Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2005, Side 10

Freyr - 01.09.2005, Side 10
NAUTGRIPIR Gangur burðar hjá ís- lenskum kúm - vanhöld kálfa og heilsufar kúa um burð Vanhöld kálfa hér á landi eru mjög mikil og fara vaxandi. Markmið verkefnisins, sem hér er fjallað um, voru m.a. að afla upplýsinga um gang burðar hjá ís- lenskum kúm og varpa Ijósi á þá þætti sem skýrt geta þessi miklu vanhöld. YFIRLIT Upplýsingar um gang 687 burða á 27 búum komu til upp- gjörs. Engin burðarvandamál voru skráð I 73,4% tilfella, aft- urfótafæðing í 4,7%, legsnurða í 0,3%, mjög stór kálfur í 6,7%, annað í 8,7% og óþekkt 16,3% tilfella. Engin burðarhjálp var veitt í 55,5% tilfella, lítilsháttar í 28,2%, mikil f 11,6%, aðstoðar dýralæknis var þörf í 2,6%, keisaraskurður í 0,3% og burð- arhjálp var ekki skráð í 1,7% til- fella. Kynjahlutfall var á þann veg að 55,5% voru naut, 42,9% kvlgur, f 0,4% burða komu tvö naut, 0,1% tvær kvígur, 0,4% naut og kvíga og kynferði kálfanna var ekki skráð í 0,6% tilfella. Stærðarflokkun var á þann veg að 0,9% kálf- anna voru mjög litlir, 5,1% litlir, 31,3% tæplega meðalstórir, 41,5% rúmlega meðalstórir, 16,6% stórir, 3,5% mjög stórir og í 1,2% tilfella var stærð ekki skráð. Afdrif kálfanna voru á þann veg að 81,1% kálfanna lifðu, 18,8% kálfanna drápust og í 0,1 % tilfella var um tvfbura að ræða þar sem annar kálfur- inn lifði. Ef kálfarnir voru dauð- ir, voru 7,1% löngu dauðir, 40,9% nýdauðir, 35,4% dráp- ust í fæðingu, 3,1 % drapst á 1. klst., 1,6% drapst á 1. sólar- hring, 1,6% eftir 1. sólarhring og í 10,2% tilfella var þessi þáttur ekki skráður. Meðal- þyngd 39 kálfa sem voru vigt- aðir var 34,8 kg. ( 77,1 % tilfella var faðir kálfsins sæðinganaut og 22,9% heimanaut. Heilsufar kúnna um burð var þannig að 4,5% kúnna voru skráðar með fastar hildir, 6,8% með doða, 1,9% með júgurbólgu með hita, 0,4% annað og 0,6% kúnna drápust. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Samhliða spurningalistum voru eyðublöð til skráningar burðar- upplýsinga send til þeirra 90 búa sem lentu í úrtaki vegna könnunarinnar. Á eyðublaðinu voru bændur beðnir um að skrá númer kýrinnar, tal, föður kálfs- ins (sæðinganaut eða heima- naut), burðardag og burðarferil, burðarvandamál, burðarhjálp, kyn, stærð (á skala 1-6) og þyngd í kg, afdrif kálfsins og heilsufar kýrinnar um burð. NIÐURSTÖÐUR Alls fengust upplýsingar um gang burðar hjá 687 kúm á 27 búum, sem báru á tímabilinu ágúst 2004 til janúar 2005. ( tæplega % tilfella voru engin skráð burðarvandamál, önnur burðarvandamál en þau sem voru á lista voru skráð í 8,7% tilfella og mjög stór kálfur var talin orsök burðarvandamála í 6,7% tilfella. Nánari útlistun er á 1. mynd. (ríflega helmingi tilfella gekk burður sinn gang án aðstoðar, rúmlega fjórðungur kúnna fékk lítilsháttar aðstoð við burðinn og rúm tíunda hver kýr mikla aðstoð. Nánara yfirlit yfir burð- IEftir Baldur Helga Benjamínsson, Baendasamtökum íslands, Grétar Hrafn Harðarson, Landbúnaðarháskóla íslands og Þorstein Ólafsson, Búnaðarsambandi Suðurlands 1. mynd. Burðarvandamál. 70,0% Engin Afturfótafæðing Legsnurða Annað Flokkur Mjög stór kálfur Ekki vitað 2. mynd. Burðarhjálp. 3. mynd. Stærð kálfanna. 45,0% 40,0% 35,0% £ 30,0% 3 25,0% € 20,0% 3 £ 15,0% 10,0% 5,0% 0,0% 41,5% 0,9% Mjög lítill 5,1% 16,6% ö 3,5% 1,2% Mjög stór Ekki skráö araðstoð má sjá á 2. mynd. Kynjahlutfall var talsvert skekkt, 55,5% kálfanna voru naut og 42,9% kvígur. ( tæp- lega 1 % tilfella var um tvíbura að ræða. Stærðardreifing kálfanna var nokkuð skekkt á þann veg að 61,6% kálfanna töldust yfir meðaltali að stærð, en 37,3% undir meðalstærð. Nánar má sjá stærðardreifingu á 3. mynd. Afdrif kálfanna voru þau að 81,1% þeirra lifðu en 18,9% voru fæddir andvana eða dráp- ust eftir burð. Algengast er að 10 FREYR 09 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.