Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
✝ María Sigurð-ardóttir Norð-
dahl fæddist á Álf-
geirsvöllum í
Skagafirði 25. apríl
1932. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð 7.
maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Magndís
Guðmundsdóttir, f.
18. júlí 1906, d. 25.
september 1997, og Sigurður
Jónsson, f. 12. september 1903,
d. 19. júlí 1933. Þau hjón giftu
sig 21. júní 1931 og hófu búskap
á Álfgeirsvöllum í Skagafirði,
þar sem María ólst upp ásamt
bróður sínum, Sigurði Sigurðs-
syni, f. 20. ágúst 1933.
María giftist Magnúsi Guð-
mundssyni Norðdahl 16. októ-
ber 1953 í Amman, Jórdaníu.
Hann fæddist í Reykjavík 20.
febrúar 1928. Þau eignuðust
fimm börn:
1) Sigurður, f. 22. nóvember
1952. Eiginkona hans er Sigríð-
ur Þorsteinsdóttir og eiga þau
þrjú börn: María, f. 23. janúar
1978, maður hennar Helgi Bene-
diktsson og eiga þau þrjú börn.
Sigrún Jóna, f. 28. febrúar 1981.
Snorri, f. 19. júní 1985.
2) Guðrún, f. 22. september
Álfgeirsvöllum en flutti síðan til
foreldra sinna sem bjuggu á
Sveinseyri í Tálknafirði þegar
María var sex ára gömul. Þegar
komið var að framhalds-
skólagöngu systkinanna fluttist
María með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur. Hún gekk í Laug-
arnesskóla og vann í Holts-
apóteki þar til hún kynntist
Magnúsi, eiginmanni sínum.
Þau bjuggu fyrstu tvö árin í
Amman, Jórdaníu, þar sem
Magnús starfaði sem flugmaður
hjá ArabAirways. Heim fluttust
þau síðla árs 1954 og í Kópavog
árið 1955 þar sem þau bjuggu til
ársins 1999. María sinnti uppeldi
barna sinna og sá um heimilið
þar til að hún fór aftur út á
vinnumarkaðinn. Hún stofnaði
heildsölufyrirtækið Norco sf.
tæplega fimmtug að aldri og rak
það til ársins 1995. María rak
fyrirtækið með Magnúsi eig-
inmanni sínum eftir að hann
hætti störfum sökum aldurs í
febrúar 1991 en hann starfaði
hjá Loftleiðum og síðar Flug-
leiðum lengst af sem flugstjóri.
Aldamótaárið settust þau að í
Mosfellsbæ og hafa búið þar síð-
an. María greindist með
Alzheimer-sjúkdóminn um 2011
og fluttist á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð í maí 2013.
Útför Maríu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 17. maí
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
1956. Fv. maður
hennar er Árni Þór
Helgason og eiga
þau tvö börn: Helga
Dís, f. 6. nóvember
1981 í sambúð með
Brynjari Sigurðs-
syni og eiga þau tvö
börn. Árný Rún, f.
30. janúar 1989, í
sambúð með Stein-
ari Sveinssyni. Nú-
verandi maður Guð-
rúnar er Grímur Hannesson.
3) Guðmundur, f. 10. septem-
ber 1960. 4) Magnús Steinarr, f.
27. ágúst 1962. Eiginkona hans
er María Másdóttir og eiga þau
þrjú börn: Magnús, f. 22. desem-
ber 1986 í sambúð með Heiðrúnu
Hafliðadóttur og eiga þau eitt
barn. Bjarki Þór, f. 16. október
1989 í sambúð með Alexander
De Luka. Thelma Björk, f. 14.
mars 1993.
5) Jóna María, f. 17. júní 1967.
Fv. maður hennar er Magnús
Steinþór Pálmarsson og eiga
þau tvö börn: Heiðrún María, f.
12. mars 1993, í sambúð með
Gísla Grímssyni. Daníel Stein-
þór, f. 20. febrúar 1995.
