Fréttablaðið - 11.12.2017, Side 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Slíkt viðbót-
arfé gæti
jafnvel verið
eyrnamerkt
því verkefni
að styðja við
höfunda,
þýðendur og
útgefendur
barna- og
ungmenna-
bókmennta.
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að setja orð á blað um mikil-vægi lesturs en engu að síður er hér ein skvettan til. Tilefnið er könnun sem Mið-stöð íslenskra bókmennta lét gera á við-horfi Íslendinga til bóklesturs, þýðinga
og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöð-
urnar eru um margt forvitnilegar og geta vel nýst til
þess að ákvarða næstu skref varðandi stuðning við
bókmenningu á Íslandi. Ekki síst með tilliti til þess
hversu mikilvæg öflug bókmenning er fyrir smáþjóð
sem vill raunverulega vernda og viðhalda sínu sér-
staka tungumáli.
Í fyrsta lagi sýnir könnunin okkur að meirihluti
Íslendinga les einungis eða oftar á íslensku en öðrum
tungumálum, en reyndar er það líka svo að 34 ára og
yngri lesa mun síður á íslensku en þeir sem eldri eru.
Í öðru lagi er merkilegt að rúm 80% landsmanna taka
undir mikilvægi þess að þýða nýjar erlendar bækur
á íslensku, en það kemur síður á óvart að það dregur
úr stuðningi við mikilvægi þýðinga eftir því sem
svarendur yngjast. Síðast en ekki síst sýnir könn-
unin afgerandi stuðning, 77,5% svarenda, við þeirri
fullyrðingu að mikilvægt sé að íslensk bókmenning
hafi aðgang að opinberum stuðningi. Það er reyndar
aldurshópurinn 18 til 24 ára sem sýnir þessu mestan
skilning sem felur í sér jákvæð skilaboð frá þessum
lesendum framtíðarinnar.
Þessi mikla fylgni við mikilvægi þess að þýða nýjar
erlendar bækur, ásamt stuðningi við að aðgangur
íslenskrar bókmenningar að opinberum stuðningi
felur í sér skýr skilaboð til Lilju Alfreðsdóttur,
nýskipaðs mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja
virðist reyndar ætla að fara vel af stað með afnámi
virðisaukaskatts á bækur en betur má ef duga skal.
Þörfin fyrir að efla bókmenningu er mikil því með
sterkri bókmenningu stuðlum við að bættri stöðu
íslenskunnar, styrkjum grunnstoðir menntunar,
eflum siðferðisvitund og byggjum betra samfélag.
Kannski þykir einhverjum að hér sé helst til vel í lagt,
en það andmælir því vart nokkur að ávinningurinn af
lestri góðra bóka er ótvíræður.
Það er því ekki úr vegi að kalla eftir hugmyndum að
því hvað er helst til ráða. Hjá Miðstöð íslenskra bók-
mennta er unnið gott og mikið starf en fjármagnið er
af skornum skammti en verkefnin mörg og marg-
vísleg. Vissulega væri gott að veita auknu fjármagni
til Miðstöðvarinnar en þá má líka skoða hvort það
ætti að fela í sér ákveðnar áherslur eins og t.d. að efla
útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni. Slíkt viðbótarfé
gæti jafnvel verið eyrnamerkt því verkefni að styðja
við höfunda, þýðendur og útgefendur barna- og
ungmennabókmennta. Lengi hefur verið kallað eftir
fleiri titlum fyrir unga lesendur sem þurfa einfaldlega
að sætta sig við of stuttan leslista. Afleiðingin er að
snemma leita ungir lestrarhestar á náðir enskunnar
á meðan aðrir leggja frá sér bókina og skaðinn er
skeður. Ef við tryggjum ekki börnum og ungmennum
nóg af vönduðu og spennandi lesefni er engin þörf á
því að vera hissa á því að þau verði sum hver illa læs.
Leslistinn
Við eigum ekki að líta á skattívilnanir sem kostnað heldur leið til að auka tekjur okkar til framtíðar. Þar sem hagsveiflur tengdar auðlindagreinum
hafa verið umtalsverðar er eftirsóknarvert að byggja upp
iðnað, sem felur í sér meiri fjölbreytileika og er minna
háður auðlindum jarðar. Rannsóknir sýna að 60% af
framtíðarstörfum barna okkar eru óskilgreind í dag, því
er mikilvægt fyrir stjórnvöld að leggja grunn að því að
þessi nýju störf geti þróast hér á landi.
