Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.12.2017, Qupperneq 30
Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 16. umferðar 2017-18 West Ham - Chelsea 1-0 1-0 Marko Arnautovic (6.) Swansea - West Brom 1-0 1-0 Wilfried Bony (81.) C. Palace - Bournemouth 2-2 0-1 Jermain Defoe (10.), 1-1 Luka Mili- vojevic, víti (41.), 2-1 Scott Dann (44.), 2-2 Jermain Defoe (45.). Burnley - Watford 1-0 1-0 Scott Arfield (45.) Huddersfield - Brighton 2-0 1-0 Steve Mounie (12.), 2-0 Mounie (43.) Tottenham - Stoke 5-1 1-0 Sjálfsmark Ryan Shawcross (21.), 2-0 Heung-min Son (53.), 3-0 Harry Kane (54.), 4-0 Kane (65.), 5-0 Christian Eriksen (74.), 5-1 Ryan Shawcross (80.). Newcastle - Leicester 2-3 1-0 Joselu (4.), 1-1 Riyad Mahrez (20.), 1-2 Demarai Gray (60.), 2-2 Dwight Gayle (73.), 2-3 Sjálfsmark Ayoze Pérez (86.) S’ton - Arsenal 1-1 1-0 Charlie Austin (3.), 1-1 Olivier Giroud (88.) Liverpool - Everton 1-1 1-0 Mohamed Salah (42.) , 1-1 Wayne Rooney, víti (77.). Man. Utd. - Man. City 1-2 0-1 David Silva (43.), 1-1 Marcus Rashford (45.), 1-2 Nicolás Otamendi (54.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 16 15 1 0 48-11 46 Man. Utd 16 11 2 3 36-11 35 Chelsea 16 10 2 4 28-13 32 Liverpool 16 8 6 2 34-20 30 Arsenal 16 9 2 5 30-20 29 Tottenham 16 8 4 4 28-14 28 Burnley 16 8 4 4 15-12 28 Leicester 16 6 5 5 23-22 23 Watford 16 6 4 6 25-27 22 Everton 16 5 4 7 20-29 19 Southamp. 16 4 6 6 16-19 18 Huddersf. 16 5 3 8 11-26 18 Brighton 16 4 5 7 14-21 17 Bournem. 16 4 4 8 15-19 16 Stoke 16 4 4 8 19-35 16 Newcastle 16 4 3 9 16-25 15 West Brom 16 2 7 7 12-22 13 West Ham 16 3 4 9 14-32 13 Swansea 16 3 3 10 9-18 12 Cry. Palace 16 2 5 9 10-27 11 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Everton á móti Liverpool á Anfield. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Spilar í Íslendingaslag á móti Reading í kvöld. Reading Jón Daði Böðvarsson Spilar í Íslendingaslag á móti Cardiff í kvöld. Bristol City Hörður B. Magnússon Sat allan tímann á bekknum þegar Bristol City vann útisigur á Sheff. Utd. Burnley Jóhann Berg Guðm. Lagði upp sigurmark Burnley í 1-0 heimasigri á Watford. Fimmta stoðsending hans á tímabilinu. Leikmaður helgarinnar Huddersfield gerði Benin manninn Steve Mounie að dýrasta leikmanni félagsins þegar liðið keypti hann frá Montpellier fyrir 11,5 milljónir punda í sumar. Vænt- ingarnar voru miklar og Mounie byrjaði vel og setti tvö mörk í fyrsta leik á móti Crystal Palace en síðan ekki söguna meir. Þegar kom að nýliðaslagnum á móti Brighton um helgina þá var hann ekki búinn að skora í 119 daga, níu leiki og í samtals 477 leik- mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Mounie bætti hins vegar úr því og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 2-0 sigri. Framherjinn var búinn að glíma við meiðsli í hæl síðan í ágúst og missti meðal annars úr fimm leiki. „Ég er mjög ánægður með hann. Hann skoraði tvö mörk sem er mjög mikilvægt fyrir hann og mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði David Wagner, knattspyrnustjóri Hudders- field, eftir leikinn. Mounie sýndi í mörkunum að hann er markaskorari af guðs náð og þessi frammi staða hans lofar góðu um framhaldið. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Manchester United fékk tækifæri til að halda smá lífi í titilbaráttunni með því að stoppa nágranna sína í Manchester City en eftir að þeir leyfði City að fara burtu með öll þrjú stigin þá geta hin liðin við toppinn farið að einbeita sér að baráttunni um annað sætið. Hvað kom á óvart? Fyrsti sigur West Ham undir stjórn David Moyes kom á móti meisturum Chelsea. West Ham liðið hefur verið að spila betur að undanförnu og leikmenn Moyes gerðu mjög vel í Lundúna- slagnum þegar sigurmarkið kom strax í upphafi leiksins. Mestu vonbrigðin Liverpool náði ekki að landa sigri í Bítla- borgarslagnum. Liver- pool komst í 1-0 og hafði lengst af mikla yfir- burði á móti nágrönnum sínum í Everton. Everton liðið pakkaði í vörn og beið færis. Everton fékk síðan ódýra vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok og fór heim með eitt stig. David Silva skorar hér fyrra mark Manchester City á móti Manchester United á Old Trafford í gær en David de Gea kemur engum vörnum við i marki Manchester United. United náði að jafna en það dugði ekki til og City fagnaði sigri. NORDiCPHOTOS/GETTy Aston Villa Birkir Bjarnason Sat allan tímann á bekkn- um þegar Villa gerði markalaust jafntefli við Millwall. fótbolti Pep Guardiola er búinn að setja saman enn eitt yfirburðaliðið í fótboltanum. Þetta byrjaði allt saman hjá honum með Barcelona á Spáni, svo færði hann sig yfir til Bayern München í Þýskalandi og nú hefur hann framkvæmt töfra sína hjá City-liðinu í Manchester-borg. Á öllum vígstöðvum hefur hann sett saman lið sem hefur stungið af í deildinni og nú er fyrsti titillinn í augsýn með Manchester City. City liðið er komið með aðra höndina á enska meistaratitilinn eftir fjórtánda deildarsigurinn í röð á Old Trafford í gær. Liðið hefur ell- efu stigum meira en United og það eru enn þrettán dagar til jóla. Guardiola hefur gerbreytt leikstíl Manchester City og frískað mikið upp á liðið. Það tók hann eitt tíma- bil að fá liðið til að ná alvöru tökum á leikstílnum hans en eftir að allir leikmennirnir hans voru farnir að hlaupa í takt þá virðist ekkert lið eiga lengur möguleika í City. Við getum spilað svona bolta „Fólk sagði að það gengi aldrei upp að spila eins og Barcelona í Eng- landi en það er mögulegt og við erum að gera það. Við getum spilað svona fótbolta í Englandi,“ sagði Pep Guardiola sigurreifur eftir leik- inn í gær þar City vann Manchester slaginn 2-1. City vann engan titil á hans fyrsta tímabili með liðið og knattspyrnu- spekingarnir voru farnir að tala um að Guardiola stíllinn skilaði ekki sama árangri í enska boltanum og Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvals- deildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af. annars staðar. Annað hefur komið á daginn á þessari leiktíð. „Ég vissi það líka á síðasta tíma- bili og ég hef alltaf haldið trú minni á það. Allir geta spilað sinn fótbolta og þess vegna er fótbolti svona falleg íþrótt. Ég er mjög ánægður með að fara bæði á Stamford Bridge og Old Trafford og vinna með þessum hætti,“ sagði Guardiola. City hefur þegar unnið útileiki sína á móti Manchester United og Chelsea og liðið hefur unnið heima- leikina á móti Liverpool og Arsenal með samtals sjö mörkum. Það eru bara Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sem hafa náð að taka stig af City í fyrstu sextán umferðunum. City og Everton gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik Gylfa 21. ágúst en síðan hefur Manchester City ekki tapað einu einasta stigi í deildinni. Jöfnuðu met Arsenal Aðeins eitt annað lið hefur náð að vinna fjórtán leiki í röð í efstu deild á Englandi en Arsenal náði því frá febrúar til ágúst 2002. City er því fyrsta liðið sem nær því á einu og sama tímabilinu. 1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r14 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 1 -1 B 2 4 1 E 7 1 -1 9 E 8 1 E 7 1 -1 8 A C 1 E 7 1 -1 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.