María missti föður sinn aðeins
eins árs gömul og var bróðir
hennar þá ófæddur. Móðir henn-
ar bjó með börn sín næstu árin á
Í dag kveðjum við með sökn-
uði Maríu tengdamóður mína og
langar mig að þakka henni fyrir
samfylgdina í rúmlega 40 ár.
María var mörgum góðum
kostum gædd, hún var elskuleg
og glaðlynd með sterkar skoð-
anir og lét hún þær óspart í ljós.
Hún átti auðvelt með að kynnast
fólki, var ræðin og hafði áhuga á
mönnum og málefnum. Hún
fylgdist vel með þjóðmálum, var
mikið náttúrubarn og hafði
áhuga á listum og fallegri hönn-
un. Hún var glæsileg kona, há og
grönn og var alltaf í nýjustu
tísku og fallega klædd svo eftir
var tekið.
María var fagurkeri og list-
ræn sem sást best á glæsilegu
heimili hennar. Hún hafði mik-
inn áhuga á garðrækt og íslensk-
um villtum plöntum sem hún
þekkti flestar. Garðurinn í
Holtagerði var einstaklega fal-
legur og fékk hún nokkrum sinn-
um verðlaun fyrir garðinn sinn.
Þegar hún flutti í minna húsnæði
í Mosfellsbæ ræktaði hún upp
villtan garð með íslenskum
plöntum. Við María deildum
sameiginlegum áhuga okkar á
plöntum og garðrækt og á vorin
sáðum við fræjum og plöntuðum
í gróðurhúsinu hennar. Ég lærði
mikið af henni og hún var óspör
á góð ráð og að deila reynslu
sinni af garðræktinni.
María sinnti stóru heimili og
barnauppeldi þar til hún stofnaði
sitt eigið fyrirtæki. Það hefur
þurft kjark til að ráðast í stofnun
fyrirtækis tæplega fimmtug haf-
andi verið heimavinnandi í 30 ár.
Hún stofnaði heildsölufyrirtækið
Norco sf. og byrjaði smátt í bíl-
skúrnum í Holtagerði, fljótlega
stækkaði fyrirtækið og flutti í
stærra húsnæði við Smiðjuveg í
Kópavogi. Hún var sjálfstæð og
fylgdi því fast eftir sem hún tók
sér fyrir hendur. Allt sem hún
gerði var unnið af vandvirkni og
alúð og aldrei kastað til höndum.
Hún hafði gaman af ferðalög-
um og saman ferðuðust þau
hjónin um allan heim og var þá
farið á listasöfn, í antikbúðir og
áhugverðir staðir skoðaðir
ásamt nýjustu tískunni á hverj-
um tíma. Þau bjuggu í Amman í
Jórdaníu í tæplega tvö ár. Þá
var elsta barnið fætt, Sigurður
eiginmaður minn, en hann var á
meðan í fóstri hjá Magndísi
móður Maríu.
Þegar María hætti fyrir-
tækjarekstri og Magnús var
kominn á eftirlaun þá keyptu
þau sér hús í Melbourne í Flór-
ída og dvöldu þar í 5 mánuði á
ári þar til fyrir sex árum að þau
seldu litla húsið sitt vegna heilsu
Maríu. Hún talaði um að tíminn
í Ameríku hefði verið þeirra
besti tími saman og hlakkaði
alltaf til dvalarinnar í Flórída. Á
sumrin ferðuðust þau um landið
á húsbíl, nutu íslenskrar náttúru
oft á fáförnum slóðum að spjalla
við heimamenn.
Síðustu fjögur ár dvaldi hún í
Sunnuhlíð og hefur verið erfitt
fyrir fjölskylduna að sjá hana
fjarlægjast smátt og smátt. Í
veikindum hennar hefur Magn-
ús sinnt henni á einstakan hátt,
hlúð að henni og sýnt henni ást
og umhyggju svo eftir var tekið.
Þau hafa verið saman í 65 ár og
verður tómlegt fyrir Magnús að
hafa ekki Maríu til að hugsa um.
Við eigum dýrmætar minn-
ingar um mömmu, ömmu og
tengdamömmu sem við geymum
í hjörtum okkar og munum aldr-
ei gleyma.
