Fréttablaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 32
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður I. Ingimundardóttir sem lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember sl. verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 13. desember klukkan 13.00. Ingimundur Hjartarson Anna María Hjartardóttir Gunnlaugur B. Hjartarson Málfríður Gísladóttir Alda Hjartardóttir Sveinn Muller ömmubörn og langömmubörn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Ágústs Jóhannssonar húsgagnasmiðs, Smárarima 26. María Haraldsdóttir Ólafía Ágústsdóttir María Ágústsdóttir Guðjón Hauksson Anna Ágústsdóttir Andrés Magnússon og afabörn. Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar, Erlu Eyjólfsdóttur og Bergs Jónssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og líknardeildar Landspítalans svo og hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Jón Bergsson Guðrún Sederholm Björn Bergsson Kristjana Bergsdóttir Atli Árnason Elín Bergsdóttir Sveinbjörn Jónsson Arndís Bergsdóttir Björn Þorláksson barnabörn og barnabarnabörn.Systir okkar, Þórdís Gunnarsdóttir sem lést á Borgarspítalanum 3. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. desember kl. 15. Systkini hinnar látnu, Gunnar B. Gunnarsson Pétur Gunnarsson Sigrún Gunnarsdóttir Ásdís Gunnarsdóttir Þorgeir Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Markús Jón Ingvason lést föstudaginn 1. desember 2017. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. desember 2017 klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðbjörg Sveinsdóttir Sveinn Ingi Andrésson Auður Björk Gunnarsdóttir Ingvi Þór Markússon Iða Brá Kuforiji Markúsdóttir Ayodeji Gbeminiyi Kuforiji Ragnheiður Ýr Markúsdóttir Helgi Freyr Helgason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir frá Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi 4. desember. Útförin fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 15. desember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Ragnheiður Einarsdóttir Sigurdór Karlsson Örn Einarsson Marit Einarsson Björn Hreiðar Einarsson Margrét Óskarsdóttir Hallgrímur Einarsson Elísabet Reynisdóttir Eiður Örn Hrafnsson Hrönn Sigurðardóttir 1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 1936 Georg 6. varð konungur Bretlands eftir afsögn eldri bróður síns Játvarðs 8. 1941 Þýskaland og Ítalía sögðu Bandaríkjunum stríð á hendur í síðari heimsstyrjöldinni. 1947 Auður Haralds rithöfundur fæddist. 1948 Gunnar Gunnarsson rithöfundur og Franzisca Antonia Josephine Jörgensen, kona hans, gáfu íslenska ríkinu Skriðuklaustur á Fljótsdalshéraði. 1972 Apollo 17 lendir á Tunglinu. Það er sjötta ferjan sem lendir þar. 1975 Breski dráttarbáturinn Lloydsman sigldi tvisvar á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar, um tvær sjómílur frá landi. Íslendingar kærðu Breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna þessa. 2007 Tvær bílsprengjur urðu 31 manni að bana í Algeirs- borg í Alsír.  Merkisatburðir Taílenski veitingastaðurinn Menam á Selfossi fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Eigandi staðarins er Kristín Árnadóttir en hún hefur rekið Menam í 18 ár. Hún keypti staðinn af íslenskum manni og taílenskri konu eftir að þau höfðu átt staðinn fyrstu tvö árin. Fjór- tán starfsmenn vinna hjá Kristínu, flestir í hlutastarfi. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda, bæði hjá heimamönnum og ferðamönnum. „Ég sé ekki eftir mínútu í öll þessi ár við rekstur staðarins, þetta hefur verið frábær tími enda hef ég átt mína tryggu og góðu viðskiptavini, svo ekki sé minnst á starfsfólkið mitt sem hefur allt verið frábært,“ segir Kristín. Hún segist hafa tekið við staðnum blaut á bak við eyrun, enda hafði hún enga þekkingu eða reynslu á fyrirtækjarekstri þó hún hafi unnið við þjónustustörf í Tryggva- skála á Selfossi þar sem hún er fædd og uppalin. Kristín segir mjög vinsælt hjá taí- lenskum hópum sem eru á ferð um Ísland að koma á Menam til að borða. „Já, ég er með taílenskan kokk sem veit nákvæmlega hvað samlandar hans vilja borða og hefur matinn sterkan. Hóp- arnir eru mjög ánægðir með matinn og hrósa okkur í hástert, það er gott að finna það,“ segir Kristín. Þá segir hún að hópar sem eru á Hótel Selfossi komi mikið í mat á Menam, ásamt heima- mönnum á Selfossi og næsta nágrenni. „Ég elska að þjóna fólki og láta því líða vel. Ég er meira að þessu af hugsjón en að verða rík, sáttir og sælir viðskiptavinir er það besta sem ég veit“, segir Kristín sem er 67 ára og spáir nú í framtíðina. „Ég finn að ég er að þreytast en ég er þó ekki tilbúin að hætta alveg strax. Reksturinn gengur ljómandi vel og ég sé ekki annað að það sé bjart yfir Menam næstu árin og áratugina. Hvort einhver tekur við kefl- inu af mér á nýju ári eða á næstu árum verður bara að koma í ljós“, segir eigandi Menams brosandi. mhh@frettabladid.is Elskar það að þjóna fólki Kristín Árnadóttir tók við veitingastaðnum Menam blaut á bak við eyrun fyrir 18 árum. Staðurinn fagnar 20 ára afmæli. Kristín segist elska að þjóna fólki og láta því líða vel. Kristín sem er hér lengst til vinstri, ásamt hluta af starfsfólki sínu á Menam á Selfossi. Fréttablaðið/MagnúS Hlynur HreiðarSSon Ég sé ekki eftir mínútu í öll þessi ár við rekstur staðarins, þetta hefur verið frábær tími auður Haralds, rithöfundur og blaðamaður, á afmæli í dag. 1 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 1 -2 9 F 4 1 E 7 1 -2 8 B 8 1 E 7 1 -2 7 7 C 1 E 7 1 -2 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.