Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
Gaman Það er mikið líf við Reykjavíkurhöfn og þessi ferðamaður virtist kátur þar sem hann kom úr hvalaskoðun.
Ófeigur
Hafi einhver haldið
að hugmyndafræði
skipti litlu eða engu í
sveitarstjórnum, þá
ætti sá hinn sami að
hugsa sig tvisvar um.
Ekki þarf annað en
horfa til Reykjavíkur.
Skoða hvernig staðið
er að verki við stjórn-
sýslu borgarinnar,
bera þjónustu við
íbúana saman við það sem gengur og
gerist í nágrannasveitarfélögunum.
Þegar hugmyndaauðgi meirihluta
borgarstjórar um auknar álögur er
höfð í huga er illa hægt að komast að
annarri niðurstöðu en að hug-
myndafræði – pólitísk sannfæring –
kjörinna fulltrúa hafi veruleg áhrif á
afkomu og lífsgæði Reykvíkinga.
Rekstur og þjónusta sveitarfélaga
hafa bein áhrif á lífskjör almennings.
Það skiptir okkur öll miklu, hvar
sem við búum, hvernig til tekst við
rekstur sveitarfélagsins, hvernig
staðið er að skólamálum, hvernig
þjónusta við eldri borgara er, að
þörfum fatlaðra sé sinnt en þeim
ekki gleymt, líkt og dæmi eru um.
Íbúum sveitarfélags þar sem um-
hverfismálum er sinnt af kostgæfni
líður örugglega betur en íbúum
sveitarfélags þar sem umhverfið er
hornreka. Einu sinni var sagt: Hrein
borg er fögur borg. Þessi einföldu
sannindi hljóma ekki lengur í höf-
uðborginni.
Víða hefur tekist að
samþætta góða þjón-
ustu sveitarfélaga og
hóflega skattheimtu og
álögur. En svo eru
dæmi þar sem álögur
eru eins háar og lög
leyfa án þess að þjón-
ustan sé með þeim
hætti sem íbúarnir ætl-
ast til. Þegar óánægjan
kemur upp á yfirborðið
bregðast sveitarstjórn-
armenn við með mis-
jöfnum hætti.
Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að
hætta þátttöku í árlegri samanburð-
arkönnun á þjónustu sem gerð er
fyrir stærstu sveitarfélög landsins.
Niðurstaða könnunarinnar, sem birt
var í febrúar 2015, var of bitur og
óþægileg fyrir meirihlutann: Hvergi
voru íbúar eins óánægðir með þjón-
ustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu
við eldri borgara, fatlaða, og barna-
fjölskyldur og í Reykjavík. Borg-
arstjóri gerði lítið úr niðurstöðunum
og sagðist halda að Reykvíkingar
væru „bara kröfuharðari og svona
gagnrýnni“ en íbúar annarra sveit-
arfélaga. Þar með hafði meirihlutinn
litla ástæðu til að huga að því sem
miður hefur farið.
Hugmyndafræði skortsins
Sá tími er löngu liðinn að Reykja-
víkurborg líti á það sem skyldu sína
að tryggja nægjanlegt framboð af
lóðum fyrir íbúðir – einbýli, raðhús,
fjölbýli. Hugmyndafræði skortsins
hefur ráðið ríkjum síðustu ár. Afleið-
ingin er gríðarleg hækkun íbúða-
verðs og stöðugt verður erfiðara fyr-
ir fjölskyldur að láta drauma sína
um eigin íbúð rætast. Í hugum
þeirra sem ráða för í borgarstjórn,
eru draumar af því tagi aðeins
draumar smáborgara og skipta því
engu. Atlagan að séreignarstefnunni
gengur ágætlega í höfuðborginni og
valfrelsi í húsnæðismálum verður
stöðugt minna.
Samgöngur í höfuðborginni eru í
lamasessi. Hugmyndafræði holu og
þrenginga ræður ríkjum. Borgaryf-
irvöld telja sig ekki lengur hafa þá
skyldu á herðum að tryggja greiðar
samgöngur og allra síst fyrir einka-
bílinn. Með góðu eða illu skal þvinga
íbúana til að fara sinna ferða í strætó
eða á hjóli. Skipulega er unnið að því
að skerða valfrelsi í samgöngu-
málum. Þar sem hægt er eru þreng-
ingar og hindranir settar og gatna-
kerfinu er ekki haldið við. Og loks
þegar hafist er handa við fram-
kvæmdir eru þær skipulagðar með
þeim hætti að þær valdi sem mest-
um truflunum og töfum á umferð.