Elsku María, þú varst ein-
stök, ég kveð þig með virðingu
og þakklæti fyrir vináttu og
stuðning.
Blessuð sé minning þín.
Sigríður Þorsteinsdóttir.
Elsku amma mín, nú hefurðu
kvatt og haldið á vit nýrra æv-
intýra.
Minningarnar lifa áfram þó
að elsku amma hafi kvatt þessa
jörð. Amma sem hefur alltaf
verið hluti af mínu lífi er farin á
vit nýrra ævintýra. Þegar ég
hugsa til baka koma upp í hug-
ann minningar um samveru með
ömmu. Það var oft mikið fjör í
fallega garðinum hennar ömmu
þegar barnabörnin voru öll
samankomin og í minningunni
var alltaf sól. En fyrsta minn-
ingin mín frá Holtagerðinu er
þó þegar við systur vorum að
drullumalla í rigningu í inn-
keyrslunni þegar við vorum að
bíða eftir að bróðir okkar kæmi
í heiminn.
Amma var með græna fingur.
Hún var með rósir í gróðurhúsi
og ræktaði margar tegundir af
grænmeti. Við systur fengum
oft að klippa rósir til að setja í
vasa og vökva blómin og græn-
metið sem var ótrúlega
skemmtilegt og síðsumars var
beðið eftir að fá að smakka á
sætum gulrótunum.
Á sumrin var farið í fjöru-
ferðir og berjamó. Amma naut
þess að vera úti í náttúrunni og
var óþreytandi við að sýna
barnabörnunum undur náttúr-
unnar í þessum ferðum. Hún
fylgdist ávallt vel með fuglalíf-
inu hvar sem hún var. Mér er
það minnisstætt frá einni fjöru-
ferðinni þegar við börnin þorð-
um ekki að fara út í fjöruna
vegna kríanna sem sveimuðu
ógnandi yfir. Amma leysti það á
einfaldan hátt, setti plastkassa
á höfuð okkar og fór með okkur
niður að sjónum enda ekkert að
óttast þar sem kríuvarpið var
lengra frá. Ég entist nú samt
ekki lengi en amma stóð heil-
lengi í fjörunni með kríurnar
sveimandi yfir sér og ég man
eftir að hafa dáðst að því hversu
óhrædd hún var.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín
María.
María S. Norðdahl
✝ ÞórarinnBjarnason
fæddist í Hafnar-
firði 18. febrúar
1937. Hann varð
bráðkvaddur 27.
apríl 2017.
Foreldrar hans
voru Bjarni Guð-
mundsson, f. 1897,
d. 1976, og Sigríð-
ur Helgadóttir, f.
1905, d. 1994. Þór-
arinn var þriðji elstur sex
systkina, en elstur var Halldór
Bjarnason, f. 1930, d. 1980,
Guðmunda Kristín Bjarnadótt-
ir, f. 1933, Guðrún Bjarnadótt-
ir, f. 1939, og Birna Helga
Bjarnadóttir, f. 1941, og Auður
Bjarnadóttir, f. 1944.
Þórarinn kvæntist í desem-
ber 1968 Kristínu Karólínu
Stefánsdóttur, f. 8. október
1939. Foreldrar hennar voru
Stefán Sigurgeir Jónsson, f.
1909, d. 1990, og Ragnhildur
Þorvaldsdóttir, f. 1907, d.
1981.
Þórarinn og Kristín eign-
uðust fjögur börn: 1) Bjarni
Þórarinsson, f. 1. desember
1968. 2) Drengur, f. 21. febr-
úar 1970, d. 21. febrúar 1970.
3) Ragnhildur Þórarinsdóttir,
f. 17. desember 1971, sambýlis-
maður hennar er Sigurður
Þorsteinn Guð-
jónsson, f. 11.
mars 1970, börn
þeirra eru Thelma
Rut Sigurðardótt-
ir, f. 8. apríl 1997,
Embla Ósk Sigurð-
ardóttir, f. 24. maí
2004, og Snædís
Eva Sigurðar-
dóttir, f. 25. apríl
2009. 4) Guðbjörg
Þórarinsdóttir, f.
