Freyr - 01.09.2005, Síða 9
BJARGRÁÐASJÓÐUR
Sjóðurinn er mikil-
væg samtrygging
fyrir bændur
Guðbjartur Gunnarsson, stjórnarmaður í Bjargráðasjóði: „Málefni
sjóðsins skipta máli fyrir allar búgreinar og engin ein ákveður örlög
sjóðsins."
Guðbjartur Gunnarsson hef-
ur verið stjórnarmaður í
Bjargráðasjóði frá árinu
1996 og er annar fulltrúa
Bændasamtakanna í sjóðn-
um. Guðbjartur býr á Hjarð-
arfelli á Snaefellsnesi og
rekur blandað bú með
sauðfé og kýr. Hinn fulltrúi
samtakanna er Hörður
Harðarson, svínabóndi í
Laxárdal. Störf stjórnar-
manna felast helst í því að
afgreiða umsóknir um
tjónabætur en allar beiðnir
fara um hendur þeirra.
Stjórnin fundar 5-7 sinnum
á ári en fundunum hefur
heldur fækkað nú seinni ár-
in í takt við færri tjón.
„Bótareglurnar eru unnar í sam-
ræmi við lög sjóðsins og í sam-
ræmi við reglur sem stjórnin
setur. Reglur hverrar búgreinar
eru almennt settar í samvinnu
við viðkomandi búgreinasamtök
og þær eru yfirleitt endur-
skoðaðar árlega. Búgreinasam-
tökum gefst þannig kostur á að
endurskoða þær reglur sem um
greinina gilda og koma með til-
lögur um úrbætur ef þarf,"
segir Guðbjartur.
Hefur tilgangur sjóðsins og eðli
tjóna breyst á undanförnum ár-
um?
„[ hinum svokölluðu 'kjarn-
fóðurgreinum' hefur margt
breyst á síðustu árum. Búin eru
að stækka og þeim hefur
fækkað. Ef það verða tjón á
þessum búum þá verða þau
miklu stærri en almennt er (
sauðfjár- eða kúabúskap. Annars
eru stærðirnar afstæðar og t.d.
getur lambalát á sauðfjárbúi
valdið miklu tjóni sem getur hlut-
fallslega komið jafn illa við
búreksturinn og hjá svínabónd-
anum sem verður fyrir tjóni þó
krónutalan sé lægri. Tölurnar eru
stærri f kjarnfóðurgreinunum en
þar er veltan margfalt meiri. Það
má segja að miðað við núverandi
reglur þá ræður sjóðurinn, m.v.
inneign viðkomandi búgreinar,
ekki við mjög stór áföll. Ef stóru
búgreinarnar ætla að tryggja sig
upp í topp þá þurfa þær í raun
að kaupa sér viðbótar-
tryggingar."
ENGINN BÓNDI ER
UNDANSKILINN
Guðbjartur telur að einn megin-
kostur sjóðsins fyrir landbúnað-
inn sé sá að þarna hafi bændur
eins konar samtryggingu. „Allir
bændur eiga rétt á að fá greidd
búfjártjón svo framarlega sem
það er í samræmi við reglur
sjóðsins og greitt hafi verið
búnaðargjald af framleiðslunni
fram að tjóni. Ef sjóðurinn yrði
lagður af þá myndi alltaf ein-
hver hluti ekki tryggja sig fyrir
tjónum - með sameiginlegum
sjóði er enginn undanskilinn."
BÆNDUR NJÓTA GÓÐS AF
ALMENNU DEILDINNI
„Almenna deildin hefur oft á tíð-
um hjálpað verulega í kalárum.
Þann tíma sem ég hef verið í
stjórn þá hafa umtalsverðir fjár-
munir farið til bænda í gegnum
a-deildina. Ég get nefnt dæmi
um kalárin 1995, 1997 og 1999.
Kalbætur hafa numið á annað
hundrað milljóna króna á þessum
árum. Framlög inn í a-deildina
byggjast á innborgunum sveitar-
félaganna og ríkisins. Auk þess
stendur a-deildin straum af
kostnaði við rekstur sjóðsins en á
móti kemur að allir vextir af inni-
stæðum Bjargráðasjóðs falla inn í
a-deildina."
UPPSÖFNUN MUN AÐ ÖLL-
UM LlKINDUM HÆTTA
Tjónum hefur fækkað nokkuð á
siðustu árum og í takt við það
hefur sá hluti búnaðargjaldsins,
sem rennur til Bjargráðasjóðs,
lækkað. „Inngreiðslur sumra
greina, t.d. í sauðfjárbúskap,
eru lægri en útborgaðar tjóna-
bætur hafa verið á undan-
förnum árum. Ég hygg að sú
uppsöfnun, sem orðið hefur hjá
kúabændum, muni ekki halda
áfram. Það er í fyrsta lagi vegna
þess að inngreiðslurnar eru
minni nú en áður og í öðru lagi
voru reglurnar rýmkaðar svo að
með sjóðnum væri hægt að
bæta hærra hlutfall tjóna í bú-
greininni. Alla tíð hefur verið
haft samráð við búgreinafélögin
um fyrirkomulag og Landssam-
band kúabænda hefur unnið
með okkur í þeim efnum eins
og önnur félög."
Telur þú að hægt sé að bjóða
sömu tjónavernd og Bjargráða-
sjóður býður upp á á almennum
tryggingamarkaði?
„Ég sé ekki fyrir mér að það sé
hægt að gera með góðu móti
með kaltjónin. Vera má að hægt
sé að tryggja vissa þætti í búfjár-
tjónum en ég hef ekki trú á því
að það myndi reynast bændum
hagkvæmara. Þeir sem hafa lesið
(slandssöguna í gegnum aldirnar
vita að við getum átt von á ýmsu
hér á Islandi, t.d. eldgosum og
tjónum samfara því. Bjargráða-
sjóður mun ekki einn geta bætt
slík tjón en þar er þó leið fyrir
ríkið til að koma að málum og
ákveðin þekking við að meta
tjón."
Hver er framtíð sjóðsins?
„Bændur þurfa að ná
lendingu um tilgang og starf-
semi Bjargráðasjóðs. Málefni
sjóðsins skipta máli fyrir allar bú-
greinar og engin ein ákveður ör-
lög sjóðsins. Ég er ekki viss um
að það yrði til bóta að leggja
sjóðinn niður í þeirri mynd sem
hann er í. Sumir segja að leggja
ætti niður búnaðardeildina en þá
er líka almenna deildin farin. Það
viðhorf hefur komið fram hjá
forsvarsmönnum sveitarfélag-
anna að það þjóni engum
tilgangi að reka almennu
deildina ef búnaðardeildin er
ekki með. Það er vel skiljanlegt
að minu mati. Langmestur hluti
styrkja úr a-deildinni fer í land-
búnaðinn. Annars má segja að
samstaða ríki innan stjórnarinnar
um að bæta þau tjón sem falla
undir lög og reglur sjóðsins,"
segir Guðbjartur Gunnarsson,
stjórnarmaður í Bjargráðasjóði.
7TB
FREYR 09 2005
9