Fréttablaðið - 11.12.2017, Page 8

Fréttablaðið - 11.12.2017, Page 8
Það er ekki pláss fyrir neina kyn- þáttahyggju í samfélagi okkar. Stefan Löfven formaður Jafn- aðarflokkurinn Svíþjóð Jól2017 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Sjá nánar á sminor.is.BOSCH Þvottavél WAT 2869SSN, Serie 6 Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Fullt verð: 175.900 kr. Jólaverð: 127.900 kr. A kg BOSCH Þurrkari WTW 854S9SN, Serie 6 Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Gufuþétting, enginn barki. LED- skjár. Snertihnappar. Krumpuvörn við lok kerfis. Fullt verð: 149.900 kr. Jólaverð: 117.900 kr. A kg BOSCH Handryksuga BHN 14090 Öflug 14,4 V. Hægt að hlaða, engin snúra. Ofnbursti fylgir með. Fullt verð: 12.900 kr. Jólaverð: 9.900 kr. Svíþjóð „Ég er mjög hugsandi yfir árásinni á bænahúsið í Gautaborg á laugardaginn og að það hafi verið kynt undir þetta ofbeldi gegn gyð- ingum á fundi mótmælenda í Málm- ey,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráð- herra Svíþjóðar, í yfirlýsingu í gær. Ráðist var á bænahúsið með bensínsprengjum á meðan ung- mennasamkoma fór þar fram. Áður höfðu farið fram hörð mótmæli gegn gyðingum í Málmey, þar sem um 200 manns voru samankomnir. „Það er ekki pláss fyrir neitt gyð- ingahatur í samfélagi okkar. Árásar- mennirnir þurfa að svara fyrir þetta. Öll lýðræðisöfl verða nú að vinna saman í þágu opins og frjálslynds samfélags, þar sem allir finna örygg- istilfinningu,“ segir Stefan Löfven. Leiðtogi gyðinga í Gautaborg, Allan Stutzinsky, var viðstaddur þegar árásin var gerð á bænahúsið. „Við vissum vel að öryggi samfélags gyðinga væri ógnað, en það er samt áfall að þetta skuli gerast,“ segir Stutzinsky. Í síðustu viku viðurkenndi Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flutti sendiráð Banda- ríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Ákvörðunin hefur valdið talsverðu uppnámi í Mið-Austurlöndum og annars staðar í samfélagi araba. Stutzinsky segist ekki í vafa um að árásin hafi verið gerð í beinum tengslum við ákvörðun Bandaríkja- forseta. Öryggið hefur verið hert mjög mikið í kringum bænahús gyðinga víða í Svíþjóð eftir árásina um helgina, að því er sænska ríkisút- varpið (SVT) greinir frá. Lögreglan í Málmey hefur líka aukið öryggisvið- búnað sinn af ótta við að fleiri atvik kunni að verða. Lögreglan í Gautaborg gerði ítrek- aða leit að hinum grímuklæddu árásarmönnum sem köstuðu bens- ínsprengjunni og á sunnudags- morgun voru þrír handteknir. Sænska ríkisútvarpið sagði óljóst hvort fleiri hefðu komið að árásinni. Vitni hafa þó sagt að þau hafi séð í kringum 20 grímuklædda menn með svokallaða molotovkokteila sem hent var inn í garðinn við bænahúsið. jonhakon@frettabladid.is Ráðist á bænahús gyðinga í Svíþjóð „Það er ekki pláss fyrir gyðingahatur í samfélagi okkar,“ sagði forsætisráðherra Svíþjóðar. Ráðist var á bænahús gyðinga með bensín- sprengjum um helgina. Atvikið er rakið til þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Löggæsla hefur verið hert í kringum bænahús gyðinga víða í Svíþjóð. Gyðingar víðsvegar um heiminn upplifa ógn eftir atburði síðustu viku. FréttabLaðið/EPa Segir Bandaríkin óvin Palestínumanna Víða hafa brotist út átök vegna ákvörðunar Donalds Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi til dæmis frá því að mótmælendur komu saman nærri sendiráði Bandaríkjanna í Beirút í Líbanon um helgina. Þeir voru vopnaðir steinum og kveiktu elda á götum nærri sendiráðinu. Öryggissveitir beittu táragasi gegn mótmæl- endum. Hanna Gharib, leiðtogi Kommúnistaflokksins í Líbanon, sagði að Bandaríkin væru óvinir Palestínumanna. Kjaramál Ekkert hefur þokast í átt að samkomulagi í samningavið- ræðum Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair, að sögn Óskars Einars- sonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verk- falls klukkan sex að morgni þann 17. desember næstkomandi, takist ekki að semja fyrir þann tíma. „Aðallega er svo vegna þess að við höfum verið að ræða saman frá því í enda júlí. Samningar voru lausir 31. ágúst og við höfum bara ekki náð neinum árangri í samninga- viðræðum,“ sagði Óskar í hádegis- fréttum Bylgjunnar í gær. Boðað var til fundar hjá ríkis- sáttasemjara í fyrradag og segir Óskar að enn sé langt í land. „Það munar þó nokkru því að við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu sem er búið að fara þó nokkur vinna í að finna út úr. Við höfum svo sem unnið það í samvinnu við okkar viðsemjendur og höfum komist að ákveðinni lausn í því máli og þar stendur það í dag.“ Verði af verkfallinu mun það hafa í för með sér mikla röskun á flugi segir í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar. – ae, ngy Segir viðræður við Icelandair árangurslausar Fullyrt að verkfall myndi hafa mikil áhrif á flug icelandair. FréttabLaðið/VaLLi Samningar voru lausir 31. ágúst og við höfum bara ekki náð neinum árangri. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands 1 1 . d e S e m b e r 2 0 1 7 m á N U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 1 -3 8 C 4 1 E 7 1 -3 7 8 8 1 E 7 1 -3 6 4 C 1 E 7 1 -3 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.