11. september 1974, eig-
inmaður hennar er Bjarni Ant-
onsson, f. 27. janúar 1972.
Börn þeirra eru Sandra
Bjarnadóttir, f. 14. maí 2002,
Björk Bjarnadóttir, f. 2. febr-
úar 2004, Bryndís Sara
Bjarnadóttir, f. 29. júní 2009,
og Lára Kristín Bjarnadóttir,
f. 14. apríl 2011.
Þórarinn ólst upp í Hafn-
arfirði, þar gekk hann í barna-
skóla og Flensborgarskólann.
Hann útskrifaðist úr Sjó-
manna- og stýrimannaskól-
anum árið 1958. Þórarinn fór
ungur að vinna á sjó og starf-
aði á ýmsum bátum og tog-
urum um ævina. Á efri árum
fór hann að vinna í landi við
störf er tengdust sjómennsku.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 17. maí
2017, klukkan 13.
Elsku pabbi, það er erfitt að
trúa því að þú sért farinn frá
okkur. Við fjölskyldan höfum
setið saman og rifjað upp svo
margar og góðar minningar
sem við höfum átt saman í
gegnum árin. Af mörgu er að
taka, þú hafðir gaman af að
elda góðan mat og gera til-
raunir í eldhúsinu. Við munum
svo vel eftir því þegar þú leyfð-
ir okkur krökkunum að vera
með í að búa til allskonar góð-
gæti, þú kallaðir það sælgæt-
isgerðina Subbu því þá gekk
ýmislegt á í eldhúsinu og það
var alltaf jafn skemmtilegt og
mikið hlegið. Þú hafðir gaman
af því að ferðast um landið og
nýlega fórum við saman í ferð í
tilefni af áttræðisafmælinu þínu
í Grímsborgir þar sem fjöl-
skyldan var öll samankomin.
Þú ljómaðir af ánægju og við
áttum öll svo yndislega og
skemmtilega stund saman.
Þú sagðir okkur að sjó-
mennskan hefði heillaði þig
alltaf alveg frá því að þú varst
lítill strákur og aldrei kom ann-
að til greina hjá þér en að kom-
ast á sjóinn. Það eru ófáar
minningarnar tengdar sjónum
þegar við vorum börn og við
vorum að bíða eftir að pabbi
kæmi heim til okkar eftir veiði-
túra. Þegar pabbi var að koma
heim úr siglingunum með fullar
töskur af einhverju fallegu fyr-
ir okkur og mömmu. Þegar við
fórum í gönguferðir með pabba
í góðu veðri og komum að sjálf-
sögðu við á bryggjunni þar sem
pabbi þekkti svo marga og bíl-
túrarnir sem margir hverjir
voru með viðkomu á bryggj-
unni.
Fjölskyldan skipti þig svo
miklu máli og stóðst þú alltaf
með okkur, sama hvað það var
sem okkur datt í hug og
skammaðir okkur aldrei heldur
ræddir málin í rólegheitum. Þú
varst alltaf svo umhyggjusamur
og hafðir góða nærveru. Þú
varst rólegur og yfirvegaður,
hækkaðir aldrei róminn þó mik-
ið gengi á með þrjá krakka á
heimilinu. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur systkinin og
studdir okkur í einu og öllu.
Yndislegri pabba er ekki hægt
að hugsa sér og við erum svo
óendanlega þakklát fyrir að
hafa átt þig að og hefðum viljað
hafa þig hjá okkur lengur.
Kallið kom okkur á óvart og
við vorum alls ekki tilbúin til
þess að kveðja þig strax en
verðum þó að reyna okkar
besta til að takast á við það að
þú sért ekki hér lengur. Elsku
pabbi okkar, við viljum þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur. Við söknum þín svo
mikið og sárt á hverjum degi
og mun minningin um þig lifa í
hjörtum okkar um alla eilífð.
Takk fyrir allt, elsku besti
pabbi okkar.
