Fréttablaðið - 11.12.2017, Page 4

Fréttablaðið - 11.12.2017, Page 4
Þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Bjarni Már Júlíusson, fram- kvæmdastjóri ON LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | helgar 11–17 „... trúverðug og mannleg frásögn af manneskju á krossgötum ... “ KOLBE INN ÞOR S TE IN S SON / DV „Þetta er ljúfsár en skemmtileg saga sem mun gleðja marga.“ MAR ÍANNA CL A R A LÚTHE R SDÓT TIR / MORGUNBL A ÐI Ð „Ljúfasta saga og vel þess virði að lesa um konu sem loksins, loksins fer að hugsa um sjálfa sig.“ HE LG A BIRGI S DÓT TIR / FR É T TA BL A ÐI Ð Orkumál Gjaldtaka á hleðslu- stöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjöl- margar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrir- komulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennis- lyklum, svipaða dælulyklum olíu- félaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslu- stöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund. „Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mín- útan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýr- ast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, raf- bílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann saman- burð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggð- inni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Vog- inn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“ mikael@frettabladid.is Hraðhleðslumínútan verður seld á 39 krónur eftir 1. febrúar Gjaldtaka á hraðhleðslustöðvum Orku náttúrunnar hefst 1. febrúar næstkomandi. Rafbílaeigendur hafa fengið ókeypis hleðslu í rúm þrjú ár. Notast verður við auðkennislykla.  Framkvæmdastjóri ON segir verðið samkeppnishæft við algengt verð í Noregi. Hlöðum ON fjölgar á næstunni og verða þrjátíu í lok næsta árs. Eftir gjaldfrjálsa orku frá 2014 mun ON hefja að rukka fyrir hraðhleðsluna 1. febrúar næstkomandi. Fréttablaðið/PjEtur trúfélög Á tveimur dögum í októ- ber síðastliðnum skráðu 529 manns sig úr þjóðkirkjunni. Alls sögðu 1.248 sig úr þessu langstærsta trú- félagi landsins frá 23. október til 1. desember. Í Morgunblaðinu 23. október sagði Agnes M.  Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, að það væri ekki siðferði lega rétt að stela gögn um til að af hjúpa. Viku fyrr hafði sýslu- mannsembættið í Reykjavík lagt lögbann á umfjöllun Stundarinnar byggða á trúnaðargögnum úr Glitni frá því fyrir hrun. „Ég er ekki sam mála því að allt sé leyfi legt í sann leiks leit inni. Mér finnst til dæmis ekki sið ferði lega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sann leik- ann í ljós,“ sagði biskupinn meðal annars í Morgunblaðsviðtalinu sem vakti hörð viðbrögð. Margir lýstu því yfir að þeir myndu segja sig úr þjóð- kirkjunni vegna afstöðu Agnesar. „Ég hef þraukað lengi í Þjóð- kirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það að gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálf- töku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ skrifað blaðamaðurinn Reynir Traustason á Facebook-síðu sína daginn sem viðtalið birtist. Helgi Seljan sjónvarpsmað- ur  minnti á að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinson hefði verið afhjúpaður að hluta til með notkun gagna sem biskup skilgreindi sem stolin. „Þau gögn sýndu meðal ann- ars fram á það hvernig kirkjan sem hún veitir forstöðu, tók undir sinn verndarvæng og verðlaunaði mann sem þá þegar hafði gengist við kyn- ferðisbrotum gegn börnum, og greint hafði verið frá opinberlega,“ skrifaði Helgi á sína Facebook-síðu. – gar Bylgja úrsagna er biskup gagnrýndi notkun á lekagögnum Alls sögðu 1.248 sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 23. október til 1. desember. árétting Í forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 8. desember sl. láðist að geta þess að tölur um kódeinávísanir voru fengnar úr pistli Embættis landlæknis í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, nr. 12/2017. Beðist er velvirðingar á því og leiðréttist það hér með. DÓmSmál Tveir Erítreumenn, Sóm- ali og Georgíumaður voru nýlega dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hver fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum vegabréfum á leið sinni um Keflavík. Dómarnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness. Allir höfðu mennirnir millilent hér á landi og áttu tengiflug til Kanada til að komast héðan burt. Þeir voru stöðvaðir við landa- mæraeftirlit og vaknaði þá grunur um að vegabréfin væru ekki þeirra. Reyndist svo vera en passarnir voru ýmist keyptir á svörtum markaði eða breytifalsaðir. Auk fangelsisvistarinnar, sem var óskilorðsbundin í öllum til- vikum, voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjanda síns. Sú upphæð er á bilinu 150 þúsund til 200 þúsund krónur fyrir hvern og einn hinna dæmdu. – jóe Fjórir dæmdir fyrir skjalafals Mennirnir voru stöðvaðir af landa- mæravörðum. Fréttablaðið/EYÞÓr Mennirnir voru stöðv- aðir við landamæraeftirlit og vaknaði þá grunur um að vegabréfin væru ekki þeirra. 1 1 . D e S e m b e r 2 0 1 7 m á n u D A g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 1 -2 9 F 4 1 E 7 1 -2 8 B 8 1 E 7 1 -2 7 7 C 1 E 7 1 -2 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.