Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2005, Page 4

Freyr - 01.09.2005, Page 4
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA Lífræn mjólkur- framleiðsla í sókn ég hef alltaf fyllt kvótann sem er aðalmarkmiðið. Fóðurgildið hefur verið mjög gott almennt myndi ég segja, enda tún snemma slegin. Allt hey er rúll- að hér á Neðra-Hálsi." BIOBÚ FRAMLEIÐIR OG SELUR JÓGÚRT Fyrirtækið Biobú ehf. hefur starfað frá árinu 2003 og fram- leitt lífræna jógúrt og selt í verslunum á höfuðborgarsvæð- inu og víðar. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var og er að efla markað fyrir lífrænar mjólkurafurðir með kynningum og upplýsingum fyrir neytendur og með framleiðslu á hágæða mjólkurafurðum. (júní 2003 var fyrsta varan sett á markað sem Þeir sem framleiða iífræna mjólk eiga kost á 25% hærra afurða- stöðvaverði, segir Kristján Oddsson á Neðra-Háisi í Kjós Mikil og hröð þróun hefur orðið síðustu ár í sölu og framleiðslu á lífrænum mat- vælum. Víða erlendis er iíf- ræni geirinn sá hluti land- búnaðarins sem vex hvað hraðast. Neytendur kunna að meta matvörur þar sem uppruninn er þekktur, fram- leiðslan án ýmissa hjálpar- efna og skepnurnar í náttúrulegu umhverfi. Hér á landi eru nokkrir bændur sem hafa sérhæft sig í framleiðslu lífrænna afurða og eitt þeirra búa er Neðri- Háls í Kjós. Þar er framleidd lífræn mjólk eftir ströng- ustu reglum og hún seld sem slík eða sem jógúrt undir vörumerkinu „Biobú". Eftirspurnin hefur farið vaxandi og er nú svo komið að þessa mjólk vantar á markaðinn. Kristján Odds- son og Dora Ruf, sem eru eigendur Biobú ehf, aug- lýstu fyrir skömmu eftir samstarfsaðilum til þess að framleiða lífræna mjólk til jógúrtgerðar. Freyr fór á stúfana og ræddi við Kristján um eðli og gang fyrirtækisins og búskapinn á Neðra-Hálsi. NEÐRI-HÁLS Á Neðra-Hálsi er búið með 32 mjólkandi kýr að jafnaði og geldneyti eru um 40 á öllum aldri. Túnstærð er um 50 ha. Kristján fór í Bændaskólann á Hvanneyri og er með bú- fræðingspróf þaðan. Árið 1978 hóf hann rekstur í félagi við föður sinn en við fráfall hans árið 1982 tók Kristján alfarið við búinu. Um svipað leyti kynntist hann konu sinni, Doru Ruf, og þau hófu fljótlega sameigin- legan búskap. Dora Ruf og Kristján Oddsson búa á Neðra-Hálsi í Kjós og eru 'eigendur fyrirtækisins Biobú ehf. sem framleiðir lífræna jógúrt. Hvenær ákváðuð þið að fara yfir í lífrænan búskap? „Ég hef lengi haft þá til- finningu að framleiða eigi land- búnaðarvörur með sem náttúru- legustum hætti. Fljótlega komst ég að því að fleiri voru á sömu skoðun og voru t.d. að setja hornin í að notaður væri til- búinn áburður. Kveikjan að því að ég fór að íhuga af alvöru að fara út í lífrænan búskap ein- göngu, var árið 1984 þegar læknir nokkur ráðlagði mér með mataræði vegna exems sem ég þjáðist af. Ég fór að hans ráðleggingum sem voru að einfalda mataræðið, t.d. minnka neyslu á unnum mat og jafnvel borða sem mest hrátt. Skemmst er frá því að segja að ég sleppti því versta úr matar- æðinu og losaði mig þannig við exemið sem engin lyf höfðu dugað á. Ég fer ennþá eftir þessum ráðleggingum þó ég drekki nú enn kaffi, en ég hef það lífrænt! Aðlögun túna hófst 1987 fyrir lífræna ræktun. Við byrjuðum á því að framleiða gulrætur og selja sem lífrænt árið 1989. Við höfum alltaf haft gaman að grænmetisræktun en lögðum hana af þegar við fórum út í framleiðslu á lífrænu jógúrtinni. Við ræktum þó enn fyrir heimilið að sjálfsögðu. (kjölfarið einbeittum við okkur eingöngu að mjólkinni enda hefur verið nóg að gera í henni. Vottun á mjólk og grænmeti fengum við 1996 en síðasta áburðarkornið var notað hér árið 1994. ( dag notumst við eingöngu við búfjáráburð og fiskimjöl og slægjan er alveg þokkaleg." Hvernig er fóðurgildið í þessu heyi? „Það hefur nú yfirleitt verið nokkuð gott. Reyndar hef ég verið linur við að senda sýni og þau stundum dagað uppi f frystikistunni. Kýrnar hafa verið að mjólka alveg þokkalega og FREYR 09 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.