Fréttablaðið - 11.12.2017, Page 2
Veður
Hægur vindur í dag, víða léttskýjað
og kalt í veðri. Vaxandi suðaust-
anátt á Suður- og Vesturlandi seinni
partinn, þykknar upp og dregur úr
frosti. sjá síðu 18
0 kr. fyrsti mánuðurinn!
Verið vel tengd
Aðventan upp á gamla mátann
Alla jafna er mikið um að vera á Árbæjarsafninu í aðdraganda jóla. Gestir safnsins geta fylgst þar með undirbúningi jólanna eins og hann var í
gamla daga. Í gær voru þar bræðurnir Ketkrókur og Bjúgnakrækir og bersýnilega fóru þeir ekki tómhentir af safninu. Fréttablaðið/SteFán
DýravernD „Ég var á Hlemmi að
taka strætó þegar ég sá geiturnar
tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var
mjög misboðið að sjá dýrin svona
í umhverfi sem er þeim alls ekki
náttúrulegt,“ segir Helga Marín
Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég
tók mynd af geitunum og hringdi
í lögregluna sem vísaði mér áfram
á Matvælastofnun og ég ætla að til-
kynna þessa meðferð á dýrunum
þangað.“
Geiturnar tvær voru til sýnis við
Mathöllina á miðvikudaginn á svo-
kölluðum „Geitardegi“ sem var liður
í sýningu útskriftarnema í meistara-
námi í hönnun við Listaháskóla
Íslands. Þá voru geitaréttir á boð-
stólum á þremur veitingastöðum í
höllinni.
„Það var fólk að klappa geitum
fyrir utan og borða þær inni,“ segir
Helga Marín og sættir sig illa við
þessa þversögn. „Þarna var alls
konar lið að atast í þeim og hlæja.
Þetta er vanvirðing við dýrin sem
komið er fram við eins og hluti. Ég
held að þeim hafi ekki liðið vel.
Þetta er ekki þeirra umhverfi og
hávaðinn og áreitið á Hlemmi er
mikið.“
Helga Marín birti myndina á
Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi.
Óhætt er að segja að í athuga-
semdum þar hafi heitar tilfinningar
blossað upp og meðal annars talað
um „algera aftengingu“, „dýravald-
níðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“.
Á heimasíðu Matvælastofnunar
segir að hverjum þeim sem verði
var við illa meðferð á dýrum beri
að tilkynna slíkt til MAST eða lög-
reglu. Á Facebook-síðunni ber þó
ekki öllum saman um að illa hafi
farið um skepnurnar á Hlemmi:
„Þær voru þarna í tvo tíma, ég
sá þær nokkrum sinnum og þær
voru bara í góðu lagi elsku fólk,“
segir í einni athugasemdinni.
Samkvæmt reglugerð um vel-
ferð sauðfjár og geitfjár ber að
tilkynna fyrirhugaða notkun á
dýrunum á viðburðum sem þess-
um til MAST með tíu daga fyrir-
vara. Óheimilt er að nota dýrin í
umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt
fyrr en að lokinni úttekt MAST.
Konráð Konráðsson, héraðsdýra-
læknir suðvesturumdæmis, kannast
ekki við að slíkt erindi hafi borist
vegna „Geitardagsins“ og algengt
að fólk sé ekki meðvitað um lög
og reglugerðir um meðferð dýra og
geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt.
Helga Marín telur einnig að van-
þekking ráði oft för. „Fyrir okkur
er þetta mikið tilfinningamál
og hrikalegt að dýr séu notuð
sem sýningargripir. Og það er
svo sem skiljanlegt þar sem það
er ekki mikið talað um þetta.“
thorarinn@frettabladid.is
Misbauð meðferð á
geitum á Hlemmi
Vegan fólk er í tilfinningalegu uppnámi vegna tveggja geita sem voru til sýnis
við Mathöllina á Hlemmi fyrr í vikunni. Ein úr þeirra hópi, Helga Marín Jónat-
ansdóttir, segir dýrin vera vanvirt og ætlar að tilkynna uppátækið til MAST.
