavia bréf sem Isavia hefur svarað. Í bréfi frá Sam- göngustofu um daginn kom fram að hún teldi að enn vant- aði eitthvað upp á að málin væru frágengin. Ég á alveg eins von á því að við hjá Isavia munum funda með fulltrúum Samgöngustofu í vikunni og málin skýrist þá í kjölfar þess.“ Þetta er allt með miklum ólík- indum. Brautin er lokuð, en þó ekki. Málefni Reykjavíkur- flugvallar eru fyrir löngu komin í algerar ógöngur og ákvarðanir um framtíð ein- stakra flugbrauta og vallarins í heild sinni teknar á svo vafa- sömum og sérkennilegum for- sendum að ekki verður við un- að þegar horft er til þeirra hagsmuna sem um ræðir. Að ekki sé talað um skýran vilja landsmanna, Reykvíkinga sem annarra, um að tryggja fram- tíð flugvallarins. Sú endaleysa sem snýr að lokun eða ekki lokun neyðar- brautarinnar hlýtur að duga til að stjórnvöld og Alþingi taki af skarið og taki af öll tví- mæli um að flugvöllurinn skuli til fyrirsjáanlegrar framtíðar vera í Vatnsmýrinni. Um leið þarf að tryggja að ekki verði áfram með klækjabrögðum þrengt að honum þar til hann endar ónothæfur. Nýju ljósi varpað á aðförina að Reykjavíkurflugvelli} Lokuð, en þó ekki F yrir stuttu beitti ung kona sér fyr- ir framleiðslu límmiða sem líma má ofan á glös til að koma í veg fyrir að hægt sé að lauma í þau ólyfjan. Í framhaldi af því tók ég saman nokkur af fjölmörgum ráðum til kvenna um hvernig má komast hjá því að verða fyrir kynferðisofbeldi (allt raunveruleg dæmi): Ekki vera í aðskornum fötum. Ekki vera í litríkum fötum. Ekki vera í ókvenlegum fötum. Ekki brosa eða vera vinsamleg. Ekki vera frá- hrindandi og dónaleg. Ekki taka strætó ein. Ekki taka leigubíl ein. Ekki fara upp í bíl með einhverjum sem þú þekkir ekki. Ekki fara upp í bíl með ein- hverjum sem þú þekkir lítið. Ekki fara upp í bíl með einhverjum sem þú þekkir mikið. (Gættu þín á ókunnugum, fjölskyldumeðlimum, sambýlis- mönnum, eiginmönnum, samstarfsmönnum, yfirmönnum, viðskiptavinum, kennurum, þjálfurum, læknum og lög- regluþjónum.) Lærðu sjálfsvarnarlist. Vertu vopnuð. Ekki vera vopn- uð (nauðgarinn gæti nýtt sér vopnið). Fáðu þér hund. Vertu í nærfötum sem koma í veg fyrir að hægt sé að nauðga þér. Vertu með GPS tæki. Vertu með piparúða. Vertu með nauðgunarflautu. Passaðu að síminn sé með fulla hleðslu. Gubbaðu. Segðu að þú sért á túr. Pissaðu á þig. Segðu að þú sért með kynsjúkdóm. Berstu um á hæl og hnakka. Ekki berjast um á hæl og hnakka, nauðgarinn gæti veitt þér alvarlega áverka eða drepið þig. Ekki líta af glasinu þínu. Ekki drekka of mikið. Ekki þiggja drykki. Ekki deila drykkjum með öðr- um. Ekki drekka eitthvað sem bragðast und- arlega. Vertu með hring sem nemur nauðg- unarlyf í drykkjum. Vertu með naglalakk sem nemur nauðgunarlyf í drykkjum. Vertu með límmiða. Ekki drekka. Nú spyrðu kannski: en hvað með ráðlegg- ingar til karla? Sara Silverman tók saman dæmi um slíkan lista: 1) Ekki byrla konum ólyfjan. 2) Ef þú sérð konu ganga einsamla, láttu hana þá í friði. 3) Mundu að stoppa ekki til að nauðga konu sem á í vandræðum með bílinn sinn. 4) Ef þú ert í lyftu og kona kemur inn í lyftuna, ekki nauðga henni. 5) Ef þú rekst á sofandi konu er affara- sælast að nauðga henni ekki. 6) Ekki laumast inn á heimili konu eða ráðast á hana úr launsátri til að nauðga henni. 7) Mundu að þvottahús eru til að þvo þvott. Ekki nauðga konu sem er ein í þvottahúsi. 8) Notaðu vinakerfi: Ef það vefst fyrir þér að nauðga ekki konum, fáðu þá traustan vin til að vera alltaf með þér. 9) Vertu með nauðgunarflautu. Ef þú finnur að þú ert að fara að nauðga skaltu blása í flautuna þar til einhver kemur og stoppar þig. 10) Ekki gleyma: Best er að vera heiðarlegur. Ef þú ert að bjóða konu út skaltu ekki láta eins og þú hafir áhuga á henni sem persónu, segðu það hreint út að þú hyggist nauðga henni. Ef þú ert ekki hreinskiptinn gæti konan haldið að þú ætlir ekki að nauðga henni. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Ekki vera STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rúmlega 10% félagsmannaí Kennarasambandi Ís-lands hafa orðið fyrireinelti á vinnustað undanfarin tvö ár. 2% þeirra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 5% hafa orðið fyrir hótunum eða líkamlegu ofbeldi í starfi sínu. 12,5% telja sig hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi í starfi. Meirihluti þessara mála, eða rúm 60%; er ekki tilkynntur. Algengara er að karlkennarar verði fyrir áreitni og ofbeldi í starfi en kvenkyns starfs- félagar þeirra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Hjördísar Sigursteinsdóttur, aðjunkts við viðskipta- og raunvísindasvið Há- skólans á Akureyri, sem hún vann fyrir Kennarasambandið og var markmiðið að kanna líðan kennara á vinnustað. Könnunin var lögð fyrir félagsmenn í sjö af átta aðildarfélögum KÍ, en þessa dag- ana er verið að kynna niðurstöður einstakra félaga fyrir forsvars- mönnum þeirra. Andlegt ofbeldi algengast Um 10.000 félagsmenn eru í sambandinu, kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum auk tónlistarkennara og skólastjórn- enda. Niðurstöður könnunarinnar gætu því samsvarað því að um 1.000 kennarar á hinum ýmsu skólastigum hafi verið lagðir í ein- elti í starfi undanfarin tvö ár og að um 200 kennarar hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Ásdís Ing- ólfsdóttir, formaður vinnuumhverf- isnefndar KÍ, segir þetta háa hlut- fall koma verulega á óvart. „Þetta er talsvert meira en ég átti von á og ljóst að það þarf að kanna hvort einhverjir þættir í vinnuumhverf- inu ýta undir þetta,“ segir Ásdís. Kennararnir voru m.a. spurðir um hvort þeir hefðu upplifað ein- elti, ofbeldi eða áreitni í störfum sínum. Andlegt ofbeldi var algeng- asta birtingarmynd slíkra atvika, en 12,5% sögðust hafa orðið fyrir því. Þar af sögðu um 17% að það hefði verið af hendi nemenda, í 40% var gerandinn yfirmaður og í um 43% tilvika voru það vinnu- félagar. Einelti var næstalgengast og sögðust 10% kennaranna hafa orð- ið fyrir því. Í svörum þeirra kom fram að algeng birtingarmynd var að faglegt álit og sjónarmið þol- anda voru hunsuð, hæðst var að persónu fólks og þá var nokkuð um að það yrði fyrir óhóflegri gagn- rýni eða það sniðgengið. Vinnu- félagar, samstarfsmenn og nem- endur voru gerendur í allflestum tilvikum og nemendur og/eða for- eldrar í um 8% tilvika. Karlar frekar áreittir Um 2% kennaranna sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og var hún oftast af hendi yfirmanns. Algengara var að karl- ar yrðu fyrir slíkri áreitni en kon- ur, en þetta átti við 1,8% kvenna og 2,1% karla. Einnig var algeng- ara að karlkennarar yrðu fyrir andlegu ofbeldi; þar var hlutfall karla 13,5% og kvenna 12%. Það sama gildir um eineltið, þar sem 12% karla sögðust hafa orðið fyrir því og 9,8% kvenna. Hjördís segir þetta kynjahlut- fall koma á óvart. „Karlar eru ólík- legri til að viðurkenna atvik sem þessi en konur. Það hefur í gegn- um tíðina verið meira samþykkt að konur tali um slæma líðan sína en karlar. Þannig að þetta eru áhuga- verðar niðurstöður.“ Ásdís tekur undir þetta. „Þetta er virkilega umhugsunarvert og gefur tilefni til að skoða stöðu karla innan stétt- arinnar, þeir eru minnihlutahópur í þessari stétt.“ Athygli vekur að 60% mála af þessu tagi eru aldrei tilkynnt til næsta yfirmanns eða stéttarfélags. Hlutfallið er mishátt eftir eðli mála, en þetta á t.d. við um 67,5% eineltismála, og rúm 72% mála um kynferðislega áreitni. Ásdís segir þetta vekja spurningar um hvort endurskoða þurfi þá verkferla sem fyrir eru þannig að fleiri tilkynn- ingar skili sér. Meiri umræða um einelti Fjöldi þeirra, sem segjast hafa tilkynnt um mál sín á réttan hátt en ekkert hafi verið aðhafst vekur ekki síður athygli, en það á við um 20% af eineltismálunum, 15,9% þeirra sem tilkynntu um andlegt ofbeldi, 11% hótanamála og 14,5% þeirra sem tilkynntu um kynferðislega áreitni. Að sögn Hjördísar var ekki spurt í könn- uninni hvort einhver málanna hefðu endað inni á borði lögreglu. Hjördís hefur unnið að fjöl- mörgum rannsóknum á þessu sviði og segist sjá talsverðan mun á við- horfum fólks. „Fyrir nokkrum ár- um var talað um einelti eins og það væri bara eitthvað sem gerðist á milli barna. Að það væri ekki til einelti á vinnustöðum fullorðinna. Umræðan hefur sem betur fer breyst og fólk gerir sér núna betur grein fyrir því hvað einelti er.“ Lagðir í einelti, þeim hótað og eru áreittir Íslenskir kennarar 10% lögð í einelti Heimild: Könnun meðal félagsmanna KÍ 2% verða fyrir kynferðislegri áreitni 12,5% verða fyrir andlegu ofbeldi 6. hvert tilvik um andlegt ofbeldi er af hendi nemenda 60% þessara mála eru aldrei tilkynnt Hjördís Sigursteinsdóttir Ásdís Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.