Bjarni, Ragnhildur
og Guðbjörg.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdapabba. Það er erfitt að
trúa því að hann sé farinn
svona skjótt og ekki hafi gefist
tími til þess að kveðja. Þór-
arinn var maður sem öllum lík-
aði við. Hann var stór og sterk-
ur sjómaður sem hafði unnið
mikið allt sitt líf. Þrátt fyrir að
skrokkurinn bæri merki um
erfiða vinnu þá kvartaði hann
aldrei og ég heyrði hann aldrei
kveinka sér yfir neinu. Hann
var ekta sjómaður, ótrúlega
sterkur og duglegur. Það var
ekkert sem gat komið honum
úr jafnvægi því hann var ein-
staklega yfirvegaður og róleg-
ur. Dæturnar mínar fjórar hafa
allar notið þessa að fá að dvelja
hjá afa Þóra og ömmu Stínu.
Oft eftir veikindi þá fóru stelp-
urnar okkar til þeirra til þess
að jafna sig betur áður en þær
fóru í skólann eða leikskólann.
Þeim fannst alltaf gott að koma
til þeirra. Þórarinn sagði þeim
sögur, spjallaði og lék við þær
og hann hafði endalausa þol-
inmæði. Þórarinn hafði einstak-
lega rólega og þægilega fram-
komu sem hafði mjög góð áhrif
á börnin okkar. Við hjónin töl-
uðum stundum um að senda
börnin til Þóra og Stínu í Hafn-
arfjörðinn til að núllstilla þau.
Þar fengu þau frí frá amstri
dagsins og komu alltaf endur-
nærð til baka. Betri afa er vart
hægt að hugsa sér fyrir börnin
sín. Eftir 80 ára afmælið hans
Þórarins fórum við fjölskyldan
saman í sumarbústað á Flúðum
þar sem við áttum frábæra
stund í frábæru veðri. Þessi
ferð mun varðveitast lengi í
minningunni þar sem hún var
okkar síðasta saman. Það er
góð minning því í þeirri ferð
ljómaði Þórarinn því honum
þótti ákaflega gaman að fara út
á land og hafa öll barnabörnin
nálægt sér. Eftir situr minning
um einstakan mann sem gaf
mikið af sér.
Bjarni Antonsson
Elsku afi, við þökkum þér
fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Við eigum
yndislegar minningar um allar
þær stundir sem þú varst að
passa okkur og þegar við vor-
um í heimsókn hjá þér. Róleg
nærvera þín smitaði út frá sér
og það var hvergi betra að vera
en hjá þér til að slappa af og
safna orku.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði
svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður,hann var svo
klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég
sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt.
(Katrín Ruth)
Takk fyrir allt, elsku afi, við
söknum þín og munum aldrei
gleyma þér.
Sandra, Björk, Bryndís
Sara og Lára Kristín.
Elsku afi okkar, við söknum
þín svo mikið. Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar ömmu
og það er svo erfitt að þú sért
ekki lengur þar. Þú varst alltaf
svo glaður að sjá okkur, studdir
okkur alltaf í því sem við vorum
að gera og gafst okkur góð ráð.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman,
elsku afi, við munum aldrei
gleyma þér.
Thelma Rut, Embla Ósk og
Snædís Eva.
Í dag kveðjum við kæran
mág minn og vin, Þórarin
Bjarnason. Leiðir okkur lágu
fyrst saman þegar hann og
Stína systir mín fóru að vera
saman fyrir um fimmtíu árum
síðan. Fyrsta minningin er um
hávaxinn myndarlegan mann
með falleg ljósblá augu og fal-
legt bros, manninn sem heillaði
hana systur mína. Allar mínar
minningar um Þórarinn eru
kærar. Hann var einstaklega
góður og traustur maður,
greiðvikinn, skapgóður, ljúfur
og mikill fjölskyldumaður og
var systur minni góður félagi.
Við kveðjum þig nú, kæri vinur,
með miklum söknuði og þökk-
um þér fyrir samfylgdina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elsku Stína, Bjarni, Ragn-
hildur og Guðbjörg og aðrir að-
standendur. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og megi
Guð vera með ykkur.
Guðrún og Helgi.
Þórarinn
Bjarnason