Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 ✝ Ásbjörn Svein-björnsson fæddist á Reyðar- firði 12. september 1924. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 7. maí 2017. Foreldrar hans voru Svein- björn P. Guð- mundsson, f. í Skáleyjum á Breiðafirði 23. apríl 1880, d. í Reykjavík 2. október 1955, og Margrét Guð- mundsdóttir, f. í Miðhúsum, Mjóafjarðarhreppi, S.- Múla- sýslu þann 25. júlí 1894, d. í Reykjavík 6. júlí 1975. Alsystkini: Tryggvi Svein- björnsson, f. 1925, d. 1992, Styrkár Sveinbjörnsson, f. 1927, d. 1989, Eysteinn Svein- björnsson, f. 1929, Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 1930, d. 1936, Steinunn Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 1938. Sammæðra: Kristín Guðjóns- dóttir, f. 1918, Elín M. Guð- jónsdóttir, f. 1919, d. 1957, Óskar G. Guðjónsson, f. 1920, d. 2009. Samfeðra: Guðríður Sveinbjarnardóttir, f. 1912, d. 1988, Hrafn Sveinbjarnarson, f. 1913, d. 1988, Þórólfur B. Bretlands í heimsstyrjöldinni síðari. Ásbjörn og Margrét bjuggu aldrei saman og dóttir hans Gréta var gefin til ætt- leiðingar. Á fullorðinsárum hafði hún uppi á honum og komst í samband við hann aft- ur. Undir lok sjómannsferilsins var hann orðinn skipstjóri og stýrði nokkrum skipum áður en hann sagði skilið við hafið. Hann unni landinu heitt og hafði mikla unun af því að ferðast um og skoða hálendi Íslands. Þá gerðist hann fjalla- rútubílstjóri hjá Guðmundi P. Jóhannessyni og síðar hjá sér- leyfis- og hópferðabílum Helga Péturssonar. Næsta áratuginn ók hann áætlunarferðir út á Snæfellsnes ásamt því að keyra hópa um hálendi Íslands. Hann var einn af stofn- endum Útivistarfélags Íslands og átti þátt í að opna hálendi Íslands til skipulagðra ferða- laga. Um fimmtugsaldurinn komst hann í kynni við Hrafn- hildi Þ. Ingólfsdóttur, í gegn- um ferðir sínar með Útivist. Hún varð sambýliskona hans allan seinni hluta ævinnar. Ás- björn gekk syni hennar, Sig- urði, í föður stað. Til loka starfsævinnar, nær áttræður, starfaði hann sem leigubíl- stjóri. Fyrst hjá leigubílastöð- inni Steindóri en síðar hjá Bæj- arleiðum. Útför Ásbjörns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 17. maí 2017, kl. 13. Jarðsett verð- ur í Grafarvogskirkjugarði. Sveinbjarnarson, f. 1915, d. 1996, Birgir Sveinbjarn- arson, f. 1921, d. 1936. Barnsmóðir: Margrét J. Bær- ingsdóttir, f. 1931, d. 2017. Dóttir þeirra Gréta Þ. Jónsdóttir, f. 1954, maki hennar er Gunnar Ingibergs- son, f. 1954. Börn þeirra eru: Sigurður J., f. 1971, Ásdís F., f. 1979, Eva Marý, f. 1982, d. 1995, Gunnar Þ., f. 1983, Atli V., f. 1995, og Sandra M., f. 1997. Sambýliskona Ásbjarnar var Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir, f. 1945, d. 2.9. 2013. Sonur henn- ar og fóstursonur Ásbjörns er Sigurður N. Þorleifsson, f. 1973, maki Hólmfríður Gests- dóttir, f. 1973. Börn þeirra eru Eva Margrét, f. 2004, og Hekla Sóley, f. 2007. Stuttu eftir fæðingu fluttist Ásbjörn með foreldrum sínum og alsystkinum til Flateyjar á Breiðafirði þar sem hann ólst upp. Hans fyrsti vettvangur var sjómennska sem hann stundaði af kappi. Hann sigldi meðal annars milli Íslands og Núna er hann Ásbjörn fóst- urfaðir minn látinn. Hann gekk mér í föðurstað og ég hef alla ævi litið á hann sem minn eig- inlega föður. Ég fann í raun og veru aldrei fyrir þeim tuttugu árum sem hann var eldri en móðir mín. Það er merkilegt til þess að hugsa að nær heil mannsævi var liðin áður en hann og móðir mín tóku saman. Örlögin skeyttu ekki heldur um þennan mun því móðir mín, Hrafnhildur, lést þremur árum á undan honum af völdum krabbameins. Það eru ótal margar góðar minningar tengdar pabba, allt frá uppvaxtarárum mínum í Dís- ardal og