Uppgangur hugverkaiðnaðarins á Íslandi sem fjórða
stoðin í hagkerfinu, til viðbótar við ferðaþjónustu,
stóriðju og sjávarútveg, býður Íslendingum upp á þann
möguleika að efla stoð sem ekki er háð takmörkuðum
auðlindum. Stoðin þróar í eðli sínu þekkingu og eftir-
sóknarverð hálaunastörf með vörum og lausnum, sem
skila miklum virðisauka, fyrir viðskiptavini á alþjóð-
legum markaði.
Hér á landi eru fjölmörg sprotafyrirtæki sem og stærri
nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur, sem
eru stöðugt að þróa framúrstefnuleg verkefni á heims-
mælikvarða. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í
apríl 2016 voru afar jákvætt skref en þau eru takmörkuð
þar sem skattaívilnandi þakið er of lágt, en í Bretlandi t.d.
er ekkert þak á skattaívilnanir til þróunarverkefna. Nú
er staðan þessi að stærri nýsköpunarfyrirtæki þurfa sum
hver að færa þróunarverkefni sín til annarra landa, ef þau
hafa tækifæri til þess, þar sem það er mun hagkvæmara
fyrir þau. Ef við ætlum að verða samkeppnishæf þá
verðum við að beita sértækum aðgerðum og stuðningi
þar sem gengissveiflur eru íslenskum fyrirtækjum erfiðar,
við erum langt frá mörkuðum og það er oft erfitt að fá
hæft starfsfólk í þau störf sem um ræðir.
Í ljósi þessa þá er ánægjulegt að lesa sáttmála nýrrar
ríkisstjórnar og sjá að þar er áhersla lögð á nýsköpun,
rannsóknir og þróun. Móta á heildstæða nýsköpunar-
stefnu fyrir Ísland í nánu samráði við atvinnulífið og
vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn
í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við
skólasamfélagið. Að auki á að endurskoða fyrirkomulag
endurgreiðslna vegna þróunarverkefna í því skyni að
afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.
Sprotar í sókn
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
þingmaður
Framsóknar-
flokksins
Móta á
heildstæða
nýsköpunar-
stefnu fyrir
Ísland í nánu
samráði við
atvinnulífið
og vísinda-
samfélagið.
Atgervisflóttinn
Björn Blöndal, formaður borgar-
ráðs og oddviti Bjartrar fram-
tíðar, tilkynnti í síðustu viku
að hann hygðist ekki gefa kost á
sér í framboð aftur. Áður hafði
Halldór Auðar Svansson, odd-
viti Pírata, tjáð að hann ætlaði
að hætta. Halldór Halldórsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins,
ætlar líka að hverfa til annarra
starfa. Ekki liggur annað fyrir
en að Dagur B. Eggertsson, odd-
viti Samfylkingarinnar, og Líf
Magneudóttir, oddviti VG, haldi
ótrauð áfram. En .egar leiðtogar
þriggja af fimm stjórnmála-
flokkunum í borgarstjórn leita
á önnur mið er ef til vill hægt
að tala um atgervisflótta úr
Ráðhúsinu. Í slíkum aðstæðum
verða menn kannski að reyna að
átta sig á því hvað veldur.
Í fantaformi
Knattspyrnumaðurinn geð-
þekki, Eiður Smári Guðjohnsen,
komst í hann krappann um
helgina þegar hvorki meira né
minna en fimm menn réðust að
honum í Barcelona og vildu hafa
af honum úrið. Þótt Eiður æfi ef
til vill ekki jafn mikið núna og
hann áður gerði virðist hann
engu að síður vera í fantaformi
því samkvæmt frásögnum tókst
honum að hrista af sér menn-
ina einn síns liðs. Atvikið fékk
ekki meira á hann en svo að
hann gerði grín að öllu saman á
Twitter á eftir.
jonhakon@frettabladid.is
1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
1
-2
5
0
4
1
E
7
1
-2
3
C
8
1
E
7
1
-2
2
8
C
1
E
7
1
-2
1
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K