Á vef Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda er bent á að umferðarstjórnun
á Miklubraut vegna framkvæmda
við mikilvægar samgöngu- og um-
hverfisbætur við Klambratún hafi
brugðist. Ábendingar rýnihóps sem
fór yfir öryggismál vegna fram-
kvæmdanna voru hafðar að engu.
„Þrengingarnar við Klambratún or-
saka umferðateppur og tafir út um
allt höfuðborgarsvæðið,“ segir á vef
FÍB og síðan segir:
„Svo virðist sem ekki hafi verið
gert ráð fyrir því að tryggja forgang
viðbragðsaðila lögreglu, sjúkraliðs
og slökkviliðs á framkvæmdasvæð-
inu og víðar. Þarna skammt frá er
þjóðarsjúkrahúsið, Landspítali, sem
nánast er hafður í gíslingu á háanna-
tímum vegna þessara umferða-
þrenginga. Sú sjálfsagða krafa er
gerð til þeirra sem reka umferð-
armannvirkin í borginni að allt verk-
lag sé meðvitað með öryggi og þæg-
indi borgaranna í fyrirrúmi. Ekki
þýðir að benda á aðra samgöngu-
máta, öll umferð teppist. Það er ver-
ið að búa til óþarfa vandamál, óþæg-
indi, tafir og mengun sem koma má í
veg fyrir með aukinni fyrirhyggju og
skipulagi.“
Hvernig staðið er að verki við
Miklubraut er birtingarmynd verk-
stjórnar meirihluta borgarstjórnar.
Mikið verk fyrir höndum
Nokkrum vikum eftir sveitar-
stjórnarkosningar 2014, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn beið sögulegt
afhroð, hélt ég því fram hér á síðum
Morgunblaðsins að borgarfulltrúar
flokksins yrðu að taka stöðu með
valfrelsi borgarbúa og berjast fyrir
lægri álögum:
„Þeir eiga að leggja áherslu á
raunverulegt val í samgöngum, í bú-
setu og skólum. Þeir eiga að draga
fram árangur sjálfstæðismanna í ná-
grannasveitarfélögunum þar sem
tekist hefur að samþætta öfluga
þjónustu, hófsamar álögur og lágar
skuldir. Þeir verða að berjast fyrir
hagsmunum sjálfstæðra atvinnurek-
enda sem hafa átt undir högg að
sækja síðustu fjögur ár. Borgar-
fulltrúar sjálfstæðismanna eiga að
leggja áherslu á opið bókhald borg-
arinnar og að óskir íbúanna séu virt-
ar í skipulagsmálum.“
Þremur árum eftir að þessi orð
voru sett á blað og ári fyrir næstu
kosningar eiga sjálfstæðismenn í
höfuðborginni mikið verk fyrir
höndum – þeir eiga eftir að draga
skýr mörk á milli sín og vinstri
manna í borgarstjórn. Þeir verða að
sannfæra borgarbúa um að Sjálf-
stæðisflokkurinn standi fyrir auknu
valfrelsi íbúanna á öllum sviðum,
hafi skýra framtíðarsýn í skipulags-
málum og að kjörnir fulltrúar hans
séu þess megnugir að stýra fjár-
málum borgarsjóðs af festu. Fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins
þurfa að boða nýja tíma í rekstri
borgarinnar og þjónustu við íbúana,
segja skilið við tímabil skortsins sem
hefur valdið þenslu og hækkun
íbúðaverðs og sannfæra kjósendur
um að á þá verði hlustað.