alla ævina fram á full- orðinsár. Svo margar að ég gæti líklega aldrei talið þær allar upp. Hann faðir minn var mikið náttúrubarn og hafði mikinn áhuga á að ferðast um Ísland. Enda var eitt hans aðalævistarf akstur hópferðabíla um hálendi Íslands. Hann var óþreytandi í að leggja land undir fót með mig og mömmu mína í slagtogi. Oft fórum við í tjaldútilegu á Rússajeppanum hans inn í Þórs- mörk eða Landmannalaugar. Og stundum fengum við að fljóta með í einhverja hópferðina þar sem hann var bílstjóri. Margar mínar fyrstu æviminningar eru þar sem ég er að klifra upp tröllvaxnar tröppur á rútu með bangsann minn í eftirdragi. Þessi ástríða fyrir ferðalögum um landið var svo mikil að hann setti sér og náði því markmiði að keyra hvern og einn einasta vegarspotta á Íslandi, hversu torfær sem hann var. Önnur eldheit ástríða sem brann í æðum hans var laxveið- ar og þá dugði í hans huga ekk- ert annað til en að stofna veiði- félag svo aðgangur að áhugamálinu væri tryggur. Enda snérist laxveiðin fyrir honum um annað og meira en að henda út öngli og bíða eftir fiski. Mig grunar reyndar að honum hafi í raun aldrei þótt lax sérstaklega góður á bragðið. Allt umstangið við að byggja upp veiðifélag höfðaði líka sterkt til framkvæmdagleðinnar í honum. Félagsskapurinn sem fylgdi umstanginu, hvort sem það voru aðrir félagsmenn, bændur eða fjölskyldan sem auðvitað sogaðist inn í umstang- ið, gaf honum mikla lífsfyllingu. Elsku pabbi, takk fyrir allar góðu stundirnar, útilegurnar, laxveiðina og ævintýrin. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn Sigurður (Siggi). Mig langar að minnast hans Batta frænda eins og hann var oftast kallaður. Mínar fyrstu minningar um Batta eru flestar af afspurn og umtali um hann. Ég bjó í Alheim í Flatey á æskuheimili hans og síðar í Vestmannaeyjum. Það var ekki fyrr en ég flyt til Reykjarvíkur að leiðir okkar fara að liggja saman. Hann fór ungur að heiman og fór þá á sjóinn og reri m.a. til Englands á stríðs- árunum við litla hrifningu mömmu sinnar. Síðar öðlaðist hann skipstjórnarréttindi og varð farsæll skipstjóri um nokkra ára bil. Síðan fór hann í land og gerðist kaupmaður um nokkra ára skeið. Eftir það starfaði hann sem flutningabíl- stjóri og síðast sem leigubíl- stjóri. Batti var mikill stangveiði- maður og hann og bræður hans voru með laxveiðiár á leigu og ræktaði hann upp veiðistofna í sumum þeirra. Batti var alla tíð mikill áhugamaður um ferðalög á hálendi Íslands og taldi sig hafa keyrt alla vegspotta á land- inu. Man ég sérstaklega eftir því að fyrir nokkrum árum þá sagði hann mér að hann og Hrafnhildur ætluðu að skreppa norður að Blönduvirkjun því þar væri einhver vegarspotti sem hann ætti eftir að keyra. Batti hafði gaman af kveðskap og gaukaði stundum að mér vísu- korni sem hann hafði sett sam- an. Ógleymanlegt er mér 91 árs afmælið sem hann bauð mér í og þar fékk ég að fylgjast með þegar hann og systur hans þær Steinunn og Kristín spjölluðu um gamla daga vestur í Flatey. Ég á eftir að sakna þess að hann hringdi oft bara til að segja halló og hvernig hefur þú það. Eins var alltaf mikið líf og fjör þegar Batti kom í heim- sókn. Sendi hans nánustu ætt- ingjum mínar samúðarkveðjur. Guðjón Sigurbergsson og fjölskylda. Ásbjörn Sveinbjörnsson Elsku afi minn. Er ég hugsa til þín nú eftir að þú ert farinn spretta fram ótal minningar. Allar góð- ar og umfram allt dýrmætar og maður finnur svo vel úr hverju maður er búinn til og hvað það er sem hjartað og sálin hefur varðveitt vel og vandlega. Í hjarta mínu átt þú mjög sér- stakan sess, ekki bara vegna þinnar ómældu gæsku og rækt- arsemi í minn garð allt frá fæð- ingu, heldur áttum við líka samleið í sálinni í gegnum ást okkar á tónlist og listum al- mennt. Alltaf er ég syng, syng ég líka fyrir þig. Frá því þú kvaddir þetta jarðlíf hef ég sungið daglega hina sænsku fögru vísu „Vem kan segla“, þar sem spurt er: „Hver getur siglt án vinds? Hver getur róið án ára? Hver getur kvatt ástvin sinn án þess að fella tár?