Heitar tilfinningar blossuðu upp hjá grænmetisætum vegna sýningar á
tveimur geitum við Hlemm. Fréttablaðið/ernir
Það var fólk að
klappa geitum fyrir
utan og borða þær inni
Helga Marín
Jónatansdóttir
grænmetisæta.
náttúra Vel yfir hundrað skjálftar
mældust í fjallinu Skjaldbreið um
helgina. Að minnsta kosti 66 skjálft-
ar mældust í fyrradag og um það bil
50 í gær. Í fyrrakvöld mældist stærsti
skjálftinn 3,7 og í gærmorgun varð
skjálfti að stærð 3,8. Fyrir þessa
hrinu höfðu ekki mælst svo öflugir
skjálftar í fjallinu frá árinu 1992.
Veðurstofan segir engan gosóróa
hafa fundist í þessari hrinu. Um sé
að ræða hreina brotaskjálfta sem
verða þegar jörð brestur vegna upp-
safnaðrar spennu á flekamörkum.
Ef um gosóróa væri að ræða þá væri
um að ræða samfelldari skjálfta. – bo
Meira en 100
skjálftar mældir
LögregLumáL Móðir Klevis Sula,
Albanans sem lést eftir hnífsstungu-
árás í miðbænum fyrir rúmri viku,
segir að hann hafi ætlað að hjálpa
manninum sem grunaður er um að
hafa ráðist á hann. Hún kom hingað
til lands eftir árásina og gat verið hjá
honum síðustu augnablik ævi hans.
„Hann var yndislegur, Hann vildi
hjálpa öllum. Vinum sínum og fjöl-
skyldu. Hann talaði mjög vel um
Íslendinga og kunni vel að meta
fólkið hérna,“ segir Natasha Sula,
um son sinn.
Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom
fram að vitnisburður vinar Klevis,
sem einnig var stunginn umrætt
kvöld, er á þá leið að Klevis hafi
tekið eftir manni sem var grátandi.
Hann hafi boðið honum aðstoð en
þá verið stunginn með hnífi. Ekki er
talið að mennirnir hafi þekkst neitt
fyrir árásina. – ngy
Ætlaði að hjálpa
manninum sem
réðst á hann
LögregLumáL Erlendur karlmaður
var í lok síðustu viku úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 3. janúar næst-
komandi grunaður um tilraun til
manndráps. Þremur dögum áður
hafði Hæstiréttur fellt úr gildi gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir manninum.
Maðurinn er grunaður um að
hafa í tvígang þrengt að öndunar-
vegi konu á heimili þeirra með
þeim afleiðingum að hún missti
meðvitund. Í fyrra skiptið var hann
úrskurðaður í gæsluvarðhald á þeim
grundvelli að hann gæti torveldað
rannsókn málsins en Hæstiréttur
féllst ekki á það. Nú er gæsluvarð-
haldið með vísan til almannahags-
muna.
„Hann var boðaður í skýrslutöku
á fimmtudag og handtekinn að
nýju að henni lokinni,“ segir Guð-
mundur Páll Jónsson lögreglufull-
trúi. „Dómarinn tók sér sólarhrings
umhugsunarfrest og féllst að því
loknu á gæsluvarðhald.“
Verjandi mannsins, Sigurður
Freyr Sigurðsson, segir að úrskurð-
ur dómarans hafi verið kærður til
Hæstaréttar. Niðurstaða mun liggja
fyrir í þessari viku. – jóe
Aftur í varðhald
þvert á úrskurð
Hæstaréttar
1 1 . D e s e m b e r 2 0 1 7 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
1
-1
6
3
4
1
E
7
1
-1
4
F
8
1
E
7
1
-1
3
B
C
1
E
7
1
-1
2
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K