Fréttablaðið - 11.12.2017, Side 6
Við vinnum að því
markmiði að
varðveita menningararfinn
með þessum hætti.
Hallfríður Baldurs-
dóttir, fagstjóri
skylduskila hjá
Landsbókasafni
Ármúla 4-6, Reykjavík | Firðinum, Hafnarfirði
511 2777 | sala@betribilakaup.is
Gerðu betri kaup hjá okkur! Hringdu í 511 2777
2018 Volvo XC90 Hybrid T8
2017 Kia Optima Phev
2017 Mitsubishi Outlander Phev
Hannaðu hann eins og þú vilt!
AWD - Plug-In Hybrid
Forpöntun
Afhendingartími er 4-5 mánuðir
Verð 7.390.000 kr.
Glæsilegur og mjög vel útbúinn
Harman/Kardon hljóðkerfi
Plug-In Hybrid
Hraðastillir með aðlögun
Verð 3.790.000 kr.
Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður
4X4 - Plug In-Hybrid
360° myndarvélakerfi
2 tegundir í boði!
Verð 4.430.000 kr.
facebook.com/betribilakaup
Menning Aukin prentun íslenskra
bóka á erlendri grund veldur Lands-
bókasafni nokkrum áhyggjum og
gæti það haft í för með sér að erfið-
ara verði að varðveita menningar-
arf þjóðarinnar. Skylt er að skila til
Landsbókasafns prentuðum bókum
og einnig rafbókum, hljóðbókum,
kvikmyndum og tónlist.
Fréttablaðið sagði frá því fyrir
skömmu að hin íslenska jólabók
innbundin í kápu muni brátt heyra
sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs
árs hætta prentun þessarar gerðar
bóka og því mun öll harðspjalda
bókaprentun flytjast úr landi. Í jóla-
bókaflóðinu um þessi jól eru tvær af
hverjum þremur bókum prentaðar
erlendis, einungis þriðjungur er
prentaður hér á landi.
Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri
skylduskila Landsbókasafns segir
þetta nokkrum vandkvæðum bund-
ið. „Hér áður fyrr þurftum við bara
að hafa samband við prentsmiðj-
urnar sem eru tiltölulega fáar hér á
landi. Nú hins vegar færist skyldan
yfir á útgefendur en þeir eru margir
og mjög misjafnt hversu stórtækir
þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður.
„Því er það mun meira verkefni fyrir
okkur að vakta bókamarkaðinn svo
allar bækur skili sér til okkar.“
Hallfríður segir skilaskyldu bóka
skipta miklu máli fyrir varðveisl-
una. „Við vinnum að því markmiði
að varðveita menningararfinn með
þessum hætti. Hingað kemur allt
útgefið efni og því mikilvægt að allt
berist til okkar til varðveislu kom-
andi kynslóða,“ segir Hallfríður.
Fyrstu lög um skylduskil bóka
voru samþykkt árið 1886. Var það
þá hluti af prentsmiðjulögum lands-
ins og náðu eingöngu til prentaðs
efnis. Árið 1949 voru lög um skila-
skyldu gerð að sjálfstæðum lögum
og umsjón færð til Landsbóka-
safns frá lögreglustjórum landsins.
Núgildandi lög um skylduskil voru
samþykkt á Alþingi í tíð Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra.
Er tilgangur þeirra að varðveita til
frambúðar þann íslenska menn-
ingararf sem skilaskyldan nær til.
Landsbókasafni, Amtsbókasafni á
Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands
er gert að varðveita skyldueintök.
sveinn@frettabladid.is
Torsóttara verður að
varðveita íslenskt efni
Landsbókasafni og Amtsbókasafni á Akureyri er skylt að varðveita skylduein-
tök allrar prentútgáfu á Íslandi. Með erlendri prentun flytjast skylduskil frá
prentsmiðjum til útgefenda sem margir vita ekki um mikilvægi þess.
Á Landsbókasafni situr margur háskólaneminn og lærir fyrir próf í desembermánuði. Margir þeirra vita kannski ekki
að bókasafnið varðveitir og getur útvegað allt prentað efni frá árinu 1886. FréttabLaðið/antonbrink
MenntaMál Bæjarstjórn Akureyrar
áformar að verja sextíu milljónum
króna á næstu þremur árum til
nútímavæðingar í leik- og grunn-
skólum bæjarins. Er þetta gert til að
styðja við uppfærslu á tæknibúnaði
í skólum sem og að efla þekkingu
fagfólks innan skólakerfisins.
Á opnum kynningarfundi bæjar-
stjórnar þann 29. nóvember síðast-
liðinn kynnti bæjarstjórn þessa
hugmynd sína fyrir næstu fjárhags-
áætlun sem verður samþykkt síðar í
þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar
þessari ákvörðun bæjarstjórnar og
er vinna hafin innan hennar hvern-
ig hægt sé að nýta fjármagnið sem
best.
„Við erum nú að fara yfir stöðuna.
Skólarnir eru misjafnt á veg komnir
með tækjabúnað og okkur skortir
enn aukið fjármagn til að geta sinnt
því. Einnig þurfum við að efla þekk-
ingu kennara og fagfólks á tækninni
og hvernig megi nýta hana sem best
í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir,
formaður fræðsluráðs og bæjarfull-
trúi. „Þetta er fagnaðarefni því að
við viljum gera vel í þessum málum
hér á Akureyri.“
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri
Akureyrarbæjar, segir þetta stórt
og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref
skiptir máli í hinum tæknivædda
heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref
í þá átt að nútímavæða kennslu og
nýta tæknina í skólastarfi,“ segir
Soffía. „Markmiðið er að nútíma-
væða skólastofuna. Við erum að
stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna
með nýju tungumáli sem er for-
ritun. Líklega verður það svo að yfir
helmingur þeirra starfa sem til eru
í dag verða ekki til í framtíð barna
okkar. Því þurfum við að halda vel
á spöðunum.“ – sa
Sextíu milljónir í að nútímavæða skóla
Framtíð barna okkar bíður annar veruleiki en okkar sem eldri erum að mati
fræðslustjóra. FréttabLaðið/Pjetur
1 1 . d e s e M b e r 2 0 1 7 M á n U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
1
-3
D
B
4
1
E
7
1
-3
C
7
8
1
E
7
1
-3
B
3
C
1
E
7
1
-3
A
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K