“ Í seinna erindinu kemur svarið: „Ég get siglt án vinds. Ég get róið án ára, en ekki skilið við ástvin minn án þess að fella tár“. Falleg orð og sönn við jafn fagra melódíu. Þú gafst mér píanóbækurnar hennar langömmu, sem ég spila reglu- Ásmundur Brekkan ✝ Anders Ás-mundur Brekk- an fæddist 11. maí 1926. Hann lést 11. apríl 2017. Útför Ásmundar fór fram 8. maí 2017. lega upp úr. Áður en ég sneri mér al- farið að söngnum, tók ég píanókenn- arapróf og fetaði þannig að hluta til í fótspor Estrid langömmu. Man vel eftir skemmti- legum heimsóknum til þeirrar merku konu með þér. Þú gafst mér óteljandi gleðistundir á Stokks- eyri með ömmu og Villa bróður, þ. á m. ógleymanlegar ævin- týrasiglingar á bátnum þínum inn á milli skerja og stundum í alvöru öldum. Kitzbühel-skíða- ferðin er ein af gimsteinum minninganna og ég hlæ oft við tilhugsunina um mig og Villa, sem fengum annað herbergi við hliðina á ykkar ömmu, því við gátum ekki sofið fyrir hrotum. Allir bangsarnir, bækurnar, nærveran og umhyggja þín ávallt, er fjársjóður sem ég mun vera þér þakklát fyrir alla tíð. Síðustu árin sáumst við líka reglulega á Ítalíu, þegar þið amma komuð í heimsókn til Hönnu frænku og ég búandi ekki langt frá, kom og hitti ykkur öll. Það voru góðar stundir, eins og allar þær sem ég tengi þér. Bið góðan Guð að geyma þig og megi hans englar syngja þér sína fegurstu söngva um ókomna tíð. Þín, Hanna. Elskulegur fósturfaðir okkar, JÓN SIGURVIN PÉTURSSON, fyrrverandi bóndi, Bröttugötu 2, Borgarnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, laugardaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 20. maí klukkan 14. Jakobína S. Stefánsdóttir Sverrir Hjaltason Pétur Valgarð Hannesson María Erla Guðmundsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz Birna Rúna Ingimarsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓSEFÍNA BJÖRNSDÓTTIR frá Galtanesi, Víðidal, Grenigrund 6, verður jarðsungin frá Víðidalstungukirkju föstudaginn 19. maí og hefst athöfnin klukkan 14. Þórður Hannesson Valdís V. Randrup Dýrunn Hannesdóttir Ársæll Daníelsson Björn Hannesson Kristín Edda Sigfúsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Dyngjuvegi 17, Reykjavík, lést 11. maí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. maí klukkan 15. Sighvatur Sævar Árnason Þórhalla Arnljótsdóttir Ásta Árnadóttir Gunnar Árni Ólason Kristín Árnadóttir Hlynur Reimarsson ömmu- og langömmubörn Elskulegi faðir minn, bróðir og afi, AÐALGEIR BJARKAR frá Refsstað í Vopnafirði, lést 18. apríl á hjúkrunarheimilinu Dyngjunni, Egilsstöðum. Útför hans fór fram í kyrrþey 27. apríl að Hofi í Vopnafirði. Svanur Trausti Aðalgeirsson og aðstandendur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Sigga í Vedu, lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, 27. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Fyrir hönd aðstandenda, Sævar Björnsson Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VIÐAR GUÐLAUGSSON lyfjatæknir, Melateigi 27, Akureyri, sem lést föstudaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. maí klukkan 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Kristjana Ingibjörg Svavarsdóttir Svavar Alfreð Jónsson Bryndís Björnsdóttir Emelía Bára Jónsdóttir Viðar Magnússon Sigríður Margrét Jónsdóttir Karl Jónsson afa- og langafabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.