Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 31
Barst þá loks hljóð úr horni,eða þannig, vel grafin tón-smíð úr ranni vanmet-innar listakonu – Fanny
Mendelssohn-Hensel. Vafalaust var
snilligáfa hennar síst minni og síðri
en bróður hennar, Felix, en skyldur
og þjóðfélagsstaða kvenna á þeim
tíma voru aðrar en nú. Eigi að síður
liggja yfir 500 tónverk eftir Fanny
sem jafnvel hörðustu klassíkerar
vita engin deili á. Forleikurinn, hin
áheyrilegasta tónsmíð en jafnframt
eina hljómsveitarverk, Fannyar
hófst með værð en brátt tóku við
hröð snilldarhlaup strengja með
smitandi blæbrigðum sem blásarar
tóku upp.
Efnisskráin tefldi því næst fram
öðrum Íslands-frumflutningi en nú
með skarpri dýfu, þ.e. innhverfu
hins sveitta holds. Verk Hafliða
byggist á fimm kvæðum, hverju úr
sinni átt líkt og minningabrot úr
hafsjó tilfinninga og viðhorfa, skotin
samúð ef ekki meðaumkun. Söngv-
arnir fimm eru ennfremur tileink-
aðir bróður tónskáldsins, mann- og
listvininum Guðmundi Hallgríms-
syni lyfjafræðingi. Tónmálið orkaði í
senn djúpviturt og íhugult enda
kvæðatextinn meitlaður mis-
óbeinum vísunum líkt og í kvæði
William Blake, Flugan (The Fly):
Litla fluga, sumarleik þinn hefur
skeytingarlaus hönd mín strokið í
burtu. Er ég ekki fluga eins og þú?
Og ert þú ekki maður eins og ég?
Eins mátti nema kurr dulvitund-
arinnar hjá Christiana Rossetti,
bergmál frá ófullkomleika mannsins
Úr Djúpinu (De Profundis):
Ég kæri mig ekki um að ná til
tunglsins, ein kringla með einhæfri
fábreytni;… Ég horfi aldrei á dreifð-
an eld stjarnanna, né langförula lest
sólarinnar… Því að ég er bundin
holdsins böndum, gleði, fegurð eru
utan míns svigrúms…
Líkt og áður er nálgun Hafliða
mörkuð af auðmýkt en þó strangri
formfestu arkitektsins. Hvert kvæði
fékk eigin sérkenni sem kvik hljóm-
sveitin svaraði af skerpu og sannri
tilfinningu. Söngur Helenu var jafn-
an glæsilegur, innblásinn leikrænum
tóni og litríkum auk þess sem texta-
meðferðin var afburðagóð.
Eftir hlé hélt tregablandinn þráð-
ur Hafliða áfram. Flutningur hljóm-
sveitarinnar á þeirri sjöttu eftir
Sibelius var einstaklega flæðandi og
lifandi undir skynsamlegum gang-
hraða Storgårds. Það var tam. áber-
andi hvað strengjasveitin naut sín
vel við að kasta tregafullum hend-
ingum sín á milli. Sú sjötta er jafnan
kölluð hin finnska, en skýringin ligg-
ur eflaust í strúktúr verksins, þ.e.
dórískum módal hætti (fram yfir tó-
nal d-moll hljómagang) sem gefur
aðra litaáferð í nágrenni við finnsku
þjóðlögin.
Hljómsveitin hefur á stundum náð
hærri hæðum í spilamennskunni
eins og maður sem gerir sér daga-
mun, en nú var líkt og meðalgildið
hefði náð nýjum hæðum; rýnir hefur
í raun aldrei heyrt jafn heilsteyptan
og áreynslulausan leik úr ranni
hljómsveitarinnar, líkt og hún væri
öll mætt saman á hærra leikjaborð
eða level í leiknum. Vafalítið á Stor-
gårds stóran þátt í því þar sem hann
lék sér með öll fínlegri blæbrigðin í
vopnabúri hljómsveitarinnar. Út-
koman var fumlaus og blátt áfram
flutningur en þrungin sterkri undir-
öldu hins norræna, kyrra fölbláma.