Eftir Óla Björn
Kárason » Fyrir næstu kosn-
ingar eiga sjálfstæð-
ismenn í höfuðborginni
mikið verk fyrir hönd-
um – þeir eiga eftir að
draga skýr mörk á milli
sín og vinstri manna.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hugmyndafræðileg barátta í sveitarstjórnum
Samtök iðnaðarins
leggja áherslu á að raf-
orka framleidd á Ís-
landi skuli nýtt til verð-
mætasköpunar
innanlands því fjöl-
breyttur og öflugur iðn-
aður er forsenda góðra
lífskjara. Það er ekki
hægt að horfa framhjá
þeim ávinningi sem
hlýst af raforkunýtingu
hjá fyrirtækjum á Ís-
landi og því mikilvægt að staðinn sé
vörður um samkeppnishæfni orku-
notenda í alþjóðlegu samhengi. Raf-
orkuframleiðsla og nýting hennar
gegnir lykilhlutverki í efnahags-
starfseminni og er veigamikil upp-
spretta verðmætasköpunar en tæp-
lega fjórðungur útflutningstekna
þjóðarinnar byggist á nýtingu og
framleiðslu raforku. Skipulag, upp-
bygging og þróun raforkumarkaðar
hér á landi skiptir því miklu máli fyrir
iðnfyrirtæki og efnahagslífið í heild
sinni.
Samkeppni er eitt besta tækið til
að draga fram það besta og hag-
kvæmasta í atvinnustarfsemi. Þannig
er hag kaupenda og seljenda best
borgið og ábati samfélagsins há-
markaður. Þess vegna er skyn-
samlegt að leita allra leiða við að
koma á og styðja við samkeppni þar
sem henni verður við komið. Það á við
um raforkumarkaðinn eins og aðra
markaði.
Í nýrri raforkustefnu Samtaka iðn-
aðarins kemur fram að nauðsynlegt
sé að rjúfa tengsl milli Landsvirkj-
unar og Landsnets hið fyrsta til að
aðskilnaður verði milli framleiðslu-
og flutningsfyrirtækja raforkunnar.
Landsvirkjun hefur yfirburðastöðu á
íslenskum raforkumarkaði á sama
tíma og Landsnet hefur einok-
unarrétt á flutningi á raforku. Skapa
þarf skilyrði til að auka samkeppni á
raforkumarkaði. Hlutdeild Lands-
virkjunar í raforkuframleiðslu þarf
að minnka enda er vandséð að ávinn-
ingur frjálsrar samkeppni náist fram
að fullu þegar eitt fyrirtæki er með
yfir 70% markaðs-
hlutdeild. Það er því
bæði óeðlilegt og óæski-
legt að Landsvirkjun
eigi stóran eignarhlut í
Landsneti sem er jafn-
framt að miklu leyti
fjármagnað af Lands-
virkjun. Þessi eigna-
tengsl og fjármögn-
unartengsl eru
óheppileg.
Að undanförnu hefur
fjölbreytni raforku-
kaupenda aukist þegar
nýjar atvinnugreinar
spretta upp líkt og gagnaversiðn-
aðurinn og fjölmörg öflug iðnfyrir-
tæki sem eru að vaxa hratt. Það má
búast við að millistórum raforkunot-
endum fjölgi en á sama tíma tekur
verðlagning og þjónusta til þessara
aðila ekki mið af því. Raforkusalar og
dreifiveitur ættu að sjá sér hag í að
mæta ólíkum þörfum lítilla, meðal-
stórra og stórra raforkukaupenda
með mismunandi kjörum eins og
þekkist víða erlendis. Til þess að svo
megi verða þarf að breyta umgjörð
raforkumála hér á landi.
Með raforkulögum frá árinu 2003
voru veigamiklar breytingar gerðar á
íslenska raforkumarkaðnum þar sem
markmiðin voru að skapa forsendur
fyrir virka samkeppni í raforkusölu,
auka skilvirkni í flutningum og dreif-
ingu og tryggja gæði. Það er mat
Samtaka iðnaðarins að þessum mark-
miðum hafi ekki verið náð. Er ekki
tímabært að stigin verði ákveðnari
skref í þá átt að ná fram þessum
markmiðum nú þegar 14 ár eru liðin
frá því raforkulögunum var breytt?
Eftir Almar
Guðmundsson
Almar
Guðmundsson
» Skipulag, uppbygg-
ing og þróun raf-
orkumarkaðar hér á
landi skiptir miklu máli
fyrir iðnfyrirtæki og
efnahagslífið í heild
sinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Tímabært að breyta
umgjörð raforkumála