Morgunblaðið/Golli
Tónskáld Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit, op.52 (1914-15) eftir
Hafliða Hallgrímsson voru fluttir af SÍ og Helenu Juntanen á tónleikum í
Eldborg 11. maí síðastliðinn. Hér sést tónskáldið í Hallgrímskirkju.
Undir norrænum
fölblámafána
Eldborg í Hörpu
bbbbb
Forleikur í C-dúr (1832) eftir Fanny
Mendelssohn-Hensel. Fimm söngvar
fyrir sópran og hljómsveit, op.52 (1914-
15) eftir Hafliða Hallgrímsson. Sinfónía
nr.6 í d-moll, op.104 (1923) eftir Jean
Sibelius.
Einsöngvari: Helena Juntunen
Stjórnandi: John Storgårds
Fimmtudaginn 11. maí kl. 19.30
INGVAR BATES
TÓNLIST
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
Ein þekktasta portrettmynd listmálar-
ans Pablo Picasso var nýverið seld á upp-
boði hjá uppboðshúsinu Christie’s í New
York fyrir 45 milljónir bandaríkjadala,
sem samsvarar rúmum 4,6 milljörðum ís-
lenskra króna. Frá þessu er greint á vef
BBC. Þar kemur fram að síðast þegar
myndin var seld fyrir sex árum fór hún á
26 milljónir dala.
Myndin nefnist „Femme assise robe
bleu“ (Sitjandi bláklædd kona) og er af
Doru Maar, sem var ein margra ást-
kvenna listmálarans. Þegar hann málaði
myndina 1939 var hann 58 ára og hún 31.
Samband þeirra stóð í níu ár. Fram kem-
ur í frétt BBC að nasistar lögðu hald á
málverkið í seinni heimsstyrjöld, en voru
stöðvaðir af frönsku andspyrnuhreyfing-
unni á leið sinni frá París til Móravíu. Ár-
ið 2015 seldist annað verk eftir Picasso
fyrir metverð hjá Christie’s, en þar var
um að ræða „Konur frá Alsír“ sem seld-
ist á 179 milljónir bandaríkjadala.
Bláklædda konan
boðin upp
Portrett Sitjandi bláklædd kona eftir Picasso..
AFP
Tölvuhakkarar halda
því fram að þeir hafi
komist yfir eintök af
kvikmyndunum Pira-
tes of Caribbean: Dead
Men Tell No Tales og
Cars 3 frá Walt Disney
sem ætlunin var að
frumsýna í Bandaríkj-
unum á næstunni og
heimta lausnarfé í raf-
eyrinum bitcoin ella
dreifi þeir myndunum
á netið. Frá þessu
greinir breska dag-
blaði The Guardian.
Nýjustu Pirates of
Caribbean-myndina
þar sem Johnny Depp leikur aðal-
hlutverkið stendur til að frumsýna vest-
anhafs 25. maí og Cars-myndina 16. júní.
Haft er eftir Bob Iger, forstjóra kvik-
myndaversins, að þar á bæ hafi menn neit-
að að greiða lausnarféð og rannsókn fari
nú fram á málinu í samstarfi við yfirvöld.
Iger segir að hakkararnir hóti því að birta
fyrst fimm mínútna bút úr myndinni og síð-
an 20 mínútna bút verði ekki gengið að
kröfum þeirra. Stutt er síðan ónefndur
hakkari eða hakkarar birtu fimmtu þátta-
röð Orange is the New Black eftir að
streymisveitan Netflix neitaði að greiða.
Hakkarar hóta birtingu
Sjóræningi
Johnny Depp
í hlutverki
Jack Sparrow.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn.
Síðustu sýningar leikársins!
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 aukas.
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Mið 17/5 kl. 20:00 2. sýn. Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn.
Fim 18/5 kl. 20:00 3. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Mið 17/5 kl. 19:30 Lau 27/5 kl. 19:30
Lau 20/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn Lau 20/5 kl. 19:30 19.sýn Lau 27/5 kl. 19:30 23.sýn
Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Fös 26/5 kl. 19:30 22.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Sun 21/5 kl. 19:30 Sun 28/5 kl. 19:30
Lokasýning
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Álfahöllin (Stóra sviðið)
Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 11.sýn
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Naktir í nátturunni (None)
Fim 15/6 kl. 19:30
ÁHUGASÝNING ÁRSINS
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200